Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2016, Qupperneq 64

Skessuhorn - 21.12.2016, Qupperneq 64
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 201664 Sementsverksmiðjan er ekki leng- ur vinnustaður sem iðar af lífi, þar sem hundruðuð höfðu áður atvinnu. Í dag stendur verksmiðjan að mestu leyti auð þótt þar sé geymt og af- greitt innflutt sement. Minning- arnar um vinnustaðinn lifa þó enn með þeim sem vörðu fjölmörgum árum ævi sinnar innan veggja verk- smiðjunnar. Og sumar minningar eru eftirminnilegri en aðrar. Á ár- unum 1971-1972 kom það fyrir að sprengjur slæddust með skeljasand- inum af botni Faxaflóa. Slíkt var engan veginn hættulaust. Skessu- horn rifjar þetta upp með dyggri að- stoð fyrrum starfsmanna. Í ljós kem- ur að engin viðhlýtandi rannsókn hefur farið fram á tilurð sprengjanna og að ákveðin þöggun hafi ríkt um það sem þeim viðkemur. Undarlegur málmhlutur Nítjánda febrúar árið 1972 féll hlut- ur af færibandi í Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi, eða flesta grun- ar að það hafi gerst þannig. Það var ekki óalgengt að starfsmenn fyndu undarlega málmhluti í skeljasand- inum sem kom úr Faxaflóa. Eftir að farið var að dæla skeljasandi upp af ákveðnu svæði í flóanum snemma árs 1971 kom það fyrir að sprengjur úr seinni heimsstyrjöldinni slæddust með. Búið var að setja upp málm- skynjara við færibandið til að koma í veg fyrir að sprengjurnar færu alla leið í steinbrjótana. Gísli S. Einars- son var þá trúnaðarmaður og flokks- stjóri í Sementsverksmiðjunni. Hann segir að málmskynjarinn hafi verið plata með segli, sem skynjaði stærstu málmhlutina. Ef platan skynjaði málmhlut sló öllu færibandinu út og það þurfti að rannsaka málmhlutinn sem var kominn inn, fjarlægja hann og setja svo allt í gang aftur. Ef um sprengju var að ræða var lögreglan kölluð til. Lögreglan fékk í lið með sér sprengjusérfræðinga úr Reykja- vík og sprengjurnar voru í öllum tilvikum sprengdar með dýnamíti fjarri mannabyggð. Starfsmenn sáu fljótlega að málm- hluturinn sem féll af færibandinu 19. febrúar 1972 var sprengja. Yfir- stjórn verksmiðjunnar var ekki látin vita af þessum fundi, enda þótti ekki tilefni til þess. Komnar voru verk- lagsreglur um hvað ætti að gera ef svona aðskotahlutur fannst á færi- bandinu. Þetta upplýsir Guðmund- ur Guðmundsson sem var þá tækni- legur forstjóri Sementsverksmiðj- unnar. Verklaginu var fylgt í þessu tilviki og kallað var á lögregluna sem fjarlægði hlutinn. Vökvafylltur málmhlutur Tveimur dögum síðar, eða 21. febrúar 1972, fannst annar málm- hlutur í einum steinbrjót á færi- bandi verksmiðjunnar. Brjóturinn var til þess gerður að mylja niður stærri steina sem oft komu upp með skeljasandinum. Málmhlutir kom- ust ekki í gegnum brjótinn þar sem þeir beygluðust og festust. Fjórir starfsmenn verksmiðjunnar reyndu að losa aðskotahlutinn úr brjótnum. Það voru þeir Gísli Teitur Kristins- son, Kristján Guðmundsson, Egg- ert Magnússon og Þorsteinn Hjart- arson. Allir hlutu bruna á höndum og tveir í augum og þurftu að dvelja á sjúkrahúsi í nokkra daga á eftir. Að þessu sinni var sprengjan af öðrum toga en áður. Guðmundur Guðmundsson fékk tilkynningu um að seinni málmhluturinn væri und- arlegur. Úr honum læki illa lyktandi vökvi og verkamennirnir væru farn- ir að finna til óþæginda í augum og höndum. Einkennin komu fram um tveimur til þremur klukkutímum eftir að þeir komust í snertingu við vökvann, samkvæmt fréttaflutningi á þessum tíma. „Menn fóru að tala um að það væri eitthvað skrýtið við þessa sprengju. Hún hefði í fyrsta lagi ekki sprungið, sem hún hefði eiginlega átt að gera og að öðru leyti þá læki úr henni einhver óþverri,“ segir Guðmundur þegar hann rifj- ar þetta atvik upp fyrir blaðamann. Sjálfur var Guðmundur nýráðinn til Sementsverksmiðjunnar. „Þetta var frekar óskemmtileg byrjun fyr- ir mig, ég byrjaði nefnilega hjá verk- smiðjunni í október eða nóvember 1971.“ Efnavopn í verksmiðjunni Guðmundur man ekki hverjum datt í hug að þarna væri efnavopn á ferðinni, en það hafi verið langt frá því að vera fyrsta sem upp í huga manna kom. Lögregla hafði þeg- ar verið kölluð á staðinn en þeg- ar það kom í ljós að þarna var um efnavopn að ræða voru fleiri kallað- ir til. „Þá var hringt í allar stofnanir, bæði eiturefnanefnd og sprengju- sérfræðinga,“ segir Guðmund- ur og bætir við að þegar það hafi komið í ljós að þarna var ekki ein- ungis efnavopn á ferðinni heldur sinnepsgas, hafi Varnarliðið verið kallað út til aðstoðar. „Við hringd- um í Varnarliðið og sögðum þeim að þeir yrðu að gjöra svo vel að hjálpa okkur, við réðum ekkert við þetta.“ Íslenskir sérfræðingar vissu lítið um hvernig átti að meðhöndla efnavopn. Varnarliðið sendi fjóra eða fimm sérfræðinga upp á Akra- nes til að takast á við aðstæðurnar. Fljótlega var staðfest að sprengjan í mulningsvélinni var sinnepsgas- sprengja og einnig sprengjan sem hafði fallið af færibandinu tveimur dögum áður. Sprengingunni fylgdi gasský Sprengjan sem hafði fundist nokkr- um dögum áður var sprengd 22. febrúar 1972. Þá lá ekki fyrir hvers eðlis sprengjurnar voru. Helgi Andrésson lögregluþjónn hafði far- ið með hana út í Elínarhöfða, fjarri byggð. Sprengjusérfræðingur úr Reykjavík sprengdi hana með dýna- míti og Helgi kíkti á sprengjustað- inn skömmu eftir sprenginguna og brenndist við það. Í grein í Lækna- blaðinu frá árinu 2009 er talað um sinnepsgassprengjurnar sem fund- ust í Sementsverksmiðjunni. Grein- in er eftir Jakob Kristinsson og Þor- kel Jóhannsson, sem voru frá því sem þá hét eiturefnanefnd en heitir í dag Rannsóknastofa í lyfja- og eitur- efnafræði. Báðir voru kallaðir út upp á Akranes á sínum tíma. Í greininni sem er skrifuð á árunum 2007-2008 er farið ítarlega yfir sprengjufund- inn. Sprengingunni á Elínahöfða er lýst í greininni og vitnað í Helga Andrésson lögregluþjón. Spreng- ingin hafi haft í för með sér mikið gasský sem líktist táragasi. Fjöldi starfsmanna á sjúkrahús Sementsverksmiðjan fékk eitur- efnasérfræðinga til að rannsaka verksmiðjuna eftir að sinnepsgas- ið fannst. Allt var þvegið hátt og lágt og allir starfsmenn sem gætu hafa komist í snertingu við gasið voru sendir á sjúkrahús til sérstakr- ar rannsóknar. Þá var meðal ann- ars athugað hvort gasið hefði borist í lungu starfsmannanna. Í greininni í Læknablaðinu kemur fram að lík- lega hefur gasið verið orðið gamalt, því styrkur þess var minni en vænta hefði mátt. Alls fóru um 20 manns á sjúkrahús til aðhlynningar og í rann- sóknir. Fjórir slösuðust alvarlega ásamt lögreglumanninum. Áverkar eftir sinnepsgas koma fram í bruna- blöðrum á húð en einnig í sviða í augum og öndunarfærum. Engin rannsókn á vegum ríkisins Þegar ljóst var hvers eðlis sprengj- urnar voru var Elínarhöfði girtur af í mörg ár og almenningi meinaður að- gangur að svæðinu. Í Læknablaðinu segir að finna hafi mátt sinnepsgas í umhverfi Elínarhöfða eftir spreng- inguna. „Menn voru áhyggjufullir út af þessu. Hefði verið norðan vindur þegar hún var sprengd þá hefði get- að farið illa,“ segir Guðmundur en til allrar heilla virðist sem vindátt hafi verið hagstæð og gasskýið fór ekki yfir íbúabyggð. Guðmundur segir að atburðurinn hafi verið ræddur á næsta stjórnar- fundi verksmiðjunnar. Viðbrögðin við sprengjunum voru þau að betri málmskynjari var settur upp mjög fljótt. Sá var enn næmari en hinn eldri og slökkti á færibandinu um leið og minnsti málmhlutur fór fram hjá honum. Gísli S. Einarsson seg- ir hlæjandi að sá málmskynjari hafi jafnvel verið of næmur, því hann stoppaði á hverjum einasta smáhlut og menn hafi eftir þetta þurft í tíma og ótíma að ræsa færibandið á nýjan leik. Á fyrrgreindum stjórnarfundi var einnig samþykkt að senda dóms- málaráðuneytinu bréf þar sem þess var krafist að sprengjurnar í Faxa- flóa yrðu rannsakaðar. Dómsmála- ráðuneytið rannsakaði aldrei hvað- an sprengjurnar komu eða hvað þær voru að gera þarna á skeljanámu- svæði Sementsverksmiðjunnar. Engar sprengjur eftir þetta Fljótlega eftir að sinnepsgassprengj- urnar komu inn í Sementsverk- smiðjuna var farið að dæla af nýjum svæðum í Faxaflóa. Hafrannsókna- stofnun hafði, að beiðni stjórnar Sementsverksmiðjunnar, rannsakað hafsbotninn og fundið enn gjöfulli skeljasandssvæði. Eftir að farið var að dæla upp sandi þaðan komu ekki fleiri sprengjur inn í verksmiðjuna. Eftir sat engu að síður spurningin; hvaðan komu sprengjurnar? Í grein- inni í Læknablaðinu er sagt að á sín- um tíma hafi það aldrei fengist stað- fest, en uppi voru vangaveltur um, hvort þær væru enskar, þýskar, rúss- neskar eða bandarískar. Fljótlega kom í ljós að þær voru hvorki þýsk- ar, rússneskar né enskar en banda- ríski herinn var aldrei inntur eft- ir því á sínum tíma hvort sprengj- urnar hefðu komið úr vopnabúri hans. Jakob Kristinsson segir í sam- tali við blaðamann að það hafi ekki verið mikið skrifað um þetta á sínum tíma, hvorki fræðigreinar né fréttir. Fáir reyndu að komast að því hvað- an sprengjurnar komu, enda lá það kannski í augum uppi en lítið var skrifað eða talað um það opinber- lega. Guðmundur segir að sprengjusér- fræðingarnir frá Varnarliðinu hafi Frásögn af því þegar sinnepsgassprengjur fóru að berast í Sementsverksmiðju ríkisins Baneitruðum eiturefnasprengjum var varpað í Faxaflóann Sementsverksmiðjan á Akranesi. Guðmundur Guðmundsson var forstjóri tæknimála í Sementsverksmiðjunni þegar sinnepsgassprengjurnar komu á land á Akranesi. Hann man vel eftir sprengjunum. Sinnepsgassprengjan sem festist í brjótnum. Hún er enn á Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræðum í Reykjavík. Ljósm. RLE.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.