Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2016, Qupperneq 67

Skessuhorn - 21.12.2016, Qupperneq 67
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2016 67 Kveðjur úr héraði Vinstrihreyfingin grænt framboð í Norðvesturkjördæmi óskar íbúum kjördæmisins og lesendum Skessuhorns gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum samstarfið og stuðninginn á árinu sem er að líða. Gleðileg jól S K E S S U H O R N 2 01 5 Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum ánægjuleg samskipti á líðandi ári. God jul og godt nytt år. Vi takker for samarbeidet i året som gikk. Merry Christmas and a happy new year. Thank you for enjoyable moments in the passing year. Wesołych Świąt i szczęśliwego nowego. Dziekujemy za owocna wspolprace w 2016 roku i mamy nadzieje ze przyszly rok bedzie rownie udany Счастливого Нового Года и светлого Рождества! С благодарностью за сотрудничество и совместную работу в прошлом году, Jólakveðja – Julehilsen • Christmas greeting • życzenia świąteczne - Поздравления с Рождеством! S K E S S U H O R N 2 01 6 Fyrsta jólaminningin 1962, ég er nýorðin þriggja ára gömul. Við erum fimm við borðið á aðfanga- dagskvöld, afi og amma, mamma og ég, og Nonni stóri bróð- ir mömmu minnar. Við borðum hangikjöt á aðfangadagskvöld og svo eru ávextir úr dós með rjóma í eftirrétt. Eftir matinn koma Óli frændi, kona hans og þrjú frænd- syskini mín yfir til okkar. Afi og frændurnir syngja allir í karlakór og spila á hljóðfæri. Afi sest við orgelið, Kjarri frændi tekur nikk- una og nú er sko fjör! Við dönsum kringum jólatréð, ég syng og syng, hoppandi og dansandi af gleði. Að lokum er borið fram heitt súkkul- aði með rjóma og smákökur. Þetta er fyrsta jólaminning mín, dásam- leg jól í faðmi kærleiksríkrar stór- fjölskyldu. Við hjónin höfum saman upp- lifað mörg dásamleg jól, sum jólin alein á erlendri grund, önnur hér á Íslandi þar sem við flugum heim með börnin okkar tvö til að njóta jólanna í faðmi stórfjölskyldunn- ar. Ekki var nú alltaf jólalegt þeg- ar við vorum að halda jólin okkar ein í útlöndum og ég var að spreyja jólasnjó inn á gluggana meðan „jólarigningin“ og svart myrkr- ið réði ríkjum úti fyrir. Íslenski jólasveinninn gat þó alltaf fundið börnin okkar og gefið þeim í skó- inn, þó að þau byggju í útlöndum, það voru lesnar sögur á kvöldin um sveinkana og stundum sá smáfólk- ið jafnvel glitta í rauðar húfur og fótspor fyrir utan gluggann sinn. Eftir um 30 ára veru erlendis fluttum við hjónin til baka til Íslands árið 2010, börnin tvö orðin fullorð- in og komin í sambúð. Fyrstu jólin eftir flutningana komu þau hingað til okkar og við áttum fullkomin jól í litla rauða húsinu okkar í Skorra- dalnum. Hjuggum jólatréð sjálf hjá vinkonu okkar inná Fitjum, bök- uðum laufabrauðið og öllum okkar jólahefðum fylgt út í ystu æsar. Þessi jól lít ég tilbaka á viðburð- arríkt ár og tilbaka til síðustu jóla sem svo sannarlega voru öðruvísi heldur en jólin sem nú eru að renna í garð. Í lok nóvember 2015 fædd- ist fyrsta barnabarnið okkar úti í París og við skruppum til að heim- sækja þau vikuna fyrir jólin. Það var 16 stiga hiti og vopnaðir hermenn gráir fyrir járnum á verði í versl- unarmistöðvum og lestarstöðvum. Það verður að viðurkennast að það var erfitt að skilja við litlu fjölskyld- una í París þegar við flugum tilbaka þann 20. desember. Sonur okkar og hans kærasta héldu jólin erlendis hjá fjölskyldu hennar, við vorum jú svo heppin að þau fluttu til Íslands árið áður (2014) svo við höfðum þau allt- af hjá okkur og sanngjarnt að fjöl- skylda hennar hefði þau hjá sér á jólunum. Jólin 2015 voru því fyrstu jólin sem við hjónin vorum ein á aðfangadagskvöld og við hugsuð- um með okkur að svona myndi það sennilega verða framvegis. Nýtt ár gekk í garð og litlir spámenn vor- um við. Í lok febrúar 2016 fengum við minnisstætt símtal þegar dóttir okk- ar og tengdasonur tilkynntu okk- ur að þau væru búin að selja íbúð- ina þeirra í París og væru búin að ákveða að flytja til Íslands, barnsins vegna og til að vera nær fjölskyld- unni. Gleðin var meiri en hægt er að lýsa með orðum og þetta kom okk- ur algjörlega í opna skjöldu. Þann 12. ágúst flutti litla fjölskyldan í Kópavog þar sem dóttir okkar hef- ur búið þeim yndislegt heimili. Þau eru hamingjusöm hér á Íslandi og líður vel með litla drengnum sínum sem nýverið hélt uppá fyrsta afmæl- ið sitt hér í faðmi stórfjölskyldu, afar og ömmur, langafi og langamma, frændur og frænkur, vinir og vin- konur hittust og héldu upp á þenn- an stóra áfanga með honum. Bæði pabbinn og litli maðurinn eru byrj- aðir að tala íslensku og gengur bara vel hjá báðum. Aðrar stórar fréttir komu í mars þegar sonurinn og tengdadóttirin tilkynntu okkur að von væri á barni hjá þeim í nóvember. Í lok nóvem- ber sl. fæddist þeim hraustlegur og myndarlegur drengur sem verður vel tekið á móti í faðm stórfjölskyld- unnar hér á Íslandi. Að við myndum halda jólin 2016 með báðum börn- um, tengdabörnum og tveim litlum nóvemberstrákum hefði okkur ekki dottið í hug þegar við sátum ein á aðfangadagskvöldið 2015. Við höf- um fengið þær stærstu gjafir sem hægt er að hugsa sér á þessu ári, það er að fá að hafa þau öll hjá okkur hér á góða landinu okkar. Efst í huga mér þessi jólin er því þakklæti fyrir að vera Íslending- ur, þakklæti fyrir landið mitt góða, þakklæti til forfeðra minna og þakklæti fyrir þá miklu gjöf að vera móðir og amma. Gleðileg jól kæru sveitungar, Sigrún Guttormsdóttir Þormar. Höf. situr í sveitarstjórn Skorra- dalshrepps og er verkefnastjóri í Snorrastofu. Jólin Blessuð jólin helgan frið þér færa, fögnuð hugans sífellt endurnæra. Einhver undrabjarmi yljar þínum barmi. Þú ert aftur barn með bros á hvarmi. Höf. Kjartan Ólafsson (afi fæddur á Húsafelli 1895). Fullkomin jól Jólakveðja úr Skorradal
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.