Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2016, Síða 68

Skessuhorn - 21.12.2016, Síða 68
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 201668 Kveðjur úr héraði Þá eru blessuð jólin að ganga í garð! Aðventan er hjartnæmur og falleg- ur tími enda tími ljósa, undirbún- ings, samveru, umhyggju og gleði. Við skrif þessa pistils rifjast upp fyrir mér bernskujólin heima í Stykkishólmi. Það eru minning- ar um góðar hefðir og venjur frek- ar en minningar um innihald jóla- pakkanna. Þá voru kökuboxin límd aftur og geymd upp á skörinni þangað sem epla- og appelsínukassarnir rötuðu líka. Ógleymanleg er lyktin af epla- kössunum þar sem eplin voru jafn- an innpökkuð inn í þunnan og ilm- andi pappír. Allt var skreytt á Þor- láksmessu og stofunni því næst lok- að. Hangikjötsilmur barst úr eld- húsinu, allt húsið var hreint og fínt. Stórfjölskyldan borðaði alltaf hjá afa og ömmu á aðfangadag, þá hangikjöt á borðum og jólagraut- ur á eftir. Eftir matinn stóð afi upp og bjóst til við að lesa á jólapakkana undir trénu. Alltaf var farið í messu kl. 18.00 enda mamma í kirkju- kórnum. Mjög oft fórum við líka í jólamessu kl. 23 í kapellu til nunn- anna á sjúkrahúsinu. Að athöfn lok- inni buðu þær gestum upp á kaffi, djús og smákökur. Þá voru sum okkar orðin frekar syfjuð. Ekki má gleyma lestri jólakveðja í útvarpinu enda stór hluti jólaundirbúnings- ins, að hafa útvarpið í gangi á Þor- láksmessu. Það var því mér mikil áskorun að halda mín fyrstu fjölskyldujól. Ég hef ætíð reynt að halda í sem flestar hefðir sem ég ólst sjálf upp við og koma á nýjum með fjölskyldunni. En ekki eru allir svona heppnir. Erfitt er að horfa nú upp á hörmu- legar aðstæður fólks víðs vegar um heiminn í fréttum, ekki síst núna á aðventunni; ólýsanlegar hörmung- ar, eymd, fátækt og ótti. Gleymum þess vegna aldrei hvað við eigum og höfum! Verum þakk- lát fyrir það. Gerum okkar besta, hjálpum og biðjum fyrir þeim sem nú búa við örbirgð, skelfingu og ótta. Þegar við réttum hjálparhönd hlýnar okkur um hjartaræturnar. Besta gjöfin verður alltaf kærleikur, ástúð og umhyggja. Hér í Snæfellsbæ er margt í boði á aðventunni; tónleikar, upp- lestur rithöfunda á árlegri „Bóka- veislu“ 10. bekkinga grunnskólans í Klifi; jólahlaðborð, að ógleymdri jóladagskrá og markaði Pakkhúss- ins hér í Ólafsvík þar sem finna má sannkallaða jólastemningu og sam- veru. Hér í heimabyggð er því hægt að njóta aðventunnar á margvísleg- an hátt. Milli jóla og nýárs standa félagasamtök fyrir jólatrésskemmt- un á grunni áralangrar hefðar. Á gamlárskvöld safnast allir saman út á Breið þar sem áramótabrennan fer fram sem lýkur með glæsilegri flugeldasýningu björgunarsveitar- innar hér í bænum, hvort tveggja jafnan veglegt. Loks eru jólin kvödd á Þrettándanum í Ólafsvík með skemmtilegum hátíðarbrag sem Lionsklúbbarnir standa fyr- ir með blysskrúðgöngu álfakóngs- og drottningar til lítillar brennu inn við Hvalsá og loks flugeldasýn- ingu. Strax að henni lokinni ganga grímuklædd börn og unglingar hús úr húsi, syngja fyrir húsráðend- ur og þiggja ýmislegt góðgæti fyr- ir, „gott í gogginn!“ Er þetta mjög skemmtileg hefð sem búin er að vera hér í mörg ár. Þegar ég hóf búskap tók ég strax þá ákvörðun að kenna börnum mínum að njóta og taka þátt í und- irbúningi jólanna og móta þannig með þeim áhuga að viðhalda góð- um hefðum og skapa góðar minn- ingar. Sú hefð er mér kærust að fjölskyldan fari saman í messu á að- fangadagskvöld. Þegar sunginn er sálmurinn „Heims um ból“ í mess- unni fyllast hjörtu okkar af gleði og þakklæti í faðmi fjölskyldunnar. Það er okkar að skapa jólaand- ann. Kæru Snæfellsbæingar og Vest- lendingar allir! Ég óska ykkur öll- um gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Inga Jóhanna Kristinsdóttir, Ólafsvík, Snæfellsbæ. Það er okkar að skapa jólaandann Jólakveðja úr Snæfellsbæ Snævi þakin Ólafsvík og gilið uppljómað. Ljósm. Sigurjón Bjarnason. Ég kom fyrst í Borgarnes sem lít- ið barn um 1960, í heimsókn til Magnúsar afa míns og Guðrún- ar ömmu sem bjuggu við Skúla- götu í húsi sem nú er kallað Gamli sparisjóðurinn. Þá var þorpið lítið og veröld krakkanna í neðri bæn- um teygði sig í mesta lagi út Eg- ilsgötu og niður að Mjólkursam- lagi eða í fjöruna sem var endalaus uppspretta ævintýra. Goðsagnirn- ar Bebí og Lúlla voru á besta aldri og Setta spákona gekk um göturn- ar í ótal pilsum. Gunna Bergþórs bjó í Þorkelssteini, húsi sem þá stóð við hlið Hótel Borgarness en hefur nú verið rifið. Bröttugötuna prýddu konur eins og Lóa Sig- ursteins og Nína og Bogi frændi minn fór um á hjólinu sínu og setti svip á bæinn. Valbjörg systir ömmu og móðir Boga bjó á Sæ- unnargötu en hana sá maður samt oft þó þangað virtist langt að fara. Það var líka mikið ferðalag að fara með ömmu yfir brúna út í Stóru- Brákarey til að sækja mat í frysti- hólfið. Svo var það Kaupfélag- ið við Egilsgötu. Maður man ekki síst eftir góðu búðarlyktinni. Á þessum tíma þekktust allir og fólk ræddi saman á förnum vegi. Lífið byggðist á landbúnaði innan þorps og utan. Kindur og hænur voru í görðum. Hér og þar kreppti skó- inn eins og gengur, en samhjálp var mikil og félagasamtök eins og Kvenfélag Borgarness og Rot- ary hlúðu að náunganum og unnu stórvirki í menningarstarfi. Þá bjuggu um níu hundruð manns í Borgarnesi. Mögulega mun fjöldinn fara yfir 2000 á 150 ára afmæli bæjarins á næsta ári. Óbreytt verður þó alltaf svipmesta einkenni bæjarins, þ.e. Borgar- neskirkja sem Halldór H. Jónsson teiknaði. Halldór var fæddur og uppalinn í Borgarnesi og teiknaði þar ýmsar byggingar. En merkast finnst mér þetta fallega guðshús þar sem klassísk hönnun nær flugi óháð dægursveiflum. Á síðustu áratugum hefur orð- ið mikil þróun í bænum. Gömul hús hafa sum horfið en önnur ver- ið gerð upp svo sómi er að. Nokk- ur slík eru í eigu sumardvalar- gesta eða eru nýtt í ferðaþjónustu. Slíkt hefur bæði kosti og galla og er megin kosturinn sá að yfirleitt er hugsað vel um húsin. Þau ljá staðnum sérkenni og skapa eldri götumynd eins og á Borgarbraut eða í Berugötu. Það er skylda okk- ar að stuðla að verndun slíkra húsa og láta ekki skammtímasjónarmið ráða um niðurrif þeirra. Við nánari umhugsun hefur kannski ekki svo margt breyst síð- an ég var barn í Borgarnesi. Bæj- arstæðið er sama augnayndið, hús- in falla vel að landslaginu og kirkj- an gefur byggðinni hina rismiklu ásýnd. Fólk spjallar enn á götu- hornum því það þekkist. Félaga- samtök hlúa að mannlífi og sam- staða er mikil þegar eitthvað bját- ar á. Margir leggja með sjálfboða- vinnu mikið af mörkum þó það fari ekki alltaf hátt. Borgnesing- ar nú sem þá láta til sín taka í at- vinnulífi og menningu. Umræða um umhverfismál hefur aukist og er það afar ánægjulegt enda sjálf- sagður þáttur í góðum bæ. Sjálf flutti ég búferlum til þessa fæð- ingarstaðar föður míns árið 1984 og hef stigið þar mín gæfuríkustu spor. Í starfi mínu í Safnahúsi hef ég fengið áhugaverð tækifæri til að vinna að áhugamálum mínum sem tengjast menningu eldri tíma. Já, við skulum ekki gleyma að hér gengu aðrir á undan okkur; fólk sem skildi eftir sig grunn að betra lífi nútímans. Myndir birtast þeg- ar maður lokar augum; malargöt- ur, manneskjur og gömul hús. Ein- hversstaðar dinglar mjólkurbrúsi í hendi og maður fer um á hjóli. Í húsagarði heyrist jarm og org- eltónar berast um glugga; gamli bæjarbragurinn. Maður hugsar til baka með virðingu og þökk og veit líka að skjótt munu nýjar kynslóð- ir marka brautina. Tíminn er fljót- ur að fljúga hjá og brátt heilsar Borgarnes enn jólum og nýju ári – þorpið góða. Hlýjar hátíðarkveðj- ur kæri lesandi, ég met það við þig að þú tókst tíma í lesturinn. Guðrún Jónsdóttir, forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar í Borgarnesi. Tíminn er fljótur að fljúga hjá Jólakveðja úr Borgarnesi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.