Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2016, Síða 69

Skessuhorn - 21.12.2016, Síða 69
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2016 69 Kveðjur úr héraði Um leið og við sendum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári, viljum við þakka kærlega fyrir stuðning og aðstoð á árinu sem er að líða. Með kveðju, Gunnar Bragi Sveinsson, Elsa Lára Arnardóttir, Sigurður Páll Jónsson og Lilja Sigurðardóttir SK ES SU H O R N 2 01 6 Það er misjafnt hvernig við sjáum jólin. Sumir sjá gleðina og sam- veruna í undirbúningnum á með- an aðrir sjá þreyttar húsmæður, þynnra veski, hærri rafmagnsreikn- ing og þvinguð matarboð. Það er langt síðan ég tók þá ákvörðun að það væri mun gáfu- legra að þrífa inni í skápunum á vorin en í skammdeginu og ákvað að gera allt þetta skemmtilega á aðventunni. Mér finnst líka bara mun skemmtilegra að undirbúa og skreyta en að sitja og njóta afrakst- ursins. Það er þessi samvera fjöl- skyldunnar sem er svo yndisleg. Að njóta þess að vera saman í undir- búningnum og að leyfa börnunum að vera með í að skapa jólahefðirn- ar, en það er einmitt það sem ger- ir aðventuna svo skemmtilega, það eru jólahefðirnar sem við búum til sjálf og ráðum alveg hvar áhersl- urnar liggja. Sífellt fleiri barnafjöl- skyldur útbúa sér samveru-jóla- dagatal þar sem hver dagur inni- heldur eina samverustund fjöl- skyldunnar sem getur verið allt á milli himins og jarðar og fer eftir hugmyndaflugi og áhugasviði hvers og eins. En við það að búa og vera alin upp á bóndabæ skapast ákveðn- ar jólahefðir sem aðrir þekkja ekki. Inn í aðventuundirbúninginn koma ákveðin verkefni sem manni finnst mjög jólaleg en aðrir tengja engan veginn við jólin og aðventuna. Þar má til dæmis nefna rúning, þegar hesthúsið fyllist af hestum, róin yfir húsunum þegar búið er að fóðra skepnurnar og fengitímann. Það er alveg magnað að hormónalykt frá hrútum geti tengst jólunum, en það er ákveðin lykt sem fylgir þessum tíma í fjárhúsunum og er að mínu mati mjög jólaleg. Enda eru hrútar oft settir í ærnar rétt fyrir jólin. Vinir mínir frá öðrum löndum, sem þekkja ekki íslensku hefðirnar, hrista oft hausinn yfir fáránleikan- um sem við höldum í hér á landi. Þau skilja alls ekki jólalyktina í fjár- húsunum en það sem þeim finnst ennþá fáránlegra eru þjóðsögurn- ar okkar sem tengjast jólunum. Grýla sem borðar börnin, jólakött- urinn sem borðar fátæka fólkið, 13 jólasveinar sem voru stríðnispúkar en gefa núna börnum gott í skóinn og síðast en ekki síst skammdeg- ið. Jólaljósin okkar fá að njóta sín allan sólahringinn því myrkrið er svo mikið á norðurslóðum á þess- um tímum. En skammdegið teng- ist að sjálfsögðu sögunum um jóla- sveinana forðum daga sem brugðu sér á bæi til að hrekkja fólk. Það var auðvelt fyrir þá að stela og fela sig vegna þess að myrkrið var þeirra vinur. Jólakötturinn var kolsvart- ur og það eina sem sást af honum voru gulu glyrnurnar þegar hann læsti augunum á næstu bráð, sem var kannski fátækt barn sem hafði ekki fengið nýja flík fyrir jólin. En við erum fljót að tileinka okk- ur venjur og hefðir sem við ým- ist lærum af öðrum eða búum til sjálf. Oft ganga hefðirnar í erfð- ir ættlið eftir ættlið og eru stund- um misgáfulegar. Eins og unga konan sem sauð alltaf hangiketið með teygju yfir pottlokið, það var af því mamma gerði það alltaf, þeg- ar móðirin var spurð af hverju hún hefði gert það þá gerði móðir henn- ar það alltaf, og þegar gamla kon- an var spurð hvers vegna hún hefði alltaf soðið hangiketið með teygju yfir pottlokið var svarið: ,,Það var vegna þess að ég átti svo lélegan pott, ég hætti því nú um leið og ég keypti mér nýjan.“ Svona færast hefðirnar á milli ætt- liða og við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir því að það sem börnin okkar upplifa í æsku í kringum jóla- stúss getur haft áhrif á þeirra hefðir í framtíðinni. Stundum verða hefð- irnar þær sömu en stundum vilja börnin breyta gjörsamlega til því þeirra upplifun af hefðunum er ekki endilega jákvæð. Þess vegna þurf- um við að muna að stilla undirbún- ingi í hóf þannig að börnin upplifi notalega stund en ekki jólastress með þreyttri húsmóður sem á eft- ir að skúra loftið, endurraða í fata- skápunum, þrífa undir sjónvarp- inu á meðan hún bakar 16 sortir af smákökum. En þrátt fyrir allt þetta þá koma jólin alltaf á endanum. Við förum inn í hátíðarnar með gleði í hjarta og náungakærleikurinn er aldrei meiri en um þessar mundir. Hjart- að fyllist hátíðleika og við erum til- búin að gefa af okkur hlýju og gleði til allra í kringum okkur. Með þetta í huga sendi ég ykk- ur öllum hugheilar jólakveðjur og vona að þið njótið hátíðanna í faðmi þeirra sem ykkur þykir vænt um. Jóhanna Ösp Einarsdóttir, Kaplaskjóli, Fremri - Gufudal í Reykhólahreppi. Jólakveðja úr Reykhólahreppi: Jólalykt í fjárhúsunum Sendum viðskiptavinum og félagsmönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða SK ES SU H O R N 2 01 4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.