Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2016, Qupperneq 72

Skessuhorn - 21.12.2016, Qupperneq 72
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 201672 „Orðin jól og aðventa eru orð sem vekja upp minningar í hugum flestra. Ég er fæddur og uppalinn Norðfirð- ingur. Fjöllin umvöfðu okkur í Nes- kaupstað, það var alltaf snjór í des- ember – hvít jól, ég minnist ekki rauðra jóla, í rauða bænum. Alltaf gott veður og tunglbjart á kvöldin. Húsin voru skreytt, fólk streymdi heim. Bátaflotanum var stefnt í land fyrir hátíðirnar, námsmenn komu fljúgandi heim að sunnan og norð- an, brottfluttir komu til sinna nán- ustu. Pabbi kom gjarnan heim af sjónum síðustu dagana fyrir jól, oft- ast dauðþreyttur,“ segir Hilmar Már Arason, skólastjóri í Grunnskóla Snæfellsbæjar, þegar hann rifjar upp sín bernskujól. Hann segir öllu hafa verið tjaldað til á heimilinu fyrir jól- in. Stór hreingerning tekin, gólf- in skúruð, skáparnir þrifnir og jóla- skrautið sett upp. Jólatréð var skreytt á Þorláksmessu, gjöfum pakkað, síð- asta skrautið hengt upp og síðustu gjafirnar keyptar. „Aðalgatan iðaði af lífi, fólk var fara milli búða. Eig- inmenn, tveir til þrír saman í hóp- um, að staupa sig undir húsveggj- um, krakkahópar í leikjum, renna sér á skíðum eða sleðum, í snjókasti og einstaka strákar að teika bíla.“ Á Þorláksmessukvöld var síðasta verk foreldra hans að lakka eldhúsgólf- ið og gjöfum og kortum dreift af karlpeningi heimilisins á aðfanga- dagsmorgni. „Pabbi keyrði okk- ur um bæinn og oftast var stoppað á hverjum stað og veitingar þegnar. Mamma var á fullu við matseld allan daginn og amma og systur mínar að- stoðuðu,“ heldur hann áfram. Hann segir hitann og þungann af hátíð- inni hafa hvílt á móður sinni, enda var oftar en ekki fjölmenni á heim- ilinu um jólin. „Við vorum yfirleitt um tíu talsins. Fimm til sex systkini, pabbi, mamma, föðuramma, móð- urafi og svo komu mágarnir þegar tímar liðu. Allt skipulagt út í þaula og framkvæmdin fumlaus. Allir áttu að vera í sínu fínasta og oftar en ekki í fötum sem mamma hafði saumað eða prjónað á aðventunni.“ Settir saman í bað Eftir hádegi á aðfangadag fóru allir í bað á heimili Hilmars. Hann seg- ir að það hafi geta verið flókið þar sem hitaketillinn hafði ekki undan að hita vatnið og að bræðurnir hafi verið settir saman í bað þegar þeir voru yngri eða látnir nota sama bað- vatnið. „Eftir baðið lagði pabbi sig en við krakkarnir biðum spennt- ir. Þegar klukkan nálgaðist sex kom það fyrir að rafmagnið fór af bæn- um, þá var rokið til og rafstöðin ræst til að bjarga steikinni hjá bæjarbú- um.“ Jólamaturinn á heimilinu var hefðbundinn. Möndlugrautur var í forrétt, hamborgarhryggur í aðal- rétt og ís og ávextir í eftirrétt. Eft- ir matinn sáu karlmennirnir á heim- ilinu um uppvaskið og segir Hilmar þetta hafa verið eina skiptið á árinu sem gerð var krafa um það. „Gjafirn- ar voru opnaðar að uppvaski loknu. Pabbi var oft í siglingum á þessum árum og þá voru jólagjafirnar keypt- ar í útlöndum. Okkur fannst þær vera veglegar og alltaf var til Mac- intosh á jólunum,“ segir hann. Eftir að gjafirnar voru opnaðar voru jóla- kortin lesin, byrjað að leika sér að dótinu sem kom upp úr pökkunum, bækur lesnar og heimilisfólk gæddi sér á smákökum og heitu súkkulaði. Eftir miðnættið var tekið í spil og jafnvel þjófstartað. „Jólin voru dá- semdartími. Það sem stendur upp úr er samveran með ættingjum, afs- löppunin og heimsóknir. Það gerist vart betra.“ grþ Minnist ekki rauðra jóla Skólastjórinn Hilmar Már Arason rifjar upp sín bernskujól Hilmar Már Arason skólastjóri í Grunn- skóla Snæfellsbæjar. Á Jólum 1965. Eysteinn bróðir Hilmars með flugvél sem við hann fékk í jólagjöf, Maggý amma og Hilmar Már. Undirbúningur jólanna hófst með því að móðir mín Helga Laufey byrjaði eftir sláturtíðina að sauma flíkur á alla fjölskyldumeðlimi. Það voru saumaðir kjólar, buxur, skyrt- ur, náttföt og það sem henni þótti tilheyra, engin mátti fara í jóla- köttinn, allir skyldu fá nýja flík; við krakkarnir, pabbi, afi og amma og föðurbróðir. Oftar en ekki saum- aði mamma líka fyrir systkinabörn- in sín. Ég undraði mig á því eft- ir að ég komst til vits og ára hvar mamma fann tíma til að koma öllu þessu í verk, ásamt öllu öðru er til- heyrði því að búa í sveit. Allt átti að vera hreint og snyrti- legt þegar jólin gengu í garð, hver einasti partur hússins var gerð- ur hreinn, allt tekið út úr skápum, þvegið og viðrað. Það þurfti einn- ig að baka: mömmukökur, gyð- ingakökur, piparkökur, hálfmána, engiferkökur, súkkulaðibitakökur, hafrakex og fleira. Við systkinin fengum alltaf að vera virkir þátt- takendur í undirbúningi jólanna, bökuðum með mömmu, skrifuð- um jólakveðju til vina og vanda- manna. Mér er mjög minnisstætt að þeg- ar farið var í Borgarnes til að versla rétt fyrir jól þá var keyptur kassi af eplum og appelsínum og einnig kassi af rúsínum. Ákveðinn ilmur færðist yfir og maður beið eftir því að fá að gæða sér á ávöxtunum sem ekki voru á borðum alla jafna. Skreytt var á Þorláksmessu Litla jólatréð sem geymt var á háaloftinu var tekið niður og sett í stofuna á lítið borð. Dropaserí- unni var krækt á grænu greinarn- ar ásamt litlum fuglum, bjöllum og nokkrum jólakúlum að lokum var englahár lagt yfir, þá bar tréð þess blæ þess að snjóað hefði yfir það. Lítil kirkja var sett á borðið hjá trénu, hún var í raun spiladós og þegar hún var trekkt upp hljómaði ,,Heims um ból“. Alltaf var þetta jafn fallegt og eftirsóknarvert í huga barns, maður sat á gólfinu, horfði hugfangin á glitrandi ser- íuna varpa ljósum sínu á skrautið, hlustaði á spiladósina og lét hug- ann reika um hvað yrði nú í pökk- unum sem færðir yrðu undir tréð daginn eftir. Um miðjan aðfanga- dag voru pakkarnir settir undir tréð. Föðurafi og móðuramma bjuggu á heimilinu, þau settu skrautið sitt á kommóðuna sína. Það var eins- konar kort. Þegar það var opnað birtist mynd af fjárhirðunum, Jós- ef og Maríu í fjárhúsinu við jötuna hjá Jesúbarninu. Sitt hvoru megin við myndina höfðu þau tvo engla ásamt kertastjaka fyrir tvö kerti. Í dag á ég annan af þessu engl- um, geymi hann til minningar um bernskujólin mín og set hann upp á jólunum. Maturinn á aðfangadag var á borðum eftir að við höfðum öll hlýtt á messuna í ríkisútvarp- inu og klukkurnar hringt inn jól- in. Á aðfangadag borðum við heit svið, með grænum baunum, rauð- káli og jafningi. Í eftirrétt var yfir- leitt ís og niðursoðnir ávextir. Um kvöldið var rjúkandi kakó, tertur og smákökur á borðum. Á jóladag var hins vegar hangikjöt með til- heyrandi meðlæti og alltaf ávaxta- grautur með rjóma á eftir. Venja foreldra minna var að gefa alltaf skepnunum tvöfaldan skammt á jötuna þennan dag ásamt því að láta alltaf ljós loga í útihús- unum á jólanótt. Eftirminnileg jólagjöf Pabbi minn var sjómaður á Akra- nesi áður en hann fluttist í sveit- ina með móður minni og þar sem þau tóku við jörð forfeðra minna. Hann þekkti því marga sem sigldu erlendis. Hann hafði beðið vin sinn um að kaupa fyrir sig tvær dúkk- ur til að gefa stúlkunum sínum í jólagjöf. Ég gleymi því ekki þeg- ar við systurnar opnuðum pakkana frá pabba og mömmu og fengum þessar fallegu dúkkur, mín var með sítt ljóst hár og hin dökkhærð. Mér fannst þetta vera fallegustu dúkk- ur sem ég hafði nokkru sinni séð. Þær gátu lokað augunum og grát- ið ef maður hallaði þeim á ákveð- inn hátt. Ég á dúkkuna mína enn. Einnig minnist ég þess sérstaklega er ég fékk skauta, þvílík gleði. Jól minnar fjölskyldu í dag litast af ákveðnum hefðum sem teknar eru bæði frá mér og fjölskyldu eig- inmannsins. Á aðfangadag borð- um við yfirleitt hamborgarahrygg og góðan ís í eftirrétt en á jóladag höldum við þeirri hefð að borða hangikjöt. Ég hlakka alltaf til jólanna þau eru tími fjölskyldunnar, tími ljóss og friðar og þess að láta gott af sér leiða. Gleðileg jól! Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir. Í aðdraganda jóla sest ég niður og rifja upp bernskujólin mín Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skólastjóri hugsar til baka Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir. Ingibjörg Inga í lófa föður síns. Þarna er hún í nýsaumuðum jólakjól eftir móður sína. Engillinn sem Ingibjörg fékk að eiga eftir ömmu sína, Ólöfu Sveinsdóttur. Brúðan fína, sem Ingibjörg fékk í jólagjöf sem barn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.