Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2016, Qupperneq 75

Skessuhorn - 21.12.2016, Qupperneq 75
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2016 75 ir dínarar giltu ekki og ef þú áttir íraska dínara varstu settur í fang- elsi og ég átti enga dollara. Ég gat ekki hugsað mér að fara að drekka vatnið úr krönunum þarna á flug- vellinum. Þannig að við hörkuðum bara af okkur. Það var sem betur fer svalt inni í flugstöðinni.“ Hjálp að ofan Birna er trúuð og hún er fullviss um að hún hafi fengið hjálp við að koma drengjunum þremur og sjálfri sér frá Bagdad. Fyrir fram- an hana í röðinni til að fá brott- fararáritun voru tvær fullorðnar manneskjur. Fremst var kona með tvö börn. Annað barnið var henn- ar eigið en hitt ekki. Vörðurinn í landamæraeftirlitinu hleypti henni ekki í gegn vegna gruns um barna- rán. „Ég stend þarna með þrjá stráka sem ég hef aldrei séð á æv- inni. Það var þá sem eldingu lýstur niður í hausinn á mér og ég horfi á passana þeirra og minn. Ég varð bara köld og ekkert fum og fát og rosa róleg,“ segir Birna. „Þess vegna segi ég að þetta komi að ofan. Einhvern veginn hugkvæmd- ist mér að taka passann minn fyrst og leggja hina opna ofan á. Ég sá konuna ekki aftur. Hún var leidd í burtu, ég sá hana ekki í flugvélinni. Ég vona að hún hafi sloppið,“ segir Birna með áhyggjutón í röddinni. „Þegar röðin kemur að mér reyni ég að bera mig vel og horfi á strákana, hélt utan um þá og klappa þeim svolítið og rétti landa- mæraverðinum svo alla passana og hann horfir á myndirnar og svo okkur. Svo bara stimplar hann í alla fjóra og segir „OK lady, you can take your sons“ og ég segi bara „thank you“ og svo fór ég,“ segir Birna með leikrænum tilburðum og hlær. Hún lagði sig í mikla hættu fyr- ir drengina og hefði getað end- að í fangelsi í Bagdad. Hún segist þó ekki hafa upplifað sig í neinni hættu. „Maður hafði verkefni. Ég sat ekki þarna og vorkenndi sjálfri mér heldur hafði ég verkefni, þrjú börn sem ég bar ábyrgð á,“ segir Birna. „Það er oft gott að vita ekki neitt og vera bara svolítið dúmm.“ Símtalið til mömmu „Það var svo óraunverulegt þeg- ar maður kom út úr flugvélinni í London því þar stóð Rauði kross- inn, fullt af konum með thermos og teppi og ég sá bara fyrir mér seinni heimsstyrjöldina. Þessar bresku konur, svo effektívar, alltaf tilbúnar með te og svo bara vefja fólk í teppi og það bara lagar allt,“ segir Birna og skellihlær. Íslenska sendiráðið tók ekki á móti henni á flugvellinum en am- eríska sendiráðið hringdi svo hún yrði sótt. „Þetta var yndislegt fólk það var eins og þau væru að heimta dóttur sína úr helju,“ seg- ir Birna en bætir við að henni hafi þótt algjör óþarfi að búa til svona mikið drama úr þessu. Strákana þrjá afhenti hún ameríska sendi- ráðinu. „Um jólin fékk ég bréf frá mömmu þeirra. Þeir komust heil- ir heim en voru smástund að ná sér eftir þetta,“ segir Birna. Birna hringdi í mömmu sína af flugvellinum. „Það var eiginlega það versta sem kom fyrir mig á allri þessari leið; ég gat ekki borg- að símtalið. Ég kom alla þessa leið, ég var gift kona og þriggja barna móðir. Ég var ekki með pen- inga á mér, ekki neitt nema pass- ann minn. Ég þurfti að hringja í mömmu mína til að láta hana vita að ég væri komin til London og væri á leiðinni heim,“ segir Birna sem hefur sagt söguna með bros á vör og hlæjandi þar til nú. „Þetta var voðalega sérkennilegt, ég felldi aldrei tár eða grét fyrr en ég heyrði röddina í mömmu. Þá fattaði ég hvað var að gerast,“ segir Birna og það kemur smá fát á hana. Ferðin til Íslands Íslenska ríkisstjórnin vissi ekki hvernig átti að taka á þessum mál- um. Þegn þeirra var kominn af átakasvæði, peningalaus og alls- laus. Utanríkisráðuneytið vildi að hún borgaði flugfarið heim sjálf. „Þá kom Steinn Lárusson sem þá var svæðisstjóri Flugleiða í Lond- on, Guð blessi hann. Hann seg- ir: „Hvaða rugl er í ykkur, hún er að flýja heimili sitt og er alls- laus. Hvað er að ykkur!“ Von- andi skömmuðust þeir sín,“ segir Birna sem er búin að endurheimta gleðina aftur eftir minningarnar um símtalið og hlær. Hún komst heim á frímiða frá Flugleiðum. Þegar heim var komið voru fagnaðarfundir með börnunum hennar. Birna byrjaði að koma undir sig fótunum aftur og barð- ist fyrir því að íslenska ríkisstjórn- in fengi Gísla heim. Birna segir að ríkisstjórnin hafi verið mjög treg til að gera nokkuð í málunum. Fjölskyldan sameinuð Þann 12. desember, tveimur mán- uðum eftir að Birna kom til lands- ins, komst Gísli þó heim að lok- um. „Við vissum ekkert um hann. Það voru alltaf getgátur og fréttir af honum í sjónvarpinu.“ Eftir Kúveit ævintýrið tók við nýr kafli í lífi Birnu. Þau fluttu til Sviss, bjuggu þar í áratug og tók- ust á við mikið áfall eftir þessa atburði. Gísli skrifaði bók um reynslu sína sem gísl í Írak sem heitir Læknir á vígvelli og var gef- in út árið 1991. Þau fluttu svo til Íslands árið 2000 og búa nú í einbýlishúsi í Breiðholtinu, með útsýni yfir alla Reykjavík og upp á Akranes á blíð- viðrisdögum. Síðan Birna flutti til Íslands hefur hún eignast fjögur barnabörn, tvö þeirra búa í Nor- egi en hin tvö á Íslandi. Hún nýt- ir tíma sinn í dag til að klára há- skólanámið sitt í þjóðfræði sem hún byrjaði á í Lundi í Svíþjóð árið 1980. klj/ Ljósm. úr einkasafni. Gleðileg jól gamur.is 5775757 gamur@gamur.is Starfsfólk Íslenska Gámafélagsins óskar viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og velfarnaðar á nýju ári. Við þökkum samstarfið á liðnu ári og hvetjum Íslendinga áfram til stórra afreka í endurvinnslumálum. Hugsum áður en við hendum. Starfsfólk Íslenska Gámafélagsins. Sendum öllum félagsmönnum og ölskyldum þeirra hugheilar óskir um gleðilega hátíð og farsæld á komandi ári. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. Stjórn SDS SK ES SU H O R N 2 01 4 Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu Innfæddir Kúveitar á ströndinni. Hiti gat farið upp í 50 gráður yfir hásumarið í Kúveit. Markaðurinn í Kúveit borg fyrir innrás Íraka árið 1990. Fjölbrautaskóli Snæfellinga, Fjölbrautaskóli Vesturlands og Menntaskóli Borgararðar eru aðilar að Fjarmenntaskólanum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.