Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2016, Qupperneq 76

Skessuhorn - 21.12.2016, Qupperneq 76
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 201676 Christiane Klee fæddist 16. febrúar árið 1975 í Magdeb- urg í Þýska alþýðulýðveld- inu, sem í daglegu tali Íslend- inga var á sínum tíma einfald- lega þekkt sem Austur-Þýska- land. Þannig er raunar enn vísað til hins fallna ríkis þegar það ber á góma. Austur-Þýskaland var sem kunnugt er stofnað á her- námssvæði Sovétríkjanna eftir síðari heimsstyrjöldina og hafist var handa við að loka ríkinu árið 1961. Christiane, eða Chris eins og hún er oftast kölluð, sleit því barnsskónum í hinu lokaða ríki og var aðeins 14 ára göm- ul þegar Berlínarmúrinn féll 9. nóvember 1989 og Þýskaland austurs og vesturs gátu sam- einast á ný árið eftir í það sam- bandslýðveldi sem við þekkjum í dag. Skessuhorn hitti Chris á heimili hennar í Grundarfirði og ræddi við hana um æskuna austantjalds, fall Berlínarmúrs- ins og kynni hennar af Íslandi. Þrengt að ferðafrelsinu „Ég fæddist í Magdeburg 16. febrúar 1975 og bjó þar ásamt for- eldrum mínum þangað til ég flutti að heiman 18 eða 19 ára gömul,“ segir Chris. „Fall Berlínarmúrs- ins átti sér því stað á frekar heppi- legum tíma fyrir mig persónulega, myndi ég segja, á meðan ég var enn bara unglingur. Það var ynd- islegt að Þýskaland gæti sameinast á ný en ég er samt þakklát fyrir að hafa kynnst ýmsu sem ég upplifði í Austur-Þýskalandi,“ segir hún og þegar blaðamaður spyr hvern- ig hafi verið að alast þar upp segir hún að það hafi haft sína kosti og galla. „Það var bæði gott og slæmt. En sama hvað þá tók fólk alltaf eftir því í daglegu lífi, bæði börn og fullorðnir, að það var eitthvað ekki alveg eins og það átti að vera,“ segir hún og tekur dæmi. „Það var til dæmis mjög erfitt fyrir venju- legt fjölskyldufólk að ferðast,“ segir Chris. „Í fyrsta lagi þurfti að fá leyfi og síðan var mikil bið. Ég man til dæmis að mamma og pabbi pöntuðu einu sinni sumar- bústað og svo fórum þangað þrem- ur árum seinna. Enginn skipulegg- ur sumarfrí með þriggja ára fyr- irvara, ekki einu sinni Þjóðverj- ar,“ segir hún létt í bragði. „Síð- an ef fólki datt í hug að fara til út- landa þá var það mjög erfitt. Það var hægt að fá að fara til Póllands og Rússlands en annars var eigin- lega ekkert hægt að fara til annarra landa,“ segir Chris en bætir því við að einnig kunni að vera að þrengt hafi verið að ferðafrelsi hennar fjölskyldu vegna annarrar ástæðu. „Foreldrar mínir voru nefnilega ekki í flokknum,“ segir Chris. Fylgst með fjölskyldunni „Pabbi minn var tónlistarmaður og sótti reglulega fundi með öðr- um listamönnum, tók þátt í mót- mælum á fyrri árum Austur-Þýska- lands og fleira slíkt. Hann var alla tíð talinn grunsamlegur og það var fylgst með honum,“ segir Chris og minnist allnokkurra heimsókna frá Stasi, leyniþjónustu Austur-Þýska ríkisins. „Ég man eftir því þeg- ar Stasi menn bönkuðu nokkr- um sinnum upp á hjá okkur þeg- ar ég var stelpa. Sérstaklega man ég eftir einu skipti. Við bjuggum í blokk og það var bankað á dyrn- ar á íbúðinni hjá okkur, sem mér þótti skrítið því yfirleitt þurfti fólk nú fyrst að hringja dyrasímanum. Ég fór til dyra og þar stóðu nokkr- ir ókunnugir menn, spurðu hvort pabbi minn væri heima og vildu fá að tala við hann. Ég sagði að hann væri í vinnunni en það var bara lygi því ég var alveg viss um að þetta væru menn frá Stasi sem vildu föður mínum eitthvað illt,“ segir hún og viðurkennir að fjöl- skyldunni hafi verið brugðið. En atburðir sem þessir voru nokkuð tíðir og minnist Chris þess að af þeim sökum hafi allir verið varir um sig í Austur-Þýskalandi. „Fólk talaði aldrei um samfélagsmál eða neitt sem tengdist ríkinu heima hjá sér því það vissi aldrei hvort Stasi væri að hlusta. Bæði voru þeir með hlustunarbúnað á mörg- um heimilum, eins og kom í ljós seinna og einnig gat fólk aldrei vit- að hver væri í Stasi og hver ekki. Það gat þess vegna verið einhver fjölskyldumeðlimur. Til eru dæmi frá þessum tíma um hjón þar sem karlinn var í Stasi og konan vissi aldrei af því,“ segir Chris. Ekki allt vont austantjalds Af þessum sökum segir hún að fólk hafi alltaf haft augun hjá sér og reynt eftir fremsta megni að vekja ekki upp spurningar annarra. „Maður var fljótur að læra að fylgja bara straumnum í skólanum og reyna að gera ekkert óvenjulegt,“ segir hún. En þrátt fyrir allt hefur Chris engu síður á orði að ýmis- legt hafi verið gott í Austur-Þýska- landi. Þó fólk hafi verið vart um sig og að einhverju leyti tortrygg- ið gagnvart náunganum hafi engu að síður ríkt mikil samstaða meðal íbúa og nágranna. „Fólk hjálpaðist að með allt. Ég man þegar stóð til að byggja bílskúr að þá buðu fjöl- margir nágrannar fram aðstoð sína og þannig var það alltaf þegar fólk þurfti að gera eitthvað. Það voru allir boðnir og búnir að aðstoða náungann,“ segir hún og bætir því við að aldrei hafi hún upplifað fá- tækt. „Það var alltaf til matur og þó það hafi ekki verið mikið úrval þá fengu alltaf allir að borða. Síð- an kom sérvara nánast eingöngu á jólunum en ef það komu til dæmis bananar á sumrin þá var bara stað- ið í biðröð og allir fengu eitt kíló af banönum,“ útskýrir hún. „Mér finnst þessi lífsreynsla hafa hjálpað mér að læra betur að meta að það sé yfirhöfuð hægt að fá suma hluti úti í búð, einfalda hluti eins og til dæmis kaffi og alvöru súkkul- aði. Í Austur-Þýskalandi var kaffið vont, enda ekki alvöru kaffi held- ur kaffilíki og austur-þýska súkk- ulaðið var óætt gervisúkkulaði, búið til úr einhvers konar kakó- sulli,“ segir hún og hlær. Reynd- ar þekkja margir Íslendingar sem komnir eru yfir miðjan aldur kaffi- líki eins og drukkið var í Aust- ur-Þýskalandi. Það var algengt til sveita og á efnaminni heimil- um, sem og svokallaður kaffibæt- ir, eða export, sem blandað var út í uppáhellinginn til að drýgja kaffið. Chris segir að hún hafi oft heyrt minnst á kaffilíkið hérlendis og segir að henni hafi í fyrstu þótt ýmislegt líkt með Íslandi og Aust- ur-Þýskalandi, þó það hafi breyst, enda hafi á sínum tíma hafi verið nokkur samgangur milli ríkjanna. „Austur-Þjóðverjar seldu leirtau, alls bolla og diska, til Íslands og fengu fisk í staðinn. Einnig stund- aði nokkuð drjúgur hópur Íslend- inga nám við austur-þýska háskóla á sínum tíma,“ segir hún. „En ég gleymi því aldrei þegar ég kom hingað fyrst á ferðalagi árið 1994 og gekk í fyrsta sinn inn í íslenska matvöruverslun. Ég rak strax aug- un í umbúðirnar utan af öllum ís- lensku vörunum. Sérstaklega man ég eftir kexpökkunum. Þeir voru allir frekar látlausir og það stóð bara „kex“ utan á þeim. Engir litir eða neitt. „Vá, þetta er alveg eins og í Austur-Þýskalandi,“ hugsaði ég,“ segir hún og hlær við. Góð spenna í loftinu Chris var sem fyrr segir 14 ára gömul þegar Berlínarmúrinn féll. Hún segir að allir Þjóðverjar sem þá voru komnir til vits og ára muni þann dag. „Þessi atburður átti sér auðvitað smá aðdraganda. Pabbi sótti mig alltaf í tónlistarskól- ann og á leiðinni heim sá maður að eitthvað var öðruvísi. Maður fann einhvern veginn í loftinu að það var eitthvað í gangi. Lögregl- an og Stasi voru hætt að hafa af- skipti af fólki eins og áður, fylgd- ust bara með og við sáum að það var eitthvað skrítið í gangi. Síðan í byrjun nóvember þá fundu all- ir að það var svona góð spenna í loftinu,“ segir hún. „Svo kom að því kvöldið 9. nóvember 1989 að tilkynnt var að búið væri að opna fyrir ferðalög yfir til Vestur-Þýska- lands. Pabbi vakti og við vöktum alla nóttina fjölskyldan, töluðum saman og horfðum á fréttaflutning af þessu í sjónvarpinu. Við náðum vestur-þýskum stöðvum af því við bjuggum svo nálægt landamærun- um og bárum þann fréttaflutning saman við það sem var sagt á aust- ur-þýsku stöðvunum, sem var alls ekki það sama,“ segir Chris og hlær við. Á öðrum degi tók síðan við nýr veruleiki, þegar hún fór næst í skólann. „Við vorum 25 krakk- ar í bekk og það voru bara örfáir mættir og eins mættu bara örfáir kennarar til vinnu. Það voru all- ir farnir vestur að heimsækja ætt- ingja,“ segir hún og brosir. Næsta dag dreif fjölskylda hennar sig í að sækja um vegabréf til að geta gert slíkt hið sama. „Það var náttúru- lega erfitt fyrir marga í minni fjöl- skyldu að búa við múrinn. Hálf stórfjölskyldan bjó í Vestur-Þýska- landi og amma mín hitti til dæm- is ekki bróður sinn í næstum þrjá- tíu ár. Hann var blaðamaður sem skrifaði mikið um ástandið í Aust- ur-Þýskalandi og þurfti að flýja á sjöunda áratugnum. Hann labbaði 100 km leið að næsta bæ, fór upp í eina af lestunum sem þá gengu enn „Man eftir því þegar Stasi-menn bönkuðu upp á hjá okkur“ - segir Christiane Klee sem sleit barnsskónum í Austur-Þýskalandi Christiane Klee í bakgarðinum við heimili sitt í Grundarfirði. Chris ásamt Lofti Árna Björgvinssyni, sambýlismanni sínum og dóttur þeirra Mýrúnu Lottu á heimili þeirra í Grundarfirði. Svipmynd frá Magdeburg, heimaborg Chris, tekin árið 2004. Ljósm. Chris 73/ Wikimedia Commons.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.