Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2016, Side 77

Skessuhorn - 21.12.2016, Side 77
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2016 77 á milli og kom aldrei aftur. Þó allt- af hafi verið mikil samskipti milli ættingja; bréf, pakkar, myndir og fleira þá hafði fólkið ekki hist í kannski áratugi. Það var okkur því mikilvægt að fara og sameinast á nýjan leik.“ Heiðarlegir og lausir við tilgerð Eins og áður sagði kom Chris fyrst til Íslands árið 1994 en fjór- um árum síðar réði hún sig í vinnu á bóndabæ á Suðurlandi. „Ég kom í febrúar og fann strax á fyrstu vikunni að hér væri gott að vera. Fólkið var jarðbundið, passlega lokað en á sama tíma líka forvitið og langaði að vita mikið um mig,“ segir hún. „Það hentaði mér mjög vel að fá að kynnast Íslendingum í skrefum og fá að vinna í því í ró- legheitum að kynnast og mynda vinasamband við fólk. Íslending- ar og Þjóðverjar eru líkar þjóð- ir að þessu leyti. Þeir eru flestir heiðarlegir í samskiptum og lausir við tilgerð,“ segir hún og bætir því við að henni hafi þótt Íslendingar greiðviknir, þeir hafi hjálpast mik- ið að og geri enn. En ekki var allt líkt með þjóðun- um, þvert á móti og nefnir Chris strax eitt sem hún hjó eftir að væri gerólíkt því sem hún hafði vanist. „Borðsiðir! Íslendingar setjast bara niður og byrja að borða og standa svo upp og fara þegar þeir eru bún- ir. Það er ekki beðið eftir nokkrum manni til að allir geti borðað sam- an,“ segir hún og brosir. „Reynd- ar þurfti maður stundum að bíða ansi lengi þegar ég var ung og það gengur ekki að bíða endalaust eftir að því að fólk komi sér að borðinu svo það sé hægt að byrja. Þannig að ég skil vel og finnst allt í lagi að fólk bíði ekki endalaust þegar það er að borða heima hjá sér, en margir gera þetta líka þegar þeir fara með út að borða. Að sitja á veitinga- stað og byrja að borða áður en all- ir við borðið eru búnir að fá mat- inn sinn, það þykir mér dónalegt,“ segir Chris. „Íslendingar eru mjög afslappaðir með allt svona,“ bætir hún við. Einnig hefur Chris orð á því að henni hafi ekki þótt mikið til hins hefðbundna íslenska heim- ilismatar koma. „Það er eins og Ís- lendingar hafi alltaf bara borð- að til að fylla magann. Fólk borð- aði dagsdaglega frekar bragðlítinn mat, fá krydd til og fáir bragðmikl- ir réttir, nema kjöt í karrý, eins undarlegt og það er,“ segir hún. „Í Austur-Þýskalandi var, eins og ég sagði áðan, ekki mikið úrval en það voru alltaf til einhver krydd og þau mikið notuð í allri matargerð. Mér fannst því íslenski maturinn frekar bragðdaufur þegar ég kom hingað fyrst. En þetta er sem betur fer að breytast og Íslendingar farnir að borða miklu bragðbetri mat svona dagsdaglega.“ Aftur til Íslands Fyrsta Íslandsdvöl Chris varði í tæp tvö ár, en að henni lokinni hélt hún af landi brott að nýju og tók sér ým- islegt fyrir hendur. Hún dvaldi og starfaði í Finnlandi, Bretlandi og Namibíu en fór að lokum aftur til Þýskalands þar sem hún stofnaði og rak lítið flutningsfyrirtæki og antík- húsgagnaverslun en seldi það eft- ir þriggja ára rekstur. Það var síðan árið 2006 leiðir Chris áttu enn eftir að liggja hingað til lands. „Ég fékk símtal frá vini mínum sem sagð- ist þurfa aðstoð á lager hjá Ó. Jóns- son & Kaaber í Reykjavík. Ég sagði strax já, flutti til Íslands og hef búið hérna síðan og get ekki hugsað mér að flytja aftur til Þýskalands,“ segir hún. Aðspurð hvers vegna hún geti ekki hugsað sér segir hún að „ís- lenski lífstíllinn“ henti henni miklu betur en sá þýski. „Það er miklu meira stress í Þýskalandi og mér finnst þar finnst mér fólk verða nei- kvæðara með hverju árinu. Þjóð- verjar eru alltaf að kvarta, jafnvel þó þeir hafi ekki yfir neinu að kvarta. Það krefst of mikillar orku að lifa og hrærast í stressi og neikvæðni, á Ís- landi er fólk miklu afslappaðra og lífsglaðara.“ Fann ástina á lagernum Skömmu eftir að hún settist að á Ís- landi árið 2006 kynntist hún sam- býlismanni sínum, Lofti Árna Björg- vinssyni. „Ég var að vinna með Kidda bróður hans á lagernum og hann hafði reddað Lofti sumarvinnu. Það var bara eitthvað við þennan mann sem kom einn daginn með Kidda í vinnuna, ég heillaðist strax af hon- um,“ segir Chris og brosir. Þau fóru smám saman að ræða saman, kynn- ast og eitt leiddi af öðru. Hún hefur þó orð á því að eitt hafi komið þeim á óvart sem þau uppgötvuðu ekki fyrr en mörgum vikum eftir að þau kynntust. „Ég kenni bæði tungu- málaörðugleikum um og þeirri stað- reynd að á þessum tíma var Loftur með mikið skegg og ég greinilega svona ungleg. Við komumst sem- sagt ekki að því fyrr en eftir marg- ar vikur að ég er átta árum eldri en hann,“ segir Chris og hlær en bætir því við að það hafi ekki truflað þau neitt, þau hafi strax fundið að þau pössuðu vel saman. Enda hafa þau verið óaðskiljanleg allar götur síðan og eiga saman unga dóttur, Mýrúnu Lottu, sem er sex ára gömul. Lætur vel af Grundarfirði Fyrir þremur árum fluttist fjöl- skyldan til Grundarfjarðar þeg- ar Loftur var ráðinn kennari við Fjölbrautaskóla Snæfellinga en Chris tók til starfa í Heimaþjón- ustu aldraðra hjá Grundarfjarð- arbæ. Hún kveðst ekkert hafa þekkt til bæjarins þegar fjölskyld- an ákvað að flytjast þangað. „Ég hafði aldrei komið hingað fyrr en ég flutti,“ segir hún og bros- ir. „En það var eitthvað sem sagði mér að hér væri gott að vera og ég fylgdi bara þeirri tilfinningu. Síð- an þegar við komum hingað ak- andi í fyrsta skipti þá stoppuðum við hérna hinum megin, þegar við vorum komin upp úr Kolgrafa- firðinum og farin að sjá yfir bæ- inn. Ég hugsaði með mér að þetta væri fallegasti bær sem ég hefði séð og fékk strax á tilfinninguna að hann passaði mér og hér væri gott að búa,“ segir hún. Reynd- ist það verða raunin og ber Chris Grundarfirði og Grundfirðingum afar vel söguna. „Við erum mjög ánægð hérna, nýbúin að kaupa okkur hús og langar ekkert aftur á höfuðborgarsvæðið. Hér þekkja allir alla, hér er gott að vera með börn og Mýrún elskar að vera hérna,“ segir Chris. „Fólkið er rosalega opið og fordómalaust. Grundarfjörður er ekki svona lok- að samfélag sem erfitt er að kom- ast inn í, eins og ég held að sé stundum á svona stöðum. Fyrsta árið mitt hér á Grundarfirði komst ég í miklu meira samband við fólk en á sjö árum í Reykja- vík. Hér hjálpast allir að og þetta er ótrúlega gott samfélag,“ segir Christiane Klee að lokum. kgk Þökkum fyrir mikið, ánægjulegt og fórnfúst starf og færum velunnurum okkar þakkir fyrir ómetanlegan stuðning. Íþróttabandalag Akraness - www.ia.is Íþróttabandalag Akraness óskar öllum sjálfboðaliðum, starfsmönnum og velunnurum íþróttahreyngarinnar: Gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Kæru nemendur, foreldrar og starfsfólk Grunnskóla Borgarfjarðar Sendum ykkur okkar bestu jóla- og nýárskveðjur með þökk fyrir ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða Skólastjórnendur GRUNNSKÓLI BORGARFJARÐAR HVANNEYRI KLEPPJÁRNSREYKJUM VARMALANDI SK ES SU H O R N 2 01 5 Ánægðir Þjóðverjar flykkjast yfir fyrrum landamæri austurs og vesturs við Helmstedt-Marienborn, skammt frá Magdeburg eftir fall Austur-Þýskalands. „Múrinn er horfinn! Berlín er aftur Berlín!“ stendur á forsíðu dagblaðsins en myndin er tekin 11. nóvember 1989, tveimur dögum eftir að Berlínarmúrinn féll og landamæraeftirlit var lagt niður. Fólk gat þá loksins heimsótt ættingja og vini sem það hafði ekki hitt árum og jafnvel áratugum saman. Ljósm. Günter Mach/ Wikimedia Commons. Chris og Mýrún á góðri stundu í gönguferð í fjörunni í Grundarfirði. „Mýrún elskar að vera hérna,“ segir Chris í viðtalinu og lætur afar vel af bænum og íbúum hans. Ljósm. Loftur Árni Björgvinsson.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.