Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2016, Side 83

Skessuhorn - 21.12.2016, Side 83
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2016 83 Fær færri en hundrað pakka Alma Dís Kjartansdóttir er níu ára stúlka í Grundarfirði. Hún er með það á hreinu hvers vegna haldin eru jól og segir það vera út af afmæl- inu hans Jesú. „Það skemmtilegasta er að vera með fjölskyldunni, af því að við erum ekkert rosalega oft öll saman,“ segir hún aðspurð um hvað sé skemmtilegast við jólin. „Ég verð heima á jólunum, þar sem við borð- um hamborgarhrygg eins og venju- lega.“ Kertasníkir er uppáhalds jólasveinn Ölmu Dísar, því hann er svo skemmtilegur. Líkt og flest börn hlakkar hún mest til að opna pakkana á aðfangadagskvöld. „Ég fæ marga pakka... Færri en hundr- að samt,“ segir hún hlæjandi. „Ég hlakka mikið til að fara í jólafrí og leika við vini mína. Það er reynd- ar ekki hægt að renna núna en við verðum bara að hjóla eða eitthvað svoleiðis. Svo ætla ég líka að leika við mömmu og pabba í jólafríinu,“ segir Alma Dís Kjartansdóttir. Það má ekki sleppa jólaskrautinu Daldís Ronja Líndal Jensdóttir er nemandi í 1. bekk í Auðarskóla í Búðardal. Það sem henni finnst mik- ilvægast við jólin eru pakkarnir. „Það er svo gaman að fá pakka, ég fékk svolítið marga í fyrra. Það má ekki gleyma að opna pakkana. Ísabella frænka mín hefur gleymt því,“ segir hún. Henni finnst ekki erfitt að bíða eftir að opna pakkana og leikur sér á meðan hún bíður. „Ég hlakka líka mikið til að fara til ömmu og afa á jóladag.“ Daldís Ronja segir að það sé mikilvægt að setja upp jólaskraut- ið. „Það má ekki sleppa jólaskraut- inu. Skemmtilegast er að hafa Stekkj- astaur uppi í glugga hjá mér. Hann er uppáhalds jólasveinninn og hann er með kind.“ Gæti fengið eitthvað spennandi „Það er skemmtilegast þegar mað- ur fær gjafir um jólin, þá gæti mað- ur fengið eitthvað spennandi,“ seg- ir Ólafur Ólafsson sjö ára nemandi í 2. bekk í Grundaskóla á Akranesi að- spurður um hvað sé skemmtilegast við jólahátíðina. „Það er líka mikil- vægt að setja skóinn út í gluggann,“ segir hann og bætir við að Glugga- gægir sé í uppáhaldi af jólasveinun- um þrettán. Ólafur hlakkar mest til að aðfangadagur renni upp, enda er biðin eftir þeim degi ansi löng hjá mörgum börnum. Honum þykir þó gamlárskvöld mjög skemmtilegt líka. „Og páskarnir. Mér finnst páskarnir skemmtilegastir.“ Hlakkar mest til samverunnar Morten Ottesen er níu ára Akur- nesingur sem gengur í 4. bekk í Grundaskóla. Hann segist njóta aðventunnar. „Þessar fjórar vikur fyrir jólin eru skemmtilegar. Úti í Danmörku eru til dæmis gefnar að- ventugjafir í stað þess að börn fái í skóinn.“ Það mikilvægasta við jólin að mati Mortens er að fagna fæð- ingu Jesú. Morten hjálpar til við jólaundirbúninginn á heimilinu. „Ég skreyti til dæmis jólatréð. Í ár skreyttum við það á afmælis- degi mömmu, 9. desember,“ seg- ir hann. Aðspurður um hvað hann hlakkar mest til fyrir jólin segir hann: „Ég hlakka mest til samver- unnar um jólin.“ Hann segist einn- ig hlakka til þess að borða jólamat- inn en hamborgarhryggur er í eft- irlæti hjá Morten. „Þegar ég er bú- inn að borða þá bíð ég eftir gjöf- unum og get orðið dálítið óþolin- móður.“ Líkt og hjá öðrum börn- um getur biðin á aðfangadag ver- ið löng og honum finnst dagurinn mislengi að líða. „Ég finn mér eitt- hvað að gera og reyni að hafa gam- an. Eins og sagt er, tíminn er fljótur að líða ef maður hefur gaman.“ grþ/sm/tfk Sendum Vestlendingum og landsmönnum öllum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár Jólin eru hátíð barnanna Desembermánuður er í eftirlæti hjá flestum börn- um landsins. Margt er um að vera í skólunum, heima og í samfélaginu öllu. Hvaða barni þyk- ir ekki spennandi þegar jólaskrautið gægist upp úr kössunum, fallegu ljósin lýsa upp skammdeg- ið og góðgæti á borð við smákökur og konfekt er borið á borð? Mörgum börnum þykir tíminn lengi að líða, enda magnast spennan með hverjum degi. Jólaspenningurinn nær hámarki um það leyti sem jólasveinarnir byrja að koma til byggða og foreldr- ar upplifa jólagleðina í gegnum börnin. Skessuhorn spjallaði við nokkra hressa krakka á Vesturlandi um hátíðina sem framundan er. Alma Dís Kjartansdóttir ætlar að leika sér í jólafríinu. Ljósm. tfk. Daldís Ronja Líndal Jensdóttir hlakkar til að fara til ömmu og afa á jóladag. Ljósm. sm. Morten Ottesen reynir að stytta stundirnar á aðfangadag með því að finna sér eitthvað að gera. Ljósm. grþ. Ólafi Ólafssyni finnst mikilvægt að setja skóinn út í glugga. Ljósm. grþ. Gleðileg jól og megi nýtt ár færa ykkur gæfu og gleði, ögn af áskorunum og sæg af sætum sigrum SK ES SU H O R N 2 01 6
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.