Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2016, Síða 85

Skessuhorn - 21.12.2016, Síða 85
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2016 85 hét Rifsnes og ég, Baldur og frysti- húsið, áttum þennan bát saman. Núna erum við hins vegar með tvo góða og fullkomna línubáta. Rifs- nes SH-44 og Örvar SH-777. Þetta eru mjög öflugir bátar. Yfirleitt eru þeir með þrjár til fimm lagn- ir á viku og koma með svona 50-80 tonn eftir vikuna. Þetta eru með fullkomnustu beitningarvélabát- unum í dag og skila úrvals hráefni í land. Þessir bátar sjá okkur nán- ast alveg fyrir hráefni en við kaup- um alltaf eitthvað á markaði og svo veiðum við blessaðan byggðakvót- ann sem hingað kemur.“ Nánast allt unnið í fersk flök Ólafur segir að síðustu 13 ár hafi nánast allur fiskur verið unninn í fersk flök til útflutnings með flugi eða í gámum þrátt fyrir fjarlægð- ina frá flugvelli og næstu útflutn- ingshöfn. „Það sem bjargar okkur hér á Nesinu í þeim efnum er að við höfum hér mjög öflugt flutn- ingafyrirtæki, sem er Ragnar og Ásgeir. Þeir eru rosalega öflugir þar, keyra allan sólarhringinn, all- an ársins hring og ófærð eða fyr- irstaða er ekki til í þeirra huga. Það eru aldrei nein vandamál hjá þeim. Þeir eru með marga bíla og öfluga bílstjóra. Við gætum ekki gert þetta og verið í samkeppni við fiskvinnslur á suðvesturhorn- inu nema með þeirra tilstilli.“ Um 50 manns vinna í Hraðfrystihúsi Hellissands og Ólafur segir að vel gangi að manna frystihúsið. „Við erum mjög mikið með sama fólk- ið í lengri tíma. Við erum með frá- bært starfsfólk öðruvísi gengi þetta ekki. Um helmingur starfsfólks- ins eru Pólverjar og margir þeirra eru búnir að eiga heima hér mjög lengi, tuttugu til þrjátíu ár eða meira og sumir giftir Íslendingum en þetta er allt úrvalsfólk og löngu orðið Íslendingar. Hellissandur einangruð byggð á æskuárunum Eins og komið hefur fram var Hell- issandur frekar einangraður stað- ur lengi vel. Vegur fyrir Ólafsvík- urenni kom ekki fyrr en Ólafur var orðinn níu ára gamall árið 1963 og síðan árið 1986 var sá vegur færður niður í fjöruna og það segir Ólaf- ur hafa verið algjöra byltingu og í rauninni þjappað byggðinni sam- an. Vegurinn um sunnanvert Snæ- fellsnesið kom líka í byrjun sjö- unda áratugarins en fram að því var einangrunin mikil. Barnaskól- inn á Hellissandi útskrifaði nem- endur með unglingapróf þegar þeir voru 15 ára og þeir sem vildu halda áfram eftir það fóru í Reyk- holt eða eitthvert annað. Marg- ir hættu námi eftir þetta og fóru á sjóinn en aðrir fóru lengra í nám eins og ég sem fór í Verzlunarskól- ann.“ „En svo komu einhverjir frímerkjasafnarar“ Fótbolti hefur alltaf verið mik- ið áhugamál hjá Óla Rögg. Sjálf- ur spilaði hann fótbolta alveg fram undir þrítugt. Fyrst á Hellissandi. „Við bjuggum svo vel hér Sand- arar að það komu margir mjög góðir knattspyrnumenn að vinna við Lóransstöðina á Gufuskálum. Þarna voru strákar sem höfðu spil- að með fyrstu-deildar liðum fyrir sunnan og meira að segja lands- liðsmenn. Þessi strákar voru oft hér í fjögur til fimm ár og héldu uppi fótboltanum hér á Hellissandi og við stóðum okkur vel í keppni við nágrannana á Nesinu. Svo þeg- ar þessi strákar fóru þá komu ein- hverjir frímerkjasafnarar í stað- inn og það var ekkert gagn í þeim. Sjálfur fór ég svo að spila með Vík- ingi í Ólafsvík og það var fyrir til- stilli Gylfa Scheving sem var drif- krafturinn í fóboltanum í Ólafsvík og eiginlega faðir fótboltans þar. Við vorum að spila í annarri og þriðju deild og fórum um land allt. Þetta var svakalega skemmtileg- ur tími. Ég hefði ekki viljað missa af þessum tíma og þessum strákum sem voru með manni í fótboltan- um. Það virðast margir, sem mað- ur hittir hvar sem er á landinu, muna eftir fótboltaferlinum hjá mér með Víkingi.“ Síðan þá hef- ur Óli stutt dyggilega við sitt fé- lag og mætir á alla heimaleiki. Fer líka oft á leiki í Reykjavík og alltaf þegar Víkingur spilar á Akranesi. Þegar líður á viðtalið er kominn órói í Óla því framundan er leikur í enska boltanum og sjónvarpið er komið í gang. Liðið hans, Manc- hester United, á leik við Totten- ham Hotspur, nokkuð sem karlinn ætlar ekki að missa af. Spiluðum ekki með í kvótakerfinu frá upphafi Svo lengi er Ólafur búinn að starfa að sjávarútvegi að tíminn fyrir kvóta er honum í glöggu minni. „Þetta voru auðvitað ólympískar veiðar fyrir tíma kvótakerfisins. Ég man eftir því að árið áður en kvótinn kom á vorum við að fá inn á gólf í frystihúsinu 80-100 tonn á dag af vertíðarfiski. Á hverjum morgni hugsaði maður hvernig hægt væri að komast í gegnum daginn. Manni líður illa að hugsa til þess hvernig við gengum um hráefnið þá. Öllu sturtað af bílum í eina kös á gólf- in í móttökunni og alltaf verið að vinna gamlan fisk. Netin voru ekki tekin upp þótt brældi og tveggja til þriggja nátta dauðblóðgaður fisk- ur var ekki óalgengur. Það er engin furða þótt gengið hafi illa í sjávar- útvegi þá. Umgengnin við hráefnið var þannig að vonlaust var að vinna úr þessu verðmæta vöru. Þótt unn- ið væri alla daga fram á nótt náðist aldrei að vinna úr þessu. Ég man að þegar strákarnir mínir voru litlir þá sá ég þá varla nema sofandi yfir ver- tíðina. Maður var niðri í frystihúsi eða salthúsi langt fram á nótt alla daga. Þótt við værum að fá þúsund tonn á vertíð á hvern bát þá var ekk- ert eftir af þessu og menn þurftu að slá lán til að geta málað bátana eftir vertíðina. Svo sátum við uppi með saltfiskinn fram eftir ári og afurða- lánin átu þetta upp. Mesti skað- inn hjá mér og fleirum hér á þess- um slóðum var að spila ekki með kvótakerfinu frá upphafi. Því miður hlustuðum við of mikið á Vestfirð- ingana, Matta Bjarna, Steingrím og aðra stjórnmálamenn þeirra þá. Við töldum þá bandamenn okkar og vorum á móti kvótanum. Margir vilja meina að Vestfirðingarnir hafi grenjað sig á hausinn með því að spila ekki með frá upphafi. Því mið- ur tókum við þennan pól í hæðina líka og því misstu margir af kvóta- eign hér um slóðir.“ Hafa alltaf þurft að kaupa kvóta Hraðfrystihús Hellissands hef- ur alltaf þurft að kaupa sinn kvóta frá upphafi kvótakerfis. „Við átt- um engan bát þegar kvótakerfið var sett á og höfðum því enga við- miðun af veiðum til að fá kvóta. Svo þurftum við seinna að kaupa þetta dýrum dómum og þurf- um enn því við þyrftum að hafa meiri kvóta en maður er ragur við að kaupa kvóta ef þetta verður svo tekið af einn daginn. Afkasta- geta þessara tveggja línubáta okk- ar er mun meiri en kvótinn leyfir. Við erum að nýta svona 60-65% af getu þeirra og það er ekki góð nýt- ing á mikilli fjárfestingu. Ef klippt verður á kvótakerfið fyrirvara- laust án þess að aðrar skynsam- ar leiðir komi í staðinn þá eru líka þessi byggðarlög hér á Snæfells- nesinu farin á hausinn. Markaðs- leiðin er ekkert betri fyrir þá litlu. Þeir stærstu munu gleypa allt með því kerfi. Snæfellsbær er í dag einn öflugasti útgerðarstaður á landinu. Hér er mesta fjölbreytnin. Hér eru stundaðar línuveiðar, netaveiðar, dragnót og togveiðar. Þú finnur engan stað á landinu með aðra eins fjölbreytni og hér eru líka flest- ir útgerðarmennirnir. Þau eru ófá litlu fjölskyldufyrirtækin hér með einn eða tvo báta og ganga bara vel. Þessi fyrirtæki ráða ekki við að kaupa kvóta á markaði. Þau þurfa annan vettvang til þess.“ Aldrei hvarflað að mér að hætta Ólafur Rögnvaldsson segir aldrei hafa hugsað það í eina sekúndu að selja allt heila klabbið og hætta þessu útgerðarstússi. „Það hafa margir gefist upp á þessu sjávarút- vegsbrölti og ekki þolað álagið en við höfum byggt þetta upp í gegn- um áratugina með það að mark- miði að skapa vinnu og tekjur fyrir byggðarlagið og það verður áfram meðan ég ræð einhverju,“ segir Ólafur Rögnvaldsson, sem eins og pabbi hans stjórnar nú Hraðfrysti- húsi Hellissands með eiginkonuna og syni sína sér við hlið til halds og trausts. hb Pólverjinn Lezek horfir hér til ljósmyndara en hann hefur starfað lengi hjá Hrað- frystihúsi Hellissands. Séð yfir vinnslusalinn í Hraðfrystihúsi Hellissands. June fluttist frá Suður-Afríku til Hellissands fyrir um 30 árum og býr með ís- lenskum manni sínum og börnum í næsta húsi við Hildi og Ólaf Rögnvaldsson. Fiskflök tilbúin á Bretlandsmarkað.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.