Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2016, Síða 88

Skessuhorn - 21.12.2016, Síða 88
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 201688 Ingibjörg Kristjánsdóttir, iðulega kennd við bæinn Garpsdal við Gils- fjörð, hefur reynt ýmislegt á sinni starfsævi. Hún var heilsugæslu- hjúkrunarfræðingur þar sem nú heitir Reykhólahreppur í rúma þrjá áratugi og síðar hjúkrunarforstjóri Silfurtúns í Búðardal. Auk þess var hún ein af forgöngumönnum sem börðust fyrir uppbyggingu Barma- hlíðar á Reykhólum. Má segja að í starfi sínu hafi Ingibjörg verið ýmist á vakt eða bakvakt sleitulaust í tæp- lega fjörtíu ár. Samhliða því stundaði hún alla tíð sauðfjárbúskap í Garps- dal, æðarbúskap og skógrækt ásamt Hafliða Ólafssyni eiginmanni sín- um. Skessuhorn hitti Ingibjörgu að máli á heimili hennar að Ásaheim- um í Króksfjarðarnesi og fékk hana til að líta yfir farinn veg. Hún hefur orð á því að sveitungar hennar séu heldur færri en áður en sér engu að síður fram á bjartari tíma. Aum af sinaskeiðabólgu „Allt of mikið hefur fækkað í Reyk- hólasveitinni en samt er hér að yngj- ast upp, íbúar Reykhóla eru orðnir til þess að gera ungir. Hefur komið það mikið af nýju fólki síðustu ár að ég þekki orðið ekki öll börnin. Það er af sem áður var þegar ég þekkti þau öll,“ segir Ingibjörg. „Þegar ég kem hingað fyrst árið 1973 þá eru um og yfir 60 börn í skóla á Reyk- hólum. Það var allt í veseni í heil- brigðisþjónustunni og eitt af mín- um fyrstu verkum var að sprauta alla krakkana í skólaskoðun. Það var brjálað veður og læknirinn kom úr Stykkishólmi. Hann náði með nokkrum erfiðleikum að þræða fyr- ir Gilsfjörð og við fórum saman frá Garpsdal. Ekki tók betra við og þeg- ar komið var að vegamótunum til móts við Bjarkalund þá vildi doktor bara snúa við,“ segir Ingibjörg hálf hneyksluð. „Ég hélt nú ekki, hann væri kominn alla þessa leið og færi nú ekki að snúa við nánast í dyra- gættinni. Við vorum síðan ekki búin að þessu og komin heim að Garps- dal fyrr en upp úr tvö um nóttina að mig minnir og konan hafi verið aum í viku af sinaskeiðabólgu,“ segir Ingibjörg og hlær við. „Hafliði minn lóðsaði síðan lækni fyrir fjörð aftur og ég veit ekki annað en að hann hafi skilað sér í Hólminn. Þetta var mín fyrsta skólaskoðun,“ segir Ingi- björg sem var aldeilis hent beint í djúpu laugina. Geisladiskar undir bílunum Ingibjörg minnist þess að veðrið hafi oft gert heilbrigðisstarfsmönn- um erfitt um vik fyrstu árin. „Bíl- arnir voru auðvitað aðeins frum- stæðari og enginn á alvöru dekkjum. Þetta voru bara einhverjir geisla- diskar undir þeim. Síðan voru vet- urnir bara miklu harðari og snjó- þyngri. Ég man að við lokuðumst inni í Garpsdal í tvær heilar vikur 1974, fyrsta veturinn sem við vorum þar. Það var bara heimarafmagn sem var nú ekki merkilegt, þannig að það var oft rafmagnslaust og við vorum búin með allan mat síðustu dagana,“ segir hún. „Þessar sömu vikur kom hópur fólks að jarðarför á Reykhól- um og þurfti síðan að gista í Voga- landi nokkra daga áður en fært var yfir Gilsfjörð með þyrlu! Þetta var ótrúlegt,“ segir hún. „Það má segja að þessi fyrsti vetur okkar í Garps- dal hafi verið eldskírn og ævintýri. Það var oft rafmagnslaust, vont veð- ur, við vorum með lítil barn og þetta var gríðarlega mikil vinna. En ég hefði alls ekki vilja missa af þessu og myndi gera þetta allt aftur,“ bætir Ingibjörg við og brosir. Bestu vinir alla tíð Eiginmaður Ingibjargar er Hafliði Ólafsson, bóndi, verktaki og bif- reiðastjóri. Blaðamanni leikur for- vitni á að vita hvernig leiðir þeirra lágu saman. „Það má eiginlega segja að við höfum kynnst á Kleppi,“ seg- ir Ingibjörg létt í bragði en bætir því við að sameiginlegar vinkonur hafi leitt þau saman. „Ég var í námi og að vinna á Kleppsspítala ásamt nokkrum vinkonum úr hjúkrunar- fræðinni og það var oft mikið líf á nemendabúðunum. Ég var búin að heyra margar sögur af þessum sjó- manni sem væri svo skemmtilegur. Svo gerist það eitt skiptið seint um haust þegar við vinkonurnar fór- um út á lífið að við Hafliði hittumst á Þórskaffi. Við dönsuðum fram á nótt en síðan fór hann bara á sjóinn og ég vissi ekkert hvort við myndum hittast aftur. Tveimur vikum síðar hringir Hafliði í vinkonur sínar og býður okkur í partí en fer svo auð- vitað aftur á sjóinn,“ segir hún. „Það var síðan á Þorláksmessu að hann hefur samband og spyr hvort við eig- um ekki að hittast. Og viti menn, við fundum hvort annað niðri í bæ og eftir það varð ekki aftur snúið. Við erum búin að vera saman allar göt- ur síðan. Þetta var 1970 og við trú- lofuðum okkur 22. apríl árið eftir og giftum okkur sama dag 1972. Okk- ur hefur lánast að vera bestu vin- ir í heimi allan þennan tíma, sem er auðvitað það sem hjónaband byggir á,“ segir Ingibjörg og brosir. Tilviljun að þau fluttu í sveitina Hafliði er alinn upp í Garpsdal, er dóttursonur þeirra Júlíusar Björns- sonar og Haflínu Guðjónsdóttur og var í fóstri hjá þeim. Fjölskyld- an hafði hins vegar brugðið búskap og flutt til Reykjavíkur þegar Hafliði var unglingur og bjuggu þau í höf- uðborginni þegar Ingibjörg kynntist manni sínum. Jörðin var í leigu hjá Bæring Jóhannssyni og Lukku Ing- varsdóttur, eða Lullu eins og hún var oftast kölluð. Ingibjörg og Hafliði sáu því ekki fram á að flytjast í Gils- fjörðinn. „Við vorum búin að kaupa okkur íbúð í Reykjavík og ég var búin að ráða mig á Sauðárkrók eft- ir útskrift. Þangað ætlaði ég að fara, vera í ár eða tvö og ná mér í góða reynslu áður en við myndum flytja aftur í bæinn. Við vorum að leita að vinnu fyrir Hafliða á Sauðárkróki og ekkert sem benti til annars en að við færum þangað,“ segir Ingibjörg. Þá gripu örlögin í taumana, ef svo má að orði komast. „Þá gerist það að Bær- ing og Lulla segja upp leigunni og flytja suður. Júlíus fóstri Hafliða var hálf leiður yfir þessu og síðan leiðir eitt af öðru þar til Hafliði spyr mig hvort ég sé til í að prófa að fara vest- ur og taka við búinu í Garpsdal,“ seg- ir Ingibjörg. Úr varð að þau ákváðu haustið 1972 að flytjast að Garpsdal og prófa búskapinn í fimm ár ásamt Birni Hólm Magnússyni. Hann helt- ist reyndar úr lestinni eftir aðeins eitt ár eða eftir að hann kynntist konu í sveitinni og kvæntist. En Ingibjörg og Hafliði bjuggu áfram í Garps- dal um ókomna tíð. „Þá gerðist það að Hafliði varð bóndi, sem er eitt- hvað sem enginn reiknaði með. En hann hefur nú heldur betur sannað að hann getur þetta og gott betur en það,“ segir Ingibjörg. Í Garpsdal bjuggu hjónin síðan í meira en fjóra áratugi og ólu upp börnin sín þrjú; Kristján Viðar, Hafl- ínu Ingibjörgu og Sigurð Rúnar. Haflína fetaði í fótspor móður sinn- ar og starfar sem hjúkrunarfræðing- ur og Rúnar er fangavörður á Litla- Hrauni. Kristján var vörubifreiða- stjóri, en hann lést sviplega í slysi á Borgarfjarðarbrúnni árið 2003. Ingibjörg og Hafliði fluttu frá Garpsdal um síðustu áramót þeg- ar tók við búinu Hjalti Helgason, núverandi eiginmaður Erlu Bjarkar Jónsdóttur ekkju Kristjáns og barns- móður. Höfðu fjölskyldurnar ein- faldlega húsaskipti og fluttust Ingi- björg og Hafliði að Ásaheimum í Króksfjarðarnesi. Móttökur sveitunga dásamlegar Þegar Ingibjörg lítur til baka kveðst hún ekki hafa getað ímyndað sér þeg- ar hún kom í Reykhólsveitina að þar ætti hún eftir að búa allar götur síð- an. „Ég hafði reyndar komið hingað áleiðis áður, var í sveit í Bersatungu í Saurbæ þegar ég var stelpa. Réði mig ellefu ára gömul í sveit til að passa börn. Þar lærði ég að mjólka beljur og hata uppvask,“ segir hún og hlær við. „En Reykhólasveitin fannst mér engu að síður vera á hjara veraldar og auðvitað voru þetta nokkur við- brigði. Það var alltaf rafmagnslaust, bara fimm til sex vatta jafnstraumur á að sumri og bara fyrir mjaltavélarn- ar á veturna. Bleiurnar voru soðn- ar í potti og mikill gestagangur, að jafnaði voru tíu manns á heimilinu hverju sinni. Vinirnir úr Reykjavík þurftu auðvitað allir að koma og sjá hvað við værum eiginlega að gera hérna,“ segir hún og brosir. Aðspurð segir hún að nýju sveitungar hennar hafi tekið ungu hjónunum í Garps- dal afar vel. „Móttökurnar voru al- veg dásamlegar. Ég held það hafi ekki verið liðinn hálfur mánuður þegar allur gamli Geiradalshrepp- urinn var búinn að bjóða okkur vel- komin og bjóða okkur í heimsókn. Aldrei upplifðum við annað en að hér værum við hjartanlega velkom- in og samskiptin við sveitunga og ná- granna voru og hafa alltaf verið ynd- isleg. Hefði Þuríður Sumarliðadóttir á Gróustöðum ekki bjargað mér með barnapössun alla tíð þá hefði ég verið í vondum málum. Ég hefði ekki get- að sinnt starfinu ef hennar hefði ekki notið við,“ segir hún. Með olíu upp að olnbogum „Héraðshjúkrunarkona hét starf- ið mitt, -kona, að sjálfsögðu,“ segir hún og brosir. „Ég ætlaði mér aldrei að hefja störf um leið og við kom- um í sveitina. Við vorum með lítið barn og ég ætlaði mér bara að vera bóndakona. En síðan var lagt hart að mér að hefja störf sem fyrst og ég lét undan, því þá var í raun enginn læknir á svæðinu og læknisþjónust- an hér í ótrúlega skrítnum málum. Læknirinn sem var í Búðardal og átti að sinna Reykhólasveitinni var bara orðinn gamall og útbrunninn og sinnti þessu svæði ekki neitt að ráði,“ segir hún. Sveitungar tóku hjúkr- unarfræðingnum unga því fagnandi. „Það var ekki fyrr en löngu síðar sem ég áttaði mig á hvað fólk tók mér vel í starfi, trúði öllu sem ég sagði og lagði allt sitt traust á nýútskrifaðan hjúkr- unarfræðinginn,“ segir Ingibjörg. „En ég fór bara beint í leiðrétta hluti sem ekki áttu við lengur því ýmsu var ábótavant. Ég held að það hafi tek- ist ágætlega hjá mér,“ segir hún. Um svipað leyti fóru slysadeildarlæknar að venja komur sínar í Stykkishólm, því þar var sambærileg staða og í Reykhólasveitinni. Þá var brugðið á það ráð að fljúga læknunum þaðan í Reykhóla, þangað sem Ingibjörg fór til móts við þá. „Í einni af fyrstu ferð- unum þá legg ég af stað í Reykhóla til móts við lækninn á gömlum Rússa- jeppa sem Björn Hólm átti. Honum láðist hins vegar að segja mér að ég þyrfti að hafa með mér smurolíu, því bíllinn yrði líklega olíulaus um miðja leið. Það kom á daginn og bíllinn Samfleytt á sólarhringsvakt í næstum fjörtíu ár Rætt við Ingibjörgu Kristjánsdóttur hjúkrunarfræðing í Garpsdal Ingibjörg Kristjánsdóttir, jafnan kennd við Garpsdal, á heimili sínu að Ásaheimum í Króksfjarðarnesi. Ljósm. kgk. Sólarlag við Gilsfjörð. Horft frá Garpsdal á fallegu kvöldi. Ingibjörg ásamt Hafliða Ólafssyni eiginmanni sínum á góðri stundu á Fimmvörðu- hálsi þegar eldgosið var 2010.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.