Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2016, Síða 89

Skessuhorn - 21.12.2016, Síða 89
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2016 89 stoppaði þegar ég var komin lang- leiðina í Reykhóla. Ég vissi náttúru- lega ekkert hvað var að svo ég stökk út og fór hálf ofan í húddið að reyna að fikta mig áfram og koma bílnum af stað. Það gekk ekkert en fljótlega kom einhver á bíl sem bjargaði mér með olíu,“ segir Ingibjörg. „Ég var náttúrulega orðin svoleiðis allt of sein og held að fólki hafi ekki litist á blikuna þegar hjúkkan stormaði inn á heilsugæsluna kolsvört af olíu upp að olnbogum,“ bætir hún við og brosir. Ekkert sumarfrí í áratug Eftir því sem leið á fór þó allt að ganga betur og komast meiri regla á hlutina. Ingibjörg segir að þar hafi miklu skipt lög um heilsugæslu sem tóku gildi áramótin 1973-74. „Þá urðu heilsugæslustöðvarnar til og Þorsteinn Blöndal læknir kom í Búðardal sem heilsugæslulækn- ir. Eftir það var alveg föst viðvera læknis á Reykhólum einu sinni í viku og svo var ég annan dag þar að auki. Þetta var mikið til bóta, ekki síst fyrir fólkið sjálft. Það komst ákveð- inn stöðugleiki og regla á hlutina og allar götur síðan höfum við ver- ið heppin með lækna. Flestir hafa þeir setið lengi og það hefur verið auðvelt að nálgast þjónustuna,“ seg- ir Ingibjörg. En þó Ingibjörg hafi ekki haft fasta viðveru nema tvo daga vikunnar á heilsugæslustöðinni þá gat hún átt von á því að verða kölluð út hvenær sem var. Hún var því alltaf á vakt- inni. „Það má eiginlega segja að ég hafi verið á bakvakt allan sólarhring- inn samfleytt í næstum fjörutíu ár,“ segir hún og viðurkennir að álagið hafi stundum verið mikið. „Ég tók ekkert sumarfrí fyrstu tíu árin,“ seg- ir hún og hristir hausinn við tilhugs- unina. Segir hún að fólki hafi brugð- ið þegar hún tilkynnti því um fyrsta sumarfríið sitt, enda orðið vant því að hjúkrunarfræðingurinn væri alltaf til taks. „En ég reyndi að vera hörð á því og sinna bara bráðatilfellum. Ég vísaði fólki bara á lækninn ef það var ekkert akút, ef fólk vantaði að kom- ast í saumatöku eða átti að fá sprautu, eitthvað sem gat alveg eins gert dag- inn eftir. En fólk virti þetta fullkom- lega eftir að það var aðeins búið að venjast því að ég væri í fríi. En ef það urðu slys eða önnur bráðatilfelli þá var auðvitað alveg sjálfsagt að bregð- ast við þeim,“ segir hún. Snjóflóðið á Grund eftirminnilegast Á þessum fjórum áratugum sem hjúkrunarfræðingur reyndi Ingi- björg ýmislegt, en aðspurð um eft- irminnilegasta atvikið segir hún að það sé tvímælalaust þegar snjóflóð féll á útihúsin á bænum Grund við Reykhóla 18. janúar 1995. Ólafur Sveinsson bóndi fórst í snjóflóðinu, 79 ára að aldri, en Unnsteinn son- ur hans bjargaðist eftir að hafa ver- ið grafinn í fönn í um ellefu klukku- stundir. „Ég og Hafliði vorum bæði í almannavarnanefnd Austur-Barða- strandarsýslu og vorum einmitt á símafundi með nefndarmönnum á Reykhólum. Þar ræddum við snjó- flóðið sem féll í Súðavík tveimur dögum áður og vorum í sameiningu að reyna að meta hvar mesta hætt- an væri á að snjóflóð gæti fallið hér á svæðinu, og hvernig væri best að bregðast við ef svo færi,“ segir Ingi- björg. „Við erum að ræða einmitt þessa hluti þegar Guðmundur á Grund kemur inn á hreppsskrifstof- una á Reykhólum og tilkynnir snjó- flóðið,“ bætir hún við. „Þetta var um klukkan átta að kvöldi. Fundin- um var samstundis slitið og allt sett í gang við að reyna að ná eins mikl- um mannskap og mögulegt er til að fara að Grund. Hafliði fer og und- irbýr bílinn en ég hringi á alla bæi í sveitinni,“ segir hún. Snarvitlaust veður var þetta kvöld og til að gefa mynd af því þá var svo gersamlega ófært frá Gilsfjarðarmúla, næsta bæ við Garpsal í um tveggja kílómetra fjarlægð, að þaðan komu menn fót- gangandi að Garpsdal til fundar við Ingibjörgu og Hafliða. „Við kom- umst síðan loksins af stað um klukk- an 11 að kvöldi og sem betur fer voru komnir frumstæðir farsímar þá, ég var með tvo meðferðis og við gát- um verið sambandi við Þórólf sýslu- mann, almannavarnir í Reykjavík og viðbragðsaðila á vettvangi,“ seg- ir hún. „En við hefðum aldrei far- ið af stað ef við hefðum vitað hvað beið okkar. Milli kl. 4 og 5 um nótt- ina vorum við komin að Gróustöð- um,“ segir Ingibjörg, en lesendum til glöggvunar er það næsti bær við Garpsdal í hina áttina, einnig í um tveggja kílómetra fjarlægð. Þurftu að moka ýtuna upp „Við náðum ekki einu sinni göngu- hraða því það þurfti bara að moka á undan bílnum. Við vorum orð- in gegnblaut og skiptum um föt en héldum áfram. Um klukkan 7 um morguninn vorum við síðan kom- in að Svarfhóli og þá var búið að finna mennina en þeir báðu um að ég héldi áfram og kæmi út eftir. Al- veg sjálfsagt, sagði ég en hluti hóps- ins sneri við að Króksfjarðarnesi til að leggja sig. Við fengum ýtu á und- an okkur og snjórinn í Geiradals- ánni var svo mikill að ég hef aldrei séð annað eins. Við þurftum að moka ýtuna upp því hún fór á bóla- kaf í snjó,“ segir Ingibjörg. „Það var síðan um klukkan 11 að morgnin- um að við vorum komin að Bæ. Þá var hringt og okkur sagt að Unn- steinn væri farinn suður með þyrl- unni,“ segir hún. Þá hafði veðrið aðeins gengið niður. „Því var afráð- ið að snúa við að Króksfjarðarnesi, sem við gerðum. Þá var kallað eftir aðstoð og mannskap til að moka og þá ræstum við þá sem voru í Nesi, fórum af stað og tókum mat og vistir úr Kaupfélaginu. Á leiðinni út eftir að Grund komumst við að Hvann- garðabrekku, en þar var mikill skalf sem ekki var hægt að aka yfir. Við þurftum því að ganga yfir skaflinn og þar kom rúta frá Vestfjarðaleið, sem var stödd á Reykhólum, á móti okkur og skilaði okkur á leiðarenda. Þá voru aðstæður þannig að talin var hætta á frekari snjóflóðum á Grund og því ekki hægt að moka meira úr rústunum það kvöldið. Ég sinnti því mínum erindum og hlúði að fólkinu. Sem betur fer hafði komið áfalla- hjúkka með þyrlunni sem sinnti fólki á vettvangi sem og Kristín Ingibjörg Tómasdóttir, sem var á þeim tíma forstöðumaður Barmahlíðar,“ segir hún. Þegar Ingibjörg hafði sinnt er- indunum sínum á Reykhólum héldu þau heim á leið og voru komin heim að Garpsdal undir morgun, rúmum einum og hálfum sólarhring eftir að tilkynnt var um flóðið. „Þarna vor- um við búin að vera vakandi í rúma tvo sólarhringa og á fullu allan tím- ann við mokstur og erfiðið sem fylgdi veðrinu. En ég var algerlega komin yfir þreytuna og hefði getað haldið áfram, það er bara spurning hve lengi,“ segir Ingibjörg. Mikil samkennd í litlu samfélagi „Þessum sólarhringum gleymi ég aldrei og raunar ekki þessum vetri. Það var bara bókstaflega allt á kafi og slagsmál við veðrið allan veturinn,“ segir hún. „Nokkrum dögum síð- ar fórum við í Gufudalssveitina, því hún Vigga mín á Brekku hafði verið svo mikið veik þennan veturinn. Við fórum fjögur saman á snjósleðum og læknir með í för og snjórinn var svo erfiður, hann var eins og sandöldur alla leiðina. Þegar við komum á leið- arenda var gamla konan sem betur fer öll að braggast, en ég hélt að ég myndi aldrei geta gengið aftur eft- ir þetta ferðalag,“ segir Ingibjörg og brosir. En það er fleira en veður, ferða- lög og sólarhringsvakt sem gerir starf hjúkrunarfræðinga til sveita erf- itt. Samfélagið er lítið og allir þekkja alla. „Þetta var oft erfitt, líkamlega en ekki síður andlega því maður var allt- af með vini sína í höndunum. Maður meðhöndlaði þá eftir alls konar mis- alvarleg slys og auðvitað tekur það á,“ segir hún. „Ef ég hefði ekki haft hann Hafliða þá hefði ég aldrei getað sinnt þessu eins vel og ég tel mig hafa gert. Hann kom oft með mér þegar erf- iðast var og ég hef alltaf getað leitað til hans með allt,“ segir hún en bæt- ir því við að smæð samfélagsins hafi einnig verið kostur. „Það voru allt- af allir tilbúnir að hjálpa, allir buðu fram aðstoð sína ef eitthvað kom upp á og samkenndin var alveg gríðarlega mikil.“ Sólarhringsvakt á Silfurtúni líka Ingibjörg lét af störfum sem heilsu- gæsluhjúkrunarfræðingur árið 2006 eftir 33 ár í starfi en hún sinnti engu að síður útköllum og aðstoðaði fólk eftir atvikum ef hún var beðin um það. „Þetta byrjaði sem ársleyfi, ég ætlaði að taka mér frí því ég var eig- inlega komin með nóg. Ég var mjög tætt árin eftir að Krissi dó og þetta voru erfiðir tímar, eins og eðlilegt er,“ segir Ingibjörg. En fríið entist ekki lengi og áður en langt um leið var hún búin að ráða sig sem hjúkr- unarforstjóra á Silfurtún í Búðar- dal. „Ég hugsaði með mér að það yrði ágætt að breyta til, sótti um og fékk stöðuna. Eftir eitt ár tæplega stóð ég frammi fyrir því að fara aft- ur í gömlu vinnuna eða halda áfram þarna. Starfsfólkið á Silfurtúni lagði hart að mér að vera áfram. Ég ákvað að gera það og hætta alveg sem hér- aðshjúkrunarfræðingur. En starfið á Silfurtúni var krefjandi, mikið upp- byggingarstarf og maður var á sólar- hringsvakt þar líka. Það var síðan í nóvember 2011 að ég hætti alveg og síðan þá hef ég verið bóndi,“ segir Ingibjörg og brosir. Barist fyrir opnun Barmahlíðar Þegar Ingibjörg tók við Silfurtúni var hún langt því frá ókunnug starf- semi dvalar- og hjúkrunarheimila. Hún hafði lengi verið ein af forystu- mönnum þeirra sem börðust fyr- ir því að á Reykhólum yrði opnað dvalarheimilið Barmahlíð. „Barma- hlíð var opnuð 11. mars 1988 en við byrjuðum undirbúninginn ´81 eða ´82. Það var alls konar vesen og mikið stríð við kerfið. Um tíma stóð bara hús með engu í, ekkert að ger- ast,“ segir hún. „María Björk Reyn- isdóttir hjúkrunarfræðingur flyt- ur síðan í Reykhóla um miðjan 9. áratuginn og þá förum við að huga að því að koma þessu í gagnið. Það voru til tvær milljónir til verkefnis- ins en fullt af skuldum. Við virkj- um nýja stjórn og ákveðum að nota þessa peninga til að koma starfsem- inni í gang en ekki til að borga nein- ar skuldir,“ segir Ingibjörg og hrist- ir hausinn. „Við fórum þetta bara á bjartsýninni og engu öðru. En fengum afskaplega góða aðstoð frá sveitungum og gátum síðan feng- ið fyrirgreiðslu frá ráðuneytinu og náðum að koma Barmahlíð í gagn- ið. Játvarður á Miðjanesi og Herdís í Djúpadal voru síðan fyrstu íbúarn- ir sem fluttu inn 11. mars ´88.“ Með mörg járn í eldinum Síðan Ingibjörg lét af störfum hefur hún langt því frá setið auðum hönd- um. Á síðasta ári keyptu þau gamla kaupfélagshúsið í Króksfjarðarnesi og hafa síðan unnið að endurbótum á því. Búið er að innrétta eldhús, taka salernin í gegn, klæða og þétta húsið, sem var orðið illa farið. „Við höfum hugsað þetta til að styðja við bakið á Handverksfélaginu Össu og Arnarsetrinu,“ en Ingibjörg hefur lengi verið virk í starfi handverks- félagsins. Auk þess nýtist gamli lag- erinn sem fyrirtaks aðstaða til við- gerða og ýmiss konar áhugamála Hafliða. „Ég er búin að útbúa mér vinnustofur í gamla kjötfrystinum þar sem ég vinn í glerinu og langar gjarnan að útbúa fleiri vinnustofur, ef einhverjir vilja nota sér þær þeg- ar þar að kemur þá er það í boði,“ segir hún og bætir því við að einn- ig hafi þau hug á að breyta gamla bankahúsnæðinu í enda byggingar- innar í litla íbúð. „Ég held að þessi staðsetning sé mikilvæg svæðinu. Hún getur virkað eins og hlið inn í Reykhólasveitina og Vestfirðina alla. Þó nokkur umferð hefur verið í Króksfjarðarnesi síðustu ár, prýði- leg sala hjá handverksfélaginu bæði almennt og á mörkuðum og vel sóttir þeir viðburðir sem við höf- um staðið fyrir. Hér þarf að vera líf, fólk þrífst á því að það sé líf í kring- um það,“ segir Ingibjörg að lokum og brosir. kgk/ Ljósm. úr einkasafni Ingibjargar. Samliða hjúkrunarstörfum stundaði Ingibjörg alla tíð sauðfjárbúskap. Hér er hún að marka lömb í sauðburði árið 2009. Henni til halds og trausts er eitt barnabarnanna, Aron Viðar Kristjánsson. Ingibjörg á skrifstofu sinni á Silfurtúni í Búðardal, en hún lét af störfum hjúkrunar- forstjóra þar árið 2011. Ljósm. úr safni Skessuhorns. Í góðu yfirlæti úti í Garpsdalsey, paradís þeirra Ingibjargar og Hafliða.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.