Skessuhorn


Skessuhorn - 11.04.2017, Side 14

Skessuhorn - 11.04.2017, Side 14
ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 201714 Ólöf Guðmundsdóttir viðskipta- fræðingur var nýverið ráðin úr hópi tæplega fjörutíu umsækjenda í starf atvinnuráðgjafa hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi. Ólöf stefnir nú að flutningi á heima- slóðir, en hún er fædd og uppalin í Borgarnesi og hefur starfað á höf- uðborgarsvæðinu síðustu áratug- ina. Nú setja þau, hún og Alexand- er Hrafnkelsson eiginmaður henn- ar, stefnuna á flutning á Vestur- land að nýju. Fram kemur í spjalli við Ólöfu að þau sem ungt fólk hafi þurft að skipuleggja líf sitt upp á nýtt þegar eiginmaðurinn greind- ist með augnsjúkdóm. Þá hafi ekk- ert verið til sem hét áfallahjálp, en þeim hafi auðnast að láta mótlætið ekki hefta för, heldur þvert á móti hafi það mótað þeirra lífssýn. Hún er sú að nýta tækifærin strax - það væri ekki víst að þau kæmu aftur. Ólst upp á Brennu- holtinu í Borgarnesi „Ég átti mína barnæsku í Borg- arnesi og ólst þar upp við mikið frjálsræði miðað við hvað þekkist í dag. Þá voru börn miklu meira á ferð og flugi en nú tíðkast. Ég ólst upp á Holtinu í góðum hópi ætt- menna. Þar höfðu amma Ólöf og Ari maður hennar búið og þar var dágóður hópur af systkinum pabba og fólksins hans til staðar þegar ég var að alast upp. Þau voru sjö börn þeirra ömmu og afa og í mínum uppvexti var þetta eiginlega eins og að alast upp í lítilli kommúnu. Ég var heimagangur hjá mínu fólki, passaði minni frænsystkinin og var hluti af stórum hópi. Amma mín, Ólöf Sigvaldadóttir, varð ung ekkja, missti afa minn árið 1959. Þessi kjarnakona ól mig að hluta til upp og henni á ég margt að þakka sem og öðrum skyldmennum mínum á Holtinu,“ segir Ólöf, eða Olla eins og hún er jafnan kölluð, í upphafi samtals okkar. Hún segir að þetta frjálsræði sem hún fékk að kynnast í uppvexti sínum hafi mótað sig og síðar aukið henni víðsýni. Fékk folald í fyrstu vinnulaun „Í dag þætti svona mikill samgangur milli fólks sérstakur, í það minnsta er það óvenjulegt. Ég upplifi þetta þannig að verða fljótt sjálfstæð og sjálfbjarga. Sem barn var ég farin að trítla upp í hesthús, sem þá voru í Votadalnum, um sex ára aldur- inn og snúast í kringum karla sem þarna voru með hross. Nú í dag er hesthúsahverfi Skugga langt frá byggðinni og þangað komast börn ekki ein síns liðs, því þangað eru ekki einu sinni strætóferðir og stór- hættulegt að ganga eða hjóla eftir þjóðveginum. Strax tíu eða tólf ára gömul fór ég í reiðtúra með öðrum krökkum í Borgarnesi. Það þótti ekkert tiltökumál að fara til dæmis alla leið vestur að Langá. Tímarn- ir hafa því sannarlega breyst. Þegar komið var á unglingsárin fóru flest- ir krakkar í sveit og lærðu að vinna. Ég fór að Skáney í Reykholtsdal og var kaupakona hjá Marinó og Vil- borgu og syni þeirra Bjarna. Tekj- urnar eftir fyrsta sumarið voru fol- ald sem mér þótti alveg frábær vinnulaun. Að mínu mati var það dýrmætt að vera virkjaður snemma til vinnu. Ég hafði strax mikinn áhuga á hestum og því hentaði mér einstaklega vel að fara að Skáney.“ Kúvending í lífinu Um sextán ára aldurinn fór Ólöf í framhaldsskóla í Reykjavík því ekki var hægt að stunda framhaldsnám í Borgarnesi. „Eftir stúdentsnámið kynntist ég Alexander Hrafnkels- syni sem var einnig mikill hesta- áhugamaður. Við bjuggum eitt ár í Stykkishólmi og þar kynntist ég bæjarlífinu og mörgu góðu fólki. Alli var sjómaður og ég starfaði í bankanum.“ Lífið virtist þannig hafa fært unga fólkið í ákveðinn far- veg og framtíðin virtist nokkuð ljós. En örlögin gripu í taumana þannig að kúvending beið unga fólksins. „Á þessum tíma fær Alli að vita að hann hafi augnsjúkdóm sem gæti leitt til blindu og varð af þeim sök- um að hætta í því starfi sem hann var í. Á þessum tímapunkti þurft- um við því að taka ákvörðun sem eftir á að hyggja markaði sporin og var á sinn hátt okkar gæfuspor. Ég ákvað að í ljósi stöðunnar yrði ég að mennta mig meira. Þetta var árið 1988. Við fluttum suður til Reykja- víkur þá um haustið og hófum bæði nám. Hann fer að læra nudd og ég hélt áfram í viðskiptanámi sem ég hafði aðeins verið byrjuð á áður en við fluttum í Hólminn. Ég útskrif- ast 1993 með ígildi meistaranáms í viðskiptafræði af endurskoðunar- sviði og hef í tvo áratugi starfað við ýmist fjármál eða bókhald, bæði hjá fjármálafyrirtækjum og einkaaðil- um. Fyrir fimm árum síðan stofnaði ég svo bókhaldsfyrirtækið Rekstr- arsýn og hef starfað sjálfstætt, þar til ég tók við ráðgjafastarfi hjá SSV nú síðastliðinn vetur.“ Olla aflaði sér að auki framhaldsmenntunar veturinn 2015 og fram á vor 2016 og fór í nám við Háskólann á Bif- röst þar sem hún lauk meistaranámi í forystu og stjórnun. „Með mennt- uninni á Bifröst efldi ég sjálfa mig í nútíma stjórnunarháttum en vissu- lega krafðist það skipulags og tölu- verðrar útsjónarsemi að vera í námi samhliða rekstri, hestamennsku og öðru sem þá var í gangi.“ Hestamennskan alltaf með Ólöf segir að allan þennan tíma frá barnæsku hafi hún samhliða öðrum störfum eða alfarið unnið við hesta- mennsku ásamt eiginmanni sínum. „Að hluta til hef ég haft atvinnu af tamningum og sölu hrossa úr eig- in ræktun. Um tíma var ég fram- kvæmdastjóri hjá Sölusamtökum íslenskra hrossabænda. Þar kynnt- ist ég ýmsu sem snýr að hrossum og markaðsmálum hrossabænda. Sjálf höfum við ræktað okkar eig- in hross. Við höfum haft aðstöðu fyrir uppeldi og ræktun hjá frænd- fólki mínu á Skálpastöðum í Lund- arreykjadal. Síðan erum við með góða aðstöðu í Mosfellsbæ, reið- höll og 35 hesta hús.“ Hún segir að hestamennskan hafi alla tíð verið hluti af hennar lífi, en um þessar mundir sé þungt undir fæti í sölu hrossa. „Meðan markað- urinn er svona lélegur eins og raun ber vitni ætlum við bara að njóta þess að eiga og brúka okkar eigin hross.“ Ný lífssýn Ólöf segir að það hafi ekki verið fyrr en löngu síðar sem henni varð ljóst að tíðindin um augnsjúkdóm eiginmanns hennar hafi í raun verið eins og hvert annað áfall. Það hafi hins vegar styrkt þau bæði að ná að vinna úr aðstæðunum á skynsamleg- an hátt. „Það er auðvitað áfall fyr- ir ungt fólk að þurfa að hugsa lífið allt upp á nýtt, ef svo má segja. Við þurftum að taka ákvörðun, hann myndi missa sjónina og hvern- ig myndi okkur vegna þegar hann „Það mótaði okkur að þurfa ung að skipuleggja lífið upp á nýtt“ Rætt við Ólöfu Guðmundsdóttur hestakonu og atvinnuráðgjafa á Vesturlandi Ólöf Guðmundsdóttir tók nýverið við starfi atvinnuráðgjafa hjá SSV. Samtökin hafa nú opnað skrifstofu á Akranesi þar sem Ólöf og annað starfsfólk SSV verður með viðveru einu sinni í viku. Hér er hún á nýju skrifstofunni í Nýsköpunarsetrinu Coworking við Akratorg. Olla og Alli á góðri stund í hestaferð. Ljósm. úr einkasafni. Olla sýnir hér hryssuna Aríu á innanfélagsmóti í fyrrasumar hjá Herði í Mosfellsbæ. Ljósm. Sonja Noack.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.