Skessuhorn - 11.04.2017, Síða 21
ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2017 21
Líkt og fram kom í síðasta tölu-
blaði Skessuhorns bauð Fimleika-
félag Akraness upp á tvær vorsýn-
ingar í Íþróttahúsinu við Vestur-
götu um næstsíðustu helgi. Skessu-
horn birti myndasyrpu frá sýning-
unni sem bar nafnið „Tilfinninga-
rússíbani“ og fjallaði um einelti og
vináttu. Sýningin var af svipuðu um-
fangi og undanfarin ár en þetta var í
fyrsta sinn sem hún byggði á frum-
saminni sögu.
Stefanía Sól Sveinbjörnsdóttir,
þjálfari hjá FIMA, hafði yfirumsjón
með sýningunni og samdi söguna
sem sögð var. Hún segir þjálfara
félagsins hafa lagt mikla vinnu í sýn-
inguna og að góð samvinna hafi ver-
ið þeirra á milli en þeir komu allir að
sýningunni með einum eða öðrum
hætti. „Við erum um tuttugu þjálf-
ararnir hjá félaginu og við unnum
öll saman að atriðunum og sömdum
dansana. Ég átti heiðurinn af fimm
dönsum á sýningunni en hin sex at-
riðin voru í umsjón þeirra þjálfara
sem kenna þeim hópum,“ segir hún.
Þá var þetta í fyrsta sinn sem þjálf-
ararnir tóku þátt í sýningunni. „Við
tókum þátt og sýndum nokkur vel
valin spor og gamla takta á áhöldum.
Krakkarnir vilja meina að það hafi
verið toppurinn á sýningunni og eru
ennþá að ræða þetta sín á milli á æf-
ingum,“ útskýrir Stefanía.
Á sýningunni var jafnframt kynnt-
ur til sögunnar nýr framkvæmda-
stjóri félagsins, Sigrún Ríkharðs-
dóttir, sem og tveir nýir þjálfarar;
Stefán Þór Friðriksson og Þórdís
Þráinsdóttir sem hefur tekið við
sem yfirþjálfari. Þá fékk Harpa Rós
Bjarkadóttir, fimleikakona ársins,
afhenta bikara fyrir góðan árang-
ur. Það er því ýmislegt í gangi hjá
Fimleikafélagi Akraness um þessar
mundir en líkt og fram hefur komið
hefur bæjarstjórn Akraness nýver-
ið samþykkt að hefja byggingu nýs
fimleikahúss við Vesturgötu, sem
mun bæta aðstöðu íþróttafélagsins
til muna. grþ
Góð samvinna þjálfara hjá FIMA
Sýningin Tilfinningarússíbani var hin glæsilegasta en hún fjallaði um einelti og
vináttu.
Þórdís Þráinsdóttir nýr yfirþjálfari hjá FIMA, Stefán Þór Friðriksson nýr þjálfari,
Sigrún Ríkharðsdóttir nýr formaður FIMA, Harpa Rós Bjarkadóttir fimleikakona
ársins og Stefanía Sól Sveinbjörnsdóttir.
„Mér fannst vanta eitthvað til að
draga fram sögu Borgarfjarðar
við þjóðveg eitt hjá Borgarnesi.
Borgarfjörðurinn er mjög merki-
leg söguslóð og hún mætti vera
meira áberandi fyrir vegfarend-
ur,“ segir listamaðurinn Hilmar
Páll Jóhannesson sem vill reisa 9
metra hátt listaverk á Selskeri út
af Seleyri við syðri enda Borgar-
fjarðarbrúarinnar. Um er að ræða
hönd sem rís upp úr Borgarfirði
sem heldur á exi sem vísar á haf
út. Innblásturinn að verkinu sækir
Hilmar í Egilssögu en tilefnið er
150 ára afmæli Borgarness.
Hilmar segir að verkið sé gjöf til
allra Borgfirðinga og hefur hann
fengið vilyrði frá einkaaðilum um
fjármögnun verksins. Uppsetning
þess veltur þó á því hvort Borg-
arbyggð vilji þiggja gjöfina fyrir
hönd íbúa og hvílir erindi Hilm-
ars um málið nú á borði sveitar-
stjórnar Borgarbyggðar.
Útþrá og kraftur
„Innblásturinn að verkinu er feng-
inn úr kvæði Egils Skalla-Gríms-
sonar „Það mælti mín móðir“. Þar
yrkir Egill um orð móður sinnar
um að hann væri víkingsefni og
gerir hann það heima á Borg. Öxin
í verkinu vísar út á haf og er það
tákn um útþrá Egils og ósk hans
um að stýra dýrum knerri. Það er
líka viðeigandi að hafa exi sem er
tilvísun í fleyg lokaorð kvæðisins:
„Höggva mann og annan“,“ segir
Hilmar. „Önnur hugsun er sú að
listaverkið sýni kraft og þá er við-
eigandi að hafa verkið í sjó þar sem
Egill sigldi víða. Verkið er líka vís-
un í Snorra Sturluson í Reykholti
sem af mörgum er talinn höfund-
ur Egilssögu.“
Hilmar vill að verkið verði á
Selskeri sem stendur út af Seleyri
við syðri enda Borgarfjarðarbrú-
ar. „Listaverkið blasir þar vel við
þeim fjölda vegfarenda sem eiga
leið yfir brúnna. Verkið tekur í
raun á móti vegfarendum sem aka
að sunnan og er í forgrunni þessa
mikla söguhéraðs frá Seleyri,“
bætir hann við.
Vegagerðin
gefið grænt ljós
Í Selskeri er steypt mælingamerki
sem nýtt var sem grunnpunkt-
ur landmælinga við gerð vegar og
brúar yfir Borgarfjörð á áttunda
áratugnum. „Það er ekki notað
lengur en hugmyndin er sú að hafa
punktinn í undirstöðu listaverks-
ins. Vegagerðin hefur gefið grænt
ljós að nota merkið með þessum
hætti en stofnunin hefur umráð
yfir skerinu. Skerið fer undir sjó
á flóði og þá stendur merkið upp
úr. Sama mun gilda um listaverk-
ið sem vafalaust taka sig vel út á
haffletinum,“ segir Hilmar Páll en
verkið verður úr blöndu af plasti
og stáli. „Þetta er samskonar efni
og ytra byrði herskipa nútímans
eru úr. Það á því að geta staðið af
sér vatn og vinda,“ segir Hilmar
en listaverkið verður grænt til að
byrja með en veðrast svo upp og
verður brúnleitt á litinn.
Hoppar í allskyns verk
Hilmar hefur fengist við ýmsa
sköpun á undanförnum árum en
hann starfrækir vinnustofu við
Seljaveg í Reykjavík. Hann hef-
ur bæði starfað við leikmynda-
hönnun og eigin listsköpun. „Síð-
ustu ár hef ég til dæmis verið Páli
Óskari innan handar í atriði hans í
gleðigöngunni á Gay Pride. Í fyrra
smíðaði ég risastóran einhyrning
fyrir hann sem vakti mikla athygli
og gladdi þúsundir. Áður hafði ég
smíðað víkingaskip og svan fyr-
ir Palla,“ segir Hilmar sem kveðst
hoppa í allskyns verk.
„Hugmyndin að verkinu í Sel-
skeri kviknaði í ferðum mínum
í Borgarfjörðinn en konan mín,
Inga Lóa Guðjónsdóttir, er frá
Rauðanesi og þar dveljum við oft.
Í ferðum mínum hef ég oft verið
að spá hvort að ekki mætti nýta
umhverfið við Borgarnes betur
til að koma Egilssögu á framfæri.
Þetta er mín útfærsla á því.“
Verkið vonandi reist
á afmælisárinu
Hilmar segir markmiðið með
verkinu að gleðja fólk sem á leið
yfir Borgarfjörðinn og fá það til
að hugsa um söguna. „Ég held
að flestir minnist Borgarness fyr-
ir bensínstöðvanna sem þar eru.
Verk eins og þetta fangar hins
vegar augað og fær fólk virkilega
til að spá af hverju það er þarna.
Ég hugsa að margir munu vilja
stoppa á Seleyri til að virða verk-
ið betur fyrir sér og taka mynd.
Þar væri hægt að koma fyrir skilti
með kvæðinu og upplýsingum um
söguna. Og alltaf yrði Borgarnes í
bakgrunni,“ segir Hilmar Páll.
„Ég er að vona að sveitarstjórnin
taki vel í þetta hjá mér. Það tekur
um 4-5 mánuði að gera verkið og
reisa það upp á skerinu. Það væri
ekki verra að geta gert það nú á
150 ára afmælisári Borgarness,“
segir Hilmar að lokum.
hlh
Útþrá og kraftur Egils fái að njóta sín í listaverki í Borgarfirði
Hilmar Páll Jóhannesson listamaður. Í baksýn má sjá eina nýjustu hönnun Hilmars, hvalasporð, sem fer á kreik fljótlega.
Svona mun listaverkið líta út á flóði frá Borgarfjarðarbrú. Það verður um 9 metra hátt.