Skessuhorn


Skessuhorn - 11.10.2017, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 11.10.2017, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 20174 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen emilia@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Áfram Ísland! Árangur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hefur sannarlega fyllt mig stolti, líkt og marga ef ekki alla Íslendinga. Jafnvel forpokaðir anti- sportistar hafa séð ljósið, eða í það minnsta ekki haft hátt síðan þessi nið- urstaða lá fyrir. Á mánudagskvöldið fylgdumst við með því þegar liðið bar sigur úr býtum í lokaleik þess í undankeppni fyrir sjálft Heimsmeistara- mótið sem spilað verður austur í Rússlandi næsta sumar. Með sigri náði liðið besta árangri nokkurs knattspyrnuliðs fyrr og síðar þegar stuðst er við hina margrómuðu höfðatölureglu. Að verða einn af fjórtán fulltrúum Evrópulanda á HM er ótrúlegt afrek. Það elskulegasta við þessa staðreynd er ekki síst að nú getur þjóðin sameinast um jákvæðan atburð. Allir samgleðjast, fyllast stolti, brosa og tala um fótbolta. Unga fólkið okkar rífur sig upp frá spjaldtölvunum og æpödunum og hleypur út á túnblett með bolta. Sannarlega er þetta eitt- hvað sem þjóðin þurfti á að halda. Mér finnst við einmitt að auka þurfi jákvæðnina í garð þess sem við erum, getum og verðum. Vissulega erum við örþjóð norður í hafi og þessi árangur íslenska karlalandsliðsins er því einstakur, enda hafa fjölmiðlar hvarvetna í heiminum fjallað um hann og fyllst lotningu. Með bjartsýni að vopni eru okkur allar götur greiðar, vit- um við hvert við eigum að stefna. Ég leyfi mér að hvetja það ágæta fólk sem nú gefur kost á sér til forystu í stjórnmálum að taka íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sér til fyrir- myndar. Enginn vafi er á að árangur þess má rekja til rétta hugarfarsins, auk náttúrlega líkamlegs þreks og fimi. Þarna stefna menn í sameiningu að ákveðnu marki, vinna sem ein heild og ná þess vegna árangri. Alveg á sama hátt gætu stjórnmálamenn ákveðið það hér og nú að taka upp að- ferðir strákanna og unnið saman að því marki að bæta hag Íslendinga með því að vinna betur saman en gert hefur verið. Ég horfði á pallborðsumræður í sjónvarpinu á mánudagskvöldið þar sem fulltrúar tólf stjórnmálahreyfinga stóðu fyrir svörum í aðdraganda kosninga. Mér fannst þetta um margt athyglisverðar umræður og góð- ur þáttur. Að vísu voru framboðin mörg og því takmarkaður tími sem hver og einn hafði til svara. En gleymum því ekki að það er lýðræðis- legur réttur að bjóða fram lista hvort sem málefnin eru mörg eða fá. Mér fannst þessi þáttur gagnlegur ekki síst fyrir þær sakir að ég er fyrir margt löngu orðinn pólitískur flakkari, sveiflast frá vinstri til hægri og kýs orð- ið þær persónur sem mér hugnast best hverju sinni. Flokkarnir höfðu fram til þessa haft litla möguleika til að kynna stefnumál sín og þarna var nokkrum þeirra komið á framfæri. Ég gat byrjað að mynda mér skoðun. Í blaðinu í dag er rætt við hátt í fjóra tugi Vestlendinga og þeir spurðir hver áherslumál stjórnmálamanna ættu að vera. Svörin voru næstum eins mörg og þeir sem spurðir voru. Hins vegar vakti það athygli mína að nú rúmum hálfum mánuði fyrir kosningar, hafði meira en helmingur kjósenda ekki gert upp hug sinn hvar exið yrði sett á seðil í kjörklefanum. Þess vegna þurfum við fleiri svona umræðuþætti og stjórnmálamennirnir verða að vera duglegir að koma sér og sínum málum á framfæri. Það er trú mín að fólkið okkar í stjórnmálunum sjái að betra er fyr- ir heilsu þess og almenna lýðheilsu landsmanna að fólk starfi saman að góðum verkum. Auðvitað verður skoðanamunur um áherslur, stefnur og hvort samneyslan eigi að vera meiri eða minni, skattarnir hærri eða lægri og svo framvegis. En með rétta hugarfarinu geta stjórnmálamenn nefni- lega alveg náð góðum árangri rétt eins og strákarnir okkar í boltanum. Ég hendi því almennri kveðju út í tómið og segi; Áfram Ísland! Magnús Magnússon. Leiðari Um liðna helgi var síðasti opnun- ardagur blóma- og gjafavöruversl- unarinnar Blómaverks í Ólafs- vík. Guðmunda Wiium, eigandi verslunarinnar, hefur rekið hana nær sleitulaust frá árinu 2002 utan ríflega árs þegar hún var í rekstri annarra. Ástæður lokunarinnar eru að sögn Guðmundu nokkr- ar. Finnst henni hún vera búin að sinna sínu með rekstri þessarar verslunar, en hún hóf fyrst rekst- ur gjafavöruverslunar að Vallholti 4 árið 2000. Þá segir Guðmunda að heilsan sé farin að segja til sín og þar sem hún geti ekki lengur staðið vaktina alla daga sjálf verði hún að loka þar sem reksturinn beri ekki að hafa starfsmann. Öll árin sem Guðmunda hefur rekið verslun hefur hún einnig unnið á heilsugæslustöðinni sem læknarit- ari fyrri hluta dagsins og því verið í tveimur störfum. þa Blómaverki í Ólafsvík lokað Aðalsteinn Kristófersson og Sigurður Höskuldsson, eigin- maður Guðmundu, tóku lagið á lokadegi verslunarinnar. Guðmunda Wiium og Brynja Úlfarsdóttir. Alþjóðadagur kennara er haldinn um allan heim 5. október. Að því tilefni var efnt til Smásagnasam- keppni KÍ, Heimils og skóla og Samtaka móðurmálskennara. Eins og fram kemur á vef Kennarasam- bands Íslands er þetta í þriðja skipti sem efnt er til keppninnar og bárust á annað hundrað smásögur þetta árið. Keppt er í fimm flokkum sem skiptast í; leikskólabörn, 1.-4. bekk- ur, 5.-7. bekkur, 8.-10. bekkur og framhaldsskólinn. Úrslit voru kynnt í Hörpu 4. október sl. Voru það börn í ár- gangi 2012 á leikskólanum Skýja- borg í Hvalfjarðarsveit sem unnu í flokki leikskólabarna í ár, með sög- una Kennarinn með blað í fanginu. Aðrir verðlaunahafar voru Kjartan Kurt Gunnarsson í 1. bekk Grunn- skóla Þórshafnar, Heiðrún Vala Hilmarsdóttir, 5. bekk Hraunvalla- skóla á miðstigi grunnskóla, Elísa Sverrisdóttir í 10. bekk Foldaskóla í elsta flokki grunnskóla Dagný Ás- geirsdóttir, nemi í Menntaskólan- um Tröllaskaga í flokki framhalds- skólanema. arg Börn á Skýjaborg unnu smásagnakeppni Meðfylgjandi er mynd af verðlaunahöfum og dómnefnd. Hafliði Aðalsteinsson, skipasmíða- meistari og formaður Bátasafns Breiðafjarðar á Reykhólum, hefur frá því um miðjan ágúst unnið að því að smíða súðbyrðing hjá Kystens Arv í Syðri Þrændalögum í Noregi. Verk- efni Hafliða ytra var að smíða dæmi- gerðan breiðfirskan súðbyrðing. Haf- liði mældi og teiknaði upp bátinn Sendling sem Ólafur Bergsveinsson, langafi hans, smíðaði fyrir um 130 árum, en þess má geta að Hafliði er sjöundi ættliður bátasmiða. Báturinn var sjósettur í Noregi við hátíðlega athöfn síðastliðinn laugardag og hon- um gefið nafn. Var það gert á sérstök- um Íslendingadegi þar sem Jófríður Benediktsdóttir, eiginkona Hafliða, sýndi einnig íslenska þjóðbúninginn, en hún er kjóla- og klæðskerameistari og með BA í litstfræði frá HÍ. mm Íslenskur súðbyrðingur sjósettur í Þrándheimi Hafliði er hér kominn vel á veg með smíðina. Ljósm. af síðu Bátasafns Breiðafjarðar. Þessi mynd er af Facebook síðu Museet Kystens Arv í Noregi. Þarna glittir í Hafliða sem situr á nýja súðbyrðingnum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.