Skessuhorn


Skessuhorn - 11.10.2017, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 11.10.2017, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 41. tbl. 20. árg. 11. október 2017 - kr. 750 í lausasölu Loratadin LYFIS - fæst án lyfseðils Besta bankaappið á Íslandi Samkvæmt könnun MMR Til alþingismanna Tökum upp US Dollar Pétur Geirsson SK ES SU H O R N 2 01 7 Landnámssetur Íslands, Brákarbraut 13 – 15, Borgarnesi SK ES SU H O R N 2 01 7 14. október kl. 20:00 frumsýning uppselt 15. október kl. 16:00 20. október kl. 20:00 Fleiri dagsetningar má finna á landnam.is Miðapantanir: landnam@landnam.is sími 437-1600 Minnum á hádegishlaðborðið okkar alla daga vikunnar. Auður djúpúðga sagan öll á Sögulofti Landnámsseturs í flutningi Vilborgar Davíðsdóttur Karlalið Íslands í knattspyrnu náði á mánudagskvöldið besta árangri sínum frá upphafi þegar það vann sér keppnisrétt á HM 2018, en mótið verður spilað í Rússlandi næsta sumar. Með 2:0 sigri gegn Kósóvó á Laugardalsvelli í lokaleik undanriðilsins endaði Ísland í efsta sæti hans. Mótið sjálft hefst í Rússlandi 14. júní og stendur í einn mánuð. Það verður þó ekki fyrr en 1. desember næstkomandi sem dregið verður í riðla á mótinu þar sem 32 þjóðir taka þátt, þar af 14 frá Evrópu. Fram að því ríkir óvissa um í hvaða borgum liðið spilar og við hvaða þjóðir. Árangur íslenska landsliðsins hefur vakið verðskuldaða athygli um gjörvallan knattspyrnuheiminn en Ísland er langfámennasta ríki heims til að öðlast keppnisrétt á þessu stærsta móti í knattspyrnuheiminum. Til hamingju Ísland með frábæran árangur. HÚH! mm/ Ljósm. Þorsteinn Eyþórsson. Kosið verður til Alþingis laugardag- inn 28. október. Búið er að ákveða framboðslista nokkurra flokka sem bjóða fram í Norðvesturkjördæmi en síðustu forvöð til að skila inn framboðum er næstkomandi föstu- dag. Skessuhorn tók af handahófi tali tæplega fjörutíu kjósendur í NV kjördæmi og spurði þá hver þeir teldu brýnustu mál stjórnmálamanna sem kjörnir verða til forystu í lands- málunum. Svörin eru býsna ólík, en flestir nefna heilbrigðisimál, málefni barnafólks, aldraðra og öryrkja, hús- næðismál, vexti og verðtryggingu og menntamál. Nokkrir nefndu bága stöðu sauðfjárbænda og enn aðrir sjá ástæðu til að brýna stjórnmálamenn framtíðarinnar til dáða og minna þá á að þeir eru í vinnu fyrir umbjóð- endur sína, ekki sérhagsmunaöfl. At- hygli vekur að 55% þeirra sem svör- uðu spurningu blaðsins hafa enn ekki ákveðið hvað þeir ætla að kjósa, nú þegar 18 dagar eru til kosninga. Sjá bls. 20-21. mm Meirihluti kjósenda enn óákveðinn Síðastliðinn föstu- dagsmorgun hófu fulltrúar landeig- enda að Hrauns- ási II innheimtu bílastæðagjalds við Hraunfossa í Borg- arfirði. Eins og fram kom í frétt- um Skessuhorns í júní síðastliðnum ætluðu sömu aðilar að hefja gjaldtök- una 1. júlí en frá því var horfið enda var og er slík innheimta talin stangast á við náttúruverndarlög. Þeirri túlk- un er lögmaður þeirra ósammála. Í lögum um náttúruvernd krefst gjaldtaka inn á friðlýst svæði leyf- is hlutaðeigandi stofnunar, sem er Umhverfisstofnun, sem alfarið er á móti henni. Á föstudagsmorg- un hafði verið sett upp skilti við afleggjarann inn á svæðið og er- lendur starfsmaður frá landeig- endum hóf að rukka ferðafólk um bílastæðagjald. Sú gjaldheimta stóð fram á mánudag þegar Lögreglu- stjórinn á Vesturlandi lét stöðva hana. Meðfylgjandi ljósmynd tók Þór- unn Reykdal af gljúfrinu þar sem Barnafoss er. Veðrið var þungbúið eins og stemningin öll á svæðinu um helgina. Haustlitirnir ljómuðu engu að síður. Ítarlega er fjallað um málið á bls. 10-11 í Skessuhorni í dag. Hófu meintar ólöglegar innheimtuaðgerðir

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.