Skessuhorn


Skessuhorn - 11.10.2017, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 11.10.2017, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2017 27 Pennagrein Pennagrein Ásmundur Einar, nýr oddviti fram- sólnar í NV kjördæmi, ritaði grein í síðasta Skessuhorn. Nú um leið og hann er boðinn velkomin aftur í póli- tík, þá er ástæða að nefna að fjarvera hans frá henni var ekki svo löng að hann geti ekki þurft að gera betur í umræðu um þann alvarlega vanda sem sauðfjárbændur glíma við. Engar aðgerðir hafa verið samþykktar Það ætti okkur Ásmundi báðum að vera umhugsunarefni að nokkrum mánuðum eftir samþykkt á 10 ára samningum við bændur – að þessi al- varlega staða sé komin upp hjá sauð- fjárbændum. Þá skulum við ekki heldur gleyma áhrifum af tollasamn- ingi sem ráðherrar Framsóknar gerðu að eigin frumkvæði við ESB, íslensk- an landbúnað í heild sinni og þær af- leiðingar hafa stutt aðgerðir Evrópu- sambandsins vegna Úkraníudeilunn- ar. Allt undir forustu Framsóknar. Það er samt óhjákvæmilegt að nefna, vegna greinar Ásmundar, að engar tillögur fráfarandi landbúnað- arráðherra voru samþykktar. Hann þekkti þær tillögur vel því sannar- lega snertu þær verulega hans hag, og okkar allra sem búa í sveitum. Ég mótmælti strax hugmyndum sitjandi landbúnaðarráðherra og setti fram málefnaleg rök gegn þeim, sem ég rek ekki frekar hér. Höfum ekki langan tíma Ég tel að við höfum aðeins þenn- an vetur til að vinna þannig að mál- um að sauðfjárbændum sé sköpuð umgjörð til áframhaldandi búskapar. Strax eftir kosningar mun Sjáflstæð- isflokkurinn gera að forgangsmáli að unnið verði með bændum að aðgerð- um sem til lengri tíma bæta afkomu þeirra og til skemmri tíma að takast á við vanda dagsins í dag. Forsætisráðherra og ráðherra byggðmála hafa undanfarna daga reynt að fá samþykki fyrir neyðarað- gerð fyrir sauðfjárbændur. Sú aðgerð er fyrst og fremst til að gera slátur- húsum mögulegt að hækka aftur verð til bænda. Það er eina aðgerðin sem dugar, fyrir alla bændur. Þar reynir á fjármálaráðherra Viðreisnar að styðja þær tillögur, enda miða þær að því að nota varasjóð ríkisins. Sameinum hagsmuni sauðfjárbænda, sundrum þeim ekki Það er ekki einfalt að bregðast við. Forgangsmál er að sauðfjárbændur hafi sameiginlega hagsmuni. Með nú- verandi umhverfi eru sauðfjárbænd- ur tvístraður og ósamstæður hópur. Takist það ekki er ekki mögulegt að endurreisa afkomu bænda í sauðfjár- rækt. Til að þetta sé hægt þarf ekki að ganga gegn hagsmunum einstakra hópa – eins og núverandi samningar snúast að einhverju leyti um. En það þarf kjark til að stokka upp núverandi umhverfi og leggja út í aðgerðir með skýrum markmiðum. Svarið er ekki að stefna að stór- felldri fækkun fjár – en frekar að stefna að meiri verðmætum, vöru- þróun og hagkvæmari og heilbrigð- ara umhverfi – í rekstri sláturhúsa, verkaskiptingu þeirra og starfsum- hverfi bænda. Ásamt fleiri stoðum undir byggð og búskap. En um það ræðum við Sjálfstæðismenn nú á vel sóttum fundum um byggða- og land- búnaðarmál. Pólitík Ásmundur verður líka að kannast við eigin verk og ábyrgð á stöðu bænda. Svo lengi var hann ekki fyrir utan pólitík að hann geti sent allt á núver- andi ríkisstjórnarflokka. Aðrir Fram- sóknarmenn en hann hafa líka reynt að halda því fram að Sjáflstæðis- flokkurinn hafi afgreitt frumvarp um breytingar á starfsumhverfi mjólkur- iðnaðarins, það er ekki rétt og hrein ósannindi. Gerum pólitíkina ekki verri en hún þarf að vera. Ásmundur gerir því skóna í grein sinni að Sjálfstæðisflokkurinn hafi samið um að fórna landbúnaðinum. Ekki frekar en við bárum ábyrgð á vali Framsóknarflokksins á vali ráð- herra í ríkisstjórn 2013, þá ber Sjálf- stæðisflokkurinn ekki ábyrgð á vali Viðreisnar á ráðherrum sínum. Auð- vitað var ekki samið um að fórna landbúnaði líkt og Ásmundur reynir að halda fram, það veit hann vel. Ég er hef aldrei dulið þá skoðun mína hve ósáttur ég var að láta svo mikilvægt ráðuneyti til Viðreisnar sem sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytið er. En engin varanlegur skaði var unninn á þessum 8 mánuð- um. Reyndar hafa sjaldan verið meiri fjárfestingar í landbúnaði en sl. mán- uði. En það ætti okkur öllum að vera umhugsunarefni hvers vegna hægt er að nota fjöregg atvinnugreina eins og sjávarútveg og landbúnað til að afla sér pólitískra stundar vinsælda. Það gerði sitjandi sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra og reyndi að klæða það í hagsmunagæslu fyrir neytendur – þegar allt eins mætti segja að ver- ið var að verja hagsmuni þeirra sem fjárfest höfðu í stórum verslanasam- steypum. Stjórnarmyndunin í jan síðast- liðnum var eftir lagnvarandi stjórn- arkreppu. Veruleikinn var að eng- in vildi vinna með Framsókn vegna innanbúðarvanda, nema Sjálfstæðis- flokkurinn. VG og aðrir flokkar höfðu ekki kjark og getu til að setjast í ríkis- stjórn. Já ég finn vel fyrir því að Við- reisn var falið sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneytið. Það reyna póli- tískir andstæðingar okkar að nota sér núna. Sjálfstæðisflokkurinn hefði aldrei samþykkt að veikja íslenskan landbúnað. Framsóknaflokkurinn mætti fá gott frí frá því að leiða mál landbúnaðar- ins, atvinnugreinin þolir varla meira af svo góðu í nánustu framtíð. Framtíðin Til lengri tíma er nauðsynlegt að vinna í samstarfi við bændur að lang- tíma aðgerðum. Við Óli Björn Kára- son alþingismaður, leggjum einmitt fram á fundum okkar um byggða- og landbúnaðarmál hugmyndir að efl- ingu sveitanna. En frá vanda sauð- fjárbænda hleypur Sjálfstæðisflokk- urinn ekki. Þau er forgangsmál – fyr- ir og eftir kosningar. Haraldur Benediktsson Höf. er oddviti Sjálfstæðisflokksins í NV kjördæmi. Það er forgangsmál fyrir og eftir kosningar að bæta hag sauðfjárbænda Pennagrein Bændum er nóg boðið. Þeir eru ugg- andi um framtíð greinarinnar. Bænd- ur gera sér grein fyrir að lengra verð- ur ekki haldið á sömu braut, átak og breytingar séu nauðsynlegar. Þetta kom m.a. berlega fram á gríðarlega fjölmennum fundi á Blönduósi fyrir nokkrum vikum. Þangað flykktust bændur, nánast af öllu landinu. Ábyrgð á byggðaþróun Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins nefndi þar í ræðu sinni að það væri bara hreinlega hluti af byggðastefnu að koma nú til liðs við bændur, rétta þeim hjálparhönd þannig að þeir gætu enn hjarað við störf sín und- ir eða við fátækramörk eins og fyr- ir liggur. Framangreindu sjónarmiði er ég algjörlega ósammála. Það er í hæsta máta ósanngjarnt að nefna bændur og byggðaþróun í þessu samhengi. Staðreyndin er auðvi- tað sú að engin raunveruleg byggða- stefna er til í landinu hvað sem yfir- lýsingum líður, stjórnvöld láta reka á reiðanum. Það er nauðsynlegt að búa þann- ig um hnútana að bændur geti með sóma stundað sín mikilvægu störf sem helstu matvælaframleiðendur landsins um leið og þeir eru varð- menn náttúrunnar, oft útverðir á sín- um svæðum. Tengsl við framleiðendur Bændur eru furðu lostnir yfir litlum árangri afurðafyrirtækja í markaðs- málum og telja að þar ríki algjör stöðnun gagnvart þörfum neytenda, bæði nýrrar íslenskrar kynslóðar og ríflega milljón ferðamönnum sem skolað hefur hér á land undanfar- in ár. Undir þetta tek ég og tel að markaðsfólk landbúnaðarins ætti að líta til annarra útflutningsaðila á Ís- landi og draga af því lærdóm, t.d. sjávarútvegsins. Það vekur jafnframt furðu hversu langt bil er á milli fram- leiðenda, þ.e. bænda og þeirra sem sjá um sölu- og markaðsmál þeirra. Þessir aðilar virðast hreinlega ekki tala sama mál. Eflum frumkvæði og þekkingu Ungir bændur hugsa með upplýst- um hætti enda eru þeir almennt vel menntaðir og víðsýnir. Í ljósi þess að Samfylkingin talar mjög fyrir meira frelsi til handa bændum í markaðs- og sölumálum, þá er það heillandi tilhugsun að menntastofnanir taki saman höndum og liðsinni bændum í þessu efni. Ein hugmyndin væri sú að Háskólarnir á Bifröst með styrkleika á viðskiptasviði, Landbúnaðarhá- skólinn á Hvanneyri með gæðamál sem áhersluþátt og Háskólinn á Hól- um með sjónarhorn ferðaþjónustu tækju sameiginlega á þessu og stór- efldu sérnám fyrir bændur í sölu-, gæða- og markaðsmálum. Framsóknarflokkarnir þrír Viðreisn hefur boðað áherslubreyt- ingar í landbúnaði og lýst því yfir að nú standi til átak til framtíðar og að hagur bænda muni vænkast til muna. Það er holur hljómur í þeirri orð- ræðu og ekki traustvekjandi gagnvart stéttinni. Flokkurinn var enda í vond- um félagsskap í ríkisstjórn með höf- uðflokki sem ber höfuðábyrgð á nú- verandi ástandi og það eru öfl í land- inu sem hagnast á óbreyttu prangi í ónýtu gjaldmiðilsumhverfi. Kerfis- flokkarnir þrír munu því miður litlu breyta og á meðan horfum við upp á merka atvinnustétt bænda búa áfram við ósæmandi kjör. Flokkur fólksins ætlar síðan að gera allt fyrir alla, eins trúðverðugt og það er. Sama á líklega við um Miðflokk- inn sem sjálfsagt leitar fanga með- al bænda. Ætlar bændastéttin virkilega aftur og enn að veðja á rangan hest og viðhalda með því ómögulegu hlutskipti sínu? Sýn jafnaðarmanna Jafnaðarmenn hafa áratugum sam- an talað fyrir breytingum í íslenskum landbúnaði með það að markmiði að efla hag bændastéttarinnar. Þær umræður má rekja allt aftur til daga þess merka stjórnmálamanns, Gylfa Þ. Gíslasonar. Ef við hefðum stigið gæfuspor á þeim tíma, þá væri staðan önnur en í dag. Samfylkingin með bændum Samfylkingin styður vitaskuld ís- lenska bændur og talar fyrir auknu frelsi þeirra til framleiðsla á vand- aðri matvöru. Ljóst er að til fram- tíðar er nauðsynlegt að líta yfir þetta framleiðslusvið með þarfir hins ís- lenska markaðar fyrst og fremst í huga. Möguleikar til útflutnings eru fyrir hendi en sjálfbærni er mark- mið sem nauðsynlegt er að vinna að og það er ekki óraunhæft. Þetta vita bændur og eru í hjarta sínu sammála. Samfylkingin – jafnaðarmannaflokk- ur Íslands skilur viðfangsefnið og er reiðubúin til samstarfs við bænd- ur um traustari og betri hag í þágu stéttarinnar í heild og fyrir almenn- ing í landinu. Guðjón S Brjánsson Höf. skipar efsta sæti á lista Sam- fylkingarinnar í NV kjördæmi. Kjöt á beinin Ungar konur eru lykillinn að blóm- legri byggð, það er náttúrulög- mál. Þar sem ungar konur velja sér að búa og eiga börnin sín, þar dafn- ar lífið, svo einfalt er það. Því ætti að vera kappsmál að hvetja ungar kon- ur til þess að gefa sig að stefnumótun vítt og breitt í samfélaginu. Enda vita ungar konur manna best hvað þarf til að skapa frjósaman jarðveg fyrir ungt fólk og skapandi framtíð á landinu okkar góða. Grunnþarfirnar Frumskilyrði á borð við mæðravernd, fæðingarhjálp og umönnun barna er augljós byrjun. Í því felst grundvall- aröryggi og þó svo foreldrar í dag hjálpist að heima fyrir og vinni báðir úti, þá munu konur alltaf leita þangað sem þær finna til öryggis með eigið líf og barna sinna. Fjölbreytt framboð starfa til að afla sér lífsviðurværis og um leið njóta starfsævinnar á eigin forsend- um og í takt við eigin löngun og áhuga, er annað meginverkefni. Hér þarf að gera meira en bara „skaffa kvennastörf“, enda afleitt að fram- tíðaruppbygging atvinnulífs sé gerð á forsendum kynjaskipts vinnumark- aðar. Konur eru duglegar við að afla sér menntunar og verðmætasköp- un framtíðarinnar mun í síauknum mæli byggja á sterkum innviðum til að styðja við eigið frumkvæði. Fram- tíðin mun síður þurfa að reiða sig á staðbundin náttúrugæði, en þeim mun frekar á góðar tengingar við umheiminn. Hugvit er nefnilega hreyfanleg auðlind sem nýta má hvar og hvenær sem er og ólíkt öðr- um náttúruauðlindum þá vex það þegar af er tekið. Aðstæður til að nýta eigin þekkingu og hugvit eru þannig leiðin að skapandi framtíð. Búsetukostir Húsnæði er frumþörf sem þarf að vera til staðar til að ungt fólk sjái sér framtíð í að stofna heimili. Við ætt- um að horfa til nágrannalandanna, t.d. Noregs, varðandi húsnæðisupp- byggingu í vaxandi byggðum. Það er vissulega gott að ríki og sveitarfélög skuli nú leggja til stofnframlög til ný- bygginga og uppbyggingar á leigu- húsnæði, en því miður skilar það sér ekki með nógu öflugum hætti út fyr- ir höfuðborgarsvæðið. Nægir þar að nefna að Bjarg íbúðafélag ASÍ kem- ur ekki að verkefnum á landsbyggð- inni. Bein ívilnun þolinmóðra fjár- festa til svæða sem þurfa mjög á hús- næði að halda til að styðja við at- vinnuuppbyggingu ætti að vera al- gjört forgangsmál. Það húsnæði má ekki kalla á þunga fjárfestingu af hálfu unga fólksins, eða langtímabindingu á formi húsnæðiseignar, enda getur söluvænleiki húseigna sett stórt strik í reikninginn þegar ungt fólk velt- ir því fyrir sér að freista gæfunnar úti á landi. Hér þarf sértæka nálgun sem byggir undir vöxt bæjarfélaga og uppbyggingu sem helst í hendur við breytingar í atvinnulífinu. Ungar konur eiga og þurfa að koma að ákvarðanatöku á öllum stig- um þjóðlífsins. Þær eru lykillinn að framtíð lands og bæja. Hlustum á þær og kjósum þær á þing, við mun- um ekki sjá eftir því. Guðlaug Kristjánsdóttir, Kristín Sig- urgeirsdóttir, Elín Matthildur Kristinsdóttir Höf. skipa þrjú efstu sæti Bjartrar framtíðar í Norðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum 2017 Ungar konur ráða byggð KOSNINGAR2017

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.