Skessuhorn - 11.10.2017, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2017 17
Sauðamessa var haldin fjórtánda sinni
í Borgarnesi síðastliðinn laugardag.
Það var haustlegt og fallegt um að lit-
ast í bænum. Ekki skemmti fyrir að
veður var milt og hékk hann þurr þar
til dagskránni í Skallagrímsgarði var
um það bil að ljúka. Dagskráin hófst
með sauðaspinning með Gunnu Dan
í íþróttahúsinu að morgni dags, en síð-
an tók við markaðsstemning í Hjálm-
akletti. Klukkan 14 hófst síðan dagskrá
í Skallagrímsgarði með fjölmörgum
skemmtiatriðum. Tónlistarskóli Borg-
arfjarðar flutti tvö atriði úr söngleikn-
um Móglí, sem skólinn færir á fjalirnar
í vetur. Hrönn Jónsdóttir frá Lundi og
Sigursteinn Sigurðsson Mýramaður
fluttu hátíðarræður og Heimir Klem-
enzson lék nokkur ljúfa tóna á píanó-
ið.
Blásið var til keppni í lærakapp-
áti þar sem fjórir vaskir íbúar Borgar-
ness spreyttu sig. Fengu keppendur
þrjár mínútur til að borða eins mikið
lambakjöt og þeir gátu. Fór svo að lok-
um að Halldór Óli Gunnarsson reynd-
ist hlutskarpastur. Hámaði hann í sig
tæplega hálft kíló af kjöti, enda kvaðst
hann hvorki hafa fengið vott né þurrt
síðan í hádeginu.
Veittar voru viðurkenningar, lög
spiluð og sungin. Hljómsveitin Stuðla-
bandið sló upp fjölskyldudansleik í
Hjálmakletti síðdegis og sló síðan
botninn í dagskrána með Sauðamessu-
balli fyrir foreldrana að kvöldi. kgk
Sauðamessa sveipuð haustsins blæ
Gestir Sauðamessu fylgjast ánægðir með dagskránni í Skallagríms-
garði.
Það er hvergi betra að vera en í fanginu á afa.Spilað og sungið í Skallagrímsgarði.
Strákar úr 4. flokki Skallagríms í fótbolta seldu vöfflur til
styrktar flokknum.
Ísgerðarmenn frá Ísleifi heppna bjuggu til ís með fljótandi
köfnunarefni á markaðnum í Hjálmakletti.
Krakkar úr Tónlistarskóla Borgarfjarðar flytja atriði úr söng-
leiknum Móglí.
Börnin fylgjast hugfangin með Móglí.
Það var hart barist í lærakappátinu. Að lokum fór svo að Halldór Óli Gunnarsson,
sem er næst í mynd til vinstri, bar sigur úr býtum. Hann hafði fastað frá því á hádegi.
Atriði tónlistarskólans mæltist afar vel fyrir meðal barnanna.
Þessi ungi maður fékk verðlaun fyrir
fallegustu lopaflíkina.
Heimir Klemenzson lék nokkur ljúf lög
á píanóið.
Kosningar eru í
nánd og frambjóð-
endur sýndu sig
og sáu aðra. Hér
eru Sjálfstæðis-
mennirnir Þórdís
Kolbrún Reykfjörð
Gylfadóttir,
Kristján Þór Júlí-
usson og Haraldur
Benediktsson.