Skessuhorn


Skessuhorn - 11.10.2017, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 11.10.2017, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 201718 Hún hefur unnið í aðstæðum sem fæstir Íslendingar geta ímyndað sér, meðvituð um að vera skotmark hryðjuverka í Sómalíu, þar sem hún starfaði hjá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á vegum UNICEF. Í dag er hún þó búsett í örygginu á Íslandi, nánar tiltekið á Akranesi þar sem hún er fædd og uppalin og gegn- ir stöðu framkvæmdastjóra Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Það er Skagakonan Vera Knútsdóttir sem tók á móti blaðamanni á heimili sínu á Akranesi og segir frá lífinu í Afr- íku og Mið-Austurlöndum og starf- semi Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. „Ég hef alltaf haft áhuga á fræð- unum á bak við átökin í heiminum og alþjóðapólitíkinni sem spilar þar inní,” segir Vera, en eftir að hún lauk BA-prófi í stjórnmálafræði frá Há- skóla Íslands árið 2009 lá leið hennar í Georgetown háskóla í Bandaríkjun- um þaðan sem hún útskrifaðist með MA gráðu í öryggis- og varnarmála- fræðum árið 2011. „Ég hef sérstak- lega áhuga á þeirri dínamík sem varð í heimspólitíkinni eftir Kalda stríð- ið,” bætir Vera við. Vann í flóttamanna- búðum fyrir Palestínu- menn í Líbanon Eftir nám fór Vera að vinna fyrir UNRWA, The United Nations Re- lief and Works Agency for Palestine Refugees, í Líbanon þar sem hún var aðstoðarmaður framkvæmdastjóra samtakanna þar. UNRWA er stofn- un Sameinuðu þjóðanna sem sér um tólf flóttamannabúðir fyrir Palest- ínumenn í Líbanon. „Stofnunin sér um að veita fólki í flóttamannabúð- unum alla helstu þjónustu, allt frá því að sjá um að farga rusli að veit- ingu læknisþjónustu og menntunar. Í búðunum er ástandið mjög slæmt, húsakostur er lélegur og fátækt mik- il. Palestínumenn í flóttamannabúð- unum hafa ekki sömu möguleika á menntun og vinnu og aðrir sem bú- settir eru í Líbanon. Reglurnar eru mjög strangar um hvaða störf Palest- ínumenn fá að vinna í landinu. Sem dæmi hafa þeir ekki rétt til að starfa sem læknar eða lögfræðingar, nema þá á vegum UNRWA, þar sem kjör eru ekki eins góð fyrir sambærileg störf á spítölum í Líbanon. UNRWA sér fólki í búðunum fyrir grunn- menntun til 18 ára aldurs en vegna þess að draumastarfið er jafnvel ekki möguleiki fyrir flesta eru margir sem ljúka ekki námi, sjá ekki tilgang með því,” segir Vera. ISIS grasserar í flóttamannabúðunum Í Líbanon kynntist Vera mannin- um sínum en hann kemur frá Írak og vinnur sem öryggisfulltrúi hjá UNRWA í Líbanon. „Hans starf er að tryggja öryggi innan búð- anna en það koma oft upp átök, enda er margt folk í búðunum og ekki allt Palestínumenn, ISIS gras- serar t.d. þarna inni,” segir Vera og bætir því við að hún hafi oft kom- ið inn í flóttamannabúðirnar og séð þar menn á gangi með hríðskota- byssur á öxlinni, en segist þó aldrei hafa upplifað óöryggi. „Í búðunum er almennt samþykki fyrir að láta UNRWA starfsmenn í friði. Þeir sem þarna búa vita að ef eitthvað kemur fyrir starfsmann UNRWA verður starfsemi stofnunarinnar lögð niður, í einhvern tíma eða al- veg. Það þýðir að fólkið missir heil- brigðiskerfið sitt, skólana og aðra þjónustu sem stofnunin veitir þeim. Ég vissi því alltaf að ef átök kæmu upp yrði ég aldrei skotmark og mér yrði alltaf komið út úr búðunum um leið,” segir Vera. Mikilvægt að vera ekki á röngum stað á röngum tíma Vera segir að þó hún hafi ekki upp- lifað óöryggi í Líbanon hafi hún samt gert sér grein fyrir því að hættan væri mun nær henni þar en á Íslandi. „Ég upplifði alveg að það voru gerðar sprengjuárásir á svæð- um sem ég var mikið á. Ég var svo heppin að vera aldrei á þeim stöð- um þegar árásirnar áttu sér stað. Við starfsmenn Sameinuðu þjóðanna á þessum svæðum fáum mikla þjálf- un um hvernig við eigum að haga okkar lífi til að forðast svona árásir. Eitt af því er að vera ekki á röngum stað á röngum tíma. Hryðjuverka- menn vilja skapa ótta hjá fólki og það gera þeir með að ná að drepa og særa sem flesta. Það skiptir því miklu máli að gæta þess að vera ekki á ferðinni á háannatíma á þeim stöðum sem eru líkleg skötmörk, t.d. í verslunarmiðstöð.” Hjálpaði mæðrum og börnum í Sómalíu Eftir eitt og hálft ár sem starfsmað- ur UNRWA tók Vera við starfi inn- an Barnahjápar Sameinuðu Þjóð- anna, UNICEF, í Sómalíu. Þar sjá starfsmenn UNICEF um aðstoð fyrir mæður og börn. „Það var mjög áhugavert að koma inn á spítalana í Sómalíu og sjá hvernig aðstæðurnar eru. Þar er allt til alls og spítalarnir taldir mjög góðir, en þeir eru ekk- ert eins og spítalar sem við þekkj- um. Ég myndi ekki viljað fæða mitt barn á svona spítala. Þá var mjög skemmtilegt að sjá hvernig okk- ar starf hjálpaði mörgum og hafði augljóslega áhrif. Stór hluti af starf- inu er að hjálpa mæðrum, t.d. með fræðslu um brjóstagjöf og næringu barna. Mæður í þessum aðstæðum mjólka oft ekki nóg fyrir börnin sín, þær fá einfaldlega ekki næga nær- ingu sjálfar. Þær gefa því oft unga- börnum vatn til að fylla magann. Okkar hlutverk var að fræða þær um notkun á þurrmjólk og mikil- vægi þess að sjóða alltaf vatn áður en ungabörnum er gefið það,” segir Vera. „Mæður í þessum heimshluta eru ekki ólíkar mæðrum hér í okk- ar heimshluta, að vissu leyti. Eins og við þá ræða þær sín á milli um móðurhlutverkið og mynda tengsl- anet við aðrar mæður. Við fengum mjög gjarnan til okkar mæður sem höfðu heyrt af okkar starfsemi frá öðrum sem við hefðum aðstoðað, það var mjög skemmtilegt að upp- lifa,” segir Vera. Var skotmark hryðjuverka í Sómalíu Í Sómalíu eru aðstæður hvað varðar öryggi mjög ólíkar þeim í Líbanon. „Ólíkt því hvernig var í Líbanon þá vorum við starfsmenn UNI- CEF skotmörk fyrir árásir í Sóm- alíu. Rétt áður en ég kom þang- að sjálf var gerð árás á rútu á veg- um UNICEF, þar sem maður gekk inn í rútuna og sprengdi sig í loft upp. Mitt fyrsta verk eftir að ég tók við starfinu var að taka saman eigur þeirra sem létust eða slösuð- ust í þeirri árás. Það var mjög súrr- ealískt að fara yfir þessar eigur, sjá blóðsletturnar og sprengjubrot- in,” segir Vera. „Eins og í Líbanon fengum við starfsmenn UNICEF ákveðna þjálfun um hvernig við ættum að bera okkur að í sprengju- árás og bregðast við mannráni, en þau eru mjög algeng í Sómalíu. Við vorum alltaf klædd í skotheld vesti og vorum mjög meðvituð um hætt- una þegar við vorum á ferðinni. Ég fann því vel fyrir adrenalíni á þess- um tíma,” segir Vera og hlær. „Ég var þó aldrei hrædd og upplifði ekki óöryggi, ég held að hugsunarhátt- urinn brenglist bara í þessum að- stæðum. Þegar við unnum í Sómal- íu vorum við alltaf bara í viku í einu þar í landi, þess á milli vorum við á skrifstofu stofnunarinnar í Nairobi í Kenía. Þessa viku tókum við t.d. aldrei dótið okkar upp úr töskum, Vissi að hún væri skotmark hryðjuverka en upplifði þó ekki óöryggi Rætt við Veru Knútsdóttir framkvæmdastjóra Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Vera Knútsdóttir með manninum sínum, Seerwan, í Masai Mara, Kenía. Palestínskar stelpur frá Sýrlandi fagna námsárangri í ensku. Heilbrigðisráðherra Puntlands og landsstjóri UNICEF í Sómalíu að gróðursetja tré til minningar um Payenda Gul Abed og Brendu Kyeyune sem störfuðu náið með heilbrigðisráðuneytinu. Vera fyrir utan Mar Elias flóttamannabúðirnar í Beirút í Líbanon. Mikið er um graffiti af Yasser Arafat í búðum palestínskra flóttamanna.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.