Skessuhorn


Skessuhorn - 11.10.2017, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 11.10.2017, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2017 15 RECEPTIONIST & HOUSEKEEPER Borgarnes HI Hostel is looking for a full-time team member in receptionist & housekeeper position. 11 hour shifts from 10-21 rolling on 2-2-3 pattern. TASKS AND RESPONSIBILITIES COMPETENCIES • Very good computer skills • Customer service orientation • Verbal and written English skills • Physical strength • Show initiative, be proactive and independent • Ability to work under pressure and get things done • Ambitious, responsible and cheerful approach to work • Have a good team and cooperative spirit. • Interest of Farfuglar services, quality- and environmental policies • Daily tasks in reception and house- keeping. • Service guests and advising about local activities. • Participate in achieving team goals. • Overseeing and anticipating the need for supplies. • Responding to inquiries via email and phone. • Billing guest and accounting for each shift. • Rapport on daily tasks and reporting. • Communication and teamwork with coworkers throughout Farfuglar company. • Participate in environmental betterment and Swan Eco certication of Borgarnes HI Hostel Borgarnes HI Hostel is a part of HI Iceland, also known as Farfuglar, a non-prot member- organization founded in 1939. Its main goal is to promote and encourage people of all ages to travel and to increase their knowledge and appreciation of nature and culture. HI Iceland has in recent years been at the forefront of sustainable tourism in Iceland and we are constantly aiming for improvements. The main focus of our work is clearly stated in the organization’s mission: To support sustainable and responsible tourism as well as cultural diversity. Application form is on our home page: www.hostel.is/joinus. Application deadline is the 19th of October 2017. For more information please contact Eva Hlín Alfreðsdóttir, Reception Manager at Borgarnes HI Hostel at 696-7910 Viðburðurinn er ókeypis og allir eru velkomnir! Minjar og náttúra Evrópsku menningarminjadagarnir 2017 Nánari upplýsingar á www.minjastofnun.is www.europeanheritagedays.com 14. október Fitjasókn í Skorradal Menningarminjadagurinn verður haldinn laugardaginn 14. október og mun Hulda Guðmundsdóttir á Fitjum kynna verkefnið ”Framdalurinn – Fitjasókn í Skorradal, verndarsvæði í byggð”. Komið verður saman við Fitjar, í botni Skorradals, kl. 14:00. Tilgangur menningarminjadagsins er að vekja athygli almennings á gildi menningararfsins. Tilkynnt var síðastliðinn fimmtudag að Bergþór Ólason, framkvæmda- stjóri á Akranesi, muni leiða lista Miðflokksins, flokks Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, í Norðvest- urkjördæmi fyrir alþingiskosningarn- ar 28. október nk. Bergþór er fram- kvæmdastjóri Byggingalausna ehf. og LOB ehf, áður Loftorka í Borgar- nesi ehf, að því fram kemur í tilkynn- ingu. Bergþór er búsettur á Akranesi. Hann hefur verið virkur þátttakandi í starfi Sjálfstæðisflokksins og m.a. var hann um tíma aðstoðarmaður Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra. Hann hefur sinnt fjölbreyttum trún- aðarstörfum í gegnum tíðina, bæði í stjórnmálum sem félagsmálum. Bergþór er viðskiptaskiptafræðing- ur frá Háskóla Íslands og hefur lagt stund á MBA nám við Manchester Business School. „Bergþór mun m.a. leggja áherslu á byggingu nýs Land- spítala á nýjum stað og skynsamlega lækkun tryggingagjalds til að bæta starfsumhverfi fyrirtækja,“ segir í til- kynningu sem birt var á Facebook síðu Miðjuflokksins. Samkvæmt heimildum Skessu- horns í gær, þriðjudag, stóð til þá um kvöldið að fullgera lista Miðflokksins í gærkvöldi, eftir að blaðið var farið í prentun. mm Bergþór Ólason leiðir lista Miðflokks í Norðvesturkjördæmi Um nýliðna helgi tók 23ja manna hópur frá Hlaupahópnum Flandra í Borgarnesi þátt í svonefndu Þriggjalandamaraþoni, sem fram fór í Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Fimm úr hópnum hlupu heilt maraþon (42,2 km), sex hlupu hálft maraþon (21,1 km) og átta tóku þátt í svokölluðu kvartmara- þoni (10,9 km), ýmist gangandi eða á hlaupum. Fjórir til viðbót- ar voru svo í stuðningsliðinu sem hvatti hlauparana til dáða og sá til þess að ekkert færi úrskeiðis. Ingveldur Ingibergsdóttir náði bestum árangri Borgnesinganna, en hún varð í 2. sæti af 106 þátt- takendum í sínum aldursflokki í hálfmaraþoni á 1:41:59 klst. Hjalti Rósinkrans Benediktsson náði hins vegar bestum árangri maraþon- hlauparanna, en hann varð í 123. sæti af 760 körlum á öllum aldri á 3:14:42 klst. Þetta var fjórða mara- þon Hjalta og bæting á hans fyrri árangri um 5 mínútur. Þriggjalandamaraþonið er hald- ið árlega og hefst á eyjunni Lin- dau í Þýskalandi. Þaðan er hlaupið meðfram strönd vatnsins Boden- see í átt að Bregenz í Austurríki og síðan áfram yfir Rínarfljót og svissnesku landamærin. Skömmu síðar er snúið við og hlaupið til baka til Bregenz þar sem hlaupinu lýkur. Þátttakendur í styttri vega- lengdunum hefja hlaupið einnig á Lindau, en verða að láta sér nægja að ferðast um tvö lönd á leiðinni. Samtals tóku um 100 Íslending- ar þátt í Þriggjalandamaraþoninu að þessu sinni, flestir fyrir tilstuðl- an Bændaferða sem skipulögðu hópferð til Bregenz. Í austurrísk- um fjölmiðlum var nokkuð fjallað um þátttöku Íslendinganna, en ís- lenski hópurinn var sá stærsti utan heimalandanna Þýskalands, Aust- urríkis og Sviss. Samtals voru þátt- takendurnir um 6 þúsund talsins. sg/ Ljósm. Torfi Bergsson. Borgnesingar áberandi í Þriggjalandamaraþoninu Flandrahópurinn og nokkrir vildarvinir fyrir utan hótelið í Bregenz að morgni hlaupadags. Ljósm. Torfi Bergsson. Ingveldur Ingibergsdóttir á fullri ferð í Þriggjalandamaraþoninu. Ljósm. Torfi Bergsson. Maraþonhlaupararnir Gunnar Viðar Gunnarsson, Birkir Þór Stefánsson, Hjalti R. Benediktsson og Stefán Gíslason að loknu Þriggjalandamaraþoni í Bregenz. Fimmta maraþonhlauparann, Auði H Ingólfsdóttur, vantar á myndina.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.