Skessuhorn


Skessuhorn - 11.10.2017, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 11.10.2017, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 20176 Áritar Veraldar- siglingu Jóns BORGARNES: Bókin „Leið- in frá Langanesi - suður í höf og heim aftur, ver- aldarsigling Jóns Eggertssonar,“ er nú komin út. Það var Sölvi Sveinsson sem skráði. Börn Jóns gefa bókina út. „Við ætlum að vera í Geirabakaríi á morg- un, fimmtudag frá klukkan 15-17, með bókina. Pabbi mun vera með okkur og gefur árit- um á bókina handa þeim sem vilja. Geiri bakari ætlar að bjóða upp á kaffi og kleinur í tilefni af þessu. Við verðum jafnframt með auka eintök til sölu fyrir þá sem ekki voru búnir að panta,“ segir í tilkynningu frá börn- um Jóns Eggertssonar, fyrrum kaupmanns í Borgarnesi. -mm Eftirherman og Orginalinn á ferð STYKKISH: Í frétt og auglýs- ingu í síðasta tölublaði Skessu- horns var missagt að uppistand- ið Eftirherman og Orginalinn, með þeim Guðna Ágústssyni og Jóhannesi Kristjánssyni, yrðu í Bíóhöllinni á Akranesi laugar- daginn 14. október. Þar var hins vegar misfarið með dagsetningu, en uppistandið var laugardag- inn 7. október sl. Þetta var hins vegar leiðrétt með dreifimiða í hús og tilkynningum víðsveg- ar þannig að þeir félagar fengu þrátt fyrir þetta 140 gesti í höll- ina og voru sáttir með það. Þeir sem ætluðu sér að hlusta á þá fé- laga er þó bent á að framund- an er annað „gigg“ þeirra fé- laga í landshlutanum. Fimmtu- daginn 19. október nk. klukkan 20:30 verða þeir með uppistand á Fosshótel Stykkishólmi. Miða- sala er við innganginn og nán- ari upplýsingar í síma 430-2100. -mm Vilja fulltrúa í lýðræðisnefnd BORGARBYGGÐ: Eins og fram hefur komið í frétt- um ákvað sveitarstjórn Borgar- byggðar nýverið að skipa sér- staka upplýsinga- og lýðræðis- nefnd sem starfa mun fram að lokum yfirstandandi kjörtíma- bils. Verkefni nefndarinnar er að styrkja þróun upplýsingamála og efla lýðræðislega umræðu meðal íbúa í sveitarfélaginu. Nefndin á að vera skipuð einum fulltrúa frá hverju framboði sem á fulltrúa í sveitarstjórn, eða fjórir alls, og einum sem verði valinn á annan hátt úr hópi íbúa. Einnig vinnur mannauðsstjóri Borgarbyggðar með nefndinni. Nú hefur nefnd- in hafið störf og auglýst eftir full- trúa íbúa til að starfa í nefndinni. Nefndin fundar þriðju hverja viku á mánudögum kl. 17 og eru nefndastörfin launuð samkvæmt reglum sveitarfélagsins. Hægt er til 16. október nk. að sækja um að verða fulltrúi íbúa með því að senda umsókn á borgarbyggd@ borgarbyggd.is. Dregið verður úr innsendum umsóknum 23. október. -mm Bjóða út veiði í Straumfjarðará EYJA- OG M I K L : Ve i ð i f é l a g Straumfjarð- arár í Eyja- og Miklaholtshreppi hefur ákveðið að óska eftir tilboðum í leigu á ánni. Þar er bæði lax- og silungs- veiði. Veiðin á nýliðnu sumri var 352 laxar, fjórum löxum meira en sumarið 2016. Veitt er á fjór- ar stangir í ánni. Straumfjarðará verður boðin út til fimm ára, til og með 2022. Páll Ingólfsson er formaður stjórnar veiðifélagsins og afhendir hann útboðsgögn gegn tíu þúsund króna skila- gjaldi. Frestur til að skila tilboði rennur út 25. október en tilboð- um skal skila á Lögmannstofuna Logos, Efstaleiti 5 í Reykjavík. -mm Bók um Smugudeiluna LANDIÐ: Út er komin bók- in Smugudeil- an eftir Arnór Snæbjörnsson. Formála rit- ar Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og forseti Íslands. Í bókinni er rakin saga Smugu- deilunnar á tíunda áratug 20. ald- ar sem um sumt minnti á þorska- stríðin fyrr á öldinni. Munurinn var að nú voru það Íslendingar sem voru eltir af varðskipum. Upphaf veiðanna í Smugunni mátti rekja til erfiðleika hjá ís- lenskum útgerðarfyrirtækjum. Verð á mörkuðum fór lækkandi og á sama tíma var samdráttur í þorskafla hér heima. Margir ís- lenskir útvegsmenn litu svo á að þeir ættu enga skuld að gjalda Norðmönnum, en tekist var á um veiðarnar bæði á Íslandi og í Noregi. Að baki var síðan marg- slungin samskiptasaga ríkjanna. Útgefandi er Sæmundur. -mm Ljósberinn er viðurkenning sem velferðarnefnd Borgarbyggðar veitir stofnunum og fyrirtækjum í sveitarfélaginu sem stuðla að at- vinnuþátttöku fatlaðra. Á Sauða- messu, sem haldin var í Borgarnesi síðastliðinn laugardag, var eftir- töldum fyrirtækjum veitt viður- kenningin Ljósberinn: Pósturinn í Borgarnesi, Safna- hús Borgarfjarðar, Leikskólinn Ugluklettur, Brákarhlíð, Íþrótta- miðstöðin í Borgarnesi, Leik- skólinn Klettaborg, Golfklúbbur Borgarness, Ráðhús Borgarbyggð- ar, Menntaskóli Borgarfjarðar, Grunnskólinn í Borgarnesi og Gróðrarstöðin Sólbyrgi á Klepp- járnsreykjum. kgk Ljósberinn veittur fyrirtæki og stofnunum í Borgarbyggð Fulltrúar þeirra fyrirtækja og stofnana sem hlutu viðurkenninguna Ljósberann 2017. Á myndina vantar fulltrúa Ráðhúss Borgarbyggðar, Menntaskóla Borgarf- jarðar, Grunnskólans í Borgarnesi og Gróðrastöðvarinnar Sólbyrgis. Umhverfisviðurkenningar Borgar- byggðar voru veittar á Sauðamessu sem haldin var í Borgarnesi síðastlið- inn laugardag. Gunnlaugur A Júlíus- son sveitarstjóri veitti viðurkenning- arnar í Skallagrímsgarði. Traðir í Hraunhreppi hlutu viður- kenningu sem snyrtilegasta bænda- býlið 2017. Í rökstuðningi með dómnum segir að þar sé einstaklega snyrtilegt heim að líta, mikil áhersla lögð á að halda öllum mannvirkjum vel við og umgengni til mikillar fyrir- myndar. Viðurkenning fyrir snyrtilegustu lóð við íbúðarhús veittist Svövu Finnsdóttur á Bóndhóli. „Aldingarð- urinn umhverfis hús Svövu Finns- dóttur í Bóndhól er einstakur og ótrúlegt verk einnar manneskju en þennan garð hefur hún verið með í ræktun í aðeins í 22 ár, eða frá 1995. Fjölbreytni trjáa og jurta er þar mikil og þar er að finna fágætar og verð- mætar plöntur. Umhirða garðsins er einstök, natni og fagmennska mikil,“ segir meðal annars í rökstuðningi. Lóð Kaupfélags Borgfirðinga var valin snyrtilegasta lóðin við atvinnu- húsnæði. Umhirða gróðursvæða er þar til mikillar fyrirmyndar og að- koma og ásýnd mjög snyrtileg, að því er segir í rökstuðningi. Að lokum fékk Landámssetur Ís- lands sérstök umhverfisverðlaun Umhverfis-, skipulags- og bygging- arnefndar. „Landnámssetrið hefur að leiðarljósi að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum og leitast við að hafa jákvæð áhrif á umhverfi og sam- félag í ákvarðanatöku og þjónustu,“ segir í rökstuðningi. Fyrirtækið legg- ur áherslu á flokkun úrgangs og tek- ur tillit til umhverfissjónarmiða í allri starfseminni, til dæmis við val á birgjum og tegundum umbúða. kgk Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar 2017 Gunnlaugur Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, ásamt þeim sem hlutu um- hverfisviðurkenningar sveitarfélagsins árið 2017. F.v. Gunnlaugur sveitarstjóri, Sigurbjörg Helgadóttir á Tröðum, Svava Finnsdóttir á Bóndhóli, Guðmundur Karl Sigríðarson, fulltrúi Landnámsseturs Íslands og Margrét Guðnadóttir, fulltrúi Kaupfélags Borgfirðinga.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.