Skessuhorn


Skessuhorn - 11.10.2017, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 11.10.2017, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 201728 Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmar 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com SK ES SU H O R N 2 01 7 Sprautu- og bifreiðaverkstæði Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti Þjónustum öll tryggingafélög Borgarness Kosningar til Alþingis á hverju ári er ekki óskastaða en bregðast verð- ur við þegar ríkisstjórnin ræður ekki við hlutverk sitt eins og raun ber vitni. Nú liggur fyrir öflugur listi VG í Norðvesturkjördæmi. Ætlum við að berjast fyrir hag landsbyggð- arinnar og réttlátu og heiðarlegu samfélagi sem gerir ungu fólk kleift að mennta sig og stofna heimili og öldruðum og öryrkjum fært að lifa mannsæmandi lífi. Fátækt er óá- sættanleg í ríku samfélagi. Við viljum færa íslenskt samfélag af braut eiginhagsmunahyggju og græðgisvæðingar og byggja á sam- félagslegri ábyrgð og félagshyggju þar sem afrakstur sameiginlegra auðlinda og skattfjár nýtist almenn- ingi í landinu í alhliða innviðaupp- byggingu. Við viljum að landsbyggðin byggi á styrkleikum sínum í sátt við umhverfið og fái að njóta auðlinda sinna í sínu nærumhverfi á sjálfbær- an hátt. Við viljum styðja við nýsköpun og framþróun sem nær til landsins alls og jafna búsetuskilyrðin. Hvert og eitt einasta samfélag á Íslandi er dýrmætt atvinnulega, menningarlega, félagslega og sögu- lega. Hellissandur, Hofsós, Þing- eyri, Akranes eða Árneshrepp- ur; allt eru þetta staðir sem okkur sem samfélagi ber að standa vörð um þegar erfiðleikar steðja að. Það sama á við um aðra bæi, sveitir og þorp um allt land sem geta lent í áföllum. Því oftar en ekki eru áföllin kom- in til af mannanna verkum, leik- reglum sem settar hafa verið af stjórnmálamönnum og leiða til af- leiðinga sem bitna harkalega á fólki og fyrirtækjum. Við verðum að taka á vitlausu kvótakerfi sem stuðlað hefur að samþjöppun í greininni og bitn- að harkalega á mörgum byggð- arlögum sem geta ekki rönd við reist þegar fjármagnið eitt stjórnar ferðinni og ekkert tillit er tekið til fólksins sem skapað hefur arðinn. Þessi þróun hefur leitt til auðs og valda fárra aðila sem eru ráðandi í greininni í dag og skapað óvissu og óöryggi íbúa sjávarbyggða sem vita ekki hvort eða hvenær kvótinn verður seldur úr byggðarlaginu. Það er nauðsynlegt að byggða- festa aflaheimildir að hluta og að ríkið geti leigt og úthlutað afla- heimildum úr leigupotti og að strandveiðar verði efldar og kerfið opnað fyrir nýlið- un. Þá þurfa veiði- gjöldin að endur- spegla hagnað í greininni eftir út- gerðarflokkum. Landbúnaðurinn er okkur mik- ilvægur og fólk er orðið meðvit- að um hve mikilvægt er að neyta heilnæmra afurða sem framleiddar eru í nærumhverfinu. Það er um- hverfisvænt að flytja ekki matvæli um hálfan hnöttinn sem við getum framleitt sjálf og tryggir okkur mat- vælaöryggi og grundvöll fyrir mat- vælaiðnaði í landinu með fjölda af- leiddra starfa. Það þarf að vinna að varanlegri lausn á vanda sauðfjár- bænda í samvinnu við greinina og neytendum til hagsbóta og koma í veg fyrir þá miklu kjaraskerðingu sem blasir við sauðfjárbændum og er óásættanleg. Það þarf virkilega að spýta í lóf- ana hvað varðar viðhald helstu inn- viði landsins svo sem vega, hafna, flugvalla og fasteigna ríkisins. Upp- söfnuð þörf þar er talin vera hátt í 400 milljarðar sem sýnir að það verður okkur dýrt ef við förum ekki að forgangsraða og taka til hend- inni nú þegar vel árar. Það er óá- sættanlegt að fjöldi fólks búi enn við malarvegi og ótryggt rafmagn og hafi ekki möguleika á að tengjast þriggja fasa rafmagni eða góðum háhraðatengingum. Fjárlagafrumvarpið sem fráfar- andi ríkisstjórn mælti fyrir sýndi að áfram ættu t.a.m heilbrigðisstofn- anir, menntastofnanir, löggæslan og nátttúrustofurnar að vera fjár- sveltar og samgöngur vanfjármagn- aðar. Það er ólíðandi þegar svokall- að góðæri ríkir. Hvenær ætlum við að endurreisa innviðina eftir hörmungar hrunsins ef ekki þegar betur árar og skilað þjóðinni til baka hagnaði af betra árferði? Við Vinstri græn höfum haldið uppi öflugum málflutningi á Al- þingi m.a. fyrir alþýðu þessa lands, fyrir nátttúruna, fyrir landsbyggð- ina, fyrir öflugt heilbrigðis- og menntakerfi, fyrir femínisma og réttindum minnihlutahópa og talað fyrir samfélagslegri ábyrgð. Við getum gert svo miklu betur í okkar góða samfélagi og byggt á réttlæti og jöfnuði. Gerum betur með Vinstri græn- um. Lilja Rafney Magnúsdóttir. Höf. er alþingismaður VG í Norðvesturkjördæmi. Vaskur hópur VG! Pennagrein Ég er að bjóða mig fram til Alþing- is, með Pírötum. Viðurkenni ég fús- lega að ég er örlítið óttaslegin, enda er ég vel upp alin stúlka sem í skóla- kerfinu sat stillt og prúð meðan strák- arnir fengu athyglina. Stúlka sem ólst upp við það að strákarnir væru klárari og sterkari. Svo hér er ég í dag, að segja skilið við þá ranghugmynd að ég sé ekki nógu klár, að stíga inn í nýjar og ókunnugar aðstæður, af því að ég hef fengið nóg af stöðugleikan- um sem stanslaust er haldið fram að sé til staðar. Það er ekki stöðugleiki að vera kjósa aftur í fjórða sinn á níu árum. Þrjár ríkisstjórnir hafa sprungið áður en að kjörtímabili þeirra hefur verið lokið. Samnefnarinn er bara einn og orsökin er sú sama - spilling. En þessi pistill á ekki að hamra á því. Þetta er nú þegar skýrt og á allra vörum. Mig langar til að segja þér frá Pírötum Það er kannski ekki margt sem þú veist um Pírata. Kannski vegna þess að Píratar hafa ekki komið sínum málefnum og hugsjónum nógu vel á framfæri. Þú þekkir mögulega ekk- ert starfið okkar, hvernig við vinnum, málefnahópana eða stefnurnar okkar. Það sem mig langar til að þú vitir, er að Pírötum er annt um þína vel- ferð. Þú átt rödd hjá Pírötum og þú getur náð í okkur og haft áhrif á hvað við gerum. Píratar vilja sýna þér kæri kjósandi, hvað stöðugleiki er. Við viljum sýna þér að það er vel hægt að gera vel við alla í þessu landi, að enginn þurfi að líða skort. Píratar líta sem svo á að þingmaður eigi að vera í þjónandi hlutverki gagnvart yfirmönnum sín- um, sem ert þú og þjóðin. Þingmaður á að hlusta eftir þínum kröfum sem og þjóðarinnar. Okkur finnst það sárt að þér sé sagt að hér sé allt í lagi, meðallaun séu góð, enda eru þau 667 þúsund krónur á mánuði, fyrir fullt starf. Því þú veist alveg að þessi tala segir þér bara að hér sé hluti þjóðarinnar á of- urlaunum, sem dregur meðaltalið allt of hátt upp. Píratar kalla því eftir stuðningi þínum: Við þurfum á þínu atkvæði að halda og óskum eftir gagnkvæmu trausti. Einungis með því eigum við möguleika á að koma á stöðugleika og kalla fram raunverulegar breytingar. Mikilvægast er fyrir þig að vita að Píratar eru þver- skurður af samfé- laginu, Píratar eru alls konar: Píratar eiga afa á ellilífeyri, eiga systir á örorku, eiga atvinnulausa vinkonu, eru nördar, eru ellilífeyris- þegar, eru heilbrigðisstarfsmenn, eru á landsbyggðinni, eru kennarar, eiga unglinga, eru á örorku, eru náms- menn, eru fjölskyldufólk, eiga lang- veik börn, hafa misst ástvini, eiga börn, eru þunglyndir, elska dýr, eru hraustir, eru sjúklingar, eru í borg- inni, eru framtakssamir, eru alls stað- ar. Píratar eru hér fyrir þig! Píratar hafa framtíðarsýn og þú ert hluti af henni. Við viljum að þú búir í landi þar sem ríkir sanngirni og rétt- læti, að þú búir við velsæld og að lífs- gæði þín séu varin. Það er nefnilega framtíðin okkar. Rannveig Ernudóttir Höf. skipar 3. sæti Pírata í Norðvesturkjördæmi. Þín velferð er mín vegferð Pennagrein Pennagrein Eitt af stærstu kosningamálum Við- reisnar fyrir síðustu kosningar var að lögfesta jafnlaunavottun sem er tæki til að stuðla að því að konum og körl- um séu greidd sömu laun fyrir sömu störf. Þó stuttur tími hafi verið til stefnu tókst að ná þetta mál í gegn á vorþingi með atkvæðum allra flokka nema Pírata. Innleiðing í stærri stofn- unum og fyrirtækjum hefst frá og með næsta ári. Ísland er fyrirmynd á erlendri grundu hvað þetta varðar og hlaut mikla og jákvæða athygli fyr- ir að standa fremst í baráttunni fyr- ir raunverulegu launajafnrétti. Þó kynjabilið sé hvergi minna en á Ís- landi en í öllum öðrum OECD-ríkj- um, er hins vegar margt óunnið. Þannig er taka fæðingarorlofs enn mjög ójöfn. Konur eru því enn leng- ur fjarverandi af vinnumarkaði eftir barneignir, og staða þeirra á vinnu- markaði markast af því. Viðreisn er byrjuð að hækka hámarksgreiðslur úr fæðingarorlofssjóði með markmiðið að ná 600 þúsundum í lok kjörtíma- bilsins. Liður í því að báðir foreldrar fullnýti fæðingarorlofið er að hækka stuðning við foreldra í fæðingaror- lofi. Konur lenda í fátæktargildrum Þá settu ráðherrar Viðreisnar í gang vinnu við að endurskoða bæði bóta- kerfi almannatrygginga og tekju- skattskerfið. Markmiðið er að fjár- hagslegum stuðningi verði beint í ríkari mæli að lægri tekjuhópum. Þá á að líta á tekjur óháð uppruna þeirra. Þetta á að hamla gegn því að fólk lendi í fátæktargildru þar sem atvinnutekjur skerða bótagreiðslur svo mikið að það borgar sig ekki að vinna. Alltof algengt er að einstæðar mæður séu í slíkri stöðu. Ofbeldi gegn konum þarf að linna En peningar eru ekki allt og laun ekki eina mismununin milli kynja. Kyn- byndið ofbeldi er sennilega skýrasta birtingarmynd þess að jafnrétti hefur ekki náðst. Þingmenn og ráðherrar Viðreisnar lögðu fram frumvarp um að endurskilgreina nauðgun, með því að setja aukna áherslu á samþykki. Staðreyndin er sú að konur eru í langstærstum hluti þolenda kynferðisbrota. Nútímaleg löggjöf um þessi brot er því réttar- bót fyrir konur og á sama tíma sam- félagið allt. En við viljum líka horfa á viðhorf og forvarnir, hvernig við get- um náð því fram að fækka og von- andi útrýma þessum brotum. Við- reisn vill halda áfram vinnu við gerð aðgerðaráætlun gegn ofbeldi. Auka þarf fræðslu og forvarnarstarf um of- beldi, bæta samvinnu og styrkja sam- starf við rannsókn ofbeldismála. Viðreisn er stolt af því að flétta alla sína lista af kynjum og hafa jöfn hlut- föll kynja í oddvitasætum hringinn í kringum landið. Við sýnum viljann í verki og höfum beint kastljósinu að mikilvægi jafnréttismála. Gylfi Ólafsson. Höf. er oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Jafnrétti í verki KOSNIN GAR 2017

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.