Skessuhorn


Skessuhorn - 11.10.2017, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 11.10.2017, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 201722 Nýverið var tekinn grunnur fyr- ir nýju húsi þar sem áður stóð Gils- bakki á Hellissandi. Á þennan grunn á svo að flytja nýtt hús sem hef- ur reyndar verið í byggingu frá því haustið 2012. Að framkvæmdinni standa hjónin Lúðvík Ver Smárason og Anna Þóra Böðvarsdóttir. Að- spurður um hvernig hugmyndin að þessu húsi hafi komið, segir Lúð- vík að það hafi svo sem ekkert verið planað í upphafi hvert hlutverk húss- ins yrði. „Þegar ég lauk námi í bygginga- fræði árið 2010 datt mér í hug að teikna hús og í framhaldi af því fannst mér ég verða að smíða það og hófst byggingin haustið 2012. Framhaldið var ekkert ákveðið, bara að smíða og ákveða svo hvort ætti að selja, leigja eða að við myndum sjálf nýta hús- ið. Ég sagði í gríni við vin minn að ég ætlaði að eyða jafnmiklum tíma í húsið og hann í að spila golf.“ Byggingarstjóri hússins er faðir Lúðvíks, Smári Lúðvíksson og sagði Lúðvík að hann hefði aldrei farið út í þetta verkefni ef hans hefði ekki notið við, ómetanleg hjálp. Föður- bróðir Lúðvíks, Ómar Lúðvíks- son er svo meistari að húsinu. Hef- ur Lúðvík ekkert verið að flýta sér að byggja húsið heldur unnið að því jafnt og þétt með öðru. Hafa þeir feðgar unnið allt sjálfir. Þessa dag- ana er Lúðvík að vinna í grunnin- um og stefnir á að koma húsinu á grunninn fyrir jól. Vonast þau hjón til að hægt verði að taka það í notkun næsta sumar. En hvað stendur til að gera við húsið? Þau segjast ekki vera alveg búin að komast að niðurstöðu um það en eru með margar metn- aðarfullar og skemmtilegar hug- myndir. Þau eru þó búin að ákveða að þetta á að verða fjölnotahús með einhvers konar greiðasölu sem opin verður fyrri hluta dags þar sem hægt er að koma inn, fá sér kaffi og með því, súpu og jafnvel taka með sér prjónana eða aðra handavinnu. Vilja þau reyna að hafa opið allt árið en ætla að láta öðrum stöðum eftir að vera með kvöldopnun. Einnig lang- ar Önnu Þóru að hafa aðstöðu fyrir jóga og ýmis konar námskeiðshald á efri hæðinni enda er hún jógakenn- ari. Eins og áður segir er stefnan sett á að koma húsinu á grunninn fyrir jól og vonast Anna Þóra til að það gangi eftir og að jafnvel verði hægt að hafa smá jólamarkað í húsinu fyrir jól. þa Nýtt hús brátt flutt á lóð Gilsbakka á Hellissandi Lúðvík Ver í grunninum. Húsið stendur nú tilbúið til flutning á lóð Gilsbakka á Hellissandi. Safnahús Borgarfjarðar í Borgar- nesi verður að venju með öflugt menningarstarf í vetur. Á heima- síðu þess kemur fram að dagskrá- in hefst nú í lok október með fyr- irlestrum á sviði arkitektúrs og sagnfræði. „Fimmtudaginn 26. október n.k. flytur Sigursteinn Sigurðsson arkitekt erindi sem hann nefnir „Mannvirkin og sag- an: Húsahönnun í héraði.“ Nokkr- um vikum síðar eða 16. nóvember, verður fyrirlestur Heiðars Lind Hanssonar sagnfræðings á dag- skrá með efni úr sögu Borgarness. Sýningin Tíminn gegnum lins- una mun standa til áramóta, en þar eru sýndar ljósmyndir fjög- urra ljósmyndara sem mynduðu mannlíf og umhverfi í Borgarnesi á 20. öld. Örsýning í minningu Dr. Selmu Jónsdóttur mun einnig standa til áramóta.“ Þá segir í fréttinni að árið 2018 verði viðburðaríkt. „Skal fyrst telja að þá verða opnaðar fjórar list- sýningar í Hallsteinssal. Sýnend- ur eru listakonur úr héraði: Guð- rún Helga Andrésdóttir (janúar), Christina Cotofana (mars), Áslaug Þorvaldsdóttir (apríl) og Steinunn Steinarsdóttir (sept.). Ennfremur verða fyrirlestrar á dagskrá. Guð- rún Bjarnadóttir náttúrufræðingur fjallar um jurtalitun 18. janúar og Már Jónsson sagnfræðingur um Jón Thoroddsen 15. febrúar. Fyr- irlestrarnir eru styrktir af Upp- byggingarsjóði Vesturlands.“ Á sumardaginn fyrsta (19. apríl) kl. 15.00 verða lokatónleikar verk- efnisins Að vera skáld og skapa, sem er samstarfsverkefni Tónlist- arskóla Borgarfjarðar og Safna- húss. Þar vinna nemendur skól- ans að tónsmíðum á grunni valdra texta borgfirskra skálda. Verkefnið er nú haldið í sjötta sinn. Í árslok verður 90 ára afmælis Hvítárbrú- arinnar minnst í samvinnu við Helga Bjarnason blaðamann. Auk ofangreinds verður um ýmis smærri verkefni að ræða s.s. framsetningu fróðleiks um fólk og staði á heimasíðu hússins, þátt- töku á landsvísu í verkefnum inn- an fagsviða s.s. Bókasafnsdegi, Skjaladegi og Safnadegi. Sýningin um Pourquoi-pas strandið (1936) fær að standa enn um sinn og lestrarátakið Sumarlestur verður á sínum stað með tilheyrandi upp- skeruhátíð í ágúst. Grunnsýningar Safnahúss, Börn í 100 ár og Æv- intýri fuglanna eru hönnunarverk Snorra Freys Hilmarssonar. Var sú fyrri opnuð í júní 2008, en sú síðari vorið 2013. Hafa þær báðar fengið góðar umsagnir í erlendum ferðahandbókum. Í Safnahúsi eru fimm söfn starf- rækt og eru þau öll í eigu Borgar- byggðar: Byggðasafn Borgarfjarð- ar, Héraðsbókasafn Borgarfjarðar, Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar, Náttúrugripasafn Borgarfjarðar og Listasafn Borgarness. mm/ Ljósm. Safnahús. Safnahús Borgarfjarðar kynnir starfið framundan Eitt þeirra verkefna sem unnið var að á þessu ári var að flokka og greina steinasafn náttúrusafnsins. Hér eru jarðfræðingar að störfum, Unnur Þorsteinsdóttir (fyrir miðju) ásamt samstarfsmönnum sínum. Talsvert er um heimsóknir á skjalasafnið. Hér rýnir Jóhann á Kálfalæk í pappíra, honum til hægri handar er tengdasonur hans Guðmundur á Skiphyl og fjær sjást Jóhanna Skúladóttir skjalavörður og Ragnheiður Kristófersdóttir á Gilsbakka sem unnið hefur í sjálfboðavinnu í þágu safnanna um margra ára skeið. Frá tónleikunum í verkefninu „Að vera skáld og skapa“ síðastliðið vor. Sýningin Ævintýri fuglanna er sótt af nemendum allra skólastiga.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.