Skessuhorn - 11.10.2017, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2017 25
Sveinbjörn Oddson skrifar grein í
sama blað: „Kári, elsta knattspyrnu-
félag á Akranesi var stofnað 26.
maí 1922, af 10 ungum drengjum
og fljótlega bættust fleiri við. Um-
komuleysi þeirra þá lýsir sér best af
því, að nokkrir drengjanna áttu þess
ekki kost að leggja fram eina krónu
til kaupa á knetti, en hann kostaði 10
krónur. Knöttur var fyrsta takmark-
ið, þá æfingar og lærdómur í reglum
og leikni, og svo keppni við önnur
félög um vinninga“. Síðar skrifar
Sveinbjörn: „Þó held ég að áhugi
Gústafs heitins Ásbjörnssonar hafi
borið af“. Í ávarpi Ólafs Jónssonar
á Bræðraparti, fyrrv. formanns segir
m.a: „Sá félaginn, sem mér er einna
minnisstæðastur, og ég held að hafi
borið hag Kára mest fyrir brjósti,
var vinur minn og skólafélagi, Gúst-
af heitinn Ásbjörnsson frá Völl-
um. Velgengni Kára var eitt af hans
mestu áhugamálum, og átti hann
þau mörg – kannske of mörg“.
Gústaf Ásbjörnsson var fæddur
árið 1908. Hann ólst upp hjá þeim
heiðurshjónum Guðmundi Narfa-
syni og Júlíönu Jónsdóttur á Völl-
um, en þar ólust einnig upp feðg-
arnir Karl Þórðarson og Guðmund-
ur Júlíus Karlsson. Gústi á Völl-
um tók mikinn þátt í félagslífi, var
íþróttamaður, söngmaður og leik-
ari. Eins og áður kom fram var hann
einn af stofnendum Kára og fyrsti
formaður félagsins. Fyrri kona hans
var Olga Benediktsdóttir í Skuld, en
seinni kona Sigríður Sigurðardóttir
frá Útnyrðingsstöðum. Ágúst lést
árið 1944 aðeins 36 ára að aldri.
Knattspyrnufélagið Kári
Þann 26. maí 1922 söfnuðust nokkr-
ir drengir á Akranesi saman í kál-
garðinum við Árnabæ og hófust um-
ræður um hvort ekki mundi mögu-
legt að stofna knattspyrnufélag. Þá
var ekkert formlega stofnað knatt-
spyrnufélag á Akranesi. Var mik-
ill áhugi fyrir málinu og svo fór að
samþykkt var með öllum greiddum
atkvæðum að stofna félagið. Hinir
eiginlegu stofnendur urðu þó ekki
fleiri en tíu og skulu þeir nú taldir
upp, en þeir voru á aldrinum 10 til
15 ára:
Albínus Guðmundsson á Vega-
mótum. Hann var formaður Kára
árið 1924. Albínus var að byrja sjó-
mannsferil sinn þegar hann féll út-
byrðis af m.b. Geir goða og drukkn-
aði árið 1928.
Bjarni I. Bjarnason á Austurvöll-
um. Hann varð síðar málarameistari
og húsvörður í barnaskólanum við
Skólabraut. Kirkjuorganisti í 25 ár.
Gísli Bjarnason á Austurvöllum.
Bjó á Vesturgötu 83 og síðar á Heið-
arbraut 16. Húsasmíðameistari.
Gísli Sigurðsson á Hjarðarbóli.
Átti heima þar og á Suðurgötu 51.
Lærði síðar pípulagnir og var vél-
stjóri við rafstöðina. Sýningarstjóri
við Bíóhöllina frá 1943 til 1980.
Guðmundur P. Bjarnason á Sý-
ruparti. Átti heima þar lengst af. Var
fyrsti gjaldkeri stjórnar Kára. Guð-
mundur var lengst af netagerðar-
maður og fiskmatsmaður.
Guðmundur Sveinbjörnsson; bjó
lengst í Sóleyjartungu og Heiðar-
braut 47. Formaður Kára 1926. Var
um áratugaskeið í forystu íþrótta-
mála á Akranesi. Sat í stjórn KSÍ frá
stofnun árið 1947 í 20 ár. Var sæmd-
ur æðsta heiðursmerki KSÍ og ÍSÍ.
Gústaf Ásbjörnsson á Völlum.
Fyrsti formaður Kára og helsti
frumherji félagsins.
Sighvatur Bjarnason á Austurvöll-
um. Síðar málarameistari. Varafor-
maður Kára í nokkur ár.
Sigurður Helgason í Lykkju; síð-
ast borgarfógeti í Reykjavík.
Sigurjón Sigurðsson í Akbraut.
Síðar vélstjóri og kaupmaður. Fyrsti
ritari stjórnar Kára.
Knattspyrnufélag
Akraness (K.A.)
Knattspyrnufélag Akraness er stofn-
að 9. mars 1924. Upphaflega hét fé-
lagið Knattspyrnufélagið Njörður,
en skipti um nafn eftir þrjú ár, eða
haustið 1927. Stofnendur voru níu
drengir, flestir um fermingaraldur
og fara hér á eftir nöfn þeirra, ásamt
þáverandi heimilisfangi:
Aðalsteinn Árnason í Lindar-
brekku. Síðar húsasmiður og múr-
ari; þá kaupmaður í „Gleri & Máln-
ingu“.
Þorvaldur Ellert Ásmundsson í
Jörfa. Síðar skipstjóri og útgerðar-
maður.
Jón Árnason í Lindarbrekku. Síð-
ar verslunarstjóri og útgerðarstjóri;
bæjarfulltrúi og alþingismaður.
Form. K.A. 1924-1927.
Lárus Árnason í Lindarbrekku.
Síðar málarameistari og afgreiðslu-
maður Akraborgar. Form.K.A. 1935
og 1948.
Magnús Jónsson á Bergsstöðum.
Síðar fisksali í Reykjavík.
Sigurður Einvarðsson á Marbakka.
Síðar sjómaður og bifreiðarstjóri.
Lengi næturvörður á Hótel Sögu.
Tómas Þorvaldsson á Valdastöð-
um. Sjómaður; drukknaði við Teiga-
vör 1939.
Þórður Hjálmsson á Setbergi. Síð-
ar sjómaður og verkstjóri. Stofnaði
Efnalaug Akraness. Framkvæmda-
stjóri Akraborgar. Formaður Sjó-
mannadeildar VLFA; í stjórn ÍA,
formaður Leikfélags Akraness. For-
maður K.A. 1945-47 og 1948 og
fyrsti gjaldkeri.
Þóroddur Oddgeirsson á Sval-
barða. Síðar skipstjóri og bóndi.
Oddviti Skilmannahrepps í mörg ár.
Fyrsti ritari K.A.
Jón Árnason skrifar m.a. í afmæl-
isblað K.A. árið 1949: „Fyrstu erfið-
leikarnir voru fjárhagserfiðleikar. Við
þurftum að kaupa knött og til þess
þurftum við peninga. Fjárframlögin
sem við gátum innt af hendi voru ekki
stór, 25 og mest 50 aurar, en okkur
tókst þó fljótlega að aura saman í
fyrsta knöttinn. Á þessum fyrstu árum
eru æfingarnar aðallega að haustinu
og vetrinum, enda fóru flestir okk-
ar í sveit á sumrin, og sumir jafnvel
snemma á vorin. Engan íþróttavöll
höfðum við þá, en í þess stað höfðum
við kálgarðana og stundum túnbletti.
Voru kálgarðarnir girtir með marg-
földum gaddavír, en það var mjög
óheppilegt upp á endingu knattarins,
enda fór svo að hann sprakk aftur og
aftur, uns blaðran varð ónýt og yfir-
leðrið lélegt.“ Og síðar skrifar Jón:
„Til dæmis voru mörkin oftast þann-
ig að í staðinn fyrir markstengur
voru settir stórir steinar, og var þá
markið kallað gull, og markatalan þá
einnig talin í „gullum“. Kappleikir
voru þá oft á ári við Kára. Fóru þeir
oftast fram inni á Langasandi og síð-
ar á gamla íþróttavellinum, sem var
uppi á söndum, skammt fyrir sunn-
an Hól. Án þess að gera á nokkurn
hátt lítið úr starfi annarra félags-
manna fyrr og síðar, þá er mér óhætt
að fullyrða, að Ólafur Frímann hef-
ur verið okkar mikilvirkasti formað-
ur og félagi, og enginn hefur fórnað
félaginu meiri tíma af starfi sínu en
hann“.
Brautryðjandinn
Axel, nýr völlur og
stuðningsmenn
Ólafur Frímann skrifar m.a. í af-
mælisblað K.A.: „Árið 1933 gangast
félögin K.A. og Kári fyrir því að fá
hingað knattspyrnukennara, og varð
fyrir valinu Axel Andrésson, ágæt-
ur kennari og áhugasamur, og kom
hann góðu skipulagi á allar æfingar
með kennslu sinni og prúðmennsku,
og eiga félögin honum mikið gott
starf að þakka. Axel var fyrsti for-
maður íþróttaráðsins hér, en það var
stofnað 1934, en hlutverk þess var
að vera tengiliður milli félaganna.
Íþróttavöllurinn á Jaðarsbökkum
var vígður 16. júní 1935, og eiga
félagarnir þar mörg dagsverk sem
þeir lögðu fram, sjálfum sér og öðr-
um til nytsemdar og gleði. Á þessum
árum áttu félögin ýmsa góða styrkt-
armenn, sem ýttu undir þá yngri, og
gáfu þeim þrótt til meiri afkasta, og
vil ég nefna Skafta Jónsson, skip-
stjóra sem gaf Akranesbikarinn, Ólaf
Finsen, héraðslækni, sem alltaf var
tilbúinn að rétta okkur hjálparhönd
ef á þurfti að halda og Bjarna Ólafs-
son skipstjóra sem af sínum mikla
áhuga fylgdist með gangi kappleik-
anna, og kom fyrir að hann frest-
aði för sinni úr höfn, ef maður var
á skipi hans sem þurfti að taka þátt
í leikjunum.“
Uppgangur fótboltans
á Akranesi
Eins og sjá má þá var það einvala-
lið ungra drengja sem hóf upp-
gang fótboltans á Akranesi, bæði
þeir sem stunduðu boltann og ekki
síður þeir eldri sem að baki stóðu.
Ekki má gleyma sjálfboðaliðastörf-
unum. Allt unnið af krafti án þess
að peningagreiðsla kæmi á móti,
fyrst með byggingu íþróttavallar-
ins á Jaðarsbökkum 1934 til 1935
sem var stórvirki á sínum tíma. Tíu
árum síðar bundust íþróttafélögin á
Akranesi samtökum um byggingu
stærsta íþróttahúss sem Íslendingar
höfðu byggt, gamla íþróttahússins
við Laugarbraut, sem reyndar var
rifið árið 1996. Það hús var einnig
að mestu unnið í sjálfboðavinnu.
Árangur þessa samstarfs KA og
Kára var eitt mesta gæfuspor sem
stigið hefur verið í íþróttasögu Akra-
ness fyrr og síðar og með tilkomu
hússins skapaðist ekki aðeins frábær
íþróttaaðstaða heldur ekki síður sú
mikla samstaða milli félaganna sem
ekki hefur rofnað síðan.
Ásmundur Ólafsson tók saman
Heimildir:
Meðal annars afmælisrit
Kára og K.A.
Ljósmyndir eru varðveittar á
Héraðsskjalasafni Akraness.
Miðteigur (Guðrúnarkot), fyrsta timbursmíðað íbúðarhús á Skaga og byggt árið 1871. Hallgrímur Jónsson útvegsbóndi
og hreppstjóri lét byggja húsið og markaði smíði þess tímamót á Akranesi, því fram til þess voru torfbæir allsráðandi sem
íbúðarhúsnæði. Húsið var flutt tilsniðið frá Noregi að beiðni Jóns Thoroddsen sýslumanns á Leirá, en ætlun hans var að reisa
húsið þar og þegar byggingarefnið kom á Skaga lést sýslumaður. Hallgrímur keypti efnið og lét reisa húsið á Miðteigi í stað
eldri bæjarhúsa úr torfi og grjóti. Tvíbýli var að jafnaði í húsinu. Á þessu túni kenndi Hallgrímur yngri í Guðrúnarkoti öðrum
strákum að spila fótbolta. Óþekktur ljósmyndari.
Langisandur – baðströnd Akurnesinga. Einn fyrsti æfingavöllur fyrir fótbolta og
aðrar íþróttagreinar. Seinna æfingavöllur KA og Kára og ÍA eftir að liðin höfðu
sameinast. Ljósm. Ólafur Árnason.
Heiðursborgarakjör í Akraneskirkju 1947. Fremst frá vinstri séra Friðrik Frið-
riksson (1868-1961), Guðlaugur Einarsson (1921-1977) bæjarstjóri og Ólafur
Finsen (1867-1958) héraðslæknir. Fyrir aftan frá vinstri séra Sigurjón Guðjónsson
(1901-1995) prófastur í Saurbæ, Ólafur B. Björnsson (1895-1959) forseti bæjar-
stjórnar og séra Jón M Guðjónsson (1905-1994) sóknarprestur. Hér eru þeir séra
Friðrik og Ólafur Finsen kjörnir heiðursborgarar Akranesbæjar. Þeir voru m.a.
báðir miklir velgjörðarmenn knattspyrnunnar á Akranesi. Séra Sigurjón í Saurbæ
vígði Íþróttavöllinn á Jaðarsbökkum 16. júní 1935. Ungir piltar standa heiðurs-
vörð. Lengst til hægri má greinarhöfund Ásmund Ólafsson.
Ljósm. Árni Böðvarsson.
Dómarapróf var tekið í knattspyrnu 16. júní 1933. Fremstir frá vinstri eru Óðinn
S. Geirdal og Lárus Árnason. Miðröð f.v. Andrés Níelsson, Jón Árnason og Jón
Steinsson. Aftastir f.v. Júlíus Þórðarson, Hafliði Stefánsson, Ólafur Bjarnason,
Axel Andrésson kennari, Ólafur Frímann Sigurðsson, Guðjón Einarsson, Halldór
Jónsson og Gústaf Ásbjörnsson. Ljósm. Ólafur Frímann Sigurðsson.
Bakkatún, Deildartún, Böðvarstún og Grundartún. Flaggað í heila stöng við Böðv-
arshús 17. júní 1950. Lambhúsasund, vestri Flös og slippurinn til vinstri; þá sést í
Krókalónið og hús við Deildartún. Útihúsin fremst á mynd voru við Reynistað og
gróðurhúsið við Frón, Vesturgötu 35, þaðan sem myndin er tekin. Kartöflugarðar
prýða myndina.
Ljósm. tók Bjarni Árnason en þær eru samsettar af Þórði H. Ólafssyni.