Skessuhorn


Skessuhorn - 11.10.2017, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 11.10.2017, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 201716 Kristín Þórhallsdóttir frá Lauga- landi í Borgarfirði lærði til dýra- læknis í Kaupmannahöfn og út- skrifaðist árið 2013. Hún hóf að starfa sem dýralæknir 2012, sam- hliða vinnu við lokaverkefni sitt, og hefur starfað undanfarin ár á Dýra- læknamiðstöðinni á Hellu. Á síð- asta ári flutti hún heim á æskuslóð- ir sínar ásamt fjölskyldu sinni og hefur nú opnað stofu á Laugalandi. „Það var alltaf draumurinn að koma heim eftir útskrift og byrja að starfa sem dýralæknir í Borgarfirði. En af því að hér er engin dýralæknamið- stöð þá var í raun það eina í stöð- unni að gerast sjálfstætt starfandi dýralæknir,“ segir hún. Sú varð ein- mitt raunin þegar hún flutti heim í fyrra. „Ég var þá í fæðingarorlofi en byrjaði að starfa sem dýralækn- ir í nóvember í fyrra. Þá var stofan ekki tilbúin, en ég stofnaði rekstur sem heitir Dýralæknirinn Borgar- firði og byrjaði að taka vaktir,“ seg- ir Kristín. Aðspurð segir hún hafa gengið vel það sem af er. „Verk- efnunum er alltaf að fjölga jafnt og þétt. Eftirspurnin eftir minni þjón- ustu hefur verið í samræmi við það sem ég gerði ráð fyrir og heldur meiri upp á síðkastið,“ segir hún. „Það er gaman að geta snúið heim eftir mörg í námi og starfað við sitt fag.“ Á stofunni á Laugalandi getur Kristín framkvæmt allar almenn- ar aðgerðir, svo sem geldingar og ófrjósemisaðgerðir, eyrnahreinsan- ir og allar almennar skoðanir. Að- staðan er samtengd hesthúsinu og því getur hún tekið á móti hestum í „innlögn“ ef þeir þurfa lyfjagjöf daglega eða tíð umbúðaskipti. Fjölbreytt verkefni Viðfangsefni dýralæknis í Borgar- firði eru nánast eins fjölbreytt og tilfellin eru mörg. „Þegar kemur að húsdýrum hef ég nú mest ver- ið kölluð til vegna hrossa og naut- gripa. Það er þetta hefðbundna; júgurbólga, doði og súrdoði í kúm og sár, helti, tannraspanir, orma- og lúsahreinsanir og geldingar hrossa. Einnig hef ég gert töluvert af því að sónarskoða hryssur og kýr. Ég keypti til þess mjög gott þráðlaust sónartæki fyrir stórgripi. Það þýðir að ég get mætt á bæi og sónað bæði hryssur og kýr. Þeir sem hafa nýtt sér þennan kost láta vel af honum,“ segir Kristín. „Síðan fæ ég reglu- lega símtöl frá gæludýraeigendum. Það þarf að bólusetja, gera að sár- um og gera geldingar, bæði á hund- um og köttum, auk þess að sinna öllum almennum veikindum dýra. Samhliða dýralækningum kenn- ir Kristín tvo áfanga við Landbún- aðarháskóla Íslands á Hvanneyri; líffæra- og lífeðlisfræði búfjár og áfanga sem heitir atferli og velferð búfjár. Einnig starfar hún núna sem eftirlitsdýralæknir í Sláturhúsi Vest- urlands í Borgarnesi. „Þar skoða ég alla gripi með tilliti til dýravelferð- ar og sjúkdóma og hef eftirlit með öllu hreinlæti við slátrun. Síðan skoða ég kjötið með tilliti til sjúk- dóma og mengunar og stimpla þá skrokka sem hæfir eru til manneld- is. Það er góð vertíð í þessu núna þegar sauðfjárslátrun stendur sem hæst.“ Aukið samstarf framtíðin Kristín kveðst hins vegar stefna að því að fást alfarið við almenn- ar dýralækningar í framtíðinni. „Markmiðið er að geta lifað ein- göngu á praksís. En það tekur tíma að byggja upp starfsemina,“ seg- ir hún. „Í framtíðinni langar mig að koma á fót dýralæknamiðstöð í Borgarfirði, sambærilega þeirri sem ég starfaði hjá á Hellu. Mér finnst það hafa vantað. Þannig myndi skapast faglegra vinnuum- hverfi fyrir dýralækna á svæðinu og jafnframt myndi það bæta þjónustu við bændur og alla dýraeigendur,“ segir hún. „Þá er alltaf þessi eina stofa sem hægt er að leita til með hvaðeina. Þegar margir dýralækn- ar sameina krafta sína og fjárhag er hægt að kaupa fleiri tæki og annan búnað. Ég sé til dæmis ekki hag í því að kaupa röntgentæki ein, en það væri vel hægt ef nokkrir dýra- læknar væru saman um það. Þar með myndi þjónustustigið hækka,“ útskýrir hún. „Á stofu er hægara um vik að vinna saman í teymi, framkvæma saman flóknari aðgerð- ir, auðveldara að fá álit annars dýra- læknis og deila þekkingunni. Ég tel að þetta sé framtíðin í dýralækning- um,“ segir Kristín. Við dýralækningar á Indlandi Að lokinni útskrift lagði Kristín í mikið ævintýri. Hún ferðaðist til Indlands og starfaði þar sem dýra- læknir í sjálfboðavinnu. „Ég vann í prógrammi sem fólst í því að út- rýma hundaæði á ákveðnu svæði í Indlandi. Það var gert þannig að við eltum uppi götuhunda og föng- uðum þá. Þeir voru bólusettir, gelt- ir og síðan sleppt aftur,“ segir hún. Kristín segir Indlandsdvölina hafa verið mikla reynslu. „Þarna kynntist ég allt öðruvísi samfélagi og menn- ingu og starfaði sem dýralæknir við krefjandi aðstæður. Dýravelferð var töluvert ábótavant á því svæði sem ég var. Við fengum mörg til- felli þar sem hafði verið farið mjög illa með dýr. Þau höfðu verið lengi bundin án vatns eða matar og oft með áverka eftir barefli,“ segir hún. „Einnig voru dýralæknarnir þarna að glíma við alls konar sníkjudýr og aðra smitsjúkdóma sem þekkjast nánast ekki í dýrum á Vesturlönd- um. Síðan önnuðumst við líka villt dýr, eins og antílópur og apa,“ seg- ir hún. Það hefur lengi verið þekkt að kýr eru í hávegum hafðar á sum- um svæðum í Indlandi og eru skör hærra en flestar aðrar skepnur. „Kýr eru heilagar á þessu svæði sem ég var á. Það lýsti sér til dæm- is þannig að þær voru frjálsar ferða sinna og þær má ekki aflífa, sama hvað. Þetta tvennt fór ekki alltaf vel saman, því stundum ráfuðu þær inn á hraðbrautina og í veg fyrir bíla. Ekki kom til greina að aflífa þær, sama þó þær væru fótbrotnar á öllum fjórum og mjög illa haldnar. Það var alveg hræðilegt og ólíkt því sem maður er vanur,“ segir hún. Hóf nám í lyfjafræði og hjúkrun Eftir frásögn af erfiðum aðstæð- um í ólíku landi færist samtalið aft- ur heim til Íslands og upp í Borgar- fjörð. Við sitjum á heimili Kristín- ar að Laugalandi, þar sem hún býr ásamt manni sínum Helga Guð- mundssyni, Patreki syni þeirra og Aroni Frey, stjúpsyni sínum. Í þessu sama húsi ólst Kristín upp, dóttir garðyrkjubændanna Þór- halls Bjarnasonar og Erlu Gunn- laugsdóttur. Þar í sveitinni kvikn- aði áhugi hennar á dýrum og síðan dýralækningum. „Mig hefur langað að verða dýralæknir alveg síðan ég var lítil stelpa. Áhuginn lá alltaf á þessu sviði, mér gekk vel í náttúru- og raungreinum og það ýtti enn frekar undir áhuga minn,“ segir hún. „Ég hins vegar byrjaði í lyfja- fræði í Háskóla Íslands og var síð- an hálfnuð með nám í hjúkrun þeg- ar ég ákvað að breyta yfir í dýra- lækningar. Ég setti það á tímabili fyrir mig að þurfa að flytja til út- landa til að læra. En dýralækning- ar voru alltaf draumurinn og þess vegna ákvað ég á endanum að láta verða af því að læra til dýralæknis,“ segir hún og bætir því við að starfið sé bæði fjölbreytt og skemmtilegt en um leið krefjandi. „Mér finnst bæði skemmtilegast og faglegast að vinna í teymi við aðra, tel að þannig geti maður þroskast og þróast best í þessu starfi,“ segir hún. „Mest krefjandi þáttur starfsins er lík- lega sauðburður að vori. Þá er lít- ið sofið og mikið um næturvitjan- ir. Margir keisaraskurðir og burð- arhjálp, ofan á allt annað sem fylgir vorinu,“ segir Kristín. „Síðan get- ur það auðvitað tekið á þegar dýr slasast eða veikjast skyndilega og er tvísýnt hvort að lifi. Þá þarf að gera eiganda grein fyrir ástandi dýrs- ins og stundum lóga því. Það getur oft reynst eigendunum erfitt, því flestum þykir vænt um dýrin sín, og dýralæknirinn oft einn til stað- ar þegar eigendur ganga í gegnum sorgina sem fylgir því að kveðja dýrið sitt,“ segir Kristín Þórhalls- dóttir dýralæknir að endingu. kgk Kristín Þórhallsdóttir, dýralæknir á Laugalandi: „Var alltaf draumur að koma heim aftur og starfa í Borgarfirði“ Kristín Þórhallsdóttir á stofunni sinni á Laugalandi ásamt tíkinni Kötlu. Kristín með hryssuna sína Von. Aðstaðan á Lauglandi er samtengd hesthúsinu og því getur Kristín tekið á móti hestum í „innlögn“ ef þeir þurfa lyfjagjöf daglega eða tíð umbúðaskipti. Eftir útskrift fór Kristín til Indlands þar sem hún starfaði sem dýralæknir í sjálf- boðavinnu. Hér framkvæmir hún aðgerð á hundi ásamt kollega sínum þar ytra. Ljósm. úr einkasafni Kristínar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.