Skessuhorn


Skessuhorn - 11.10.2017, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 11.10.2017, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2017 19 við þurftum alltaf að vera tilbúin til að grípa allar okkar eigur og hlaupa út í næstu rútu, flugvél, þyrlu eða bíl,” bætir Vera við. Sér um rekstur Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Eins og fram hefur komið gegn- ir Vera nú hlutverki framkvæmda- stjóra Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi en hún tók við því starfi í ágúst 2016. „Starfið mitt í dag snýr mikið að sömu málefnum og þeim sem ég vann að í Líbanon og Sóm- alíu, þó starfið sjálft sé mjög frá- brugðið. Mitt hlutverk er að sjá um allan rekstur félagsins og að hafa yf- irumsjón með öllum þeim verkefn- um sem við erum að vinna að,” segir Vera. „Við vinnum mest með heims- markmið Sameinuðu þjóðanna, sem eru 17 talsins, og flest okkar verk- efni tengjast þeim,” bætir hún við, en upplýsingar um heimsmarkmið- in má finna á vef Félags Semeinuðu þjóðanna á Íslandi. Mikil fræðsla um umhverfismál Aðspurð hvernig venjulegur vinnu- dagur sé í dag segir Vera þá sjaldn- ast vera eins. „Starfið er mjög fjöl- breytt en snýr að mestu um fræðslu. Það er mjög stór hópur fólks sem fær fræðslu frá okkur, allt frá skóla- börnum til ráðherra. Okkar hlut- verk er t.d. að fræða fólk um mikil- vægi þess að vera umhverfisvænn og bera meiri virðingu fyrir umhverf- inu. Við Íslendingar erum miklir umhverfissóðar. Sem dæmi hugsum við lítið um rafmagnið sem við not- um því okkur finnst við ekki þurfa þess, orkan er jú endurnýtanleg. En til að búa til rafmagnið þarf að virkja og það er ekki umhverfisvænt. Þetta er eitt af mörgu sem við Íslending- ar gætum gert betur í umhverfis- málum en við mættum líka minnka matarsóun, endurnýta hluti, vera meðvitaður neytandi og umhverfis- vænni. Einn partur af starfinu er líka að veita alþingismönnum sem sækja Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fræðslu svo þeirra ferð nýtist þeim sem best, bæði svo þeir geti tek- ið inn upplýsingar og gefið af sér,” segir Vera og bætir því við að þó verkefnin séu fjölbreytt og ábyrgð- in mikil henti vinnan einstaklega vel fyrir grasekkju með lítið barn. „Ég get mikið til stjórnað hvar og hve- nær ég vinn mína vinnu, sem hent- ar vel því maðurinn minn býr enn í Líbanon og við eigum saman eina níu mánaða stelpu sem ég þarf líka að sinna. Það koma þó alveg tímar þar sem mikið er að gerast og svo er rólegt inn á milli,” segir Vera. „Ég sakna þess stundum að vinna þar sem ég er í nánari tengslum við fólk- ið og málefnið sjálft en það eru mikil forréttindi að geta flutt til Íslands og alið barnið mitt upp í öruggu um- hverfi,” segir Vera að lokum. arg/ Ljósm. Vera Knútsdóttir Feiminn sómalskur strákur. Hann naut góðs af næringaraðstoð UNICEF. HRINGLAGA SPEGLAR Í ÖLLUM STÆRÐUM OG GERÐUM Krabbameinsfélag Akraness og nágrennis, í samstarfi við Akraneskaupstað, ætlar að mála bæinn bleikan fimmtudaginn 12. október næstkomandi. Bleik stuðningsganga fer frá stjórnsýsluhúsi bæjarins (Stillholti 16-18) kl. 18.30 og gengið verður niður að Akratorgi þar sem stutt dagskrá með tónlistaratriðum, heitu kakói og happadrætti tekur við. Ekki láta þennan viðburð framhjá þér fara! Nánari upplýsingar munu birtast á facebook- síðu Krabbameinsfélagsins og á heimasíðu Akraneskaupstaðar, www.akranes.is. Fimmtudaginn 12. október málum við bæinn bleikan SK ES SU H O R N 2 01 7 SK ES SU H O R N 2 01 7 Laus störf hjá Akraneskaupstað Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar: Grundaskóli Starf umsjónarkennara á miðstigi Leikskólinn Teigasel Starf aðstoðarmatráðs Nánari upplýsingar er að finna á www.akranes.is Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is PISTILL Það er ákveðin gæðastund sem maður á með sjálfum sér á morgn- ana þegar maður setur kaffivél- ina í gang, brúnn vökvinn byrj- ar að renna og dásamlega velkom- inn kaffiilmurinn fyllir loftið. Það er jafnvel alveg spurning hvort er betra svona í morgunsárið, kaffi- lyktin eða fyrsti sopinn. Í morgun stóð ég eftirvæntingar- full og horfði á bollann minn fyll- ast, með vitin full af dásamlegum mólekúlum frá kaffibaunum tínd- um í fjarlægum löndum, og heilinn spratt í gang og byrjaði að mala eins og kaffikvörnin fyrir framan mig. Það sló mig allt í einu hvað það er eitthvað óendanlega ólíklegt að akkúrat ég stæði akkúrat hér fyr- ir framan akkúrat þessa kaffivél á þessari stundu að finna lyktina af akkúrat þessum kaffibaunum. Ég er náttúrulega enginn Stephen Hawk- ing, en stundum finn ég hressilega til smæðar minnar í stóra samheng- inu. Ég meina, hverjar eru líkurnar á því að einhver hellisbúandi for- móðir mín skyldi fyrir 50 þúsund árum lifa nógu lengi til þess að akk- úrat eitt ákveðið egg af öllum henn- ar u.þ.b. 400 eggjum skyldi ferðast niður eggjaleiðarann og hitta þar akkúrat þessa ákveðnu sáðfrumu af öllum skrilljónunum frá forföðurn- um, sem saman urðu svo að næstu formóður eða -föður í keðjunni sem einn daginn leiddi alla leiðina að akkúrat mér!? Hvaða tilviljun varð til þess að akkúrat hún lifði en ekki sú næsta? Eldaði hún kannski bestu mamm- útasúpuna í hellinum og var þar af leiðandi umkringd ástmönnum sem sáu fyrir henni og börnunum henn- ar? Hvað með öll hin 399 eggin sem hefðu getað orðið ég? Væri ég þá kannski bláfátækur kaffitínslumað- ur á kaffiplantekru á Súmötru? Og hvað ef amma gamla með mammút- asúpuna hefði nú skilið hr. mamm- útabrók eftir með krakkana og farið á einhverja hressa uppskeruhátíð í næsta helli? Jafnvel kannski skemmt sér aðeins of vel með töfralækn- inum og snúið aftur með óvæntan laumufarþega næstu 9 mánuðina. Þá væri ég kannski hØj og slank og betri í að segja brandara. Eða, óháð öllum tilviljunarkenndum samrun- um af eggjum og míkróskópískum halakörtum, væri ég jafnvel samt bara ég? Hvernig sem þetta var, þá er ég hérna stödd, eitt egg og ein sáð- fruma (takk mamma og pabbi!) úr stjórnlausum og tilviljunarkenndum óendanleika af frumum fyrri og síð- ari árþúsunda, sniffandi græðgislega af kaffibaunum tíndum af öðrum tilviljanakenndum eggja- og sáð- frumusamruna frá framandi slóð- um sem er alveg jafn ó e n d a n - lega ólík- legt að sé einmitt akkúrat hann. Nema þetta séu svona baunir sem eru tíndar og étnar af apaköttum sem í hægðum sínum gera þær eitthvað fínni og bragðbetri. Og dýrari. Já – einmitt! Og hvað réði því eiginlega að sam- eiginlegir forfeður mínir og þessa apakattar skiptust þannig að ég varð manneskja en hann kaffibaunadrit- andi apaköttur? Já maður spyr sig! Þegar hérna var komið í þanka- ganginum var heilinn kominn á al- gjöran yfirsnúning og annað hvort af tveimur hlutum var að fara að gerast. Annað hvort var ég að fara að sjá einhvern risastóran alheims- sannleika og fá einhverja byltingar- kennda hugmynd á við google eða sjálfræktandi matvæli, eða þá að ég var við það að fara að skera af mér eyrað og mála með því á striga. Með heilann brakandi af álagi und- an stóra samhenginu ákvað ég að draga mig vandlega aftur inn í litla samhengið mitt, eins og snigill inn í kuðung, og drekka bara kaffið mitt sem loksins var tilbúið. Kannski er þetta einmitt mun- urinn á mér og Stephen Hawking – hann lét kaffið bíða og kláraði þankaganginn sinn en ég fór að leita að G-mjólkinni og spá hvað ég ætti að hafa í kvöldmatinn. Formóðir hans hefur sennilega verið ferskara egg en mín og fengið meiri mamm- útasúpu. Tinna Steindórsdóttir Ljósin í Friðarsúlunni í Viðey voru tendruð í ellefta sinn með friðsælli athöfn á fæðingardegi Johns Len- nons síðastliðið mánudagskvöld. Ljósin verða kveikt til 8. desemb- er, en það er dánardagur tónlistar- mannsins. Í tengslum við tendr- unina hefur óskatrjám Yoko Ono, ekkju John Lennons, verið kom- ið fyrir í Listasafni Reykjavíkur, sem er til húsa í Hafnarhúsi, Kjar- valsstöðum og Ásmundarsafni, en auk þess í Viðeyjarnausti, Viðeyj- arstofu og í Ráðhúsi Reykjavíkur. Yoko Ono hefur sett þar textann: ,,Óskaðu þér, skrifaðu óskina nið- ur og settu á tréð, vertu viss um að óskin rætist“. Óskatrén hafa ver- ið hluti af tendruninni og hafa yfir milljón óskir skilað sér á trén. All- ar óskir eru skrifaðar niður, settar á disk og varpað upp í Friðarsúl- una. mm Búið að tendra ljós Friðarsúlunnar Óendanleikinn í hversdagsleikanum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.