Skessuhorn - 11.10.2017, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 201710
Síðastliðinn föstudagsmorgun hófu
landeigendur að Hraunsási II í
Hálsasveit innheimtu bílastæðagjalds
við Hraunfossa. Eins og fram kom í
fréttum Skessuhorns í sumar ætluðu
landeigendur að hefja gjaldtökuna 1.
júlí síðastliðinn en frá því var horf-
ið enda var og er slík innheimta tal-
in stangast á við náttúruverndarlög.
Gjaldtaka inn á friðlýst svæði krefst
leyfis hlutaðeigandi stofnunar, sem
er Umhverfisstofnun. Á föstudags-
morgun hafði verið sett upp skilti við
afleggjarann inn á svæðið og erlend-
ur starfsmaður frá landeigendum hóf
að rukka ferðafólk um bílastæðagjald
frá 1500 krónum fyrir fólksbíl og upp
í 6000 krónur fyrir stærri hópferða-
bíla.
Þeir standa að baki
innheimtunni
Eins og kom fram í frétt Skessuhorns
í lok júní í sumar, þegar upphaflega
stóð til að hefja gjaldtökuna, er mark-
mið eigenda landsins að bæta aðstöðu
á bílastæðum. Fram til þessa hafa
þeir þó ekkert fjármagn lagt í fram-
kvæmdir við bílastæðin en þær alfarið
verið kostaðar af Ríkissjóði í gegnum
Vegagerðina og Umhverfisstofnun.
Eigendur jarðarhlutans Hraunsáss
II eru þrír þekktir fjárfestar sem víða
hafa komið við í viðskiptalífinu á liðn-
um árum. Þetta eru þeir Lárus Blön-
dal hrl. og forseti ÍSÍ, Guðmundur A
Birgisson sem kenndur er við Núpa
í Ölfusi ásamt Aðalsteini Karlssyni.
Þremenningarnir keyptu Hraunsás
II fyrir nokkrum árum og liggur þessi
hluti jarðarinnar að fossunum og nær
m.a. yfir um 90% af núverandi bíla-
stæðum. Fyrirtækið H-fossar ehf.
leigir land Hraunfossa II af þeim Lár-
usi, Guðmundi og Aðalsteini. H-foss-
ar ehf. eru í eigu viðskiptafélaganna
Guðlaugs Magnússonar og Kristjáns
Guðlaugssonar og starfar Hödd Vil-
hjálmsdóttir í umboði þeirra sem fjöl-
miðlafulltrúi. Hödd staðhæfði í sam-
tali við Skessuhorn síðastliðinn föstu-
dag að nú verði innheimtu bílastæða-
gjalds haldið til streitu við Hraun-
fossa, enda túlki Eva B Helgadótt-
ir lögmaður H-fossa að því sé ekk-
ert til fyrirstöðu. Þeir Guðlaugur og
Kristján voru staddir við Hraunfossa
á föstudaginn en vildu ekki ræða við
blaðamann Skessuhorns þegar eft-
ir því var leitað. Þess má geta að þeir
Guðlaugur og Kristján eru jafnframt
nýir eigendur að veitingastaðnum og
versluninni Baulunni í Stafholtstung-
um, keyptu Langaholt ehf. rekstrar-
félag staðarins, og hafa rekið frá 1.
september síðastliðnum.
Ekki í þökk heimamanna
Nokkur bílastæðanna við Hraunfossa
eru í eigu annarra en fyrrgreindra
þremenninga og leigð af Snorra Jó-
hannessyni og fjölskyldu hans sem
reka m.a. veitingastað við fossana og
sjá um hreinlætismál á salernum á
svæðinu. Viðskipti á veitingastaðn-
um snarminnkuðu strax á föstudag-
inn enda sneru margir ferðamenn
frá þegar þeim var gert að greiða fyr-
ir bílastæði. Snorri vill að það komi
skýrt fram að gjaldtaka þessi er ekki á
hans vegum og þar að auki í algjörri
óþökk hans og fjölskyldunnar. Hann
segir lítinn vafa leika á að gjaldheimt-
an standist ekki lög. Hann hafi því
strax á föstudagsmorgun kært gjald-
tökuna til lögreglu og haft samband
við Vegagerðina, sem brást skjótt
við, fór á staðinn og tók niður skilti
sem upplýsti um að bílastæðin væru
gjaldskyld. Vegagerðin og Umhverf-
isstofnun fóru fram á að lögregla
myndi bregðast við og stöðva gjald-
heimtuna enda stæðist hún ekki lög.
Erindi þar að lútandi var samdæg-
urs sent ríkislögreglustjóra, sem brást
ekki við. Gjaldheimtan hélt því áfram
næstu fjóra daga eða þar til síðdegis á
mánudag þegar þær aðstæður höfðu
skapast á vettvangi að Lögreglan á
Vesturlandi sá ástæðu til að bregð-
ast við og stöðva innheimtuaðgerðir
í þágu almannaheillar.
Mikil slysahætta
skapaðist
„Það er ákvörðun lögreglustjórans á
Vesturlandi að verða við beiðni Vega-
gerðarinnar,“ sagði í tilkynningu frá
embættinu síðastliðinn mánudag.
„Þá telur lögreglustjóri að aðstæður
séu til þess fallnar að skapa verulega
hættu við þjóðveginn svo ekki verði
við unað,“ en þar er vísað til þess að
byrjað var að stöðva bíla á þjóðveg-
inum, jafnvel hópferðabíla, og gest-
ir látnir ganga þaðan yfir veginn
og að fossunum til að ekki þyrfti að
greiða í bílastæði. Ein af meðfylgj-
andi myndum sýnir einmitt hvar búið
var að stöðva hópferðabíl í vegkanti
þjóðvegarins og hleypa tugum ferða-
manna út. Blindhæðir eru til beggja
átta og því mat lögregla aðstæður
þannig að slysahætta væri mikil.
Friðlýst svæði og
óleyfileg hindrun
Í tilkynningu sem lögreglan sendi
frá sér síðdegis á mánudaginn segir
að gjaldtaka á vegum einkaaðila hafi
farið fram á vegi að Hraunfossum og
Barnafossi í Hvíta í Borgarfirði en
fossarnir eru friðlýstir sem náttúru-
vætti, sbr. auglýsingu nr. 410/1987
sem gefin var út í menntamálaráðu-
neytinu 2. september 1987 og birt í
B deild Stjórnartíðinda. „Vegagerðin
hefur komið því á framfæri við lög-
reglu, að vegur innan friðlýsta svæð-
isins sé skráður í vegaskrá skv. 1. mgr.
7. gr. vegalaga nr. 80/2007, beri núm-
erið 522-01 og sé tengivegur skv. b-
lið 2. mgr. 8. gr. vegalaga. Vegagerð-
in vísar til þess að þjóðvegir séu opn-
ir almennri umferð skv. 1. mgr. 8.
gr. vegalaga og að Vegagerðin, sem
veghaldari umrædds vegar skv. 13.
gr. vegalaga, hafi ekki veitt heimild
til gjaldtöku fyrir notkun á þessum
vegi.“
Í tilkynningu lögreglu sagði jafn-
framt að Vegagerðin vísi til þess að
gjaldtaka, án heimildar skv. 17. gr.
vegalaga, fyrir notkun vegarins feli
í sér óleyfilega hindrun á umferð
um þjóðveg. „Vegagerðin hefur far-
ið þess á leit að lögreglan gefi þeim
sem standa fyrir slíkri gjaldtöku af
vegfarendum fyrirmæli um að láta
af þeirri háttsemi og framfylgi þeim
fyrirmælum. Samkvæmt 1. mgr. 59.
gr. vegalaga varða brot á lögunum
og reglugerðum, sem settar verða
samkvæmt þeim, sektum nema
þyngri refsing liggi við samkvæmt
öðrum lögum.“
Endurtekinn skaði
Þetta er í annað skipti á árinu sem
umræða um meinta ólöglega inn-
heimtu bílastæðagjalds við Hraun-
fossa kemst í hámæli. Ljóst er að
slíkar aðgerðir valda miklum bein-
um og óbeinum skaða fyrir orðspor
ferðaþjónustu. Ekki einvörðungu að
um skaða sé að ræða fyrir starfsemi
við fossana, heldur um allt héraðið.
Undir þetta taka fjölmargir starfs-
menn í ferðaþjónustufyrirtækjum í
héraði sem Skessuhorn hefur rætt
við á liðnum dögum.
mm
Fjögurra daga meintri ólögmætri
gjaldtöku lauk á mánudaginn
Orðspor ferðaþjónustu í héraðinu laskað eftir atvik síðustu daga
Gljúfrið við Barnafoss og umhverfi þess í haustlitunum um helgina. Ljósm. Þórunn Reykdal.
Margir kenndu í brjósti um unga
manninn frá Litháen sem fékk það
starf hjá H-Fossum ehf. að innheimta
bílastæðagjaldið. Samkvæmt
heimildum Skessuhorns varð hann
sjálfur manna fegnastur síðastliðinn
mánudag þegar lögregla stöðvaði
innheimtuna.
Lögregla ræðir hér við starfsmann H-Fossa á bílastæðunum við Hraunfossa.
Lögregla taldi á mánudaginn að augljós slysahætta hefði skapast þar sem bílum
var lagt utan bílastæðanna, á þjóðveginn. Lögreglustjóri lét síðdegis þann dag
stöðva innheimtu á bílastæðin í þágu almannaheilla.
Þetta skilti fjarlægði Vegagerðin strax
á föstudagsmorgun, eftir að það hafði
um morguninn verið setta á vegvísi.
Gjaldskrá H-Fossa ehf.
Starfsmaður H-Fossa ehf. hóf inn-
heimtu bílastæðagjalds á föstudags-
morgun.