Skessuhorn


Skessuhorn - 11.10.2017, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 11.10.2017, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2017 7 STEFNUMÓT matarframleiðenda & veitingasala Þér er boðið á stefnumót matvælaframleiðenda og veitingahúsa á Vesturlandi 19. október frá kl. 13—16 í Hjálmakletti í Borgarnesi. upplifun á Vesturlandi. svo eitthvað sé nefnt. Einnig fáum við góða gesti sem 19. OKTÓBER 2017 skráning & upplýsingar hjá signy@creatrix.is SÓKNARÁÆTLUN VESTURLANDS Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu stendur fyrir sínum árlega Haust- fagnaði dagana 20. og 21. október næstkomandi. Verður dagskráin með nokkuð hefðbundnu sniði, að sögn Eyjólfs Ingva Bjarnasonar, formanns FSD. „Samkvæmt venju verður sviðaveisla á Laugum í Sælingsdal á föstudagskvöldið, með hagyrðinga- kvöldi og dansleik með hljómsveit- inni Bland á eftir,“ segir Eyjólfur og bætir því við að dúettinn Vandræða- skáld frá Akureyri muni skemmta gestum sviðaveislunnar. „Á laugardeginum verður tíunda Íslandsmeistaramótið í rúningi í Reiðhöllinni í Búðdardal. Þar ætlum við aðeins að bregða út af vananum. Um miðbik keppninnar verður gert hlé þar sem Sirkus Íslands mun koma fram og skemmta gestum og gang- andi. Samhliða rúningskeppninni verða fyrirtæki á svæðinu sem munu kynna sína þjónustu, vera með ýmis tæki og tól til sýnis og fleira slíkt,“ segir hann. Dagskrá Haustfagnaðar lýkur svo með stórdansleik í Dala- búð að kvöldi laugardagsins þar sem hljómsveitin Sóldögg mun leika fyr- ir dansi. „Það er mikil eftirvænting fyrir þessum hátíðarhöldum. Haust- fagnaður er orðinn stórviðuburður á svæðinu, þetta er nokkurs konar árshátíð og uppskeruhátíð sauðfjár- bænda í Dölum og nágrenni. Menn láta ekki deigan síga þó móti blási á öðrum vettvangi og alveg ástæða til þess að lyfta sér upp eina kvöldstund eða tvær,“ segir Eyjólfur að endingu. Auk sviðaveislu, Íslandsmótsins í rúningi og dansleikja eru á dagskrá Haustfagnaðar bæði hrútasýning- ar og grillveisla. Ítarlega dagskrá og upplýsingar um miðapantanir má sjá í auglýsingu hér í Skessuhorni vik- unnar. kgk/ Ljósm. úr safni/sm Haustfagnaður framundan í Dölum „Árshátíð sauðfjárbænda í Dölum og nágrenni“ Íslandsmeistaramótið í rúningi verður haldið í tíunda sinni á Haustfagnaði. Hér má sjá tvo rúningsmenn reyna fyrir sér í keppninni á síðasta ári. Fundur í kjördæmisráði VG í Norðvesturkjördæmi fór fram á Hótel Bjarkalundi í Reykhólasveit á þriðjudag í liðinni viku. Þar var samþykkt tillaga kjörnefndar um framboðslista vegna komandi al- þingiskosninga. Sömu tvö leiða listann; Lilja Rafney Magnúsdótt- ir alþingismaður og Bjarni Jónsson fiskifræðingur, en sú breyting verð- ur frá listanum fyrir ári að Rúnar Gíslason í Borgarnesi færist upp í þriðja sæti og Dagrún Ósk Jóns- dóttir þjóðfræðingur á Hólmavík er í fjórða sæti. mm Lilja Rafney og Bjarni leiða lista VG „Til alls líkleg.“ Brugðið á leik eftir að listinn hafði verið kynntur. F.v. Bjarni, Lilja Rafney, Rúnar og Dagrún Ósk. Framsóknarflokkurinn í Norð- vesturkjördæmi hélt á sunnudag- inn tvöfalt kjördæmisþing á Bif- röst í Borgarfirði. Þar var kosið um hverjir skipa fimm efstu sæti á framboðslista fyrir kosningarnar 28. október nk. Raðað var í önnur sæti listans. Ásmundur Einar Daða- son fv. alþingismaður í Borgarnesi bauð sig einn fram í forystusætið og var kjörinn á fundinum. Í öðru sæti á listanum er Halla Signý Kristjáns- dóttir fjármálastjóri í Bolungarvík, í þriðja sæti Stefán Vagn Stefánsson yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, í fjórða sæti Lilja Rannveig Sigur- geirsdóttir háskólanemi í Bakka- koti og fimmta sæti Guðveig Anna Eyglóardóttir hótelstjóri í Borg- arbyggð. Raðað var í önnur sæti listans. Mikil endurnýjun er því á fram- boðslista flokksins frá síðustu kosn- ingum. Flokkurinn átti á liðnu kjörtímabili tvo þingmenn og höfðu þeir báðir tilkynnt að þeir gæfu ekki kost á sér til endurkjörs. Elsa Lára Arnardóttir tilkynnti það 23. september á kjördæmisþingi en Gunnar Bragi Sveinsson fv. odd- viti flokksins í kjördæminu til átta ára tilkynnti nýverið úrsögn sína úr flokknum og hefur gengið til liðs við Miðflokkinn. mm Ásmundur og Halla Signý leiða lista Framsóknarflokks í NV Fimm efstu á lista Framsóknar í NV kjördæmi. F.v. Guðveig Anna, Ásmundur Einar, Halla Signý, Lilja Rannveig og Stefán Vagn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.