Skessuhorn


Skessuhorn - 11.10.2017, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 11.10.2017, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2017 9 SK ES SU H O R N 2 01 7 HAUSTFAGNAÐUR FSD 20. – 21. OKT. 2017 Föstudagur 20. október Kl. 12:00 Lambhrútasýning og opin fjárhús að Rauðbarðaholti, Hvammssveit. Kl. 19:30 Íþróttahúsið að Laugum í Sælingsdal – Sviðaveisla / Hagyrðingakvöld / Dansleikur Húsið opnar kl. 19:30. Borðhald hefst 20:00. Sviðaveisla samkvæmt venju eins og undanfarin ár. Hagyrðingar verða: Ágúst Marinó Ágústsson, Sauðanesi, Jóhannes Sigfússon, Gunnarsstöðum, Pétur Pétursson, Akureyri og Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Reykjavík. Veislustjóri og stjórnandi verður Karl Ágúst Úlfsson. Að loknu hagyrðingakvöldi munu Vandræðaskáld vera með skemmtiatriði. Um dansleikinn sér hljómsveitin BLAND. 16 ára aldurstakmark er á dansleikinn. * Miðapantanir á sviðaveisluna fara fram hjá Jóni Inga í Þurranesi, helst með tölvupósti, thurranes@gmail.com eða í síma 867-7286 frá 11. október til og með 17. október. Aðgangseyrir er 7.000 kr. Laugardagur 21. október Kl. 10:00 Lambhrútasýning og opin fjárhús að Hlíð í Hörðudal. Kl. 13:00 Reiðhöllin – Nokkur fyrirtæki kynna þjónustu sína og Íslandsmeistaramótið í rúningi. Sirkus Íslands skemmtir í hléi rúningskeppninnar. Kl. 19:00 Grillveisla í Dalabúð og verðlaunaafhending fyrir bestu hrútana. Kl. 00:00 Dansleikur í Dalabúð með hljómsveitinni Sóldögg. Aðgangseyrir er 3.000 kr. *Hótelið á Laugum verður opið í tengslum við sviðaveisluna. Nánari upplýsingar og bókanir eru á laugar@umfi.is. Íbúafundur um atvinnumál og skipu- lagsmál var haldinn í Stykkishólmi á miðvikudaginn í síðustu viku. Fund- urinn var vel sóttur og ekki ann- að að merkja en að gestir hefðu ver- ið ánægðir með þær kynningar sem fluttar voru. Grjótkrabbinn nýtt rándýr í firðinum Atvinnumál voru fyrst á dagskrá fundarins. Jónas P. Jónasson, sér- fræðingur frá Hafró, kynnti rann- sóknir á hörpudiski. Þær voru stund- aðar frá 1970 til 2002 þegar stofn- inn í Breiðafirði hrundi. Undanfar- in ár hafa staðið yfir tilraunaveiðar. Með þeim er ætlunin að fylgjast með því hvernig skeljastofninn bregst við veiðum. Einn fundargesta spurði hvenær veiðar á hörpudiski gætu haf- ist að nýju fyrir alvöru. Sérfræðing- arnir voru varkárir í svörum og sögð- ust helst vilja gera fleiri mælingar og rannsóknir á stofninum. Ekki síst vegna þess að nýtt rándýr er kom- ið í fjörðinn, grjótkrabbinn svokall- aði. Hann er ásamt krossfiski helsti afræninginn á hörpuskel. Töldu þeir því að veiðar gætu ekki hafist á ný fyrr en eftir sjö ár hið minnsta, miðað við það að nýliðun í stofninum verði góð. Verði hún það ekki er viðbúið að bíða þurfi lengur og veiðar gætu jafnvel ekki hafist fyrr en eftir 20 ár. Rætt um nýtingu þangs og þara Næst kynnti Karl Gunnarsson, sér- fræðingur hjá Hafró, rannsóknir á þangi og þara í Breiðafirði. Rann- sókninni var ætlað að meta magn klóþangs í firðinum, skoða endur- vöxt eftir þangskurð og hvaða áhrif skurður hefur á lífríkið. Þá steig Arn- ór Snæbjörnsson, lögfræðingur hjá atvinnuvegaráðuneytinu í pontu og kynnti nýja löggjöf um öflun sjáv- argróðurs í atvinnuskyni. Salurinn spurði þá Karl út í nýtingarmögu- leika þangs og þara úr Breiðafirði í ljósi nýrrar löggjafar um öflun sjávar- gróðurs. Hann svaraði því til að þörf væri á rannsóknum á því hvað gerist til lengri tíma á slegnum svæðum og áhrif þangskurðar á annað líf í vist- kerfinu. Róbert A. Stefánsson, forstöðu- maður Náttúrustofu Vesturlands, fjallaði næst um auðlindanýtingu í Breiðafirði í ljósi þeirra rannsókna sem sérfræðingar Hafró vinna að. Ræddi hann um sjálfbæra nýtingu auðlinda og sagði að vistkerfisrann- sóknir vantaði. Brýnt væri að hefja þær sem fyrst áður en ákvarðanir yrðu teknar um auðlindanýtingu. Nýtt skipulag á teikniborðinu Næsti liður fundarins fjallaði um skipulagsmál. Bæring Bjarnar Jóns- son og Silja Traustadóttir, arkitekt- ar frá GlámaKím, kynntu skipu- lagssvæði bæjarins. Um var að ræða kynningu á aðal- og deiliskipulagi og áformum um byggingarsvæði fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði í Stykkishólmi. Ræddu þau um þörf til endurskoðunar á gildandi deili- skipulagi í ljósi þróunar atvinnulífs og byggðarinnar í Stykkishólmi. Því næst kynntu þau deiliskipu- lag Miðbæjarsvæðisins, sem og ný byggingarsvæði við Vík, Vatnsás og Reitaveg. Að lokum ræddu þau um stækk- un athafnasvæðisins og iðnaðarlóðir á hafnarsvæðinu í Skipavík og síðan skipulag bílastæða í Stykkishólms- höfn vegna vaxandi fjölda ferða- manna og siglinga. sá/kgk/ Ljósm. sá. Vel sóttur fundur um atvinnu- og skipulagsmál í Stykkishólmi Karl Gunnarsson, sérfræðingur hjá Hafró, kynnti rannsóknir á þangi og þara í Breiðafirði. Róbert A. Stefánsson, forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands, flutti erindi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.