Skessuhorn


Skessuhorn - 11.10.2017, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 11.10.2017, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2017 13 Vinsamlegast skráið þátttöku á vef SA: www.sa.is Allir velkomnir – boðið verður upp á kaffi og með því og krassandi umræður. Fundur á Hótel Stykkishólmi, þriðjudaginn 17. október kl. 17-18.30. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA og Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA rýna í stöðu og horfur á vinnumarkaði. Hagvöxtur er mikill, gengi krónunnar sterkt og verðbólga lág en það eru blikur á lofti. ATVINNULÍFIÐ 2018 HAUSTFUNDARÖÐ SAMTAKA ATVINNULÍFSINS UM ÍSLAND Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum Hægt er að sækja um rafrænt í gegnum íbúagátt. Einnig má sækja um á sérstöku umsóknareyðublaði sem finna má á heimasíðu Borgarbyggðar, www.borgarbyggd.is, en þar er einnig að finna úthlutunarreglur sjóðsins. Umsóknir skulu berast Ráðhúsi Borgarbyggðar (borgarbyggd@borgarbyggd.is), Borgarbraut 14, í síðasta lagi miðvikudaginn 25. október nk. Ef umsækjandi óskar eftir að fá gögn endur- send skal hann taka það sérstaklega fram. Nánari upplýsingar veitir Kristján Gíslason, netf. kristjangisla@borgarbyggd.is eða í síma 433-7100. Tilgangur sjóðsins er að efla menn- ingu í Borgarbyggð og er sérstök rækt lögð við grasrót í menningar- lífi. Lögð er áhersla á að styrkja einstaklinga og félagasamtök í Borgarbyggð. Styrkir eru verk- efnatengdir. Umsókninni þarf að fylgja sundurliðuð kostnaðaráætlun fyrir verkefnið ásamt greinargerð. Fyrir árslok þarf að afhenda sjóðs- stjórn stutta skýrslu um nýtingu styrksins. F.h. stjórnar Menningarsjóðs Borgarbyggðar Vilhjálmur Egilsson Meira að segja sólin tekur þátt í bleik- um október eins og sjá má á mynd- inni sem tekin var í morgunsárið einn dag í liðinni viku. Litir sólarinnar þegar hún var að koma upp voru í stíl við bleiku ljósin sem lýsa upp félags- heimilið Klif í Ólafsvík, eins og svo margar byggingar í október. Krabba- meinsfélag Íslands tileinkar október- mánuð baráttu gegn krabbameini hjá konum eins og undanfarin tíu ár. Að þessu sinni rennur söfnunarfé Bleiku slaufunnar í ár til Ráðgjafarþjónustu félagsins með það að markmiði að efla stuðning, fræðslu og ráðgjöf til einstaklinga um allt land sem grein- ast með krabbamein og aðstandend- ur þeirra. þa Sólin sendi samlita geisla á bleikt Klif Síðastliðinn laugardag var sveita- markaður haldinn í félagsheimili Dreyra á Æðarodda við Akranes. Þar mátti sjá ýmsan varning; mat, gjafavöru, handverk og sitthvað fleira. Aðsókn var góð í það minnsta þann tíma sem ljósmyndari Skessu- horns leit við. Að markaðinum stóð Andrea Björnsdóttir í Eystri-Leirár- görðum og fleiri. mm/ Ljósm. ki. Héldu sveitamarkað í Æðarodda

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.