Skessuhorn - 11.10.2017, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 201726
Krossgáta Skessuhorns
Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Auk þess birtum við lausn
á krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á
netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Athugið
að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa
aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut
56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið
verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá
Skessuhorni.
Alls bárust 65 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var:
„Mannfólk.“ Vinningshafi er Birgir Óskarsson, Asparfelli 6, 111 Reykjavík.
Á útlim
Tannar
Fjári
Skjóla
Næði
Ágjöf
Kvakar
Álegg
Skinn
Brakaði
Stífur
Bunga
Mjöður
Hellti
Glóra
Eyða
Korn
Rimi
Áhald
Frelsi
Gruna
4
Snudd
Mælir
Tengi
Rótar
Tíndi
Góður
Skel
Spann
Kanna
Pota
Angaði
Neita
Hælir
Bið
Leikni
Afl
Bætir
Eyja
Litur
Hvíli
2 7 Kúgun
Gumi
For
Far-
angur
Tók
Sam-
þykkir
Fák
Málmur
Sefar
Ójafna
Viðmót
Egna
An
Spil
Hreyf-
ing
Líka
Akkur
Þjálfa
Ósvikið
Tölur
Frá
Leik-
fang
Álit
Stallur
Hár
Ellegar
Merki
Fugl
Temur
Amboð
1 Dýpi
Napur
5
Vantrú
8 Ryk
Hvílum
Til
Rödd
Fyrir
stundu
3
Ís
Féll
Niður
Hæla
Fyrr
Kerra
Svertir
Gestur
Svalla
Áa
Góðar
6 Reim
Gól
Á fæti
Skipar
Flan
Kaðal
Sk.st.
Nuddar
Dropi
Óreiða
Bardagi
1 2 3 4 5 6 7 8
F J Ö L S K Y L D A
Ö G U N O L Í A N
F U N I N A T N I
U R T L A G A S T
M R E I L L I N D I
E F A L A U S T D A L U R L
Ð F A R P U N T D R Ó G
Á M U H A L A U N T Ó E
T R Ú K L Ó D U L A A A R
V A Ð A L Ó U M D O R Ð
O K U L L L Á R R O F I
K R Í A R V A R Ó N
N U S A V A L A K A F
E I R A M A N A R A T A R
Ð K A N N S K Ö R U N G
J Ó K M E I N Á F E N G R
A Ð A M I N N I R U N N A R
A K A R N M A G N A R T
M A N N F Ó L K
L
A
U
S
N
Ú
R
S
ÍÐ
A
S
T
A
B
L
A
Ð
I
Vísnahorn
Nú eru víst að nálgast
kosningar og trúlega rétt
að tala varlega um póli-
tíkina. Maður veit aldrei hvenær ógætileg orð
koma manni í koll. Trúlega réttast að halla sér
að klerkastéttinni núna. Það ætti aldrei að gera
manni annað en gott en Jón Rafnsson orti eftir
einn fróman klerk:
Dyggðir flestar flýði hann
- fáir prestinn grétu -
alls kyns lesti iðka vann
eftir bestu getu.
Kirkjan okkar ræður til sín þjóna að undan-
genginni menntun í mannkærleika og öðrum
nauðsynlegum fræðum. Að sjálfsögðu getur
þó orðið skoðanaágreiningur við sóknarbörn-
in séu þau ekki svo kærleiksrík sem himnalóðs-
arnir en þá getur verið þörf á sáttaumleitunum
að ofan eða semsagt frá biskupnum blessuðum
eða blessaðri eins og á stendur nú til dags. Með-
an stóð á einhverjum tjáskiptum milli klerks og
sóknarbarna kom upp sú hugmynd að klerkur
yrði sendur sem farandprestur til Evrópu. Þá
orti séra Hjálmar Jónsson:
Ég hef á prenti pottþétt gögn
að prestum sé aldrei sparkað
en séu þeir fúlir má salta þá ögn
og senda á Evrópumarkað.
Kannske mætti koma megininntaki trúarinn-
ar fyrir í þessari vísu Hjörleifs Jónssonar á Gils-
bakka:
Banni mæðu- og tregatár
töpuð gæði að finna.
Reyndu að græða særðra sár
svo þau blæði minna.
Þiðrik Þorsteinsson fyrrum bóndi að Háafelli
var um margt merkilegur maður og umtalaður
á sinni tíð. Átti oft í útistöðum við yfirvöld bæði
veraldleg og kirkjunnar. Afburða sláttumaður
og göngumaður með eindæmum. Fór líklega
seinnihluta vetrar, trúlega á hjarni, gangandi frá
Háafelli vestur í Stykkishólm eftir meðulum og
til baka aftur á 25 tímum en þá var þó það nærri
honum gengið að hann sendi strák með með-
ulin nokkrar bæjarleiðir sem eftir voru og hafði
hægt um sig næstu tvo daga. Að Þiðrik látn-
um orti Guðjón á Hermundarstöðum og óvíst
hvort líkræðan hefur verið betri:
Nú er Þiðrik fallinn frá,
fjöldans umtalaður,
af því hann var aldrei sá
undansláttarmaður.
Hirti ekki um þó hærri spil
hrykkju af orðaglettum,
samborgurum sagði til
syndanna á blettum.
Sumra margt í fari fann
fjarri lofi þráðu;
flesta meðalmennsku hann
mældi á lægstu gráðu.
Átök skildi ungur tvenn,
afreks gönguhraður,
vitra orð þar vitna enn:
víkings sláttumaður.
Unni frelsi, engra þræll,
efna varðist sköðum,
einn á meðal sigursæll
i sauðabænda röðum.
Gæðing mörgum skellti á skeið,
skeytti lítt um fetið,
eftir flugtaks ævireið
er hans víða getið.
Væri Þiðrik við vín sem stundum bar við
á mannfundum réðst hann gjarnan á heldri
menn, sem töldust vera, með óbótaskömmum.
Eitt sinn kvað svo rammt að látum hans í Þver-
árrétt að til orða kom að binda hann en þá segir
Daníel nágranni hans á Fróðastöðum: ,,Ég vil
ekki að einn af betri bændum minnar sveitar
sé bundinn“. Ekki dugði það alveg til að drepa
hugmyndina en þá tók Daníel upp vasahníf og
segir: ,,Ef þið bindið Þiðrik fer þessi á bönd-
in“. Var málið þar með úr sögunni. Hvort sem
það var nú í þetta skipti eða annað réðst Þiðrik
líka á Daníel með óbótaskömmum. Þegar hann
þurfti andhlé segir Daníel sem var manna ró-
legastur; „Ef þú værir ekki gestrisinn Þiðrik og
góður sláttumaður veit ég ekki hvað væri hægt
að segja gott um þig“. Allavega virðist Þiðrik
hafa verið áhugamaður og hefði vafalaust get-
að tekið sér í munn vísu Aðalbjörns Péturssonar
frá Hafnardal:
Að vilja er vissasta leiðin.
Að vona er starfsorkan hálf.
Að efast er hörmungaheiðin.
Að hopa er glötunin sjálf.
Löngum verður það svo að eitthvað verður
okkur mótdrægt í lífinu öðru hvoru enda mynd-
um við annars ekki kunna að meta hið jákvæða.
Einar Andrésson í Bólu lýsti þessu svo:
Hörð þó smíði höldum gjöld
harma stríði sægur
öll um síðir kvölda köld
krapahríðardægur.
Jón Mýrdal orti alllangt kvæði um prestinn,
gestinn, óskírða barnið og hvalrekann en þar er
sagt frá presti sem neitaði að fara og skíra nýfætt
barn en varð svo æstur til farar þegar hann frétti
af hvalreka þar sem kirkja hans átti ítak. Hér er
aðeins gripið ofaní þar sem bóndi er að reyna að
koma presti af stað með þeim orðum að barn-
ið sé veikburða og kona hans óski þess að það
verði skírt en prestur svarar:
Verður ill. Þess von til er.
Veika barnið ef að fer
herrans til i himininn.
Hún er skárri gikkurinn.
Ykkur hef ég einatt bent,
uppi i stólnum sveittur kennt
marga ljósa lærdómsgrein:
likt er það og berja i stein.
Glæpaveginn gangið þið,
gleymið öllum kristnum sið,
Að helgum dómum gerið gys,
gangið svo til helvítis.
Já það er greinilega ekki átakalaust að vera
prestur og hefur trúlega aldrei verið. Einhvern
tímann var ort um prest á Skógarströndinni:
Skógstrendingum fénast flest
Fer það eftir vonum.
Gaf oss Drottinn Guðmund prest
-en gjalda verður honum.
Vigfús Runólfsson sem kallaður var læknir þó
ómenntaður væri, enda fékkst hann nokkuð við
lækningar og þótti takast vel, var einnig ágætur
hagyrðingur og orti um Ara á Sýruparti:
Flóðakisu fram togar,
forðast slysahnikki,
og við bisar ýsurnar
Ari á Mysustykki.
Gerðist ys hjá gikkjunum,
þeir góluðu af slysahnykkjunum,
þar var ris á þykkjunum
þeirra á Mysustykkjunum.
Þessi blessuð auðssöfnun hefur nú geng-
ið mönnum misjafnlega enda fáum við víst öll
álíka langa gröf að lokum og gott að hafa í huga
vísur Einars Árnasonar frá Finnsstöðum föður
Höskuldar í Vatnshorni:
Mörgum gerist lífið leitt
þótt lánist auð sér skapa.
Best er að eiga ekki neitt
svo engu sé að tapa.
Með þökk fyrir lesturinn,
Dagbjartur Dagbjartsson
Hrísum, 320 Reykholt
S 435 1189 og 849 2715
dd@simnet.is
Best er að eiga ekki neitt - svo engu sé að tapa