Skessuhorn


Skessuhorn - 18.10.2017, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 18.10.2017, Blaðsíða 1
Séra Elínborg Sturludóttir sóknar- prestur í Stafholti í Borgarfirði var einn fimm umsækjenda um stöðu prests í Dómkirkjunni í Reykjavík, en umsóknarfrestur um stöðuna rann út 14. ágúst síðastliðinn. Þegar kom síðan að vali á presti nýverið reynd- ust ýmsir formgallar á framkvæmd þess sem endaði með því að hlutkesti var látið ráða um hver fengi brauðið. Séra Elínborg telur ýmsa formgalla hafa verið á vali nýs sóknarprests í Dómkirkjunni. Hlutkesti látið ráða og biskup staðfestir það Kjörnefnd á alla jafnan að vera skip- uð ellefu einstaklingum og vara- menn kallaðir til ef aðalmenn eru forfallaðir. Þegar kom að kjör- fundi nýverið mættu hins vegar tíu. Í fyrri hluta kosningar í kjörnefnd- inni hlaut Elínborg fimm atkvæði af tíu, einn skilaði auðu og aðrir tveir umsækjendur skiptu með sér fjór- um atkvæðum. Þannig hlaut Elín- borg helming greiddra atkvæða í fyrstu umferð kosninganna og meira en helming atkvæða þeirra sem tóku afstöðu. Telur hún því að hún hafi verið rétt kjörinn prestur Dómkirkj- unnar. „Við þessa afgreiðslu kjör- nefndar hlaut ég meirihluta greiddra atkvæða og bendi á að í starfsreglum Þjóðkirkjunar er aðeins talað um að sá sem hljóti meirihluta greiddra atkvæða skuli valinn. Í reglunum stendur ekki að það þurfi meiri- hluta viðstaddra kjörmanna,“ segir Elínborg í samtali við Skessuhorn. Kjörnefnd ákvað hins vegar að kjósa að nýju og í síðari umferð kosn- ingar í nefndinni skiptust atkvæði jafnt milli sr. Elínborgar og sr. Evu Bjarkar Valdimarsdóttur. Þá hafi kjörnefndin ákveðið að varpa hlut- kesti þar sem Eva Björk varð hlut- skarpari. Á vef Þjóðkirkjunnar sagði í frétt 11. október síðastliðinn að Agnes M Sigurðardóttir biskup Ís- lands hafi ákveðið að skipa séra Evu Björk í embætti prests frá og með 1. nóvember nk. Annmarkar á starfsreglum Elínborg Sturludóttir telur að framhjá sér hafi verið gengið og að verulegir formgallar hafi verið á málsmeðferð kjörnefndar Dóm- kirkjunnar. Átti hún fund með bisk- upi síðastliðinn föstudag og lagði þar fram formlega kvörtun. Segir hún að biskup hafi á fundinum lýst yfir vilja sínum til þess að leitað verði til óháðs aðila til að fara yfir allar hliðar máls- ins. Elínborg telur framkvæmd þessa á vali á presti ámælisverða. „Það er sjálfsögð krafa að farið sé að stjórn- sýslulögum og að val á nýjum dóm- kirkjupresti standist lög um opin- berar embættisveitingar,“ segir hún í samtali við Skessuhorn. „Ég hafði stuðning meirihluta kjörmanna sem afstöðu tóku í fyrri hluta kosningar og álít að það hafi verið rangt að fara í aðra umferð kjörsins sem endaði síðan með því að hlutkesti var varp- að. Kirkjuþing þarf að mínu áliti að lagfæra gildandi starfsreglur um val og veitingu prestsembætta. Kirkju- þing þarf einnig að skerpa enn frek- ar á þeim forsendum sem matsnefnd- in starfar eftir til að meta hæfi ein- stakra umsækjenda. Eins og þetta er í dag eru forsendur matsnefndar alltof óskýrar sem leiðir til þess að hæfnis- matið er alltof huglægt. Þessu verður að breyta. Kirkjustjórnin þarf að læra af þessu máli og reyna að nýta þessa reynslu til bættra vinnubragða. Mér finnst einfaldlega að biskup hafi flýtt sér allt of mikið að undirrita skipun- arbréf nýs dómkirkjuprests á þeim forsendum sem ég hef hér rakið,“ segir Elínborg og bætir við: „Ef bisk- upi er ljóst að verulegir formgallar hafi verið á málsmeðferð kjörnefnd- ar getur biskup ákveðið að skipa ekki í embættið og auglýsa það einfaldlega að nýju. Það er ótækt fyrir presta- stéttina að það sé ekki hafið yfir all- an vafa að farið sé að lögum og eft- ir settum reglum og öllum formsat- riðum fylgt. Það er Dómkirkjunni í Reykjavík ósamboðið að hrein tilvilj- un ráði því hver hljóti embættið burt- séð frá hæfi þeirra sem sækjast eftir starfinu,“ segir Elínborg. mm FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 42. tbl. 20. árg. 18. október 2017 - kr. 750 í lausasölu Loratadin LYFIS - fæst án lyfseðils Besta bankaappið á Íslandi Samkvæmt könnun MMR Til alþingismanna Tökum upp US Dollar Pétur Geirsson SK ES SU H O R N 2 01 7 Vökudagar á Akranesi 26. okt. – 5. nóv. Nánari upplýsingar um alla viðburði á www.akranes.is Séra Elínborg telur að ekki hafi verið rétt staðið að kjöri dómkirkjuprests Sr. Elínborg Sturludóttir. „Það væri óskandi að nýjar áherslur yrðu ráðandi við gerð næstu búvörusamninga. Að mínu viti þurfum við að líta á bændur í auknum mæli sem vörslumenn landsins. Færa kerfið meira í þá átt að styrkja þá til að hugsa enn betur um landið og tryggja sjálfbæra nýtingu þess, frekar en að greiða bændum fyrir hvert framleitt kíló af kjöti eða líter af mjólk,“ segir Sæmundur Sveinsson settur rektor LbhÍ í viðtali í Skessuhorni í dag. Sjá bls. 20. Ljósm. kgk

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.