Skessuhorn


Skessuhorn - 18.10.2017, Page 6

Skessuhorn - 18.10.2017, Page 6
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 20176 Hreinsa göngin HVALFJ.G: Vegagerðin vek- ur athygli á því að Hvalfjarð- argöng eru lokuð fyrir um- ferð í þrjár nætur í þessari viku vegna viðhalds og hrein- gerningar. Lokað var aðfarar- nótt þriðjudags og miðviku- dags og sömuleiðis aðfarar- nótt fimmtudagsins 19. októ- ber. Lokað er fyrir umferð frá miðnætti til kl. 6 að morgni. „Það er árlegur viðburður í rekstri ganganna að loka þeim í nokkrar nætur að vori og hausti af þessu tilefni. Lokun nú er því hefðbundin ráðstöf- un og beðist er velvirðingar á óþægindum sem hún kann að valda.“ -mm Aðskota- hlutur fannst í Tuborg Classic LANDIÐ: Matvælastofn- un hefur í samráði við Heil- brigðiseftirlit Reykjavíkur og Ölgerðina byrjað innköllun á einni lotu af hálfs líters bjór- dósum vegna aðskotarhlut- ar sem fannst í einni dós. Um er að ræða glerbrot eða hart plast. Í tilkynningu frá Mast segir að eftirfarandi upplýs- ingar auðkenni vöruna sem innköllunin einskorðast við: Tuborg Classic, lotunúmer: 02L17263 002359. Pökkunar- dagur: 20.09.17 og merkt best fyrir: 20.03.18. „Viðskiptavin- um sem hafa keypt vöruna er bent á að neyta hennar ekki og farga eða skila henni til Öl- gerðarinnar eða í næstu versl- un ÁTVR og fá nýja vöru í staðinn. Nánari upplýsingar fást hjá Ölgerðinni. -mm Tíu ára Ugluklettur BORGARNES: Leikskólinn Ugluklettur í Borgarnesi er tíu ára um þessar mundir. Af því tilefni bjóða börnin í skólanum til afmælishátíðar næstkom- andi föstudag frá klukkan 13 til 16. Í boðskorti frá þeim seg- ir: „Velkomin í afmæli Leik- skólans. Ugluklettur á afmæli. Maður verður að vera kurteis, það verða kökur. Við ætlum að gefa ykkur flotta mynd og það verður kaffi og allt. Þetta verð- ur mjög skemmtilegt afmæli, verið þið bara velkomin og gangið inn. Þið verðið að vera í fínum fötum.“ Meðfylgjandi mynd var tekin á vígsludegi Uglukletts 21. október 2007. -mm Haustfagnaður um helgina DALIR: Félag sauðfjár- bænda í Dalasýslu stendur fyrir sínum árlega Haust- fagnaði dagana 20. og 21. október næstkomandi. Verður dagskráin með nokkuð hefðbundnu sniði, að sögn Eyjólfs Ingva Bjarnasonar, formanns FSD. Sviðaveislan árlega verður á Laugum í Sæ- lingsdal að kvöldi föstu- dagsins, með hagyrðinga- kvöldi og dansleik með hljómsveitinni Bland á eft- ir. Tíunda Íslandsmeist- aramótið í rúningi verð- ur aðalviðburður laugar- dagsins, haldið í reiðhöll- inni í Búðardal. Sirkus Ís- lands skemmta gestum og gangandi og ýmis fyr- irtæki munu kynna sína þjónustu. Dagskrá Haust- fagnaðar lýkur síðan með stórdansleik með hljóm- sveitinni Sóldögg í Dala- búð í Búðardal að kvöldi laugardagsins. Haustfagn- aður er orðinn stórvið- uburður á svæðinu, þetta er nokkurs konar árshátíð og uppskeruhátíð sauð- fjárbænda í Dölum og ná- grenni. Menn láta ekki deigan síga þó móti blási á öðrum vettvangi og al- veg ástæða til þess að lyfta sér upp eina kvöldstund eða tvær,“ segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason. Ítarlega dagskrá er að finna á Fa- cebook-síðu Félags sauð- fjárbænda í Dalasýslu. -kgk Menningarhátíðin Vökudagar hefst á Akranesi fimmtudaginn 26. og standa til 5. nóvember. Um er að ræða árlegan viðburð sem hefur notið mikilla vinsælda meðal Skaga- manna og annarra gesta sem sækja bæinn heim. Að sögn Ellu Maríu Gunnarsdóttur, forstöðumanns menningar- og safnamála á Akra- nesi, verður að þessu sinni lögð sér- stök áhersla á barnamenningu. „Þetta er hluti af áhersluverkefni undir Sóknaráætlun Vesturlands á vegum SSV, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. SSV veitir árlega ákveðnum sveitarfélögum á Vestur- landi styrk til barnamenningarhá- tíða ætluðum miðstigum grunn- skólanna og í ár var Bókasafninu á Akranesi veittur styrkurinn. Verk- efnið er unnið með kennurum og nemendum grunnskóla sveitar- félaganna sunnan Skarðsheiðar; Akranesi og Hvalfjarðarsveit. Við ákváðum að flétta þessu verkefni inn í Vökudaga með því að leggja meiri áherslu á fjölskylduna í há- tíðardagskránni,“ segir Ella María. „Í skólunum hefur verið unnið með þetta verkefni undanfarnar vikur þar sem börn í 6. bekk hafa unn- ið ýmis verkefni tengd bókmennt- um og listum. Við munum setja upp þrjár sýningar á Vökudögum þar sem verk barnanna verða sett fram,“ segir Ella María og bætir því við að í ár, eins og í fyrra, sé ætl- unin að þjófstarta hátíðinni með svokölluðum upptakti fyrir Vöku- daga í Akraneskirkju. „Þar munu fjórir organistar, Þeir Jón Bjarna- son, Arnór Vilbergsson, Sveinn Arnar Sæmundsson og Viðar Guð- mundsson, halda tónleika. Þeir ætla að spila skemmtileg dægur- lög og kvikmyndatónlist fyrir alla fjölskylduna. Tónleikarnir hefjast klukkan átta miðvikudaginn 25. október og kostar ekkert inn,“ segir Ella María. Gamlar perlur í bland við nýja viðburði Dagskráin í ár verður með fjöl- breyttu sniði þar sem nýjum við- burðum verður blandað saman við gamlar perlur. „Við verðum með ýmsar skemmtilegar nýjungar í ár. Má þar t.d. nefna hrekkjavöku- dagskrá í Dularfullu búðinni og á Byggðasafninu. Eins og fyrir ári verður kosið til Alþingis á meðan Vökudagar standa yfir, en við von- um að það verði ekki árlegur við- burður,“ segir Ella María og bætir því við að rithöfundakvöld á bóka- safninu verði á sínum stað en það hefur alltaf verið mjög vel sótt. Þá verða tónleikarnir Ungir gamlir einnig á sínum stað en það er ár- legt tónlistarverkefni þar sem ungu tónlistarfólki á Akranesi gefst tæki- færi á að vinna með reyndara fólki. „Þessu verkefni lýkur með tvenn- um tónleikum miðvikudaginn 1. nóvember þar sem Páll Óskar Hjálmtýsson mun koma fram með unga tónlistarfólkinu okkar í ár,“ segir Ella María. „Á dagskrá verða margskonar listasýningar, opin hús og tónleikar, allt frá einleik á píanó upp í popptónleika og kóra.“ Það er gaman að sjá hvað við eigum öfl- ugt ungt listafólk í bænum, þar má t.d. nefna Gróu Dagmar sem ætl- ar að opna sína fyrstu myndlistar- sýningu í Vitanum og Brynjar Mar sem mun opna myndlistarsýningu í Dularfullu búðinni. „Við erum mjög ánægð með þátt- töku bæjarbúa og annarra sem koma að Vökudögum en Skagamenn hafa verið duglegir að mæta á viðburði, taka þátt og standa fyrir viðburð- um. Ég vil bara benda fólki á að ef það vill taka þátt á einhvern hátt er enn hægt að skrá viðburð út þessa viku. Þá er best að gera það annað hvort inni á vef Akraneskaupstaðar eða með því að hafa samband við okkur á Facebook síðu Vökudaga,“ segir Ella María að endingu. arg Vökudagar hefjast á Akranesi í næstu viku Fjórir organistar þjófstarta Vökudögum með upptakti í Akraneskirkju næst- komandi miðvikudagskvöld. „Við ætlum að syngja, spila átthent og jafnvel fara í kapphlaup,“ sögðu þeir í kynningu um væntanlega tónleika. Að þessu sinni verður lögð sérstök áhersla á barnamenningu á Vökudögum.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.