Skessuhorn


Skessuhorn - 18.10.2017, Síða 19

Skessuhorn - 18.10.2017, Síða 19
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2017 19 Skipulagsauglýsingar Deildartunga 3 – tillaga að breytingu á deiliskipulagi Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 161. fundi sínum þann 14. september 2017, samþykkt að auglýsa tillögu að skipulagi: Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Deildartungu 3 frá árinu 2014 sem tekur eingöngu til byggingarreits B. Byggingarreitur B stækkar úr 1280 fermetrum í 6350 fermetra og heildar- byggingarmagn hans eykst úr 500 fermetrum í 1000 fermetra. Tillagan er sett fram á uppdrætti dags. 3. ágúst 2017. Málsmeðferð verði í samræmi við 1. málsgrein 43. greinar Skipulagslaga nr. 123/2010. Selás – tillaga að breytingu á deiliskipulagi Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 162. fundi sínum þann 12. október 2017, samþykkt að auglýsa tillögu að skipulagi: Tillagan felur m.a. í sér breytingu á aðkomu að hluta svæðisins. Lóðamörk og vegir eru í ósam- ræmi við gildandi deiliskipulag sem hefur áhrif á afmörkun svæðisins, því er tilgangur breyt- inganna að samræma gildandi deiliskipulag við núverandi aðstæður. Tillagan er sett fram á uppdrætti dags. 20. ágúst 2014. Tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. greinar Skipu- lagslaga nr. 123/2010. Einkunnir – tillaga að nýju deiliskipulagi Byggðarráð, í umboði sveitarstjórnar, hefur samþykkt á 382. fundi sínum þann 7. júlí 2016 að auglýsa deiliskipulag fyrir fólkvanginn Einkunnir. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags. 1. júlí 2016. Skipulagið verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillagan er sett fram á einum uppdrætti þar sem einnig er greinargerð og felur m.a. í sér að skipuleggja land til útivistar og almenningsnota með áherslu á náttúru. Friðlýsing fólkvangsins Einkunna var staðfest af ráðherra 20. júní 2017, skv. auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Skipulagstillögur liggja frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi, frá 18. október til 30. nóvember 2017 og verða einnig aðgengilegar á heimasíðu Borgarbyggðar, www.borgarbyggd.is. Hverjum þeim aðila sem hagsmuna á að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og berast í síðasta lagi 30. nóvember 2017 í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is. Miðvikudaginn 8. nóvember 2017 milli kl 17:00 og 18:00 verða starfsmenn umhverfis- og skipu- lagssviðs Borgarbyggðar með opið hús í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi þar sem tillögurnar verða kynntar sérstaklega þeim sem þess óska. Flatahverfi – tillaga að nýju deiliskipulagi Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 162. fundi sínum þann 12. október 2017, samþykkt eftirfarandi skipulag: Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að deiliskipulagi Flatahverfis á Hvanneyri. Tillagan er sett fram á uppdrætti dags. 16. júní 2017 og felur m.a. í sér deiliskipulag fyrir íbúðasvæði og leikskóla. Athugasemdafrestur er liðinn og alls bárust athuga- semdir frá þremur aðilum. Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur farið yfir innsendar athugasemdir, svarað þeim og tekið tillit til þeirra. Sveitarstjórn samþykkir óverulega breytingu á tillögu, tvær lóðir verða felldar niður vegna lagnaleiða og svæðið skilgreint sem almennings- og útivistarsvæði. SK ES SU H O R N 2 01 7 Alþjóðlega stuttmyndahátíðin Northern Wave fagnar tíu ára af- mæli sínu helgina 27.-29. októ- ber næstkomandi. Fer hátíðin fram í Frystiklefanum í Rifi. Að sögn Daggar Mósesdóttur, skipuleggj- anda hátíðarinnar, verða að þessu sinni sýndar rúmar sjötíu alþjóð- legar og íslenskar stuttmyndir, ís- lensk tónlistarmyndbönd og blanda af íslenskum og erlendum mynd- bandsverkum. „Hátíðin býður að auki upp á vinnustofu fyrir kvik- myndagerðarfólk sem er að und- irbúa fyrsta verkefni í fullri lengd með fyrirlestrum og ráðgjafafund- um en vinnustofan er unnin í sam- starfi við Wift Nordic og verður haldin í Grundarfirði.“ Northern Wave í samstarfi við albumm.is hafa tilnefnt 14 íslensk tónlistarmyndbönd til verðlauna og skipuleggur hátíðin nú tónleika í tengslum við myndböndin. Nán- ari upplýsingar um vinnustofuna og tónlistarmyndböndin má sjá á heimasíðu hátíðarinnar; http:// www.northernwavefestival.com. „Okkar ástsæla leikkona Edda Björgvinsdóttir og bandaríski kvik- myndaframleiðandinn og leikkon- an Monica Lee Bellais eru heiðurs- gestir hátíðarinnar en laugardaginn 28. október mun fara fram meist- araspjall með þeim stöllum þar sem þær munu ræða ýmis málefni sem við koma kvikmyndagerð, svo sem Harvey Weinstein sem Monica hefur haft mikil kynni af og hvort Hollywood geti eitthvað lært af Ís- landi og öfugt. Monica hefur í ára- raðir starfað með þekktustu stjörn- um Hollywood bæði sem leikkona (The Flinsstone, The Mask, House of cards), handritshöfundur og framleiðandi en síðasta mynd henn- ar sem framleiðandi, Wakefield, skartaði Brian Canston úr Breaking Bad í aðalhlutverki. Monica hefur mikinn áhuga á að tengjast íslenskri kvikmyndagerð og koma íslensku kvikmyndagerðarfólki á framfæri í Bandaríkjunum,“ segir Dögg. Mo- nica og Edda skipa að auki dóm- nefnd hátíðarinnar í ár ásamt hand- ritshöfundinum Ottó Geir Borg. Á laugardagskvöldið 28. október verður haldin hin árlega fiskirétt- akeppni í afmælishátíðarbúningi og verður boðið upp á afmælistertu um daginn. mm Edda Björgvins og Monica Lee Bellais heiðurs- gestir Northern Wave Fyrsta sýning vetrarins var frumsýnd á Söguloftinu í Landnámssetrinu síð- astliðinn laugardag. Að þessu sinni var það rithöfundurinn Vilborg Dav- íðsdóttir sem flutti Auði djúpúðgu – söguna alla. Þarna lýkur Vilborg þrí- leik sínum um Auði djúpúðgu og ævi hennar með frásögn um flótta henn- ar frá Skotlandi til Íslands. Síðasta vetur fór ég með tíu ára dóttur mína á sýninguna Svartagald- ur á Söguloftinu og skemmst er frá því að segja að hún varð heilluð af bæði sýningunni og söguforminu. Ég ákvað því að bjóða henni með mér á Auði djúpúðgu í óvissu um hvort sýn- ingin myndi henta svo ungum áhorf- enda. Þær áhyggjur hurfu fljótt því Vilborg náði á undursamlegan hátt að fanga okkur mægður frá fyrstu mínútu. Sagan af Auði er ævintýraleg og Vilborg kveikir hana lífi með frá- sögn sem fær mann til að trúa því að hún hafi sjálf verið á viðstödd sögu- sviðið. Vilborg tekur mann með sér yfir hafið og aftur til baka. Blóðugir bardagar, baráttan um líf og dauða, ferðalög Auðar og skörungsskapur lifnar við. Lýsingar á persónum og stöðum er sterk og fær mann til að tengjast þeim á örskömmum tíma. Textinn leið áreynslulaust áfram og hvergi voru hnökrar. Augljóst er að Vilborg hefur hrærst með sögu Auðar um langa hríð, en flutningur hennar ber vitni um mikla virðingu fyrir þeim persónum sem koma fyrir og örlögum þeirra. Það er kúnst að geta komið svo yfirgripsmikilli sögu frá sér og haldið áheyrandanum við efnið, en það fórst Vilborgu vel úr hendi. Það einfalda og sígilda form sem haft er við á Söguloftinu, þar sem sögumaðurinn gengur um gólf með ekkert annað í farteskinu en söguna, er sérstaklega heillandi og sú tenging sem myndast við áhorfand- ann hverju sinni. Sýningin Auður djúpúðga – sagan öll hentar fólki á öllum aldri sem hef- ur unun af því að hlusta á góða frá- sögn af einni af merkilegustu pers- ónum landnáms íslands. Um það vorum við mægður sammála. Bestu þakkir fyrir okkur. Guðveig Anna Eyglóardóttir Auður djúpúðga og sagan öll á Söguloftinu Vilborg Davíðsdóttir að lokinni frumsýningu síðastliðið laugardagskvöld. Ljósm. Áslaug Þorvaldsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.