Skessuhorn - 17.01.2018, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 3. tbl. 21. árg. 17. janúar 2018 - kr. 750 í lausasölu
Lúsina burt!
Augndropar!
www.landnam.is - landnam@landnam.is
Sími: 437 1600
föstudagur 20:30 – 22:30
laugardagur 16:00 – 22:30
sunnudagur 14:00 – 16:00
Sýndar verða alþjóðlegar
fræðslu- og heimildamyndir
og kvikmyndir
Sjá nánar á landnam.is
Frítt inn
Borgarnes
Film Festival
á Sögulofti 19. til 21. janúar
Besta bankaappið
á Íslandi
Samkvæmt könnun MMR
BÓNDADAGURINN
Nánar á bls. 7
Áhöfnin á Tryggva Eðvarðs
SH, f.v. Kjartan Haraldsson,
Gylfi Scheving og
Alexander Rodriguez.
Búið er að semja um sölu á mann-
virkjum að Laugum í Sælingsdal í
Dalasýslu, þó ekki hafi enn verið und-
irritaðir samningar. Að sögn Sveins
Pálssonar sveitastjóra var samið um
að selja húseignir á Laugum og eign-
arhlut Dalabyggðar í jörðinni Laug-
um og jörðinni Sælingsdalstungu auk
alls þess sem fylgir þeim eignum, að
undanskildum kaldavatnsréttindum í
Sælingsdalstungu, þar sem vatnsból
er fyrir vatnsveitu Dalabyggðar. „Á
endanum seldum við meira en upp-
haflega var ætlunin, en við töldum
það besta kostinn í stöðunni. Lengi
hefur legið fyrir að byggja íþrótta-
hús og sundlaug í Búðardal og var
tilgangurinn með þessari sölu að fá
handbært fé til að hefja þær fram-
kvæmdir,“ segir Sveinn. Hann bæt-
ir því við að umsamið kaupverðið er
460 milljónir króna.
Síðar í þessum mánuði verður
haldinn íbúafundur þar sem meðal
annars sala eignanna verður kynnt
fyrir íbúum og fjallað um næstu skref.
„Í fjárhagsáætlun, sem samþykkt var í
desember, er gert ráð fyrir byggingu
mannvirkja á árunum 2018-2019 og
næsta skref er því að semja við hönn-
uði að nýja íþróttahúsi,“ segir Sveinn.
Íþróttahúsið verður staðsett á lóð í
grennd við skólann. „Fyrst og fremst
er þetta hugsað sem skólamannvirki
en ég reikna með að þar verði einn-
ig líkamsræktarsalur. Salurinn sem
við höfum nú þegar er á annarri hæð
og ekki aðgengilegur fyrir alla,“ segir
Sveinn.
Aðspurður hvað verði um skóla-
íþróttir og tómstundabúðirnar sem
hafa verið á Laugum segir Sveinn
það að undir nýjum eigendum kom-
ið. „UMFÍ sér um tómstundabúð-
irnar og leigir aðstöðuna á Laugum.
Kaupandi yfirtekur leigusamninginn
sem gildir út skólaárið 2018-2019 og
framhaldið verður á milli nýs eiganda
og UMFÍ. Við höfum nú þegar flutt
skólasund alfarið í litla sundlaug við
Dalabúð í Búðardal en skólaíþrótt-
irnar hafa verið á Laugum yfir kald-
asta tíma ársins, þegar ekki er hægt
að hafa íþróttatímana úti. Það er enn
óráðið hvar íþróttatímarnir verða
þar til nýtt íþróttahús verður tilbúið
en það kæmi til greina að leigja að-
stöðuna á Laugum ef ekki er hægt að
finna tímabundna lausn hér í Búðar-
dal,“ segir Sveinn að endingu.
arg
Búið að semja um sölu á Laugum
Áhöfnin á línubátnum Tryggva Eðvarðs SH frá Rifi hefur að undanförnu
vakið athygli þeirra sem starfa við og hafa áhuga á sjávarútvegi vegna stífrar
sjósóknar og mikils afla á þessari vertíð. Hafa þeir ítrekað verið í efsta sæti í
flokki báta undir 15 tonnum. Fréttaritari Skessuhorns var mættur á bryggj-
una í Ólafsvík í síðustu viku og voru þar hressir og kátir piltarnir á Tryggva
Eðvarðs að þá var að koma í land með 12 tonn á 48 bala. Gylfi Scheving Ás-
björnsson er á sinni fyrstu vertíð sem skipstjóri og segir hann að gott tíðar-
far hafi verið framan af vertíðinni en núna sé brælutíð framundan. Nái því
áhöfnin að hvíla lúin bein. Þrír eru um borð en fimm í landi við beitningu.
„Ég get ekki kvartað unda aflabrögðum,“ segir Gylfi og bætir við að gott
verð hafi verið á fiskmörkuðum og því stefni í flotta vertíð. Hann segir að-
spurður að þeir hafi að mestu haldið sig á heimaslóðum og róið oftast frá
Arnarstapa en þó hafi þeir farið nokkra róðra frá Hólmavík fyrir jól, vegna
slæms veðurs á Breiðafirði, og þar náð í 30 tonn.
„Það sem er af kvótaári erum við komnir með 700 tonn upp úr sjó. Það
munar miklu að Fiskmarkaður Snæfellsbæjar, þar sem við löndum, er opinn
allan sólarhringinn og gerir það okkur kleift að vera óbundnir klukkunni. Við
höfum til dæmis landað tvisvar á dag á Arnarstapa og þaðan er stutt í land svo
því höfum við getað róið stífar. Við löndum og siglum svo út aftur. Þá höfum
við landað hátt í 20 tonnum í einu, en það gerðist í síðustu viku,“ segir Gylfi
kampakátur að venju.
af