Skessuhorn


Skessuhorn - 17.01.2018, Side 13

Skessuhorn - 17.01.2018, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 17. jANúAR 2018 13 Einkunnarorð sveitarfélagsins eru jákvæðni, metnaður og víðsýni. Akraneskaupstaður er ört vaxandi bæjarfélag með rúmlega sjö þúsund íbúa. Mikil áhersla er lögð á góða þjónustu við bæjarbúa og fagleg vinnubrögð í stjórnsýslunni. Akraneskaupstaður auglýsir nýjar fjölbýlishúsalóðir í Skógar- hver 1. áfanga og einnar hæðar par- eða raðhúsalóðir Skógarhver 2. áfanga lausar til umsóknar. Um að ræða 12 fjölbýlishúsalóðir við Asparskóga sem tilheyra Skógahver 1. áfanga og 29 einnar hæðar par- eða raðhúsalóðir við Álfalund og Akralund sem tilheyra Skógarhver 2. áfanga. Lóðirnar eru þegar byggingarhæfar. Um auglýsingu og úthlutun lóða gilda reglur Akraneskaup- staðar frá árinu 2015 en auglýsa skal nýjar lóðir sérstaklega með 2ja vikna umsóknarfresti að lágmarki og fer úthlutun fram samkvæmt vinnureglum ef eiri en einn sækir um hverja lóð. Umsóknareyðublöð, lóðarblöð, gjaldskrár, skipulags- og byggingaskilmálar og aðrar upplýsingar er að nna á vefsíðunni www.akranes.is/nyjarlodir Umsóknarfrestur er til og með 7. febrúar 2018. Akraneskaupstaður auglýsir nýjar lóðir til úthlutunar Hljóðsokkar á stóla Verð 862 kr. stykkið (Þrír litir) Leitið tilboða í stærri kaup www.stalidjan.is Stáliðjan ehf - Smiðjuvegi 5, 200 Kópavogi - Sími 564 5885 - www.stalidjan.is Dempar hljóð um allt að 18dB. Minnkar slit á gólfi . Má þvo í þvottavél. Mjög létt að setja á og taka af. Bráðnauðsynlegt í skóla, mötuneyti og allstaðar þar sem að fjölmenni kemur saman. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Kvöldið fyrir gamlársdag stöðvaði Lögreglan á Vesturlandi við reglu- bundið eftirlit bifreið á leið norð- ur Vesturlandsveg. Var ökumað- ur bifreiðarinnar, að sögn lögreglu, greinilega undir áhrifum fíkniefna og var því handtekinn og færður á lögreglustöð ásamt farþega. Við leit í bifreiðinni, á ökumanni og farþega, fannst mikið magn af fíkniefnum. Alls fundust 98 e-töflur, ætlað am- fetamín, nokkuð magna af kannabis- efnum og eitthvað af öðrum efnum sem eru til frekari rannsóknar. Einn- ig fundust hnífar og exi í bifreiðinni. Er málið til rannsóknar en grunur er um að efnin hafi átt að selja á Norð- urlandi. mm/ Ljósm. LVL. Fundu mikið magn fíkni- efna í bíl á norðurleið Grunnskóli Snæfellsbæjar tekur þátt í þróunarverkefninu Hreint haf - ungt fólk gegn plastmengun í hafi í samstarfi við Landvernd. Fulltrú- ar frá Landvernd komu í heimsókn í skólann í síðustu viku þar sem verkefnið var kynnt á öllum starfs- stöðvum skólans ásamt því að fram fór fræðsla og verkefnavinna. Efnið mun svo verða öllum aðgengilegt á heimasíðu Landverndar. þa Taka þátt í þróunarverkefninu Hreint haf Akurnesingar þurftu að játa sig sigr- aða fyrir Dalvíkurbyggð þegar lið sveitarfélaganna mættust í útsvari, spurningakeppni sveitarfélaganna á RúV, síðastliðið föstudagskvöld. Lið Akraness hefur því lokið þátt- töku í keppninni að þessu sinni. Eftir jafna viðureign framan af tók lið Dalvíkurbyggðar að síga fram úr í valflokkaspurningun- um um miðjan þátt. Í stóru spurn- ingunum í lok þáttar var lukk- an ekki með Akurnesingum í liði en mótherjarnir fóru á kostum og gerðu út um viðureignina. Fór svo að lokum að Dalvíkurbyggð sigraði með 84 stigum gegn 46 stigum Ak- urnesinga. Lið Akurnesinga var sem fyrr Akranes tapaði í Útsvari skipað Gerði jóhönnu jóhanns- dóttur, Vilborgu Þórunni Guð- bjartsdóttur og Erni Arnarsyni. kgk

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.