Skessuhorn


Skessuhorn - 17.01.2018, Síða 16

Skessuhorn - 17.01.2018, Síða 16
MIÐVIKUDAGUR 17. jANúAR 201816 Árbær við Reykjavík var allt fram undir miðja tuttugustu öldina rótgróin bújörð. Þar var lengi án- ingarstaður fólks á leið til og frá Reykjavík, þéttbýlis sem þá var að vaxa og verða kauptún og enn síð- ar borg. Í Árbæ áðu til dæmis oft bændur á leið sinni með fé sitt til slátrunar í Reykjavík. Þótt nú sé Ár- bær inni í miðju því sem kallast höf- uðborgarsvæðið var hann fyrr á tíð svo langt frá þéttbýli Reykjavíkur að þar þótti ástæða til að hafa nætur- dvöl. Býlið í Árbæ fór í eyði undir 1950. Það mun svo hafa verið árið 1957 að bæjarráð Reykjavíkur sam- þykkti að þar skyldi gamli bærinn endurbyggður og komið upp safni gamalla húsa sem hefðu menning- arsögulegt varðveislugildi. Í hópi íbúa í gamla Árbæ undir lok búskap- ar þar er Þorbjörg Svava Auðuns- dóttir. Svava er nú á nítugasta ald- ursári, en hún hefur alið manninn í Reykholtsdal í Borgarfirði frá því um miðja síðustu öld lengst af á ný- býli sem hún og eiginmaður hennar, jakob Magnússon frá Snældubeins- stöðum, stofnuðu á sjötta áratugn- um. jakob féll frá 2005 en Svava býr enn í Samtúni ásamt Magnúsi elsta barni þeirra hjóna. Blaðamað- ur Skessuhorns fékk að setjast niður með Svövu í Samtúni og við byrjum á að rifja upp bernskuárin í Árbæ. Þurftu passa til að komast í Árbæ „Ég átti heima í Árbæ fimm fyrstu árin mín, eða til ársins 1933. Móð- ir mín Margrét Eyleif Bjarnadótt- ir hafði að nokkru leyti alist upp í Árbæ en gerðist síðan starfsstúlka á bænum hjá frændfólki sínu. For- eldrar mínir bjuggu aldrei saman og ég er eina barn mömmu. Pabbi var sjö árum yngri en hún og foreldr- ar mínir bjuggu aldrei saman. Lík- lega hefur það þótt svona „tabú,“ eins og það er kallað í dag, að þau myndu rugla saman reitum. Pabbi var verkamaður og síðar leigubíls- stjóri og honum kynnist ég ekki vel fyrr en ég var komin á fullorðinsár. Hann giftist síðar og átti eina dótt- ur; Sigríði Láru. Eftir að þessi hálf- systir mín flutti til Kanada og móð- ir hennar lést flutti faðir minn til okkur í Samtún og bjó þar síðustu æviárin. Þá fyrst kynntist ég honum eitthvað að ráði og er þakklát fyrir það, enda var hann vænsti karl,“ seg- ir Svava. „Mamma mín heitir einmitt eft- ir gömlu hjónunum í Árbæ, þeim Margréti og Eyleifi,“ heldur Svava áfram. „Hún fer svo í vinnumennsku til þeirra þegar ég var stelpuhnokki. Ég man nú ekki nema óljóst eftir þessum árum, enda bara barn. Man þó að við mamma sváfum undir súð í gamla bænum. Það var þónokkuð mannmargt í Árbæ. Þangað komu til dæmis bændur utan af landi oft rek- andi fé áleiðis í sláturhús í þéttbýlinu Reykjavík. Þá vék vinnufólk úr fleti til að gestirnir fengju góðan svefn- stað. Mér er einnig minnisstætt að mikið var haft fyrir gestum alla tíð á þessum bæ og þeir voru margir sem þarna komu við. Allt var náttúrlega heimabakað og reynt að gera eins vel við gestina og framast var unnt. Búskapur á bænum var þó ekki mik- ill. Nokkrar kindur, tvær kýr og einn eða tveir hestar. En þessar minn- ingar mínar ná einungis til þess tíma að ég er fimm ára. Þá flytjum við mamma til Reykjavíkur, að Frakka- stíg 26A og hún gerist vinnukona í bæ sem þá var óðum að stækka úr þorpi í kaupstað. Í stríðinu eftir að Bretar höfðu hernumið Reykjavík man ég að við þurftum passa til að komast í heimsókn til þeirra í sveit- inni uppi í Árbæ,“ rifjar Svava upp. Þykir vænt um gömlu húsin Svava segist hafa farið nokkrum sinn- um að Árbæ í seinni tíð eftir að jörð- in komst í eigu borgarinnar og þar tók að rísa myndarleg þyrping gam- alla húsa. „Mér finnst ósköp hreint gaman að koma að Árbæ og notalegt að sjá hversu vel húsunum þar er haldið við. Meðal annars hef ég farið þangað með dótturdóttur minni sem ég ól upp. Hennar fyrsta barn skírði hún Auði Eyleif, eftir langafa sínum og Eyleifi gömlu í Árbæ. Nafngift sem ber virðingu fyrir rótunum sem þær eru sprottnar úr,“ segir Svava. Í sögu Árbæjarsafns má lesa að það stóð tæpt með að næðist að bjarga gömlu bæjarhúsunum áður en þau yrðu eyðileggingu að bráð. Eftir að jörðin fór í eyði fóru húsin fljótt að láta á sjá sökum veðurs og vinda en ekki síst vegna skemmdarverka. Sú þróun var hins vegar stöðvuð 1957 þegar bæjarráð Reykjavíkur ákvað að endurbyggja gamla Árbæ og koma þar upp safni, eins og áður segir. „Hringdu bara í hann pabba þinn“ Svava var sem barn og unglingur hænd að móður sinni sem ól hana upp ein. Hún kveðst beinlínis hafa verið smeik við að vera send í sveit til vinnumennsku eins og algengt var í þá daga. Hún lét sig þó hafa það og fór meðal annars að Brúsastöð- um. Þegar henni leiddist, og fékk leyfi til bæjarheimsóknar til móður sinnar, sagði mamma hennar stúlk- unni að hringja bara í hann föð- ur sinn. Það kom Svövu á óvart því fram að því hafði þá aldrei fengist að kynnast honum. „Pabbi kom samt og sótti mig að Brúsastöðum og ég kynnist honum lítillega,“ segir Svava Eftir unglingsárin afréð hún svo að ráða sig til starfa að Kleppjárnreykj- um. Hún fór að vinna á Hælinu, eins og það var þá kallað. Hælið var stórt þrílyft hús sem þar hafði verið byggt fyrr á öldinni. Nokkrum árum áður en Svava fór að Kleppjárnsreykjum höfðu eins og frægt er orðið svokall- aðar vandræðastúlkur verið vistaðar í þessu húsi. Ungar konur sem gert höfðu sér dælla við breska hermenn en þóknaðist löggæsluyfirvöldum þar í bæ. Það mun því hafa verið ákvörðun þessara yfirvalda að senda stúlkur í hálfgerða einangrunarvist í Borgarfjörð. En eftir að stríðinu lauk breyttist hlutverk hússins og byrj- að var að vista þar þroskaheft börn og unglinga og fékk húsið þá þetta neikvæða viðurnefni. Börnin voru á Kleppjárnsreykjum allt þar til Kópa- vogshælið var tekið í notkun 1952. Það var til umönnunar þessara barna á Kleppjárnsreykjum sem Svava réði sig til starfa sautján ára. „Ég ákvað að láta reyna á þetta og vann þarna um tíma. Strákarnir voru hafðir í kjall- aranum, stúlkurnar á miðhæðinni en starfsfólkið bjó á loftinu. Sjálf var ég reyndar viss um að ég myndi aldrei ílengjast í sveitinni, en það átti eftir að breytast.“ Fór að lengja í mjólkurferðunum Hluti af starfi Svövu var að sækja mjólk á næsta bæ. Á Snældubeins- stöðum kynntist hún svo elsta syn- inum á bænum, jakobi Magnússyni, og áttu þau eftir að rugla saman reit- um. „já, það fór að togast úr þess- um mjólkurferðum mínum upp að Snældu,“ segir Svava og brosir við endurminninguna. „Örlögin hög- uðu því þannig til að ég sem hélt að myndi aldrei tolla í sveit, hef ekki farið þaðan síðan. Hér líður mér vel og vil hvergi annarsstaðar vera.“ Fyrstu búskaparárin bjuggu Svava og jakob á Snældubeinsstöðum í fé- lagi með foreldrum jakobs, þeim Magnúsi og Sveinsínu. Á Snældu- beinsstöðum fæðast tvö fyrri börn þeirra; Magnús og Margrét, en Sveinsína Erla og Guðrún, sem nú er látin, í nýja húsinu í Samtúni sem þau jakob og Svava byggðu neðan við bæinn. Túnunum og úthaganum var skipt milli þeirra Helga bróður jakobs sem hóf búskap á Snældu- beinsstöðum ásamt Ragnhildi Gests- dóttur konu sinni. Búskapurinn var blandaður eins og þá tíðkaðist víða til sveita. Fjós fyrir allt að 24 kýr var sameiginlegt með bæjunum og síðan voru kindur og hross. „jakob vann hins vegar nær alla sína tíð meðfram búinu en hann var lærður múrari. Vann mikið við þá iðn og var eftir- sóttur til verka enda harðduglegur. Meðal annars var hann mörg ár að múra í Loftorku í Borgarnesi en auk þess víða um land,“ segir Svava. Sjálf vann hún aldrei utan búsins, heldur sá um barnauppeldið, heimilið og bústörfin. Auk barna sinna ólu þau upp eina dótturdóttur sem nú býr ásamt fjölskyldu sinni í húsi á lóð úr Samtúnslandi. Þvottahús sveitarinnar í túnjaðrinum Eftir miðja síðustu öld beittu sveit- ungar í Reykholtsdal sér fyrir því að Átti sín fyrstu ár í Árbæ sem síðar varð vísir að byggðasafni Reykvíkinga -Rætt við Svövu Auðunsdóttur húsfreyju í Samtúni í Borgarfirði Svava Auðunsdóttir í Samtúni. Burstabærinn í Árbæ nokkru eftir að Svava bjó þar ásamt móður sinni. Ljósm. óþekktur. Jakob og Svava í Samtúni með frumburðinn sinn, Magnús. Ljósm. úr einkasafni. Gamla húsið á Kleppjárnsreykjum, þjónaði ólíkum hlutverkum og var jafnvel kallað Hælið. Þangað réði Svava sig til starfa þegar þroskaheft börn og unglingar áttu þar dvalarstað. Ljósm. est.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.