Skessuhorn


Skessuhorn - 17.01.2018, Page 17

Skessuhorn - 17.01.2018, Page 17
MIÐVIKUDAGUR 17. jANúAR 2018 17 þvottahús var byggt á lóð skammt frá Snældubeinsstöðum og Sam- túni, stutt frá hvernum. Þangað kom fólk úr sveitinni og gat í góð- um tækjakosti þvegið stórþvotta af heimilunum. Svava í Samtúni sá um lyklana að þvottahúsinu og að- stoðaði konur úr sveitinni eins og þurfti. „Þetta var afskaplega þakk- lát þjónusta sérstaklega þar sem heimilin voru mannmörg og mikl- ir þvottar. Þetta var náttúrlega fyrir tíma heimilis þvottavélanna. Hver bær fékk úthlutað þvottadegi hálfs- mánaðarlega og gat þvegið í tveim- ur stórum þvottavélum og þurrkað svo í sérstöku þurrkherbergi. Þá var einnig strauvél þannig að oft tóku konurnar með sér heim mikinn þvott hreinan og samanbrotinn, til- búinn í skápana. Þetta var gríðar- lega þægilegt í þá daga og góð að- staða.“ Skólinn í næsta nágrenni Eftir að hætt var að kenna börnum í Ásgarði var farið að byggja nýjan grunnskóla á Kleppjárnreykjum, í nokkur hundruð metra fjarlægð frá bæjarhúsunum á Snæfeldubeins- stöðum og Samtúni. Hrepparnir í uppsveitum Borgarfjarðar stóðu að framkvæmdum. Meðan á bygg- ingu skólans stóð mæddi talsvert á nágrönnum og margir sem lögðu þessa stóra verkefni lið með ein- um eða öðrum hætti. Svava segir að hún hafi meðal annars haft iðnað- armenn í fæði og húsnæði um tíma en auk þess var byrjað að kenna börnum í stofunni þeirra í Samtúni áður en hægt var að taka nýja skóla- húsið í notkun. „Það var því kennt hér um tíma, í stofunni hjá okkur jakobi. Þá vorum við einnig með nokkra stráka úr Hálsasveit í hús- næði til að byrja með, en heimavist við skólann var byggð síðar. Það var stutt á milli og eftir að heimavist- in reis man ég að stelpurnar mín- ar fóru og hjálpuðu litlum stúlkum úr héraðinu að setja utan um rúmin sín og svoleiðis. Þessar litlu stelpur voru að fara í fyrsta skipti að heiman frá sér og voru kannski dálítið litl- ar í sér,“ rifjar Svava upp. Hún við- urkennir að vinnudagarnir hafi oft verið langir og rifjar upp að stund- um hafi hún bakað á nóttunni. „Þá var bestur friður til þess, þegar aðr- ir voru gengnir til náða.“ Nóg kjet og mjólk Svava segist ekki hafa tölu yfir þann fjölda barna sem til hennar og jak- obs voru send til sumardvalar eins og tíðkaðist alla síðustu öld. Af miklum fjölda má nefna ungan mann sem margir lesendur þekkja, jakob Svav- ar Sigurðsson, tamningamann og einn fremsta knapa landsins. Hann var mörg ár í sveit hjá afa sínum og ömmu í Samtúni, fólkinu sem hann heitir eftir. „Við vorum í gegnum tíðina með svona fimm stráka í sveit í einu og margir þeirra hafa haldið tryggð við okkur eftir það og sýnt mér ræktarsemi. Foreldrar þessara barna voru vissulega dálítið ákveðn- ir og sumir kannski ýtnir þegar þeir vildu koma börnum sínum til okk- ar. Sögðu að það væri til nóg kjöt og nóg mjólk og því gætum við vel bætt við okkur einum munni til að metta. Auðvitað voru þessi börn sem send voru til sumardvalar látin gera gagn og langoftast munaði um hjálp þeirra. Þau voru matvinnung- ar eins og það var kallað. jakob var oft á þessum árum útivinnandi og mig munaði um alla aðstoð, eins og í sauðburði þegar látið var bera úti, eða á öðrum álagstímum. En ef þessi börn fengu nægan svefn og nóg að borða þá leið þeim vel. Það þurfti engum að leiðast.“ En tími sumardvalarbarna leið með aukinni tækni, árin færðust yfir ábúendur og búskaparhættir tóku að breytast, líkt og víðast hvar til sveita. Þegar jakob og Svava voru komin á fullorðinsár var skepnum fækk- að. Þau byrjuðu á að fækka kúnum en Svava segist þó áfram hafa viljað halda nokkrar kýr eins lengi og hún réði við. Hún segist síðast hafa verið með fimm kýr í fjósi sem hún hugs- aði alfarið um sjálf. „Kýrnar voru vinir mínir og mér þótti afskaplega vænt um þær alla tíð. Við héldum hins vegar áfram að hafa kindur og Magnús sonur minn er ennþá bú- andi þótt hann sé nú orðinn sjötug- ur og ég að verða níræð, kerlingin. En hér vil ég vera eins lengi og ég mögulega get. Mér hefur sko liðið vel,“ segir Svava í Samtúni að end- ingu. mm Mark Zuckerberg stofnandi og eig- andi samskiptasíðunnar Facebook ritaði síðastliðinn fimmtudag pist- il um veigamiklar breytingar sem nú stendur til að gera á samskipta- síðunni. Hann segir megin tilgang breytinganna að stuðla að því að fólk verji sem best tíma sínum á Fa- cebook. Án þess að segja það ber- um orðum, er ástæðan sú að ungt fólk sérstaklega ver sífellt minni tíma á Facebook en það gerði. Zu- cerberg segir að markmið Facebo- ok frá upphafi hafi verið að tengja saman fólk sem væri annt hvort um annað og gefur í skyn að markaðs- væðingin hafi nú gengið of langt. Í því sambandi nægir að skrolla niður hefðbundna Facebook síðu einstak- lings til að sjá að meginhluti þess sem þar er að finna er ýmist kostuð umfjöllun eða beinar auglýsingar. Zuckerberg viðurkennir að nú hafi notkun síðunnar þróast með þeim hætti að fyrirtæki, stofnanir, félög og fjölmiðlar hafi yfirtekið miðilinn og hrakið þaðan burt fólk sem kærir sig ekki um sífellt áreiti auglýsinga og áreitis frá þeim. Aðr- ar upplýsingar og þá persónulegri drukkna í áreiti markaðsaflanna. Byggt á þessum upplýsingum hefur Facebook nú ákveðið að gera meiriháttar breytingar á samskipta- síðunni. Draga mun úr vægi þess að fyrirtæki, stofnanir og fjölmiðlar geti deilt fréttum og kynningarefni og í raun yfirtekið síður almenn- ings á kostnað persónulegra sam- skipta sem fólk vill hafa við vini, ættingja og hópa sem það sjálft vel- ur þátttöku í. Kynningarefni frá fyrirtækjum verður innan tíðar að- eins sýnilegt í afmörkuðum hópum sem eru sérstaklega skráðir til þess, svo sem umræðuhópum um af- mörkuð málefni. Af þessu leiðir að fyrirtæki sem að stórum hluta hafa treyst á Facebook sem kynningar- miðil verða að leita annarra leiða en þau hafa farið undanfarin ár. Vægi hefðbundinna heimasíðna og ann- arra samskiptasíðna mun því aukast að nýju ef marka má þessar upplýs- ingar eiganda Facebook. Strax daginn eftir að Mark Zuc- kerberg ritaði þessa yfirlýsingu féllu hlutabréf í Facebook um tæp 5%. Það gerði að verkum að frum- kvöðullinn féll um eitt sæti á lista yfir ríkustu menn Ameríku, fór úr þriðja sæti í það fjórða. mm Stofnandi Facebook bregst við of mikilli markaðsvæðingu Nokkur munur er á leikskóla- gjöldum á milli stærstu sveitarfé- laga í landinu. Samkvæmt niður- stöðum úttektar verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands hækkuðu leikskólagjöld í sjö af sextán fjöl- mennustu sveitarfélögum landsins um síðustu áramót. Leikskólagjöld lækkuðu í þremur sveitarfélögum og héldust óbreytt í sex þeirra. Lægsta almenna leiksólagjaldið fyrir átta klukkustundir á dag auk fæðis, er í Reykjavík eða 25.234 kr. á mánuði, og hæsta gjaldið er í Garðabæ þar sem foreldrar borga 38.465 kr. á mánuði. Munurinn er því 52% á þessum tveimur sveit- arfélögum. Leikskólagjöld fyrir forgangshópa, einstæða foreldra, námsmenn og öryrkja, eru einn- ig lægst í Reykjavík, 16.770 kr. á mánuði, en hæst í Skagafirði þar sem foreldrar eru rukkaðir um 29.512 kr. á mánuði. Akranes var meðal þeirra sveit- arfélaga sem hækkuðu leikskóla- gjöldin þannig að tímagjaldið er 2,2% dýrara í janúar 2018 en í janúar 2017 og fæðisgjaldið hækk- aði um 2,3% á milli ára. Borgar- byggð var einnig í úttektinni en þar kemur fram að leikskólagjöld hald- ast óbreytt á milli ára. Foreldrar á Akranesi borga núna 28.200 kr. á mánuði fyrir átta klukkustundir og 8.970 kr. fyrir fæði. Í Borgarbyggð kostar það 27.400 kr. á mánuði að hafa barn í átta klukkustundir á leikskóla auk 9.730 kr. í fæðis- gjald. Fyrir þá foreldra sem þurfa að hafa börnin sín á leikskóla í fleiri en átta klukkustundir á dag getur heildargjaldið hækkað töluvert. Níunda klukkustundin er dýrust fyrir foreldra í Kópavogi, 14.066 kr. á mánuði, en ódýrust í Skaga- firði, 2.977 kr. sem gerir 372% mun á milli þessara tveggja sveit- arfélaga. Fyrir forgangshópa er ní- unda klukkustundin einnig dýrust í Kópavogi, 9.843 kr. og ódýrust á Seltjarnarnesi þar sem foreldr- ar borga 2.021 kr. Foreldrar í for- gangshópi í Borgarbyggð greiða 2.055 kr. fyrir níundu klukkustund- ina sem er þriðja lægsta gjaldið af þessum sextán sveitarfélögum sem til skoðunar voru hjá verðlagseftir- liti ASÍ. arg Allt að 52% munur á leikskólagjöldum Verðmunur á milli ára fyrir átta klukkustunda vistun á leikskóla auk fæðis. Verðmunur á milli ára fyrir foreldra í forgangshópi. Í stofunni í Samtúni var kennt áður en skólahúsið á Kleppjárnsreykjum var full- byggt. Bæirnir Snældubeinsstaðir og Samtún eru rétt suðaustan við Kleppjárnreyki. Hluti af loftmynd sem Mats Wibe Lund tók.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.