Skessuhorn


Skessuhorn - 17.01.2018, Page 19

Skessuhorn - 17.01.2018, Page 19
MIÐVIKUDAGUR 17. jANúAR 2018 19 ardeild HVE í Stykkishólmi. Sam- kvæmt áætlun munu breytingar á sjúkrahúsinu kosta um 650.000.000 krónur sem er umtalsvert lægri upp- hæð en áætlun frá 2011 gerði ráð fyrir. Sú áætlun náði ekki fram að ganga. Samkvæmt fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar er gert ráð fyrir því að þegar hjúkrunardeildin hefur verið færð í sjúkrahúsið verði gömlu heimavistinni sem þjónar í dag sem Dvalarheimili aldraðra breytt í íbúð- ir. Þær íbúðir verði leigðar út með svipuðum hætti og þjónustuíbúðirn- ar sem eru fyrir. Matsalurinn verði þá nýttur fyrir félagsstarf aldraðra og einnig til þess að þjóna sem matsal- ur fyrir þá sem búa í þjónustu íbúð- unum og vilja kaupa mat frá eldhúsi sjúkrahússins. Vonandi ganga þessi áform eftir en öllum má ljóst vera að það þolir ekki lengri bið að gera úr- bætur á húsnæði hjúkrunarheimilis- ins fyrir aldraða þrátt fyrir heimilis- legar aðstæður og einstaklega hæft fólk sem sinnir öldruðu heimilisfólki við erfiðar aðstæður. Þá er vert að geta þess að á síðasta ári hefur verið unnið að því að breyta herbergjum dvalarheimilisins, stækka og bæta þar aðstöðuna. Í áætlun þessa árs er gert ráð fyrir því að halda þeim end- urbótum áfram. Vinna við fjölmörg skipulagsverkefni Á síðasta ári var lokið við vinnu við deiliskipulag íbúðabyggðar á Vatnsási vestan tjaldsvæðis og upp með þjóðveginum, en það svæði gæti komið til úthlutunar innan tíðar. Það skipulag var unnið vegna úthlutunar lóða fyrir smáhýsi nærri tjaldstæðinu. Deiliskipulagi bland- aðrar byggðar við Reitaveg er lokið og því hægt að úthluta lóðum fyrir atvinnuhúsnæði. Unnið hefur verið að deiliskipulagi miðbæjar og hafn- arsvæða sem og athafnasvæðis þar sem hótel á að rísa við Móvík innan við Víkursvæðið. Þá er gert ráð fyr- ir því að vinna að ýmsum skipulags- breytingum vegna breyttrar nýting- ar íbúðarhúsa í þágu ferðaþjónustu, svo sem gamla sýslumannsbústaðn- um við Aðalgötu. Það er vissulega mikil gróska í bænum og því mik- ilvægt að sinna vel skipulagi þeirra bæjarhluta sem hafa verið valdir sem uppbyggingarsvæði. Á síðasta ári var úthlutað byggingarlóðum í Víkurhverfi og í tengslum við það unnar nokkrar breytingar á skipu- lagi svæðisins til þess að fjölga rað- húsa- og parhúsalóðum sem eftir- spurn er eftir. Er þess að vænta að það svæði verði gert byggingarhæft svo fljótt sem kostur er til þess að þar geti hafist íbúðarhúsabygging- ar. Atvinnumál Bæjarstjórn hefur efnt til íbúafund- ar um atvinnu- og skipulagsmál sem vissulega eru nátengd. Þar töluðu sérfræðingar Hafró um rannsóknir á hörpudiski og þörungum. Fulltrúi sjávarútvegsráðuneytis kynnti nýja löggjöf um öflum sjávargróðurs í at- vinnuskyni og forstöðumaður Nátt- úrustofu Vesturlands fjallaði um auðlindanýtingu í Breiðafirði. Arki- tektar stofunnar GlámaKím kynntu skipulagstillögur af miðbæjarsvæði og hafnarsvæði Skipavíkurhafn- ar sem og Stykkishafnarsvæðinu. Einnig kynntu arkitektarnir þörfina fyrir endurskoðun aðalskipulags. Sá fundur heppnaðist vel og er stefnt að því að efna til annars fundar fljót- lega á þessu ári. Þar verði einnig fjallað um atvinnumál og uppbygg- ingu í tengslum við ný atvinnutæki- færi sem stefnt er að með enn frek- ari nýtingu náttúruauðlinda sem má nýta í Breiðafirði sem og uppbygg- ingu í sjávarútvegi sem gæti orð- ið veruleg þegar skelveiðar hefjast að nýju í meira mæli en sem nem- ur tilraunaveiðunum sem hafa ver- ið stundaðar og lofa góðu. Síðast en ekki síst er þörf fyrir að fjalla um mikla uppbyggingu í ferðaþjónustu sem er fyrirhuguð og þá þróun að veita heimild til rekstrarleyfa vegna gistiaðstöðu í íbúðarhúsahverfum. Þá er gert ráð fyrir því að fjalla um nauðsyn nýsköpunar í samstarfi við atvinnulífið. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir fjárframlagi til stuðnings við nýsköpunarverkefni sem unn- in verði í samstarfi við atvinnulífið í bænum. Það gæti verið nefnt „Star- tup Stykkishólmur“ til samræmis við önnur svipuð verkefni sem hafa verð sett af stað í öðrum sveitarfélögum. Íbúafundurinn verður kynntur fljót- lega. Samstarf á vettvangi Sjávarorku ehf. Stykkishólmsbær er hluthafi í fé- laginu Sjávarorku ehf. sem hefur stundað rannsóknir á sjávarföllum og aðstæðum í Breiðafirði með það að markmiði að kanna hvort sjávar- föllin geti verið virkjanleg. Leiðandi í þessu starfi eru Rarik og Lands- virkjun. Fyrir skömmu birtist grein um virkjun sjávarfalla í Morgunblaðinu. Þar er vakin athygli á því að tækni hefur fleygt fram við sjávarfallavirkj- anir. Bæjaryfirvöld hafa hvatt til þess að áfram verði unnið að rannsókn- um á virkjun sjávarfalla í Breiðafirði á vegum Sjávarorku og allra leiða leitað til þess að koma upp RANN- SÓKNASETRI Á SVIÐI SjÁVAR- ORKU hér í Stykkishólmi og herða róðurinn að því marki að virkja sjáv- arföllin í Breiðafirði. Um er að ræða stórt verkefni sem gæti skapað mikla möguleika við raforkuframleiðslu og um leið atvinnuuppbyggingu í bænum sem tengist orkunýtingu. Úthlutun lóða Auglýstar hafa verið lóðir fyrir íbúð- arhús á Víkursvæði austan við golf- völlinn. Á heimasíðu bæjarins er einnig vakin athygli á lausum lóð- um hér og þar í bænum bæði fyrir íbúðarhús og atvinnuhúsnæði. Er ástæða til þess að vekja athygli á því að á þessum svæðum eru mjög álit- legar byggingarlóðir og því má ætla að framkvæmdir við húsbyggingar muni aukast enda þörf fyrir fjölgun íbúðarhúsa.. Framkvæmdir við gatnagerð og endur- bygging gangstíga Viðhald og endurnýjun gatna og gangstétta er viðvarandi verkefni sem mikilvægt er að sinna vel svo ásýnd bæjarins skaðist ekki vegna slitinna og holóttra akbrauta og sundur- sprunginna gangstétta sem var áber- andi. Á síðustu þremur árum náðist nokkur áfangi í þessu viðhaldi sem var vel metið af bæjarbúum mið- að við þau viðbrögð sem urðu þeg- ar framkvæmdum lauk við breyt- ingar á Víkurgötu og endurbæt- ur á Aðalgötu við gatnamót Borg- arbrautar. Þá var lokið við malbik- un á Hamraenda, Silfurgötu, Reita- vegi, Hafnargötu, plani við Hafnar- húsið og Áhaldshús, Smiðjustíg og klæðningu gatnanna Hjallatanga, Ásklif, Ásbrú, Lágholt, Skúlagötu, Austurgötu og hluta Borgarbrautar. Þá hefur verið unnið við endurgerð gangstétta víða í bænum. Hluti þess að byggja upp gatnakerfið eru ný- bygging gatna sem þarf að undirbúa og er hluti af þeim framkvæmdum sem er gert ráð fyrir að hefja vegna nýrra gatna í Víkurhverfi og tengi- braut inn að hótellóðinni sem var búið að úthluta í Skothúsmýri milli Móvíkur og Sundvíkur. Rekstur og eignarhald lagnakerfis Á sínum tíma var talið hagkvæmt fyrir bæinn að selja Orkuveitu Reykjavíkur bæði hitaveitu og vatns- veitu. Ekki er að efa að það var rétt ákvörðun og hagfelld fyrir íbúa bæj- arins. Gjaldskrá hitaveitu er hagstæð en verðlagning á kalda vatninu hef- ur verið hærri en góðu hófi gegn- ir. Eftir árangursríkar viðræður og samskipti við stjórnendur Veitna ehf., sem er dótturfyrirtæki OR, var verðið á kalda vatninu lækkað um 8,8% frá 1.1.2017. Eftir ákvörðun bæjarstjórnar hafa verið í gangi við- ræður um þann möguleika að Veit- ur ohf. taki við rekstri fráveitunnar. Það blasir við að ekki er hagkvæmt að tveir aðilar sinni rekstri og upp- byggingu lagnakerfanna í götunum til viðbótar við þá sem sjá um raf- lagnir, ljósleiðara og koparlagn- ir . Þess er vænst að samningar tak- ist við Veitur ohf . um að fyrirtæk- ið taki yfir og kaupi allt holræsakerf- ið og skapi þannig enn aukna hag- kvæmni við rekstur veitukerfanna í bænum. Það ætti að geta verið öll- um til hagsbóta, bæði Veitum ohf. og bæjarbúum. Inn í þær viðræður mun þurfa að taka afstöðu til þess að umfangsmiklar framkvæmdir standa fyrir dyrum við að sameina útrásir fráveitunnar og endurbyggja hluta veitukerfisins svo ákvæði reglugerð- ar um fráveitur verði uppfyllt. Þar er um mjög umfangsmikið verkefni að ræða miðað við þá áætlun sem verk- fræðistofan Verkís hefur unnið fyr- ir bæinn og kallar á miklar fram- kvæmdir og rekstur dælustöðva og endurnýjun útrásanna fram í strauma Breiðafjarðar. Viðhald húseigna Fasteignir í eigu bæjarins þarfnast stöðugs viðhalds. Nokkur stór verk- efni bíða og hafa beðið lengi svo sem viðgerðir Eldfjallasafnsins sem er mjög aðkallandi. Þá er komið að viðgerðum og viðhaldi útisundlaug- ar í íþróttamiðstöðinni. Í fjárhags- áætlun 2018 eru settir nokkrir fjár- munir til viðhaldsverkefna og verð- ur að gera ráð fyrir enn frekari fjár- útlátum næstu árin. Í íþróttamið- stöðinni var unnið af kappi við við- hald og endurbætur lagna og hús- næðis og er gert ráð fyrir því að halda þeirri vinnu áfram í ár. Unnið var að því að bæta aðgengi fatlaðra að byggingum bæjarins svo sem íþróttamiðstöð, grunnskóla og dval- arheimilis. Það má enn gera betur og er verið að setja upp áætlun um þær framkvæmdir sem tryggja fötl- uðu fólki greiðan aðgang að stofn- unum bæjarins svo sem með lyftu í skólanum. Nýr samningur við Íslenska Gámafélagið Vönduð og umfangsmikil flokkun sorps í Stykkishólmi hefur vakið at- hygli víða og í raun aðdáun þeirra sem leggja áherslu á umhverfismál í víðasta skilningi þess málaflokks. Frumkvöðlar þess verkefnis eiga heiður skilið fyrir framsýni og fram- kvæmd alla. Árið 2016 var gerður nýr samningur við Íslenska Gáma- félagið sem sér um sorphirðu í bænum. Sá samningur felur í sér nokkra lækkun á einingaverðum og því sparnað gagnvart bænum, sem veitir ekki af því kostnaður er all- nokkur miðað við það, sem gerist hjá þeim sveitarfélögum sem leggja minni áherslu á flokkun, moltugerð og vandaða urðun. jafnframt var samið um að Íslenska Gámafélagið reisi flokkunarskemmu á athafna- svæði sorphirðunnar við Snoppu sem fyrirtækið byggir og rekur. Það verkefni er komið af stað er þess að vænta að skemman verði tekin í notkun snemma á þessu ár. Það er því að vænta enn vandaðri vinnu við flokkun og meðferð sorpsins sem fellur til og koma fyrir í samræmi við vandaðar verklagsreglur. Stykkishólmshöfn Samkvæmt fjárhagsáætlun ársins 2018 og 2019 eru áætlaðar nokkrar framkvæmdir í höfninni. Þar er um að ræða dýpkun, gerð göngubrúar að ferjulæginu meðfram smábáta- bryggjunum í austurhöfninni, koma upp búnaði vegna gjaldskyldra bíla- stæða svo það helsta sé nefnt. Í gildandi Samgönguáætlun er gert ráð fyrir því að dýpka Stykkishöfn- Fjölgun barna á leikskólaaldri fylgir íbúafjölguninni og kallaði á stækkun leikskólans á liðnu ári. Því verkefni er lokið og rekstur hafinn í nýrri deild sem hefur fengið nafnið Bakki þar sem er deild yngstu barnanna. Hér er verið að setja á grunn hús sem keypt var til að hýsa deildina. Valentínus Guðnason að handfjatla fisk við höfnina. Framhald á næstu síðu

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.