Skessuhorn - 07.03.2018, Síða 28
MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 201828
Vörur og þjónusta
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Drei bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
H P Pípulagnir ehf.
Alhliða pípulagnaþjónusta
Hilmar 820-3722
Páll 699-4067
hppipulagnir@gmail.com
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Sprautu- og bifreiðaverkstæði
Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is
Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti
Þjónustum öll tryggingafélög
Borgarness
Skagabraut 6, Akranesi - sími: 431-5110/666-5110
www.smaprent.is - smaprent@smaprent.is
Hönnum, prentum og merkjum
fyrir einstaklinga, hópa, félög, samtök og fyrirtæki
Smáprent
Fyrir alla vigtun
Húsarafmagn
Töflusmíði
Iðnaðarrafmagn
Bátarafmagn
Bílarafmagn
RAFMAGN
vogir@vogir.is Sími 433-2202
VOGIR
Bílavogir
Kranavogir
Skeifuvogir
Pallvogir
Aflestrarhausar
Karlakórinn Heimir úr Skagafirði
heldur tónleika í Tónbergi á Akra-
nesi, klukkan hálf níu næstkomandi
föstudagskvöld. Dagskrá kórsins er
fjölbreytt og skemmtileg að venju,
óperuaríur og sígild kórverk, ein-
söngur, tvísöngur, kvartett, tvöfald-
ur kvartett og kórsöngur eins og
vera ber. Með kórnum verða þeir
Óskar Pétursson frá Álftagerði og
Valmar Valjaots, Hvanndalsbróðir.
Klukkan tvö á laugardaginn verð-
ur kórinn svo með tónleika í Lang-
holtskirkju í Reykjavík. Sjá nánar í
auglýsingu.
mm
Heimir syngur á
Akranesi á föstudaginn
Pennagrein
Pennagrein
Nú í ár eru 20 ár liðin frá því að
Hvalfjarðargöng voru opnuð. Þar
var á ferðinni stórkostlegt mann-
virki og með því stærsta í íslenskri
vegagerð. Jarðgöng undir firði og
þau einu sinnar tegundar hér á landi.
Þessi samgöngubót var bylting fyrir
nærliggjandi sveitarfélög og alla þá
sem héldu út á hringveginn.
Nú þegar hillir undir það að rík-
inu verði afhent þetta mannvirki er
gott að líta yfir farinn veg og skoða
gildi þessara ganga út frá öðrum
sjónarhóli. Ég sendi fyrirspurn á nú-
verandi samgöngu- og sveitarstjórn-
arráðherra um hver væri áætlaður
sparnaður ríkisins af minni snjó-
mokstri, viðhaldi vega og vegafram-
kvæmdum í Hvalfirði eftir opnun
Hvalfjarðarganga og líka hver væri
áætlaður sparnaður ríkisins af því
að hætta siglingum Akraborgar eftir
opnun Hvalfjarðarganga.
Það kom fram í svörum ráðherra
að samanlagður sparnaður ríkisins
gæti numið á fimmta milljarð króna.
Þarna er verið að tala um sparnað
af snjómokstri þar sem aukin um-
ferð um Hvalfjörð hefði kallað á
hærra þjónustustig. Sparnaðurinn
vegna minna viðhalds eru allt að
tveir milljarðar. Hann gæti vissulega
verið hærri þar sem ljóst er að meiri
umferðarþungi hefði kallað á mikla
uppbyggingu á veginum fyrir fjörð-
inn. Sparnaðurinn af því að leggja
niður Akraborgina er metinn á 2,5
milljarða.
Greinarhöfundur ætlar að annar
ávinningur sé eldsneytissparnaður
og sá milljarðasparnaður sem felst
í hættuminni vegi sem vart verður
metinn til fjár. Við skulum líka líta
til þess ávinnings sem þetta skap-
aði fyrir þau sveitarfélög sem liggja
nærri Hvalfjarðargöngum. Fjölgað
hefur á Akranesi um 40% á þess-
um árum sem má örugglega rekja til
þessara framfara í
samgöngumálum.
Það er ljóst að
ríkið hefur spar-
að mikla fjármuni
með þessari fram-
kvæmd. Það ætti
að vera vatn á myllu þeirra sem vilja
hraða framkvæmdum við uppbygg-
ingu vegar um Kjalarnes sem er orð-
inn mjög hættulegur vegfarendum.
Það er löngu orðið tímabært að efla
öryggi þeirra sem þarna eiga leið
um.
Þetta er líka staðfesting á gagn-
semi jarðganga víða um landið.
Mesti ávinningurinn er hættuminni
og öruggari vegir, auk þess sem jarð-
göng spara viðhald og þjónustu allt
árið um kring.
Halla Signý Kristjánsdóttir
Höf. er þingmaður Framsóknar-
flokksins í NV kjördæmi.
Hvalfjarðargöng spöruðu ríkinu milljarða króna
Ég hef lengi haft brennandi áhuga
á því að efla kirkjuna okkar. Marg-
ir af gömlu prestunum töluðu um
nauðsyn þess að glæða kristni og
kirkjulíf. Við þurfum ekki að efast
um kristna trú en við þurfum að hlú
alveg sérstaklega vel að kirkjulífinu
í hverri sókn. Í kirkjunni þurfum
við að vinna saman að því að sækja
kirkjuna vel og styðja safnaðarstarf,
boðun og helgihald á helgum og
hátíðum og þá ekki síst barna- og
æskulýðsstarf að ógleymdu gagn-
merku starfi kvenfélaga og starfi
margra góðra kóra og organista.
Kirkjulíf stendur nær okkur en við
höldum ef við reiknum líka með
sálgæslu og áfallahjálp sem oftast
er starfrækt út frá heilbrigðisstofn-
unum í héraðinu. Oft koma prest-
ar sóknarinnar að því eða prestar
og djáknar með sérmenntun á sviði
klínískrar sálgæslu. Í öllu því starfi
er unnið út frá trúarreynslu og vel-
ferð manneskjunnar og ekki er
spurt um trúfélagsaðild. Við erum
einfaldlega í sameiginlegri vegferð í
þessu samfélagi sem mótast af krist-
inni trú og öðrum þáttum í menn-
ingararfi þjóðarinnar.
Ef kirkjan ætlar að þjóna þessu
hlutverki sínu áfram þarf hún að
leggja höfuð áherslu á að efla innra
starf safnaðanna og þjónustu sína
í sóknum landsins og á stofnunum
eða í samstarfi við skóla, heilbrigð-
isstofnanir og félagasamtök. Kirkj-
an þarf að efla starfsmannastefnu
sína, vera til fyrirmyndar í sam-
skiptum fólks, jafnréttismálum og
stjórnsýslu. Vekja þarf fólk til um-
hugsunar um loftlagsmál og um-
hverfi sitt út frá velferð manneskj-
unnar og samfélagsins. Félagsleg-
ur auður kirkjunnar felst í því fólki
sem er viðriðið þjónustu hennar
á hverjum stað og í stoðþjónustu
kirkjunnar við starfið á vettvangi
fólksins.
Núna er farið aftur af stað með
nýja kosningu til vígslubiskups í
Skálholti og skulum við vona að
það takist betur til með formsatrið-
in. Ég trúi því að kirkjan vilji gera
vel. Við viljum öll gera vel. Eftir að
ég hlaut aftur tilnefningu presta og
djákna í febrúar býð ég mig fram til
starfa í þágu safnaðanna í umdæmi
vígslubiskups í Skálholti. Umdæmið
nær frá Hafnarprestakallli og suður
og vestur um land allt norður til
Stranda og vestur til Bolungarvík-
ur. Vesturlandið og allir Vestfirðir
eru hér með og einnig höfuðborg-
arsvæðið og suðvesturhorn lands-
ins. Fólkið sem kýs er fólkið í kjör-
nefndum prestakallanna á svæð-
inu, prestar og djáknar og er kosið í
póstkosningu 9. – 21. mars.
Það sem heillar mig mest við þetta
starf eru þau beinu tengsl sem gert
er ráð fyrir að vígslubiskup hafi við
hverja sókn. Starfsvettvangur hans
er að vera í þessum tengslum og
rækta þau í gegnum boðun, helgi-
hald og safnaðarstarf. Ég vil vinna
með því fólki sem vinnur að því að
glæða kristni og kirkjulíf. Það er vel
hægt með því að heimsækja söfnuði
og setja sig inní aðstæður á hverj-
um stað. Það er hægt með góðum
tengslum, ráðgjöf og fræðslu. Það
er hægt með því að vinna að endur-
menntun og öðru sem getur komið
í veg fyrir þreytu eða kulnun í starfi
og alltaf má bæta vinnuaðstöðu og
skipulag á vinnutíma og viðveru.
Það gefur mikinn kraft ef hægt er
að auka sjálfboðastarf og styrkja
sjálfboðaliðana af því að það er bara
meira gaman þar sem fleiri koma
saman að verki. Svo þarf að vinna
aftur skerðinguna á sóknargjöldum
því það er rekstrarfé safnaðanna á
sama hátt og gildir um öll trúfélög.
Ég vil gjarnan fá að vinna að
þessu með Guðs hjálp og öllum
þeim sem vilja efla kirkjuna inn-
anfrá og styrkja það starf sem nýt-
ur mestrar virðingar hjá þjóðinni.
Þess vegna gef ég kost á mér og
kem með mína reynslu sem ég lýsi
á heimasíðunni KristjánBjörnsson.
is og kem fram með dyggum stuðn-
ingi konu minnar, Guðrúnar Helgu
Bjarnadóttur. Ég vil fá að vinna að
þessu öllu út frá Skálholti og með
aðsetur þar enda er brýnt að efla
þann helga stað með guðsþjónustu,
fundum, fræðsludögum og upp-
byggilegri samveru, aukinni kynn-
ingu og þjónustu við ferðafólk og
skólahópa og ekki síst með rækt við
kyrrðardaga og tónlistarlíf. Það er
von mín að kirkjunni takist vel til.
Sr. Kristján Björnsson
Að glæða kristni og kirkjulíf
Hjónin Guðrún Helga Bjarnadóttir og sr. Kristján Björnsson.