Skessuhorn - 07.03.2018, Qupperneq 30
MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 201830
Um síðustu helgi fór fram síð-
asta umferð Íslandsmeistaramóts-
ins í klifri, en keppt var í öllum
aldursflokkum. Skagamenn mættu
til leiks með á annan tug klifrara í
yngri flokkum. Brimrún Eir Óðins-
dóttir tryggði sér Íslandsmeistara-
titilinn í 16-19 ára flokki og landaði
þar með öðrum Íslandsmeistaratitli
sínum fyrir ÍA. Fyrr um helgina
hafði Sylvía Þórðardóttir einnig
náð á verðlaunapall í flokki 11-12
ára og hafnaði hún í öðru sæti og
fékk silfur fyrir vikið. Hjalti Rafn
Kristjánsson var hársbreidd frá
bronsverðlaunum en endaði móta-
röðina í fjórða sæti.
Síðasta stóra mót vetrarins er
Bikarmeistaramót Íslands sem fram
fer í apríl og þar mun Brimrún Eir
keppa fyrir hönd ÍA.
mm/þs
Brimrún Eir Íslandsmeistari
Íslandsmót unglinga í keilu fór fram um síðustu helgi. Alls
tóku 38 keppendur þátt. Keilufélag Akraness átti 13 keppend-
ur í mótinu sem spiluðu undir merkjum ÍA og voru Akurnes-
ingar fjölmennastir í mótinu.
Keiluspilararnir ungu og efnilegu frá Akranesi áttu góðu
gengi að fagna í mótinu. Hlynur Helgi Atlason varð Íslands-
meistari í 3. flokki pilta og Sóley Sif Konráðsdóttir Íslands-
meistari í 4. flokki stúlkna. Þá varð Matthías Leó Sigurðsson
Íslandsmeistari í 4. flokki pilta, en þar kom upp sú óvenjulega
staða að tveir voru efstir og jafnir í fyrsta sætinu. Þegar slíkt
hendir hljóta báðir gullverðlaun.
Jóhann Ársæll Atlason vann til silfurverðlauna í 1. flokki
pilta og varð í þriðja sæti í opnum flokki. Allir keppendur í 5.
flokki fengu verðlaun fyrir þátttöku sína í mótinu, en þar var
Ísak Freyr Konráðsson meðal keppenda. kgk/ Ljósm. KLÍ.
ÍA eignaðist þrjá Íslandsmeistara í keilu
Hlynur Helgi Atlason varð Íslandsmeistari í 3. flokki pilta. Sóley Sif Konráðsdóttir varð Íslandsmeisatri í 4. flokki stúlkna. Matthías Leó Sigurðsson varð Íslandsmeistari í 4. flokki pilta ásamt
Mikael Aroni Vilhelmssyni. Þeir halda hér saman á bikarnum.
Valdís Þóra Jónsdóttir atvinnukylf-
ingur úr Leyni á Akranesi lauk að-
fararnótt föstudags keppni á NSW
Open mótinu á Coffs Harbour vell-
inum í Ástralíu. Mótið er hluti af
LET Evrópumótaröðinni sem er
sterkasta atvinnumótaröð kvenna í
Evrópu. Valdís Þóra lék tvo fyrstu
hringina á fimm yfir pari og endaði
í 67. sæti. Hún var tveimur höggum
frá því að komast í gegnum niður-
skurðinn.
NSW mótið var fjórða mótið
í röð hjá Valdísi Þóru á LET
Evrópumótaröðinni á þessu ári en öll
mótin fóru fram í Ástralíu. Auk þess
keppti hún á LPGA móti í febrúar og
var mótið nú því það fimmta í röð hjá
henni í þessari keppnistörn. Valdís
Þóra er í sjötta sæti peningalistans
á LET Evrópumótaröðinni en þet-
ta er annað keppnisárið hjá henni á
mótaröðinni. mm/golf.is
Komst ekki í gegnum
niðurskurðinn
Snæfell tók á móti Skallagrími í
Vesturlandsslag Domino‘s deildar
kvenna á laugardag. Leikurinn var
báðum liðum mikilvægur í barátt-
unni um fjórða sæti deildarinnar og
þar með sæti í úrslitakeppninni um
Íslandsmeistaratitilinn í vor. Fór svo
að lokum að Skallagrímur hafði sig-
ur, 74-87 og lyfti sér þar með upp í
fjórða sætið.
Skallagrímskonur voru grimm-
ari í öllum sínum aðgerðum í upp-
hafi leiks. Snæfellskonur héldu í við
þær fyrstu mínúturnar en eftir það
hafði Skallagrímsliðið undirtökin og
hafði tíu stiga forystu eftir fysta leik-
hluta, 11-21. Snæfellskonur voru
mun ákveðnari í öðrum leikhluta.
Með snörpum kafla komust þær
yfir, 24-23, snemma í leikhlutanum
áður en Skallagrímur tók forystuna
að nýju. Jafnræði var með liðunum
næstu mínúturnar, eða þar til seint
í leikhlutanum þegar Skallagrímur
náði góðum kafla og leiddi með níu
stigum í hléinu, 30-39.
Snæfellskonur komu ákveðnar til
síðari hálfleiks og minnkuðu mun-
inn í fjögur stig snemma í þriðja
leikhluta, 37-41. Þær náðu þó aldrei
forystunni og með góðum leik seint
í leikhlutanum náði Skallagrímur að
auka muninn í ellefu stig fyrir loka-
fjórðunginn, 50-61. Borgnesingar
voru mjög öflugir í upphafi fjórða
leikhluta og komust 18 stigum yfir,
50-68, á fyrstu mínútum hans. Snæ-
fellskonur spyrntu við fótum og
náðu að minnka muninn í átta stig,
63-71, þegar þrjár mínútur lifðu
leiks. En nær komust þær ekki og að
lokum fór svo að Skallagrímur sigr-
aði með 87 stigum gegn 74 stigum
Snæfells.
Kristen McCarthy var atkvæða-
mest í liði Snæfells með 21 stig, ell-
efu fráköst, átta stolna bolta og sex
varin skot. Gunnhildur Gunnars-
dóttir skoraði 14 stig, tók fimm frá-
köst og gaf fimm stoðsendingar og
Júlía Scheving Steindórsdóttir var
með tólf stig.
Carmen Tyson-Thomas átti stór-
leik fyrir Skallagrím, skoraði 33
stig, reif niður 18 fráköst og gaf
fimm stoðsendingar. Sigrún Sjöfn
Ámundadóttir daðraði við þrenn-
una með 19 stig, tíu fráköst og níu
stoðsendingar og Jóhanna Björk
Sveinsdóttir var með 16 stig og tíu
fráköst.
Með sigrinum lyftu Skallagríms-
konur sér upp í fjórða sæti deildar-
innar sem gefur sæti í úrslitakeppn-
inni í vor. Þær hafa 22 stig, jafn mörg
og Stjarnan í sætinu fyrir neðan en
tveggja stiga forskot á Breiðablik og
fjögurra stiga forskot á Snæfell, sem
er í sjöunda sæti með 18 stig. Fimm
leikir eru eftir í deildinni, tíu stig í
pottinum og ljóst að hart verður
barist um sæti í úrslitakeppninni það
sem eftir lifir móts.
Snæfell leikur næst á laugardag-
inn, 10. mars, þegar liðið heimsæk-
ir Hauka í Hafnarfjörðinn. Skalla-
grímur leikur næst á sunnudag, 11.
mars, þegar liðið fær Val í heimsókn
í Borgarnes.
kgk
Körfuboltalið Grundarfjarðar tók
á móti liði Kormáks frá Hvamms-
tanga í 3. deildinni í körfu síðasta
föstudag. Leikurinn var í járnum til
að byrja með og staðan eftir fyrsta
leikhluta var 15-13 heimamönnum í
vil. Gestirnir komu miklu grimmari
í öðrum leikhluta og leiddu í hálfleik
með níu stiga mun 25-34. Staðan
eftir þriðja leikhluta var svo 33-44
og útlitið ekki gott fyrir heima-
menn. Grundfirðingar reyndu að
vinna sig inn í leikinn í fjórða leik-
hluta og minnkuðu forskot gest-
anna jafn og þétt þar til þeir jöfnuðu
50-50 þegar lítið var eftir af leik-
tímanum. Heimamenn náðu svo að
komast yfir en þá skiptu Kormáks
menn um gír og keyrðu upp hrað-
ann og kláruðu leikinn með fimm
stiga mun en staðan í leikslok var
56-61 fyrir Kormáki. Grundarfjörð-
ur er í áttunda sæti í þriðju deildinni
og eiga leik við ÍBV á heimavelli 11.
mars næstkomandi. tfk
Logi Geirsson heimsótti Grunn-
skóla Grundarfjarðar fimmtudaginn
1. mars og hélt fyrirlestur fyrir krakk-
ana í skólanum. Þar ræddi Logi um
hvernig hægt er að setja sér markmið
og byggja upp sjálfstraust og minnti á
mikilvægi þess að byggja upp jákvæða
sjálfsmynd. Krakkarnir hlustuðu á
Loga af athygli og fengu svo að ræða
við hann eftir fyrirlesturinn. tfk
Logi Geirsson með fyrirlestur
Grundarfjörður lá á heimavelli
gegn Kormáki
Skallagrímur krækti í mikilvæg
stig í Stykkishólmi
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir daðraði við þrennuna þegar Skallagrímur sigraði
Snæfell. Ljósm. úr safni/ kgk.