Skessuhorn - 21.03.2018, Page 10
MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 201810
Uppsafnaður rekstrarvandi sveitar-
félaganna á landsbyggðinni vegna
aðkomu þeirra að rekstri almenn-
ingssamgangna er 119 milljónir
króna á árabilinu 2012-2017. Svo
virðist sem dregið hafi úr notkun
almennings á hópferðabílum milli
landshluta og sífellt fleiri sem kjósi
að ferðast með öðrum hætti, svo
sem með flugi eða bílaleigubílum.
Einungis í eitt ár frá 2012 hefur
akstur strætó skilað landshlutasam-
tökum sveitarfélaga tekjum umfram
kostnað við verkefnið. Engu að síð-
ur er reynsla af þessum valkosti í
samgöngumálum talin jákvæð og
almennur vilji er til þess af hálfu
sveitarstjórnarfólks að samstarfinu
verði fram haldið ef fjárhagslegar
forsendur verði bættar. Strætó bs
hefur umsjón með verkefninu fyrir
hönd landshlutasamtaka sveitarfé-
laga, sem bera fjárhagslega ábyrgð,
en hafa notið styrkja ríkisvalds-
ins vegna taprekstrar á verkefninu.
Vinnuhópur á vegum landshluta-
samtaka sveitarfélaga skilaði nýver-
ið af sér skýrslu, þar sem fjallað er
um reynsluna af samstarfinu og um
hugsanlegt framhald strætóakst-
urs á landsbyggðinni. Vinnuhóp-
urinn var skipaður þremur fullt-
rúm landshlutasamtakanna og þar
á meðal Páli S Brynjarssyni fram-
kvæmdastjóra SSV. Ákveðið hefur
verið að endurnýja ekki samning-
inn óbreyttan, en gildistími hans
rennur út um næstu áramót.
Víða mikið byggðamál
Markmið samstarfs um stætis-
vagnaferðir milli landshluta var
að byggja upp markvisst og heild-
stætt almenningssamgangnakerfi
á landsbyggðinni með góðri teng-
ingu við höfuðborgarsvæðið. Þetta
var gert í framhaldi þess að sérleyfi
til hópferðaaksturs voru aflögð. Í
niðurstöðu starfshópsins segir m.a.:
„Fjárveitingar til verkefnisins hafa
hins vegar engan veginn staðið und-
ir þeirri þjónustu sem boðið er upp
á. Á samningstímanum hafa for-
sendur breyst og má benda á að ef
endurgreiðslan á olíugjaldinu hefði
ekki verið felld niður þá væri rekst-
urinn á verkefninu nánast í jafnvægi
á heildina litið. Þá er mikilvægt að
rekstur á einstökum leiðum verði
skoðaður sérstaklega út frá byggða-
legu sjónarhorni, en ákveðnar leið-
ir eru mjög erfiðar í rekstri vegna
fárra farþega, en þýðing þeirra fyrir
þau fámennu byggðarlög sem þau
þjóna er gríðarlega mikil.“
Rætt um stofnun félags
í eigu sveitarfélaga
Rætt hefur verið um sem næsta
skref að stofnað verði sérstakt félag
á forræði sveitarfélaga um almenn-
ingssamgöngur á landsbyggðinni.
Vinnuhópurinn hvetur stjórnvöld
í skýrslu sinni til að auka fjármagn
sem veitt verður til landshlutasam-
takanna vegna taps á árinu 2017 og
uppsafnaðs rekstartaps sem meðal
annars bitnar á sveitarfélögunum.
„Stjórnvöld hafa komið til móts
við það sjónarmið við samþykkt
fjárlaga 2018 en um leið var kol-
efnisgjald á eldsneyti hækkað og
það hækkar rekstrarkostnaðinn,“
segja skýrsluhöfundar. Loks legg-
ur hópurinn fram þrjár tillögur um
næstu skref. Í fyrsta lagið að lands-
hlutasamtökin segi upp samning-
um sínum við Vegagerðina fyr-
ir 31. mars næstkomandi. Í ann-
an stað að landshlutasamtökin óski
eftir viðræðum við Vegagerðina
um uppgjör vegna þessa verkefnis
sem hafi það að markmið að þau
gangi skuldlaus frá borði í árslok
2018. Loks að landshlutasamtök-
in lýsi sig reiðubúin til viðræðna
við Vegagerðina og samgöngu-
og sveitarstjórnarráðuneytið um
framhald verkefnisins eftir árið
2018 ef forsendur þess og fjárveit-
ingar verði endurskoðaðar. Sam-
hliða þessari vinnu yrði kannað
hvort grundvöllur sé til að stofnað
verði sérstakt fyrirtæki um rekstur
Strætó á landsbyggðinni.
Vilji til að skoða áfram-
haldandi samstarf
Páll S Brynjarsson framkvæmda-
stjóri SSV segir í samtali við
Skessuhorn að staðan á Vestur-
landi sé sú að rekstur strætisvagna
í landshlutanum hafi öll árin náð
endum saman, utan fyrsta árið
2012 og árið 2017. „Í fyrra varð í
fyrsta skipti frá 2012 tap á akstr-
inum hér á Vesturland. Þetta tap
í fyrra var tæpar átta milljónir
króna sem fellur að hálfu leyti á
Vesturland, en Vestfirðingar og
Norðurland vestra greiða fjórð-
ung þess hvor landshlutasamtök.
Nú treystum við á að fá fjárveit-
ingu frá ríkinu til að greiða niður
tap síðasta árs,“ segir Páll. Hann
segir að stjórn SSV hafi nú sam-
þykkt að segja samningnum um
almenningssamgöngur formlega
upp og önnur landshlutasamtök
munu gera slíkt hið sama. „Nú
eru aðilar sammála um að setj-
ast niður með fulltrúum Vega-
gerðar og samgönguráðuneytis
um framhald þessa verkefnis. Það
er því ekkert öruggt með fram-
haldið, en við finnum fyrir áhuga
stjórnvalda að gerður verði nýr
samningur um almenningssam-
göngur. Í því samhengi er nóg
að vitna til stjórnarsáttmála ríkis-
stjórnarinnar þar sem segir að al-
menningssamgöngur verði efld-
ar,“ segir Páll.
mm
Óvissa um framtíð almenningssam-
gangna vegna taprekstrar
Einungis árin 2012 og 2017 var tap ár rekstri strætisvagns á akstri á Vesturland. Tapið á síðasta ári var átta milljónir króna og
greiðir SSV helming þess, en Vesfirðingar og Norðurland vestra fjórðung hvor landshlutasamtök.
Hús og Lóðir ehf, fyrirtæki Snorra
Hjaltasonar byggingaverktaka sem
byggir tvö sambyggð hús á lóðun-
um Borgarbraut 57-59 í Borgar-
nesi hefur skrifað undir hótelstjór-
nunarsamning við Capital Hótels
um rekstur á nýju fjögurra stjörnu
hóteli við Borgarbraut 59. Þá hef-
ur Jóel Salómon Hjálmarsson ver-
ið ráðinn hótelstjóri og stefnt er að
opnun í byrjun sumars, en nákvæm
dagsetning liggur þó ekki fyrir.
Hótelið mun bera heitið B59
Hotel og verður fjögurra stjörnu
hótel með þeirri þjónustu og gæð-
um sem slíku fylgir. „Þar verður
81 herbergi af hæsta gæðaflokki.
Á efstu hæð hótelsins eru m.a.
þrjár tæplega 50m2 hótelsvítur,
auk átta annarra herbergja þaðan
sem útsýni er til allra átta. Full-
komin heilsulind og líkamsrækt-
araðstaða verður á hótelinu, þar
sem boðið verður upp á nudd og
snyrtimeðferðir. Einnig verður vel
búin funda- og ráðstefnuaðstaða
til boða á hótelinu. Á B59 Hotel
verður 100 sæta veitingastaður, þar
sem áhersla verður lögð á árstíða-
bundið hráefni og matarhefðir Ís-
lendinga munu skipa veigamikinn
sess. Þá mun verða lifandi íþrótta-
bar þar sem íslenskum örbrugg-
húsum verða gerð góð skil. Von-
andi mun barinn skipa veigamik-
inn sess í lífi Borgnesinga á meðan
heimsmeistarakeppnin í fótbolta
stendur yfir í sumar,“ segir Jón
Salómon hótelstjóri.
Hótelið verður opnað í byrjun
júní. B59 Hotel verður rekið und-
ir merkjum Capital Hotels sem á
og rekur fjóra gististaði í Reykja-
vík; Capital-Inn, City Center Hot-
el, City Park Hotel og 4th Floor
Hotel. Jóel Salómon Hjálmarsson
hótelstjóri er með BA gráðu í al-
þjóðlegri hótelstjórnun og ferða-
málafræði frá IHTTI í Sviss.
Hann hefur meðal annars starf-
að fyrir Starwood Hotels and Re-
sorts, Hakkasan Ltd., Hilton Int-
ernational Hotels og Icelandair
Hotels. mm
B59 Hotel verður opnað í Borgarnesi í sumar
Jóel Salómon Hjálmarsson hótelstjóri.
B59 Hotel við Borgarbraut 59 í Borgarnesi. Byggingin til vinstri er íbúðablokk, en í síðustu viku var búið að reisa sex hæðir af átta. Ljósm. þg.