Skessuhorn - 21.03.2018, Síða 12
MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 201812
Sjávarpakkhúsið í Stykkishólmi
hefur nú fengið örlitla yfirhalningu
en opnað var út í kalda útigeymslu
við húsið og þar komið upp eld-
húsi. „Eldhúsið sem við vorum
með var mjög lítið, aðeins um fjórir
eða fimm fermetrar að stærð. Þetta
rými er töluvert stærra, örugglega
um 16 fermetrar svo munar tölu-
verðu,“ segir Sara Hjörleifsdóttir
vert í samtali við Skessuhorn. Sjáv-
arpakkhúsið hefur notið mikilla
vinsælda og að sögn Söru er alltaf
nóg að gera. „Það gengur mjög vel
og alltaf nóg af fólki. Gamla eld-
húsið annaði í raun alveg því fólki
sem kom hingað en það var þröngt
um starfsfólkið. Með stærra eldhúsi
fer betur um starfsfólkið okkar og
við getum verið fleiri hér í einu.“
Aðspurð hvort fleiri breyting-
ar hafi verið gerðar segir Sara svo
ekki vera. „Við fórum ekki í nein-
ar aðrar framkvæmdir. Við nýttum
að vísu tækifærið og breyttum mat-
seðlinum í leiðinni, en það hafði í
raun meira með árstímann að gera
heldur en stærra eldhús. Við breyt-
um alltaf matseðlinum reglulega,“
segir Sara.
arg
Stærra eldhús í Sjávarpakkhúsinu
Päl Coco starfsmaður Sjávarpakkhússins í Stykkishólmi í nýja eldhúsinu.
Grundarfjarðarbær hefur birt til-
lögur að deiliskipulagi við Kirkju-
fell og Kolgrafafjörð á heimasíðu
sinni grundarfjordur.is. Við Kirkju-
fell er stefnt á að endurbæta bíla-
stæði, gönguleiðir, upplýsingaskilti
og áningarstaði á svæðinu en nú-
verandi bílastæði er löngu sprung-
ið og oft hefur skapast hættuástand
á svæðinu sökum þungrar umferð-
ar. Við vesturhluta Kolgrafafjarð-
arbrúar er unnið að skipulagi á bíla-
stæði og áningarstað en þar hefur
verið vinsælt að stoppa og skoða
hið margbrotna fuglalíf sem þar er.
Einnig er algengt að sjá seli og jafn-
vel hvali ef svo ber við.
Tillögurnar munu liggja frammi
á bæjarskrifstofum Grundarfjarðar-
bæjar frá 17. mars til 3. apríl næst-
komandi þar sem hægt verður að
kynna sér málið. Einnig er skipu-
lagið auglýst hér í blaðinu í dag.
tfk
Grundarfjarðarbær auglýsir
deiliskipulag við Kirkjufell
og Kolgrafafjörð
Áningarsvæðið við Kirkjufellsfoss.
Sumarliði Ásgeirsson ljósmyndari er hér á brúnni yfir Kolgrafafjörð að mynda
súlur árið 2014.
Ljósmyndari á áningarsvæðinu við Kolgrafafjörð.
Umsjónarmenn vefsíðu Snæfells-
bæjar telja víst að Snæfellsbær
eigi ekki einungis besta slökkvilið
landsins, heldur klárlega einnig það
best klædda. Á nýafstaðinni árshá-
tíð Snæfellsbæjar mættu slökkvi-
liðsmennirnir í þessum flottu rauðu
jakkafötum og mottumarssokkum
til styrktar baráttunni gegn krabba-
meini í körlum. Ljósmyndina tók
Þorbjörg Erla Halldórsdóttir og
birtist hún á facebooksíðu slökkvi-
liðsins.
mm
Slökkviliðsmenn klæddir
í stíl við starfið
Bæjarstjórn Akraness samþykkti
í lok febrúar að auglýsa lýsingu
vegna breytinga á aðalskipulagi
sem nefnist „Grenjar H3 hafnar-
svæði.“ Samkvæmt tillögunni er
fyrirhuguð stækkun landfyllingar
til norðurs til að rýma fyrir stækkun
athafnahúsnæðis Skagans og Þ&E.
Samhliða breytingu á aðalskipulagi
verður deiliskipulag fyrir reitinn
kynnt. Fyrir liggur umsókn Skag-
ans 3X um stækkun iðnaðarbygg-
inga um fjögur þúsund fermetra. Í
frumhugmyndum er litið til stækk-
unar landfyllingar til norðurs út í
Krókalón. Hægt er að nálgast lýs-
inguna á heimasíðu Akraneskaup-
staðar og í þjónustuveri kaupstað-
arins. mm
Óskað eftir stækkun landfyllingar
Loftmynd af athafnasvæði fyrirtækjanna sem nú er sótt um að stækka með land-
fyllingu.
Baula, félag kúabænda á Vest-
urlandi, hélt aðalfund sinn í lok
febrúar. Þar var farið yfir mál-
efni greinarinnar og veittar við-
urkenningar. Þá var síðastliðinn
fimmtudag haldinn deildarfund-
ur í samvinnufélaginu Auðhumlu,
en félagið á stærstan hlut í MS og
í því eru mjólkurframleiðendur.
Þar var sömuleiðis farið yfir mál-
efni mjólkuriðnaðarins og veittar
viðurkenningar fyrir góða fram-
leiðslu. mm
Kúabændur funda og viður-
kenningar veittar
Viðurkenningar hjá kúabændafélaginu Baulu. F.v.: Egill Gunnarsson
Hvanneyri, Hafþór Finnbogason Hvanneyri, Vilhjálmur Diðriksson
Helgavatni, Unnsteinn Jóhannsson Laxárholti, Sigmundur H. Sigmunds-
son Mið-Görðum og Karítas Hreinsdóttir Helgavatni.
Ljósm. Pétur Diðriksson.
Verðlaunahafar Auðhumlu fyrir úrvalsmjólk 2017. F.v. Sigurjón Grétarsson Furu-
brekku, Bjarni Guðmundsson Skálpastöðum, Sigvaldi Jónsson Hægindi, Ásthildur
Skjaldardóttir Bakka og Garðar Eiríksson framkvæmdastjóri Auðhumlu. Ljósm.
Jarle Reierssen.