Skessuhorn - 21.03.2018, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2018 15
lega heima í Reykhólasveitinni en
aðeins á Ströndum líka. Síðan tek
ég viku í kringum Selfoss,“ seg-
ir Hjalti. Aðspurður segir hann
að sér líki vel að starfa við rún-
ing. Eftir á að hyggja var spurning
blaðamanns heimskuleg. Maður-
inn fór hringinn í kringum hnött-
inn til að læra af þeim bestu í fag-
inu. Auðvitað finnst honum þetta
gaman. „Ég fór á 35 staði síðasta
haust og það er eiginlega það sem
mér finnst skemmtilegast. Þó ég
hafi mest verið í Reykhólasveitinni
þá kemur maður stundum á staði
sem maður hefur aldrei heimsótt
áður. Að sjá sveitina svona hér og
þar um landið, fá kaffi á mörgum
bæjum og kynnast sérvisku hvers
bónda er mjög skemmtilegt,“ segir
hann.
Langar að verða
hobbýbóndi
Hvað sem við Hjalti ræðum þá ligg-
ur sveitin einhvern veginn eins og
rauður þráður í gegnum allt sam-
an. Hann viðurkennir að vera mikill
sveitamaður í sér, en kveðst þó ekki
hafa löngun til að gera búskapinn
að sínu lífsviðurværi. „Ég á nokkra
hesta og hef gaman af hestamennsk-
unni. Það væri gaman að verða
hobbýbóndi, með nokkrar kindur
til að hugsa um til viðbótar við hest-
ana,“ segir Hjalti og bætir því við að
hann hafi ekki smekk fyrir kúabú-
skap. „Ég er sem betur fer með of-
næmi fyrir beljum og þarf því aldrei
að stíga inn í fjós,“ segir hann og
hlær við. „En mér finnst gaman að
vera í kringum bæði sauðfé og hesta
og ganga í ýmis verk, en ég hugsa
ekki um að verða bóndi áður en ég
fer að sofa á kvöldin,“ segir hann og
brosir.
Hjalti er búsettur á Selfossi um
þessar mundir, en þar hefur hann
dvalið um það bil helming árs-
ins undanfarin ár, á móti dvölinni í
Reykhólasveitinni. Þegar rúnings-
vertíðin er afstaðin starfar hann við
smíðar og í girðingavinnu. „Ég er
að vinna hjá girðingaverktaka í Ölf-
usi sem er jafnframt með smíðaverk-
stæði. Ef veðrið er vont þá erum við
inni í skemmu að smíða einingar en
þegar það er gaman úti þá sjáum við
um viðhald á girðingum í kringum
Þingvelli og á Hellisheiði, til dæmis.
Ég hef gaman af svoleiðis brasi utan-
dyra ef veðrið er gott,“ segir hann.
Fáir hafa farið og lært
Þegar yfirstandandi rúningsvertíð
líkur heldur Hjalti aftur í girðingarn-
ar og smíðina, eða þar til næst verður
farið að rýja næsta haust. Aðspurður
segist hann ekki ætla að fara að kenna
rúning sérstaklega en kveðst boðinn
og búinn að gefa góð ráð og miðla
því sem hann kann sé þess óskað. „Ég
veit ekki til þess að margir hafi far-
ið til Nýja-Sjálands að læra rúning.
Það var eitt af því sem Nýsjálending-
arnir voru áhugsamir um, enginn Ís-
lendingur hafði komið og lært á þessu
svæði sem ég var á. Ég gæti þá tek-
ið einhverja þekkingu með mér til Ís-
lands og miðlað henni hér heima. Ég
mun að sjálfsögðu gefa einhver ráð ef
þess er óskað en ég ætla ekki að vera
með einhverja kennslu. Ég lærði svo
margt nýtt að ég náði ekki nærri öllu
þó ég hafi reynt að punkta allt hjá
mér,“ segir Hjalti. „Þar að auki er ekki
hægt að færa allt sem ég lærði beint
yfir á rúninginn hér heima. Kind-
urnar þarna úti eru til dæmis miklu
undirgefnari. Um leið og maður er
búinn að ná þeim og leggja þær þá
veita þær enga mótspyrnu, þær gefa
sig bara og bíða þangað til maður er
búinn að snoða. Íslensku kindurn-
ar eru einhvern veginn miklu meiri
einstaklingar, þrjóskari og ákveðnari.
Þær sprikla miklu meira og gefa sig
ekki svo glatt. Fyrir vikið verður allt-
af aðeins erfiðara að rýja þær,“ segir
hann en bætir því við að handtökin
sem hann hefur lært hafi reynst hon-
um vel síðan hann sneri aftur til Ís-
lands, þrátt fyrir að ærnar séu ódælli
hér heima en þar ytra.
Ætlar Hjalti þá ekki að skrá sig til
leiks í Íslandsmeistaramótinu í rún-
ingi, sem árlega er haldið í Búðardal
á Haustfagnaði Félags sauðfjárbænda
í Dölum og sýna íslenskum rúnings-
mönnum hvar Davíð keypti ölið? „Jú,
ég hlýt að gera það, ég er langbestur,“
segir hann glettinn en þegar gríninu
sleppir segist hann eiga von á því að
taka þátt. „Ég ætla að keppa og held
það verði bara gaman, hvernig sem
gengur,“ bætir hann við. „Síðan hugsa
ég að ég skelli mér til Frakklands
2019 á HM í rúningi. Ég þykist nú
vita að ég eigi ekki roð í þá sem hafa
verið í þessu í áratugi. En það verður
að minnsta kosti gaman að spreyta sig
og fylgjast með. Maður getur kannski
lært eitthvað,“ segir Hjalti Ragnar
Arnórsson að endingu.
kgk
Síðasta sumar tók Reynir Georgsson
á Akranesi upp þráðinn hjá verktaka-
fyrirtækinu Glerfelli og hóf starf-
semi fyrirtækisins á ný eftir 16 ára
pásu. Glerfell var upphaflega stofnað
í Dalabyggð af tengdaföður Reynis,
Halldóri Guðmundssyni frá Magn-
ússkógum í Dölum, en er nú rekið á
Akranesi. Halldór rak fyrirtækið allt
þar til hann féll frá árið 2001. Reynir
og Dagný Halldórsdóttir starfa bæði
hjá fyrirtækinu ásamt tveimur öðrum
starfsmönnum. „Við erum að taka að
okkur verkstýringu fyrir fjárfesta og
verktaka auk þess sem við komum
verktökum í samband við birgja og
efnisframleiðendur í Póllandi sem
geta boðið þeim gott verð,“ segir
Reynir í samtali við Skessuhorn.
Reynir er með B.Sc. gráðu í um-
hverfis- og byggingaverkfræði frá
Háskóla Íslands og tók hluta af
mastersnámi í jarðvegs- og berg-
verkfræði frá Háskólanum í Ottawa
í Kanada. „Ég hef unnið töluvert í
framkvæmdaeftirliti, bæði hér á Ís-
landi og í Noregi. Ég vann um tíma
við verkefnastjórnun hjá Verkís og
HRV Engineering í Norðuráli en
þar eru gerðar miklar öryggiskröfur
í allri starfsemi. Við Dagný fluttum
til Noregs eftir hrunið og þar vann
ég fyrsta árið fyrir Ístak þar sem ég
sá meðal annars um öryggismál,
verkþáttagreiningu og ýmis önn-
ur störf við jarðgangagerð. Ég fékk
svo vinnu hjá Norcunsult, sem er ein
stærsta verkfræðistofa Noregs. Þar
vann ég í þrjú ár við framkvæmda-
eftirlit á verkstöðum og jarðgang-
ahönnun. Þegar við fluttum heim til
Íslands aftur vann ég sem innkaupa-
stjóri og staðarstjóri hjá Munck á
Íslandi,“ segir Reynir. „Ég er því
nokkuð vel að mér í öllu því sem við
erum að bjóða upp á hjá Glerfelli,“
bætir hann við.
Framkvæmdaeftirlit og
vitundavakning um ör-
yggi á verkstöðum
„Verkstýringin er m.a. fólgin í því að
við aðstoðum verktaka og fjárfesta
að fylgja samningum og verklýsing-
um og gæta hagsmuna þeirra. Gera
ýmis plön og sjá til þess að verkefnið
gangi sem best. Hvað varðar örygg-
ismál þá bjóðum við upp á að taka út
stærri verkstaði með tillit til örygg-
is-, heilbrigðis- og umhverfissjónar-
miða. Sem betur fer hefur á síðustu
árum orðið mikil vitundarvakning
meðal iðnaðarmanna hvað varðar ör-
yggi. Verktakar eru alltaf að sjá betur
og betur að til lengri tíma litið sé það
hagkvæmara fyrir þá að fá sérhæfða
aðila til að gera öryggisúttekt á verk-
stöðum. Ef við horfum til fjárhags-
legra afleiðinga slysa þá kosta þau
verktaka töluvert meira fjármagn en
vel rekinn vinnustað m.t.t. öryggis-
mála,“ segir Reynir. „Það geta leynst
mjög margar hættur á stórum verk-
stöðum, sérstaklega þar sem margir
vinna. Hætturnar eru ekki alltaf aug-
ljósar og því oft erfitt að sjá þær fyrir.
Það er því alltaf öruggast að fá ein-
hvern sem sérhæfir sig í öryggismál-
um til að taka þau út.“
Kemur verktökum
í samband við
framleiðendur
Hjá Glerfelli starfar verkfræðing-
ur í Póllandi sem hefur áralanga
reynslu af innkaupum og þekkir vel
til þarlendra birgja og framleiðenda.
„Hans hlutverk er að finna hagstæð-
asta verðið á því efni sem leitað er
eftir fyrir okkar viðskiptavini, sjá
til þess að það standist fyrirskrifað-
ar kröfur og að semja við birgjana,“
segir Reynir. „Viðskiptavinir okkar
eru þá helst verktakar í byggingar-
iðnaði og fjárfestar. Þeir senda okkur
teikningar og efnislýsingar sem við
rýnum í til að finna út hver væri hag-
kvæmasta leiðin í innkaupum. Þegar
við erum búin að semja um innkaup
tengjum við framleiðanda og kaup-
anda saman. Viðskiptin fara svo fram
beint þeirra á milli. Efnið fer í raun
aldrei í gegnum okkur heldur erum
við aðeins skammtíma innkaupa-
stjórar. Með því að koma verktak-
anum í beint samband við birgja eru
viðskiptin í raun milliliðalaus og við
tökum aðeins þóknun,“ bætir Reyn-
ir við.
arg
Sérhæfir sig í verkefna-
stjórnun og innkaupum
Endurvakti verktakafyrirtækið Glerfell
Dagný Halldórsdóttir og
Reynir Georgsson starfa
bæði hjá Glerfelli. Upp-
haflega var Glerfell í eigu
Halldórs Guðmundssonar,
föðurs Dagnýjar.
Reynir Georgsson endurvakti fyrirtækið Glerfell síðasta sumra eftir að starfsemi þess hafði legið niðri í 16 ár.
Hjalti er forfallinn Lord of the Rings aðdáandi. Myndirnar voru teknar upp á Nýja-
Sjálandi og hann nýtti að sjálfsögðu tækifærið og heimsótti Hérað.