Skessuhorn


Skessuhorn - 21.03.2018, Side 16

Skessuhorn - 21.03.2018, Side 16
MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 201816 Óhætt er að segja að starfsemi Snorrastofu í Reykholti sé á tíma- mótum. Þrátt fyrir að hún hafi ver- ið sett á fót 1995 var ekki ráðinn starfsmaður að henni fyrr en þremur árum síðar, eða árið 1998. Um þess- ar mundir eru því tuttugu ár síðan Bergur Þorgeirsson kom á sinn fyrsta fund með stjórn Snorrastofu og réði sig til starfa, þá nýkominn úr fram- haldsnámi í Gautaborg. Þrátt fyrir að honum væri kunnugt um að hin unga fræðistofnun stæði á brauðfótum fjár- hagslega, leit Bergur á það sem tæki- færi sem ekki mætti láta renna sér úr greipum. Hann varð því fyrsti starfs- maður Snorrastofu og hefur veitt henni forstöðu síðan. Hann kveðst ekki sjá eftir þessari ákvörðun og unir hag sínum vel í Reykholti. Pers- ónulega er hann einnig á tímamót- um; varð sextíu ára um síðustu helgi. Faglega kveðst hann þessa dagana uppskera ríkulega af verkefnum lið- inna ára þar sem Snorrastofu kemur að útgáfu þriggja nýrra ritverka sem öll tengjast Reykholti. Blaðamaður settist niður með Bergi Þorgeirssyni á mánudaginn. Rætt er um bókaút- gáfuna, verkefni Snorrastofu, þróun Reykholtsstaðar og sitthvað fleira. Málþing á laugardaginn Fyrst að viðburði næstu helgar. Á laugardaginn klukkan 13 hefst í Reykholti málþing með yfirskrift- inni: „Þó hon enn lifir.“ Þar verður fjallað um nýjar þýðingar eldfornra og síungra Eddukvæða í tilefni af þýðingum Knuts Ødegård sem komu út í tvímála útgáfu í fjórum bindum 2013-2016. Auk þess verður fagnað og vakin athygli á öðrum þýðingum og útgáfum, sem nýlega hafa kom- ið út, og tengjast starfsemi Snorra- stofu og Reykholtsverkefninu sér- staklega. Á málþinginu verður m.a. varpað ljósi á hvernig nýjar þýðingar geta birt sígild ritverk í samtímalegu ljósi. Nánar má fræðast um málþing- ið í frétt í blaðinu í síðustu viku og auglýsingu í Skessuhorni í dag. Reykholtsverkefnið Í upphafi samtalsins kemur fram að tilviljun hafi ráðið því að þrjú ný rit- verk sem öll tengjast Reykholti með einum eða öðrum hætti, hafi komið út sömu vikuna. Hann bindur von- ir við að þessi ritverk muni vekja at- hygli á því öfluga fræðastarfi sem unnið hefur verið í Reykholti á liðn- um áratugum. „Snorrastofa kem- ur að útgáfu allra þessara bóka, en í samvinnu við ýmsa aðila. Bækurn- ar þrjár byggja á alþjóðlegum rann- sóknum og tvær þeirra eru hluti af alls tólf bókum sem tengjast svoköll- uðu Reykholtsverkefni. Strax í upp- hafi fornleifarannsókna í Reykholti árið 1998 var ákveðið að skapa um- fangsmikið þverfaglegt rannsókn- arverkefni í kringum fornleifarann- sóknirnar, sem fékk þá þegar sam- heitið Reykholtsverkefnið. Því var í upphafi ætlað að fjalla um staðinn Reykholt út frá sem flestum hlið- um. Þetta verkefni var bæði þverfag- legt og alþjóðlegt. Í mínum huga er vafi um að nokkurn tíma hafi verið efnt til verkefnis af þessu tagi hér- lendis með þátttöku jafn margra fræðimanna úr ólíkum fræðigrein- um. Fræðimenn í bæði náttúru- og hugvísindum hafa lagt saman krafta sína og það er vissulega þverfaglegt í fyllstu merkingu þess orðs, ekki fjölfaglegt, enda spurði allur hópur- inn sameiginlegra spurninga. Þetta þýddi að þátttakendur kynntu sér hugmyndir, aðferðir og niðurstöð- ur hvers annars og tóku mið af því í starfi sínu. Aðferðirnar voru að sjálf- sögðu mismunandi og komu hver úr sinni fræðigrein en voru nýttar til að svara sömu spurningum er varða pólitíska þróun og völd, stöðu kirkj- unnar í því sambandi, bókmenningu og menntir almennt, mannvist og náttúrufar og nýtingu lands,“ segir Bergur. Þrjár bækur úr prentun Bergur minnist þess að Bjarni Guð- mundsson prófessor á Hvanneyri og þáverandi stjórnarformaður Snorra- stofu hafi í upphafi líkt Reykholts- verkefninu við fjölda smábáta, sem legðu samtímis úr höfn en yrðu með tímanum að stóru og glæsilegu haf- skipi. Bergur segir að nú sé þetta mikla skip að leggjast að bryggju, enda yfirlitsverkið um verkefnið í heild sinni komið út. Samantekt rannsókna sem tengjast Reykholts- verkefninu er fyrsta bókin sem Berg- ur sýnir blaðamanni. Hún nefnist Snorri Sturluson and Reykholt: The narrator and magnate, his life, works and environment at Reykholt in Ice- land. Ritstjórar eru Guðrún Svein- bjarnardóttir og Helgi Þorláksson. Í annan stað er komið út fyrsta bindi í ritröð um norræna goðafræði. Bókarflokkurinn nefnist The Pre- Christian Religions of the North. Hið alþjóðlega rannsóknarverkefni sem bókin fjallar um var að mestu leyti fjármagnað með styrkjum úr er- lendum rannsóknasjóðum en Snorra- stofa gerði útgáfusamning við Bre- pols í Belgíu sem annast einnig dreif- ingu bókarinnar. Bergur bindur von- ir við að sóst verði eftir þessari bók á bókasöfnum og hjá fræðistofnunum víða um heim, enda hafi síðast verið frumútgefið svo yfirgripsmikil verk um norræna goðafræði árið 1936. „Ég held auk þess að bókin sé tæki- færi fyrir Snorrastofu að koma sér vel á framfæri erlendis sem fræðastofn- un,“ bætir hann við. Loks er komin út bókin The Bu- ildings of Medieval Reykholt. The Wider Context, en hún er í rit- stjórn Bergs og Guðrúnar Svein- bjarnardóttur fornleifafræðings sem stýrt hefur fornleifarannsóknum í Reykholti á liðnum árum. Í bók- inni er fjallað um miðaldamann- virki Reykholts í alþjóðlegu sam- hengi. „Við uppgröft á bæjarstæðinu í Reykholti fundust vel varðveittar minjar um húsakost sem gæti verið samtíma búsetu Snorra Sturlusonar Snorrastofa kemur að útgáfu þriggja bóka um Reykholt og goðafræði Rætt við Berg Þorgeirsson sem veitt hefur Snorrastofu forstöðu frá upphafi Bergur Þorgeirsson forstöðumaður Snorrastofu með bækurnar þrjár sem tilviljun réði að komu allar út í liðinni viku. Þessa yfirlitsmynd af Reykholti tók Guðlaugur Óskarsson úr þyrlu sumarið 2016.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.