Skessuhorn - 21.03.2018, Page 25
MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2018 25
Borgarbyggð -
miðvikudagur 21. mars
Skallagrímur tekur á móti
Stjörnunni í Domino‘s deild
kvenna í körfuknattleik kl. 19:15.
Leikið verður í íþróttahúsinu í
Borgarnesi.
Borgarbyggð -
fimmtudagur 22. mars
Félagsvist í Brákarhlíð kl. 20:00.
Síðasta spilakvöldið í fjögurra
kvölda keppni. Góð kvöld- og
lokaverðlaun. Veitingar í hléi. Allir
velkomnir.
Borgarbyggð -
fimmtudagur 22. mars
Gæðingafimi Líflands í
Faxaborg í Borgarnesi. Þriðja
mót Vesturlandsdeildarinnar
í hestaíþróttum. Húsið verður
opnað kl. 19:00 og keppni hefst
stundvíslega kl. 20:00. Miðaverð
er kr. 1.000 en frítt inn fyrir
tíu ára og yngri. Nánar í frétt í
Skessuhorni vikunnar.
Hvalfjarðarsveit -
föstudagur 23. mars
Cosplay-fræðsla í
gamla Heiðarskóla.
Andarungahreyfingin, sem
starfar í gamla Heiðarskóla,
býður til fræðslu um cosplay,
eða búningaleik. Fyrirlesturinn
hefst kl. 9:30. Fyrirlesturinn er
opinn öllum áhugasömum
en nemendur Heiðarskóla eru
sérstaklega boðnir velkomnir. Sjá
nánar frétt í Skessuhorni vikunnar.
Akranes - föstudagur 23. mars
Sýningin „300 brunahanar - stúdía
í máli og myndum“ verður opnuð
í gömlu lögreglustöðinni að
Kirkjubraut 10 kl. 17:00. Opnunin
stendur til kl. 19:00. Sýningin
verður opin næstu daga, 24.,
og 25. mars milli kl. 13:00 og
17:00. Höfundar sýningarinnar
eru Garðar H. Guðjónsson
blaðamaður og Guðni Hannesson
ljósmyndari. Sjá nánar frétt í
Skessuhorni vikunnar.
Akranes -
föstudagur 23. mars
Tónleikarnir „Við tónanna klið“ í
Tónbergi kl. 20:30. Flutt verða lög
Óðins G. Þórarinssonar. Hver man
ekki eftir lögum eins og Nú liggur
vel á mér og Blíðasti blær? Kór
FEBAN og hlómsveitin Tamango
ásamt tríói Rutar Berg flytja lögin
hans Óðins. Miðasala verður við
innganginn. Verð aðgöngumiða
2.000 kr. Enginn posi til staðar. Sjá
nánar auglýsingu í Skessuhorni
vikunnar.
Akranes -
laugardagur 24. mars
Langur laugardagur á Bókasafni
Akraness. Fjölskylduagur, opið frá
kl. 11:00 til 16:00. Spilavinir koma
í heimsókn með skemmtileg
spil fyrir alla fjölskylduna. Allir
velkomnir og aðgangur ókeypis.
Dalabyggð -
laugardagur 24. mars
Mót Hestamannafélagsins
Glaðs í Nesoddahöllinni. Keppt
verður í frjálsum æfingum
og tölti. Mótið hefst kl. 14:00.
Nánari upplýsingar á heimasíðu
félagsins, www.gladur.is.
Stykkishólmur -
laugardagur 24. mars
Snæfell mætir Breiðabliki
í Domino‘s deild kvenna í
körfuknattleik. Leikurinn hefst
kl. 16:30 í íþróttahúsinu í
Stykkishólmi.
Borgarbyggð -
laugardagur 24. mars
Grettis saga Einars Kárasonar
á Sögulofti Landnámsseturs
kl. 20:00. Einn af okkar virtustu
rithöfundum og rómuðustu
sagnamönnum Einar Kárason
mun stíga á stokk á Söguloftinu
í Landnássetrinu í Borgarnesi og
flytja Grettis sögu. Miðasala og
nánari upplýsingar á heimasíðu
Landnámsseturs.
Stykkishólmur -
þriðjudagur 27. mars
Páskabingó yngri flokka Snæfells
verður haldið á Hótel Stykkishólmi
kl. 20:00
Stykkishólmur -
þriðjudagur 27. mars
Settur leikdagur fjórða leiksins í
undanúrslitaviðureign Snæfells og
Hamars í úrslitakeppni 1. deildar
karla. Áætlað er að leikurinn
hefjist í íþróttamiðstöðinni kl.
19:15. Athugið að viðburðurinn er
háður því að Snæfell sigri Hamar í
Hveragerði föstudaginn áður.
Nýfæddir Vestlendingar
Á döfinni
14. mars. Stúlka. Þyngd: 3.662
gr. Lengd: 51 cm. Foreldrar:
Bryndís Guðmundsdóttir
og Bjarni Georg Einarsson,
Grundarfirði. Ljósmóðir: Jóhanna
Ólafsdóttir.
Sumardekk og felgur
Óska eftir sumardekkjum og felgum,
215/60 R17. Vinsamlegast sendið
tölvupóst á 67dagny@gmail.com
ef þú lumar á lítið slitnum dekkjum
í þessari stærð og/eða felgum
5x114,3.
Markaðstorg
Vesturlands
12. mars. Stúlka. Þyngd: 3.836
gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar:
Þórdís Bachmann Gissurardóttir
og Magnús Andrésson, Akranesi.
Ljósmóðir: Elísabet Harles.
Skagabraut 6, Akranesi - sími: 431-5110/666-5110
www.smaprent.is - smaprent@smaprent.is
Smáprent
Hettupeysur
í mörgum litum
Við hönnum, prentum og merkjum fyrir þig og þína
ÓSKAST KEYPT
17. mars. Drengur. Þyngd: 3.676
gr. Lengd: 50 cm. Móðir: Sandra
Björk Björgvinsdóttir, Akranesi.
Ljósmóðir: Jóhanna Ólafsdóttir.
15. mars. Stúlka. Þyngd: 4.014
gr. Lengd: 53 cm. Foreldrar:
Sigurósk Sunna Magnúsdóttir
og Óskar Þór Þórðarson,
Snæfellsbæ. Ljósmóðir:
Valgerður Ólafsdóttir.
Markaðstorg
Vesturlands
Skráðu SMáauglýSinguna Frítt
á www.SkeSSuhorn.iS Fyrir
klukkan 12.00 á þriðjudöguM