Skessuhorn - 21.03.2018, Side 26
MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 201826
MT: Stefán Gísli með verðlauna-
gripinn síðastliðinn sunnudag.
Hvernig páskaegg
langar þig að fá í ár?
Spurni g
vikunnar
(spurt á stærðfræðikeppni
grunnskóla á Vesturlandi sem
haldin var í FVA á föstudaginn)
Arnoddur Dagbjartsson, Klepp-
járnsreykjadeild Grunnskóla
Borgarfjarðar:
Egg númer 10 sem er stærst og
dugar lengst. Ég get bara geymt
afganginn og borðað seinna ef
ég vil.
Ólafur Ían Brynjarsson,
Grundaskóla:
Stórt eins kílóa egg frá Bónus.
Helgi Rafn Bergþórsson,
Grundaskóla:
Ég er í nammibindindi og fæ
mér því ekki egg þessa páskana.
Fanney Lísa Sveinsdóttir,
Kleppjárnsreykjadeild Grunn-
skóla Borgarfjarðar:
Saltkaramelluegg.
Aníta Ólafsdóttir, Grunnskóla
Snæfellsbæjar:
Saltkaramelluegg frá Nóa.
Laugardaginn 10. mars síðastlið-
inn komu fjórar sveitir frá Korpúlf-
um, félagi eldri borgara í Grafar-
vogi, í heimsókn í Borgarnes. Fyr-
ir voru þrjár sveitir heimamanna
og ein sveit frá FEBAN á Akra-
nesi. Korpúlfar undir stjórn Magn-
úsar Ólafssonar íþróttakennara er
að hleypa heimdraganum og vegna
kynna hans og Ingimundar Ingi-
mundarsonar lögðu félagar leið
sína í Borgarfjörð. Alls spilaði hver
sveit fjóra leiki og eftir þá stóðu
Skagamenn uppi sem sigurvegar-
ar. Þetta var stutt mót og hressi-
legt sem fyrst og fremst var ætlað
að þjálfa og kynna leikinn boccia og
jafnframt að skerpa á samstarfi sem
flestra sem hafa íþróttir aldraðra á
sinni könnu.
Að sögn Flemming Jessen hafa
Borgfirðingar nú staðið að þrem-
ur mótum í boccia, pútti og ringó
á rúmri viku. „Ég og Ingimundur
höfum haft veg og vanda að þessu
starfi, en auðvitað með góðri að-
stoð félaga okkar í félögum aldraðra
í Borgarbyggð. Markmiðið er að
efla íþróttastarf aldraðra og koma á
kynnum við sem flest félög hér og
þar um landið. En númer eitt er að
finna sem flestum áhugamál, efla
hreyfingu og eiga samskipti. Maður
er manns gaman,“ segir Flemming
Jessen í samtali við Skessuhorn.
mm
Félagar sem efla
íþróttastarf aldraðra
Flemming og Ingimundur eru driffjaðrir í íþróttastarfi eldri borgara.
Víkingur Ólafsvík lauk keppni í
lengjubikarnum síðasta laugardag.
Endaði liðið í öðru sæti í c-riðli
með því að vinna annað Pepsí-
deildarliðið á fjórum dögum þeg-
ar þeir lögðu Keflavík 1 - 0. Var
þetta í fyrsta sinn sem Víkingur Ó
vinnur Keflavík í KSÍ leik. Víking-
ur vann einnig Fjölni þremur dög-
um áður 3 - 2 eftir að hafa lent 0
- 2 undir.
Víkingur spilaði vel á laugar-
daginn og voru Keflvíkingar oft á
tíðum pirraðir á vellinum. Leik-
urinn var hraður og greinilegt að
bæði lið ætluðu sér sigur. Kwame
Quee skoraði mark fyrir Víking
í fyrri hálfleik sem var dæmt af
vegna rangstöðu. Keflavík skoraði
einnig mark upp úr hornspyrnu
sem dæmt var af þar sem leik-
maður Keflavíkur blakaði boltan-
um í netið með hendinni. Kwame
Quee skaut svo í stöng úr dauða-
færi í byrjun seinni hálfleik. Brot-
ið var á Gonzalo Zamorano Leon
inní teig og dæmt víti sem mark-
vörður Keflavíkur varði frá Gon-
zalo. Á 79. mínútu átti Emir Dok-
ara 30 metra sendingu á Gonzalo
sem stakk varnarmenn Keflavíkur
af og renndi boltanum í netið. Það
verður spennandi að fylgjast með
liði Víkings Ó í Inkasso deildinni í
sumar en liðið er mikið breytt frá
síðasta tímabili margir leikmenn
farnir og margir ungir og nýir
komnir. þa
Víkingur í öðru
sæti síns riðils
Ungmennafélag Grundarfjarð-
ar tryggði sér Íslandsmeistaratitil-
inn í þriðju deild kvenna í blaki um
helgina. Úrslitakeppnin A og B liða
fór fram um helgina á Neskaups-
stað og mættu grundfirsku stelp-
urnar vel stemmdar til leiks. Þær
spiluðu þrjá leiki á laugardeginum
sem öllum lyktaði með 2-0 sigri
Grundarfjarðar og svo tvo leiki á
sunnudeginum sem lauk báðum
með sömu niðurstöðu. Grundar-
fjörður vann þar með allar hrinurn-
ar sínar um helgina og tóku bikar-
inn með sér heim.
tfk
Grundarfjörður Íslands-
meistari í 3. deild
Síðastliðinn sunnudag var keppt
í hinni nýlegu en mjög svo vax-
andi íþróttagrein; ringói í Íþrótta-
miðstöðinni í Borgarnesi. Flemm-
ing Jessen hefur umsjón með æfing-
um og mótum eldri borgara. Fjög-
ur lið mættu til leiks á sunnudaginn.
Auk heimafólks í UMSB voru lið frá
Glóð í Kópavogi, HSK og frá Mos-
fellsbæ. Spiluð var tvöföld umferð
og hver leikur var upp í 15 stig. Úr-
slit urðu þau að HSK sigraði með 10
stigum, UMSB varð í öðru sæti með
6 stig, Glóð varð þriðja með 4 stig
og FaMos fékk einnig 4 stig.
Ringó er spilað á blakvelli og spi-
la fjórir inná hverju sinni í hvoru
liði. Leikurinn gengur út á að koma
hringjunum í gólfið hjá andstæðin-
gunum. Þessi lið hafa undanfarin ár
reynt með sér þrisvar yfir veturinn.
Næsti hittingur verður 28. apríl á
Hvolsvelli og þá er áformað Jóns-
messumót í Kópavogi. Lokapunk-
turinn verður svo Landsmót UMFÍ
50+, sem að þessu sinni fer fram á
Sauðárkróki 13. – 15. júlí í sumar.
mm
Kepptu í ringói í Borgarnesi
Heimamenn úr UMSB urðu í öðru sæti.
Vetrarmótaröð Golfklúbbsins Leynis
á Akranesi lauk um miðjan mars með
sigri liðs Þórðar Elíassonar, en auk
hans skipuðu liðið þeir Alfreð Þór Al-
freðsson og Guðmundur Sigvaldason.
Lið Þórðar vann alla sína leiki í riðla-
og úrslitakeppni og fór í gegnum
mótaröðina með glæsibrag. Lið Mar-
els, sem skipað var Hafsteini Gunn-
arssyni, Kristni J. Hjartarsyni og
Daníeli Viðarssyni hafnaði í öðru sæti
og lið Einars Jónssonar sem skipað
var honum sjálfum og Sigurði Grétari
Davíðssyni endaði í þriðja sæti.
Vetrarmótaröðin var spiluð í golf-
hermi Leynis og er þetta annar vetur-
inn sem mótaröðin fer fram. Að þessu
sinni tóku þátt átta lið sem spiluðu í
tveimur riðlum. Leikfyrirkomulag var
betri boltinn og voru lið skipuð tveim-
ur til þremur leikmönnum og spiluðu
ávallt tveir frá hverju liði hverju sinni.
Mótaröðin þótti takast vel og
spiluðu liðin marga bestu golfvelli í
Bandaríkjunum og Evrópu við bestu
aðstæður. Golfhermar hafa á undan-
förnum árum gert mikið fyrir vetrar-
starf golfklúbba landsins sem marg-
ir bjóða upp á slíka þjónustu. Hefur
golfhermir Leynis bæði nýst vel til
kennslu og golfleiks félagsmanna og
gesta. kgk/fréttatilk.
Vetrarmótaröð Leynis er lokið
Lið Þórðar Elíassonar bar sigur úr býtum í vetrarmótaröðinni. F.v. Guðmundur
Sigvaldason, Þórður Elíasson og Alfreð Þór Alfreðsson.