Skessuhorn - 09.05.2018, Page 2
MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 20182
Landsvæðið vestan Skothryggs
telst þjóðlenda samkvæmt úr-
skurði nefndarinnar, en þar er að-
eins um að ræða lítinn hluta þess
lands Flekkudals sem aðalkrafa
ríkisins um þjóðlendu náði til.
Stóra-Vatnshornsmúli telst einn-
ig þjóðlenda samkvæmt úrskurði
nefndarinnar, en landsvæði er í
afréttareigu eigenda jarðarinn-
ar Stóra-Vatnshorns samkvæmt
úrskurði óbyggðanefndar. Sama
gildir um Jörfaafrétt, sem nefndin
úrskurðaði að væri þjóðlenda, en
í afréttareign eigenda jarðarinnar
Jörfa.
Að lokum úrskurðaði nefnd-
in að vesturhluti Víðimúla teld-
ist þjóðlenda. Er það aðeins lítill
hluti af því fjalllendi Hrafnabjarga
sem gerð var krafa um. Sama
landsvæði er í afréttareign eig-
enda jarðanna Ytri-Hrafnabjarga
og Fremri-Hrafnabjarga skv. úr-
skurði óbyggðanefndar. kgk
Meðal viðburða sem í boði verða um
næstkomandi helgi er stórsýning
Rafta og Fornbílafjelags Borgarfjarð-
ar í Brákarey. Þá verður einnig haldin
krakka flóamarkaður í Brákarey sama
dag og Háskólalestin verður með vís-
indaveislu í Hjálmakletti. Þetta er að-
eins hluti af viðburðum helgarinnar
en tilkynningu um fleiri viðburði má
sjá í dálknum Á döfinni bls. 29 og á vef
Skessuhorns.
Spáð er breytilegri og síðar sunnanátt
8-13 m/s en norðaustanátt 10-15 m/s
á Vestfjörðum á morgun fimmtudag.
Rigning á köflum og hiti víða 5-10
stig. Á föstudag er gert ráð fyrir suð-
austan- og austan 8-15 m/s og rign-
ingu. Hægari vindur og úrkomulítið á
Norðurlandi. Hiti 6-14 stig. Á laugar-
dag er spáð austlægri átt og víða bjart
en skýjað og dálítil rigning á Suðaust-
urlandi. Hiti 7-15 stig að deginum og
hlýjast á Norðurlandi og Vesturlandi. Á
sunnudag og mánudag er gert ráð fyr-
ir suðaustanátt og mildu veðri. Rigning
með köflum á Suður- og Vesturlandi
en þurrt og bjart norðaustanlands.
Í síðustu viku var spurt á vef Skessu-
horns hvort Ari Ólafsson kæmist með
framlag Íslands upp úr undanúrslitum
í Eurovision, sem fram fór í gærkvöldi
(eftir að Skessuhorn fór í prentun).
Svarendur voru ekki bjartsýnir á ár-
angur. 51% sögðu Ara örugglega ekki
komast áfram og 24% að hann kæm-
ist sennilega ekki áfram. 10% svar-
enda sögðu að Ari kæmist sennilega
upp úr undanúrslitunum og 9% voru
bjartsýnastir og sögðu hann örugg-
lega komast áfram. 6% svarenda voru
ekki vissir.
Í næstu viku er spurt:
Ert þú komin/n á sumardekkin?
Sindri Víðir Einarsson sem kemur
fram undir listamannanafninu MC Ís-
björn rappaði af stakri snilld ásamt
þeim JóaPé og Króla á hátíðinni List án
Landamæra sem hófst í Reykjavík í síð-
ustu viku. Sindri Víðir er Vestlending-
ur vikunnar.
Spurning
vikunnar
Til minnis
Veðurhorfur
Vestlendingur
vikunnar
Snjókall í maí
Maímánuður er gjarnan mild-
ur vormánuður en í ár hefur
það sem af er mánaðarins frek-
ar minnt á haustið eða jafn-
vel vetrartíð. Um liðna helgi
var snjóþekja á Vesturland og
víða nokkuð vetrarlegt um að
litast. Í Þurranesi í Saurbæ í
Dölum var nægur snjór til að
hnoða í myndarlegan snjókall
án mikillar fyrirhafnar og var
það einmitt það sem Ingunn
Jóna Jónsdóttir gerði. Hún
bjó til þennan fína kall á pall-
inum hjá sér snemma á laug-
ardag. Snjókallinn var þó ekki
langlífur því síðar um daginn
fór að rigna en rigning er ein
helsta dánarorsök snjókalla.
-arg
Efnisgeymslan
smám saman að
hverfa
Íbúar á Akranesi urðu marg-
ir hverjir varir við nokkurn
hávaða og drunur síðastlið-
inn föstudag. Bárust þær frá
Sementsverksmiðjunni, þar
sem starfsmenn fyrirtækis-
ins Work North ehf. vinna að
niðurrifi bygginga og búnað-
ar. Drunurnar orsökuðust af
því að þá var þak efnisgeymsl-
unnar að falla, en undanfarn-
ar vikur hefur verið unnið að
því að rífa þetta stóra mann-
virki. Hefur Faxabraut verið
lokuð frá 13. apríl vegna þessa.
Ekki er annað að merkja en að
verkið sækist vel.
-mm
Breyting á lista
VG
BORGAR-
BYGGÐ: Á
f é l ag s fund i
VG í Borg-
arbyggð síð-
a s t l i ð i n n
f i m m t u d a g
var samþykkt
breyting á áður samþykkt-
um framboðslista fyrir sveit-
arstjórnarkosningarnar. Guð-
mundur Freyr Kristbergsson,
ferðaþjónustubóndi á Háafelli
í Hvítársíðu, tekur þriðja sæti
á listanum. Kemur hann í stað
Eiríks Þórs Theódórssonar
sem óskað hafði eftir því að
draga framboð sitt til baka af
persónulegum ástæðum. List-
inn er að öðru leyti óbreyttur
frá kynningu á honum í frétt
Skessuhorns nýverið. -mm
Óbyggðanefnd kvað á fimmtudag
upp úrskurði vegna krafna Bjarna
Benediktssonar fjármálaráðherra,
fyrir hönd íslenska ríkisins, um
þjóðlendur á svæði 9A, sem nær
yfir Dalasýslu að undanskildum
fyrrum Skógarstrandarhreppi.
Þjóðlendukröfur í Dölum
náðu til Svínadals, Flekkudals,
Vatnsþverdals, fjalllendi Skarðs
í Haukadal, Stóra-Vatnshorns-
múla, Jörfaafréttar, landsvæð-
is sunnan og vestan Villingadals-
draga, Geldingadals, Sauðafells-
lands, landsvæðis sunnan Hunda-
dals og Hundadalsheiði, fjalllend-
is Fremri-Vífilsdals, fjalllendis
Hrafnabjarga og Botns við Svín-
bjúg. Var kröfunum skipt upp í
þrjú mál eftir svæðum. Ítarlega
lýsingu krafna og yfirlitskort af
hverju svæði fyrir sig er að finna á
vefsíðunni obyggdanefnd.is.
Skemmst er frá því að segja að
óbyggðanefnd hafnaði þjóðlendu-
kröfunum að langstærstum hluta.
Stærstum hluta
þjóðlendukrafna í
Dölum hafnað
Aðalkröfur ríkisins um þjóðlendur eru merktar með rauðum útlínum á kortinu.
Óbyggðanefnd samþykkti aðeins brot af kröfunum.
Síðastliðinn föstudag var undir-
ritaður samningur milli Borgar-
byggðar og byggingarfyrirtækisins
Eiríkur J. Ingólfsson ehf. um stækk-
un og heildarendurbætur á hús-
næði Grunnskólans í Borgarnesi.
Er samningurinn gerður að und-
angengnu útboði sem Ríkiskaup
sá um fyrir sveitarfélagið. Einungis
barst eitt tilboð í verkið. Á vef sveit-
arfélagsins segir að framkvæmd-
ir muni nú hefjast á næstu dögum.
Verkið mun standa yfir í þrjú ár og
er heildarkostnaður við það um
750 milljónir króna. „Langþráður
áfangi er nú í höfn varðandi end-
urnýjun og stækkun húsnæðis skól-
ans og stórbætta aðstöðu nemenda
og starfsfóks,“ segir í tilkynningu
vegna undirritunar samningsins.
mm
Samið um endurbætur og
stækkun grunnskólans
Samningar voru undirritaðir og loks handsalaðir. F.v. Eiríkur J Ingólfsson verktaki,
Pálmi Sævarsson formaður byggingarnefndar og Gunnlaugur A Júlíusson sveitar-
stjóri. Ljósm. borgarbyggd.is