Skessuhorn


Skessuhorn - 09.05.2018, Page 32

Skessuhorn - 09.05.2018, Page 32
Hyrjarhöfði 8 110 Reykjavík sími: 577-1090 Við Önnumst Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Mjög gott fiskerí hefur verið á miðunum við Akranes eftir að hrygningarstoppi lauk á Vestur- svæði 21. apríl síðastliðinn. Afla- brögð hafa verið með besta móti að sögn þeirra Alexanders Eiríks- sonar og Bjarna Bragasonar sem annast löndun og sölu aflans fyrir Fiskmarkað Snæfellsbæjar. Línu- báturinn Eskey kom t.d. inn til löndunar á mánudaginn í síðustu viku með metafla í einum túr, eða 16 tonn. Daginn eftir var Eskeyin með 14 tonn og síðan 12 tonn á miðvikudag. Þetta gerir á fimmta tug tonna á þremur dögum. Þá hófst strandveiðitímabilið á miðvikudaginn. Strax um ell- efuleitið sama morgun kom fyrsti bátur að landi með dagsskammt- inn, eða 770 kíló af þorski. Sömu sögu var að segja af flestum þeim bátum sem gerðir verða út til strandveiða frá Skaganum, þeim gekk vel í upphafi tímabilsins. Auk þeirra eru nokkrir hand- færabátar gerðir út frá Akranesi. Steinólfur Jónasson á Skarphéðni SU-3 var að landa tveimur tonn- um af stórþorski þegar ljósmynd- ari Skessuhorns kom við á bryggj- unni síðdegis á miðvikudaginn. Steinólfur rær einn og sagði hann afar vel hafa gengið á veiðunum að undanförnu. mm Afar líflegt við Akraneshöfn Það er alltaf fallegt þegar vel fiskast. Gauji var mættur til að stýra löndunarkrananum. Vanur maður þar á ferð. Aflinn úr Skarphéðni á leið á markaðinn, þeir Bjarni og Alexander sjá um það. Steinólfur Jónasson er hér að landa úr báti sínum Skarphéðni SU. Eskey ÓF-80 hefur fiskað afar vel að undanförnu. Hér er komið að landi eftir mettúr.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.