Skessuhorn


Skessuhorn - 27.06.2018, Side 8

Skessuhorn - 27.06.2018, Side 8
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 20188 Aukinn kostn- aður vegna samninga og veikinda BORGARBYGGÐ: Á fundi byggðarráðs Borgar- byggðar í síðustu viku voru lögð fram gögn með saman- burði á rekstri fyrstu fimm mánuði ársins við fjárhags- áætlun 2018. Fram kom að almennt var rekstur sveit- arfélagsins í góðu samræmi við fyrirliggjandi fjárhags- áætlun. Langtímaveikindi hafa þó haft áhrif á rekst- ur einstakra stofnana. Nið- urstöður úr kjarasamning- um félags grunnskólakenn- ara og Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa einnig áhrif á rekstur ársins sem nemur um 25 m.kr. eða um 40 m.kr. á ársvísu. Gera þarf viðauka við fjárhagsáætlun vegna aukins launakostnað- ar vegna langtímaveikinda og áhrifa af niðurstöðum kjarasamninga kennara. -mm Heitir nú Náttúruham- faratrygging LANDIÐ: Viðlagatrygg- ing Íslands, sem hefur það hlutverk að vátryggja gegn beinu tjóni af völdum nátt- úruhamfara, svo sem eld- gosa, jarðskjálfta, skriðu- falla, snjó- og vatnsflóða, fær nafnið Náttúruhamfara- trygging Íslands, skamm- stafað NTÍ, frá 1. júlí næst- komandi þegar breytingar á lögum um starfsemi stofn- unarinnar taka gildi. Alþingi samþykkti þessi lög í byrjun maí. Með breytingunum er það hlutverk stofnunar- innar að sinna betur um- fangsmiklum tjónum vegna náttúruhamfara skýrar af- markað en áður var. Helstu breytingar eru þær að eig- in áhætta tjónþola lækk- ar úr 5% í 2%, samhliða því sem lágmarkfjárhæð- ir eigin áhættu hækka. Eig- in áhætta í hverju tjóni fer úr 20 þúsund krónum í 200 þúsund krónur vegna lausa- fjár, úr 85 þúsund krónum í 400 þúsund krónur vegna húseigna og úr 850 þús- und krónum í eina millj- ón króna vegna opinberra mannvirkja. „Tilgang- ur þessara breytinga er að gera Náttúrhamfaratrygg- ingu Íslands kleift að sinna betur þeim sem verða fyr- ir verulegu tjóni af völdum náttúruhamfara. Breytingin er til hagsbóta fyrir þá sem verða fyrir tjóni sem nemur meira en 8 milljónum króna á fasteignum sínum, þar sem þeir munu greiða lægri eigin áhætta af tjóni sínu. Þeir sem verða fyrir minna tjóni bera hins vegar hærri eigin áhættu en áður,“ seg- ir Hulda Ragnheiður Árna- dóttir, framkvæmdastjóri NTÍ. -mm Guðmundur verður forstjóri HB Granda RVK: Guðmundur Kristjáns- son hefur verið ráðinn forstjóri HB Granda. Hann mun láta af störfum sem forstjóri Brims en hann hefur rekið útgerðar- félög samfleytt í yfir 30 ár. Eins og fram hefur komið í fréttum keypti Guðmundur og félög hans 35% hlut í HB Granda fyrr á árinu og varð hann í framhaldi formaður stjórnar. „Með því að taka að sér starf forstjóra get- ur Guðmundur nýtt vel reynslu sína til að vinna úr þeim tæki- færum sem hann sá með kaup- um á leiðandi hlut í HB Granda og leiða eftirfarandi áherslur í starfsemi félagsins: Einfaldur og sjálfbær rekstur, vöxtur og aukin arðsemi, öflugt samstarf á sviði markaðs- og sölumála og markviss nýting fiskveiðiheim- ilda,“ segir í tilkynningu frá fyr- irtækinu. Guðmundur hefur hætt sem stjórnarformaður HB Granda og Magnús Gústafs- son tekið við því starfi. Rann- veig Rist verður áfram varafor- maður stjórnar. Vilhjálmur Vil- hjálmsson lætur af störfum hjá HB Granda eftir sex ár sem for- stjóri þess. -mm Aflatölur fyrir Vesturland dagana 16. – 22. júní. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 17 bátar. Heildarlöndun: 24.812 kg. Mestur afli: Glódís AK: 2.926 kg í fjórum löndunum. Arnarstapi: 10 bátar. Heildarlöndun: 12.966 kg. Mestur afli: Bárður SH: 3.785 kg í tveimur löndunum. Grundarfjörður: 19 bátar. Heildarlöndun: 262.781 kg. Mestur afli: Bylgja VE: 71.077 kg í einni löndun. Ólafsvík: 37 bátar. Heildarlöndun: 252.244 kg. Mestur afli: Páll Jónsson GK: 92.362 kg í einni löndun. Rif: 25 bátar. Heildarlöndun: 65.406 kg. Mestur afli: Saxhamar SH: 16.648 kg í tveimur löndunum. Stykkishólmur: 26 bátar. Heildarlöndun: 70.369 kg. Mestur afli: Jökull SH: 6.396 kg í fjórum löndunum. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Páll Jónsson GK – ÓLA: 92.362 kg. 18. júní. 2. Bylgja VE – GRU: 71.077 kg. 22. júní. 3. Hringur SH – GRU: 67.855 kg. 20. júní. 4. Helgi SH – GRU: 45.542 kg. 18. júní. 5. Steinunn SF – GRU: 43.014 kg. 21. júní. -arg Eins og kunnugt er tók séra Elín- borg Sturludóttir í vor við emb- ætti prests í Dómkirkjupresta- kalli í Reykjavík. Nú hefur bisk- up sett séra Jón Ásgeir Sigurvins- son, eiginmann séra Elínborgar í Stafholti, til að leysa séra Þorbjörn Hlyn Árnason á Borg af í níu mán- aða námsleyfi sem hefst í septem- ber í haust. Jafnframt hefur Jón Ásgeir verið settur prestur í hálfu starfi í Stafholti til vors. mm Séra Jón Ásgeir leysir af Skemmtiferðaskipið ms Bre- men kom til Ólafsvíkur síðarlið- inn laugardag. Skipið er skráð á Bahamaeyjum, er 112 metrar að lengd og 17 metrar að breidd. Í áhöfn voru 106. Lá skipið fyrir an- kerum framan við bæinn og voru farþegar ferjaðir í land á gúmmí- bátum þar sem þeirra biðu rútur til þess að fara ferðir um Snæfells- nesið. Að sögn Péturs Bogasonar hafnarvarðar var farið á einni rútu að Vatnshelli og tvær fóru upp að Snæfellsjökli þar sem þeir farþeg- ar sem vildu var boðið á jökulinn. Pétur sagði að farþegar hafi ver- ið 150 manns og allir utan fjórir farið í land. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem farþegaskip kemur til Ólafsvíkur og átti Pétur hafnavörður ekki von á fleiri skip- um í sumar. af Seinna skemmtiferðaskip sumarsins til Ólafsvíkur MS Bremen fyrir ankerum við Ólafsvík. Farþegar fluttir í land. Nemendum sem innritast á verk- eða starfsnámsbrautir framhalds- skóla landsins fjölgar um 33% frá síaðsta ári. Samkvæmt upplýsing- um frá Menntamálastofnun var mest ásókn í nám í rafiðngrein- um, til dæmis rafeindavirkjun, raf- veituvirkjun, rafvélavirkjun, raf- virkjun og hljóðtækni. Einnig var mikil ásókn í málmiðngreinar, s.s. blikksmíði, rennismíði, stálsmíði og vélvirkjun. Flestir nemendur innritast á bóknáms- eða listnámsbrautir til stúdentsprófs, eða alls 69% þeirra sem sóttu um nám. Um 16% nem- enda eru innritaðir á verk- eða starfsnámsbrautir, 15% á almenna námsbraut eða framhaldsskóla- braut. Er það lægra hlutfall en undanfarin ár. Langflestir fara í fram- haldsskóla Alls sóttu 3.930 nemendur um skólavist í framhaldsskólum fyr- ir haustönn 2018. Eru það 95,6% allra þeirra sem útskrifuðust úr grunnskóla nú í vor. Líkt og und- anfarin ár gafst nemendum kostur á að sækja um tvo skóla. Alls fengu 89% umsækjenda skólavist í þeim skóla sem þeir völdu sér í fyrsta vali og 9% nemenda fengu skóla- vist í þeim skóla sem þeir völdu sér í öðru vali. Alls 65 nemendur, eða 2%, fengu ekki skólavist í þeim skólum sem þeir óskuðu eftir. Sá Menntamálastofnun um að út- vega þeim skólavist í þriðja skóla. Flestir þeir sem tilheyrðu þessum hóp uppfylltu ekki inntökuskilyrði í það nám sem sótt var um. Þetta eru færri nemendur en á liðnu ári, en þá voru þeir 81. Undanfarin ár hafa nokkrir skól- ar notið mikilla vinsælda hjá um- sækjendum og var engin breyting á því í þessari innritun. Samkeppn- in um pláss var því hörð og þurftu skólar sem fengu hvað flestar um- sóknir að vísa umsækjendum frá. Verzlunarskóli Íslands, Mennta- skólinn við Hamrahlíð og Mennta- skólinn við sund fengu flestar um- sóknir um skólavist. kgk Fjölgar um þriðjung í verk- og starfsnámi

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.